Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 6

Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 6
’ Ugla: "Kona" skrifaði í blöðin og sagði það mundi auka á lausaleik í landinu ef slíkar stofn- anir væru styrktar af almannafé, réttar vöggustofur væru heimili sannkristins fólks Qg annarra sem aðhyltust góða siðu. Ugla: En þegar ég fór að hugsa mig betur um fanst mér móðirin ætti í rauninni ekki barnið heldur; börn ættu sig sjálf - og móður sína að auk samkvsemt náttúrunnar lög- um, en þó ekki leingur en þau þyrftu á henni að halda; ættu hana meðan þau væru að vaxa í kviði hennar; og meðan þau væru að éta hana, eða réttara sagt drekka hana, fyrsta árið. Mannlegt félag er sá sem hefur skyldur við börn, svo fremi það hafi skyldur við nokkurn; svo fremi nokkur hafi skyldur við nokkurn. (Atómstöðin) Karl h.eitir herra frá vöggu til grafar. Kona er ungfrú á me ðan hún er ógift, frú eftir giftingu. Ef hún giftist ekki, er hún ungfrú alla ævi. Sumum þykir rett að kalla allar konur frúr, sem komnar eru ýfir vissan aldur. Af hverju þarf að vera að skilgreina konur sárstaklega eftir aldri og hýúskaparste'tt, en ekki karla? 3* öðrum finnst ekki ástæða til að sinna. Með öðrum orðum. Kona, sem fær fóstureyðingu í Osló, hefði kannski aldrei fengið hana annars staðar á landinu. Læknar eru ekki skyldugir til að leggja fram umsóknir um fóstureyðingar Þess vegna getum við auðveldlega orðið fórn- arlömb lækna með sérstaka trú eða lífsskoðun. Þegar sækja þarf um fóstureyðingu er tíminn naumur. Læknirinn fær sjaldan tóm til að setja sig nægilega inn I vandamál konunnar á þeim stutta tíma er hann hefur til umráða. Læknar eru aðeins venjulegir menn, og þeir þurfa alls ekki að vera sálfræðingar. Annars er þetta sterkur hlekkur í mismunun konunnar. Hún er ekki talin hafa ábyrgð og dómgreind, en vandamál hennar síðan lögð £ hendur ókunnugs manns. Það er svo annað mál, að konur vilja ekki allar gangast úndir þá auðmýkjandi máls- meðferð sem þarf til að fá framkvæmda fóst- ureyðingu. Það getur verið erfitt að skýra ókunnugum manni frá tilfinningum sínum og kynlífi. Einhver hópur kvenna velur því ólöglegu leiðina til fóstureyðingar. Grýla,, segja sumir. En ólöglegar fóstureyðingar eru veruleiki. Af skiljanlegum ástaaðum er ómögulegt að fá nokkra endanlega tölu á ár- legum, ólöglegum fóstureyðingum. Fimm þúsund, t£u þúsund, fimmtán þúsund? Eru ekki allar tölur of háar? Megum við stefna þúsundum kvenna í þá hættu sem fylgir ólög- legum fóstureyðingurt? Og höfum við leyfi til að láta óvelkomin börn fæðast I heiminn? Gildandi lög um fóstureyðihgar, eru lög um nauðungarfæðingar. Afram munu lögin gera það mögulegt að þvinga konur til að ganga með barn og ala það gegn vilja þeirra. Meðgöngutími og fæðing geta verið óþægileg og sársaukafull lífsreynsla, og að ganga með óvelkomið barn er þung raun. Upp á síðkastið hafa komið fram tillögur um meira frjálsræði I lögum um fóstureyðing- ar. M. a. hefur verið stungið upp á frjáls- um fóstureyðingum fyrir konur fyrir ofan og neðan ákveðin aldurstakmörk, t.d. 17 og 40 ára. En fóstureyðingarvandamálið verður ekki, afgreitt með aldurstakmörkunum. Hvað með þá 19 ára sem hefur þroska á við 16 ára ungling? Eða þá hálffertugu, sem er jafn lúin fimmtugri konu? Lögin verða ekki réttlát fyrr en þau gera ráð fyrir algjöru frjálsræði. Sumir gera sér vonir um, að með því að gera átak til að auka mæðrahjálp og leiðbeiningar um getnaðarvarnir, komumst við hjá því að gefa fóstureyðingar frjálsar. Atök á því sviði munu ugglaust lækka tölu fóstureyðinga, en geta aldrei komið I staðinn fyrir frjáls- ar fóstureyðingar. Þörfin fyrir fóstureyð- ingar mun aldrei hverfa. Því er krafa okkar þessi: Gefið hverri konu rétt á fóstureyðingu án þess hún þurfi að gefa upp aðra ástæðu en þá, að hún óski ekki eftir barninu. Að lokum, látið konuna sjálfa ráða yfir líkama sínum og lífi, látið hana um að ákveða, hvort hún vill eignast börn, hvenær hún vill eignast börn og hve mörg börn hún vill eignast. Or bókinni Hva bráker de for? Pax forlag, Oslo, 1972. Þýðandi H. 0.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.