Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 7

Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 7
Föstudaginn 10. mars 1939. VISIR 7 Vilhjálmi Þór lalið að fconia fram fyrir hOnd rlkisstjórnar- inoar erlendis i iántOkomáhmi Svo hefir skipast, að því er Vísir hefir frétt, að Vilhjálmur Þór, sem nú er í New York, verði falið að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar erlendis í lántökumálinu, þ. e. kynna sér lánstilboð það, sem um er að ræða, nánara, og annað sem athuga þarf í sambandi við þetta mál. Þeir dr. Wright og Mr. Drap- er ræddu við rikisstjómina í gær og mun ríkisstjórnin þá hafa tilkynt þeim ákvörðun sina, um að gefa Villijálmi Þór umboð í því skyni, sem hér að ofan segir. Ríkisstjórnin mun hafa lofað því, að leita ekki til annara um lán, fyrr en hún hafi tekið fullnaðarákvörðun við- vikjandi tilboðum þeim, sem í boði eru. Þeir dr. Wright og Mr. Drap- er voru meðal farþega í gær á Ljtu til útlanda. Prjír skttiiniiMi Eftir Guðmund Fridjónsson. II. Höll sumarlandsins. Ljós heimsins, Höll sumar- landsins -— þau heiti eru fögur. Ljós heimsins mun vera Þór- unn á Kömbum og sálrypnar rannsóknir, skjálftalækningar svokallaðar. Höll sumarlandsins mun vera rottuhjallur Fram- farafélagsins í Sviðinsvik, sem hrennur þegar búið er að liækka vátryggingu liennar um 100 þús. lcrónur. Þessi bók, Höll sumai’lands. ins, er um 400 bls. og Ljós heimsins (sem er fyrri hluti hennar) um 300 bls., alls 700 bls. — „Sjö sinnum það sagt er mér syngi þetta versið hver, þeirn skal eg gefa sjö tunnur rauðagulls“. Sá gefur nú þetta gull sem getur! Alþingi gefur rithöfund- inum gullið fyrir þenna söng um Ljósið í sumarhöllinni. Fleira er söngur en rímað mál, sbr. orðatiltækið: fallega syng- ur í tálknuunum þínum núna, er sagt um þá sem eru málugir og illkvittnir. En þessar sögur H. K. L. eru frá upphafi til enda mælgi og illkvittni sem svivirðir þjóðina, innanlands og utan. Mælgin í þessum bókum er þannig haglega gerð, að liún vekur hlátur — á svipaðan liátt sem konungar og hirðmenn lilógu að hirðfíflum á liðnum öldum. 600 manns eru i Sviðinsvík og alt’þelta fólk eru fifl, að undan- skilinni skáldkonunni, sem hkn- ar Ólafi skáldfífli. En þessi kona er svo fyrirferðarlítil í getur vart verið mjög óvinsæll- Og erfitt er að gera ráð fyrir öðru en að þeir, sem i fyrstu voru andstæðingar lians, hafi sannfærst urn, að hann sé föð- urlandsvinur einlægur, sem hafi ávalt liaft velferð lands síns fyrir augum. Það, sem varð honum að falli, var það, að honum hafði ekld tekist að leysa deilumál Króata og Serba, en þau eru erfið við- fangs og munu reynast erfið fleirum en honum.— Menn geta varla gert sér annað í hugar- lund, en að Stoyadinovitsch eigi eftir að'ná völdum aftur. Með sínum miklu hæfileikum — og göllum — er hann skapaður til þess að vera þjóðarleiðtogi. (Að mestu samkvæmt grein eftir blaðamanninn J. Bast i Ber- lingatíðindum.) sögunni, að á henni ber svo sem eins og bláberi i ámu! Fífl og fantar! Það er fólkið alt. Og svo er það málugt að þverrifurnar ná frá eyra til eyra! Forstjóri Framfarafélags- ins, oddviti hreppsnefndar, læknir, prestur — alt eru þetta vitlitlir fimbulfambarar og glæpanienn. Júel J. Júel, fulltrúi togara- félags sem á 5 botnvörpunga, er efsta silkihúfan ofan á þess um samsétningi. Félagið sjálft héitir Grímur Loðinskinni = Kveldúlfur. Hann einn á 5 tog- ara, hérlendra félaga. Alt er þetta auðskilin gáta. Júel .1. Júel er drykkjudóni, kvennalaUpur, fífl, svikari, hestafantur. Þess má geta, að þessi saga er svo að segja laus við klám. Þó laumar unnusta Ólafs Kárason- ar því að honum í náttmyrkri, livort hann liafi veitt þvi at- liygli, að hún „væri óklædd undir kjólnum“. Þetta vekur Ólaf svo að karlmaðurinn í hon- um vaknar til þess manndóms, að stúlkan lætur hann vita, á sínum tíma, að hún sé orðin ólétt. „Öllu ganini fylgir nokkur al- vara“, sagði stúlka ónefnd, þeg- ar hún vissi sig orðna þungaða. Það sannast einnig í Höll sum- arlandsins — þar sem rottu- vargurinn réði ríkjum. Höf. Hallarinnar gerir mikið spott að Þórunni fná Kömbum og sálarrannsóknunum. Þó virðist mér svo sem liún liafi reist upp frá lamasessi Ólaf Ljósvildng — til þess m. a. að gera þessa stúlku ófríska, sem svo er nefnt á Reykjavíkurmáli. Úti í sveitum eru þeir og þær nefndar svo sem eru eitlhvað lasnir. Þessi saga á að vera nútíðar saga. Það sést m. a. á því, að frá þvi er sagt, að upp úr dys eru tekin 200 ára gömul bein, sbr. beina-upptöku Friðriks og Agnesar — og þau flutt i vigða mold. Þessi upptaka óhelgra dóma morðingja og brennu- varga sver sig i ætt þeirra at- burða sem gerðust i Húnaþingi og lyktuðu i* Vatnsdalshólum, óvættar minningar á dögum annála og árbóka. Saga þessi gæti verið góð bók, þó að hún styddist við sann reyndir, ef þær væru þá ekki afskræmdar. En höfuðgalli hennar er sá, að myndirnar í Höll sumar- landsins eru afskræmdar, á kostnað lífsins í landinu. Skrípamyndablöð liafa rétt og einkarétt til að gera og gefa út skrípamyndh- af mönnum og athöfnum, en höfuðskáld sjá ekki sóma sinn ef þau stunda þá iðn. List þeirra verður áhrifalaus, ef þau umgangast illþýði og fífl, til lengdar. Skáldin sjálf draga þá dám af fiflunum og verða sjálf fífl við það að umgangast fífhn. Hver tog einn dregur dám af sinum sessunaut. Málsháttur kveður svo að orði: Segðu mér, hvern þú um- gengst og eg skal segja hver þú er. Gáfaðasti aðdáandi H. K. L. — Vilmundur landlæknir — hefir viðurkent i áheyrn minni að sagnafólk þessa liöfundar sé „symbólskl“, þ. e. táknrænt. ekki nátlúrlegt fólk. Með þessu er það gefið í skyn, að lýsingar skáldsins sé óáreiðanlegar sem þj óðlif slýsingar. En livaða erindi eiga þær út í lönd, ef þær eru ósannar? Ef skáldskapurinn væri dýr- legur, háfleygur, fagurfræði- legur eins og t. d. táknrænar myndii' Einars Jónssonar, ættu þær erindi til listrænna sálna. En myndir H. K. L. eru eigi svo vel ættaðar. Þær eru allar þrælbornar hugmyndir lians eða þá komnar frá ögmundi löðurkúf og Helgu beinrófu sem svartidauði þyrmdi forð- um. Ferðasögur H. K. L. eru nokkurskonar skáldsögur. Hann samdi ferðasögu i fyrra um Snæfellsnes og Barðaströnd. Snæfellsnes var að hans sögn viðlíka statt sem Sviðinsvík í Höll sumarlandsins og var sú niðurlæging að kenna þing- manni Snæfcllinga, Tlior Thors, að sögn H. Iv. L. Hann fór samskonar orðaeldi um Barðaströnd, einkanlega á- kveðinn lirepp, sagði að þar væru öreigar einir, börn gamal- menni og sjúklingar. Sýslumaður Barðstrendinga, Jóliann Skaftason, svaraði þessu í Tímanum með tölum úr fram talsskýrslu frá hreppstjóra og skattanefnd. Flestir íbúar lireppsins svöruðu skatti, bjuggu á hlunnindajörðum og sátu við bærileg kjör. Skáldið hafði lagt til í ferða- sögunni, að Ströndin væri lögð í auðn, fólkinu hjálpað til að Hýja- Þarna getur að lita livaða augum þessi höf. lítur.á lífið sjálft og svo hitt: hvernig hann f.er með heimildir. Er þessi maður þess umkom- inn að tala kjark' í fólkið — lesendur sina? Er hann sá spámaður, sem þjóðin þarf? Alþingi hefir svarað fyrir sig þrem sinnum. Alt er þegar þrent er. Afskræmilegar þjóðlýsingar þessa skálds geta stafað af tveim orsökum — takmarka- lausri fyrirlitningu fyrir fólk- inu, þjóðinni. Alt er gott í glyrnum guluveika mannsins, segir St. G. St. En þessi liöf. temur sér hina gulu ritlist. Og afskræmingin getur staf- að af þvi, að liöf. vill velta í rústir þeirri þjóðfélagsskipun sem hér ríkir. Ráð lians til þess að koma á byltingu er það, að telja fólki trú um, mála alt svo svart sem gert er í landinu, að fleirtala liöfðanna kjósi það, að alt standi á höfði — fari á liaus- inn. Með því að fletta þessari bók blað fyrir blað, taka sýnishorn og bera þau saman við daglegt lif — mætti sanna, svart á hvítu, að Höll sumarlandsins er bull frá upphafi til enda og að hún er i samanburði við sannkallaðar skáldsögur þvilik sem undanrennufroða er and- spænis rjóma. Hún og Ljós heimsins ættu það skilið, að heilög reiði gerðu þær upptækar og bæru þær á biál vandlætingar sem ekki læt- ur að sér liæða. Eg hefi drepið á það, hvernig þessi liöf. stígur yfir landamæri hugarburðar og sannsögli, t. d. í ferðasögum sem eiga að vera ábyggilegar. Eg sótti gögnin til Barðstrendinga. Eg ætla nú að nefnda dæmi úr Höll sumar- landsins og bera það undir lífið sjálft. Ilöf. nefnir kvenmiðilinn Þórunni á Ivömbum og fylgi- anda hennar Friðrik huldu- lækni. Ekki þarf mjög mikið skáld til að botna þessa vísu þannig, að hér sé átt við Mar- gréti frá Öxnafelli (Kambar, samskonar sem fell). Margrét er að kunnugra manna dómi mesta kvengersemi í orðum og breytni. Heimili hennar varð fyrir óbóta gestgangi árum saman vegna þeirra pílagríma sem þangað sóttu. Margrét svaraði bréfum svo að hundr- uðum skifti, ókeypis, og gerði sér á engan hátt að féþúfu á- trúnaðinn sem að henni stefndi. Þetta er vitnisburður lífsins sjálfs. En höf. Sumarhallar og Ljóss lieimsins gerir tilbúinn slcugga þessarar meyjar að skækju, lygaskjóðu og fégirndahít sem segir, að lokum — að alt í ver- öldinni sé lýgi nema seðlar, peningar. Að svo mæltu strýkur hún úr landi. Meðan eg er að setja saman þessa grein, getur útvarpsfrétt um það, að H. K. L. sé í Höfn að vinna að þriðju bók þessa skáldsagnaflokks. Sá samsetn- ingur mun verða að lokum 1000—1200 blaðsiður — alt í alt. Og engin persóna sem slæg- ur er i eða þess verð að kynnast. Slíkur skáldskapur er hlið- stæður við þá hagmælsku sem getur gert vísu, — allan daginn um alt og ekkert, slétt kveðnar en efnislausar, gersneyddar bókmentalegu gildi. Sæmilega hagorður maður þessarar teg- undar, sem nær sjötugs aldri, gæti haft efni í 50 ljóðabækur, þ. e. a. s. eina á hverju ári frá tvítugs aldri, ef hann hefði lagt sig niður \4ð að bera þessháttar „mykju á haglendi“ sálar sinn- ar. En er það betra að spúa út úr sér skáldsagnavellu á liverju ári, sem er svo gruggug, að jafna má við þá Jökulsá, sem er kölluð Fúlilækur. Jón i Múla var einn sá skiln- ingsgleggsti maður á skáldskap sem eg liefi kynst. Eg spurði hann eitt sinn, hvajð hann segði um norska skáldsögu sem eg var þá, unglingurinn, að stafa mig fram úr. Jón leit hvast á mig og hlevpti brúnum. Sá var liáttur lians i samtali. Hann mælti: „Mér þykir þessi saga lítilsvirði. Þar er engin persóna sem slægur er í.“ Hann fitjaði syo upp á alt öðru efni. Þessi saga er eftir Garborg (Bondestudentar) og er sögð með rennandi mælgi. Heimskar mannverur og ó- geðslega kjöftugar og óguðleg- ar eru alls eigi eftirsóknarverð- ari í bókum (skáldsögum) en í heimahúsum, eða í nágrenni. Og að kaupa dýrum dómum þá viðkynningu, það er sama sem að kosta sig til minkunar eða dvergvaxtar. _______________ ÍSLANDSKYIKMYNDIN._____ _______ Hér er mynd úr íslandskvikmyndinni nýju, sem sýnd var í Danmörku nýlega við hið mesta lof KaupmannahafnarMað- anna. Kvikmyndina tók Dam sjóliðskapteinn, eins og kunn- ugt er. Kvikmyndin verður sýnd á Heimssýningunni í New Yorlc. — Myndin er frá Reykjum í Mosfellssveit. Félagið Heyrnarlijálp hélt aðalfnnd í gær Aðalfundur félagsins Heyrn- arhjálp var haldinn í Kaup- þingssalnum í gær. Fyrsta mál á dagskrá var störf liðna ársins. Formaður, Steingrímur Arason, las upp skýrslu um þau. I Heyrnarlijálp eru nú, að þvi er formaður seg- ir, 234 meðlimir, sem allir hafa greitt árgjöld sín. — Félagið hefir aflað sér 35 heyrnartækja, sem er til sýnis daglega í Reme- dia, Austurstræti 7. Þau kosta frá kr. 5,50 og upp í kr. 350,00. Námskeið í varalestri er nú að byrja á vegum félagsins og er kennari á námskeiðinu frú Ras- mus forstöðukona Málleysingja- | skólans, sem liefir verið í stjórn í félagsins frá byrjun. Er von- | andi, að sem fleslir heyrnar- sljóir iiienn noti sér þetta, þvi að slíku getur þeim orðið ó- metanleg hjálp. Kenslan er ó- keypis. P. Þ. J. Gunnarsson, gjald keri félagsins, lagði frani end- urskoðaða reikninga og skýrði frá fjárhag félagsins. í sjóði eru nú 16 hundruð krónur, sem er nú verið að verja i ný heyrnar- tæki. Stjórnin var endurkosin og rætt fram og aftur um ýms framtíðarmálefni. Starfsemi félagsins var fyrir nokkuru allítarlega getið i Vísi. g^:~ Hafa félaginu verið að smábæt- ast félagar að undanförnu, en þeim þarf enn að fjölga að mikl- um nmu, því að félagið á mikið verkefni að vinna. Árgjaldið er að eins 2 kr. og geta menn snú,- ið sér til einhvers úr stjóminni, ef þeir vilja stvrkja þetta unga og þarfa félag, a- Bœjar- fróffir Veðrið í morg-un. 1 Reykjavík 3 stig, heitast í gær 7 stig,^ kaldast i nótt 2 stig. Úrkoma í gær og nótt 8.7 mm. Heitast á landinu í morgun 6 stig, Siglunesi og Fagurhólsmýri, kaldast 2 stig, í Grímsey, Raufarhöfn og 3 Skál- um. Yfirlit: Djúp lægð yíir suö- austur-Grænlandi, á hreyfingu í norðaustur. Horfur: Suðvesturland til \restf jarða: Stinnings kaldi á suðvestan. Skúrir, en bjart á milIL Höfnin. Reykjaborgin kom af veiðum 5 morgún nteð um go..föt lifrar. Skipafregnir. Gullfoss fer til útlanda í kvöld kl. 8. Goðafoss kemur til Hamborg- ar í fyrramálið. Brúarfoss er á Ieið til Kaupmannahafnar frá London. Dettifoss kom frá útlöndum í nótt. Lagarfoss fer frá Akureyri í dag. Selfoss er í HuIL Jean Haupt' sendikennari. flytur erindi í Há- skólanum i kvöld kl. 8, um skáld- konuna George Sand. „Húrra krakki“ verður leik- inn n. k. sunudag og munu margir fagna þeim gajnla kunn- ingja.Hefir „Húrra krakki“ ver- ið leikinn 20 sinnum áður og þótt afar skemtilegur, enda í flokki með „Stubbi“ og „Ivarl- inn í kassanum", sem Reylcvík- ingar liafa ávalt getað skemt sér við. Leikendur eru allir þerr isömu og áður, nema Regina Bjarnadóttir hefir á hendi hlut- verk frú Magneu Sigurðsson. — Aðeins verður leikið í fá skifti. því að Har. Á. Sigurðsson er alveg á förum úr bænum í sveitasæluna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.