Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 4
4 V I S IR i Föstudaginn 10. mars 1939. Kjöllinn til vinstri er úr livítu, „organdi“. PilsiÖ er mjög vítt og ísaumað með ullargarni. Bolurinn er skreyttur með „paliettum“. — Kjóllimi til bægri er úr hvítu „chiffon“. Bolurinn er með rvkkingum þversum, pilsið mjög vitt og rykt að framan. Blómin í mittið eru úr fjöðrum. — Sláið er úr gaupuskinni (lynx). An föður og móður. Svo er talið, að láta muni nærri að 25% allra barna í Bandarikjunum alist nú upp á barnakælum eða barnaheimil- um. Orsakir til þessa öfug- streymis eru margar, en þessar eru taldar algengastar: Faðir dáinn eða móðir eða báðir for- eldramir. Heimilinu sundrað. Foreldrar ræktarlausir til baríia sinna og bafa lilaupist frá |»eim. Foreldrar skildir í bili eða að lögum. BEGGJA HAGUR. Vitur maður hefir sagt: — Ef yður tekst að gera við- skiftamönnum yðar skiljan- legt, að það sé vilji yðar, að þeir liagnist á viðskiftunum við yður, engu síður en þér á viðskiftunum við þá, megið þér vissulega treysta því, að fátæktin verður ekki „fylgi- kona“ yðar um dagana, lield- ur auðsældin. Mataræði. Keiknað hefir verið út — og ■sjálfsagt margsinnis — hvern- ig heppilegast muni fyrir allan almenning að haga matarkaup- um sínum, og þá einkum þann hlula fólksins, sem hefir ekki 'úr milílu að moða. Ein uppá- stungan er sú, að skifta pening- nnum sem hér.segir: Eiinum fimta hluta (%) skal vrarið fyrir grænmeti og ávexti, % fyrar mjólk og ost, % fyrir IkjSf, fisk og egg, y5 fyrir brauð og kornmat og % fyrir fitu, sykur og annað, sem ótalið er, en ekki verður hæglega án ver- ið. En það munu einkum vera þær vörur, sem notaðar eru til bragðbætis. — Erfitt mundi reynast, og raunar alveg ómögu- legt, að fara eftir þessum regl- um hér á landi, en hafa mætti þær til hliðsjónar. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Bæjarins Besta Bón. Ef maður ætlar að liirða and- lit sitt, liár og hendur vel, getur það orðið mjög kostnaðarsamt, en það er efamál hvort það er ekki kostnaðarsamara að van- rækja það. Meðan maður er ungur, þarf maður ekki á and- litsfegrun að halda. Það er nóg að hreinsa húðina kvölds og morgna. Annað er það með hárið, það geta fæstar okkar átt við sjálfar svo prýði sé að. — Þó að liárið sé liðað frá nátt- úrunnar hendi, verður að láta „leggja“ það, því það liár er víst ekki til, sem fellur af sjálfs- dáðum í þær skorður, sem tísk- an heimtar. Þá er það „permanent“-hár- liðunin. Hún kom sem „af himni send“, ef svo mætli að orði komast. Það er betra og auðveldara að eiga við hár, sem þannig er liðað, heldur en náttúruliðað hár (hrokkið), sem oft er ilt að hemja eða temja til hlítar. Þó er aðalatrið- ið hið sama, hvernig sem liáx-ið er, þ. e. hvernig eigi að fara með það, svo að liðir og lokkar lialdist sem lengst. — Það er næsta nauðsynlegt, að sofa með net, til þess að hárið flókni ekki um nætur. — Þegar hár- greiðslukonan „leggur“ hár yð- ar, skulið þér taka vel eftir, hvernig liún fer að þvi. Þá er auðveldara fyrir yður að grejða það, og þá getið þér minnt stúlkuna á næst, þegar þér far- ið i hárgreiðslustofu, ef ske kynni, að hún myndi ekki hvernig hárið var lagt siðast. Við og við skulið þér greiða úr öllum lokkunum. Það er ekki gott fyrir hárið, að lokkarnir sé altaf greiddir einn og einn út af fyrir sig, en ekki hugsað um að greiða alt hárið i einu og láta loftið leika í gegnum það. — Svo leggið þér það aftur í bylgj- urnar, og ef þér hafið tísku- greiðslu með eintómum smá- lokkum, þá snúið þér lokkana um fingur yðar. — Ef þeim liættir við að „hanga“, þá festið þér þá með „ósýnilegri“ hárnál. — Lýsið aldrei hár yðar! Þó að mjög ljóst liár sé fallegt í fyrstu, þá borgar það sig ekki, því að hárið verður gljáalaust og eyðilegst af þeim sterku efn- um, sem nota þarf- ÞRÆLL EKKI HERRA! Sá, sem hugsar ekki um annað, en að eignast peninga og safna auði, verður þræll og vansæll aumingi. best á SNYRTISTOFUNNI Vesturgötu 2. Sími 4787. NÝJASTA TÍSKA í hárgreiðslu og hárskreytingu. í hárgreiðslu. er altaf fyrst hjá Þingholtsstr. 1. Sími 2923. Hrein húð er prýði,, Tökum burt öll óhreinindi í húðinni, fílapensa, húðorma, vörtur og svo frv. Qárgreið slnst. Perla Bergstaðastræti 1. Sími 3895. MA TREIÐSLA. Auðveldur súkkulaðiábætir. 100 gr. perlusago (Tapioka), % 1. vatn, % 1. mjólk, 2% dl. sykur, kakao eftir smekk, ögn af vanille. Til ski-auts — þeyttur rjómi. — Perlusagoið er látið liggja í bleyti yfir nóttina. — Sykri og kakaoi er hlandað saman í skaftpotti, mjólkinni lirært í og suðan látin koma upp. Sagoið sett saman við og þetta látið sjóða í ca. 20 mín. Þegar sagoið er orðið mjúkt er vanille sett í eftir smekk og síð- an er öllu saman lielt í þá skál, sem á að bera það fram í. — Þegar ábætirinn er orðinn kaldur er hann skreyttur með þeyttum rjóma. Hvítt og rautt. Matarlínx af 12 blöðum, börk- urinn af 2 sítrónum, 4 matsk. sykur, 7y% dl. vatn, 3 eggja- hvitur, 1 dl. sítrónusafi. — Sít- rónurnar eru þvegnar og hýdd- ar mjög þunt. — Vatnið sít- rónubörkurinn, sykrið og mat- ax-límið er blandað varlega saman í skaftpotti við hægan eld. Skaftpotturinn síðan sett- ur í kalt vatn, þar til innihaldið er orðið kælt. Síti'ónusafanum þá hrært saman við, og þegai' þetta er orðið alveg kalt, eru þeyttar eggjalxvítur látnar sam- an við. — Þetta er svo þeytt þangað til það er orðið livítt og létt. — Helmingurinn er svo lit- aður með rauðuxxi lit. — I skál, sem vætt hefur vei-ið með köldu valni, er svo látið til skiftis lag af hvítu og rauðu. — Þegar það er stirðnað, er því hvolft á fat og skreytt með þeyttum rjóma og smáunx „marengs“. 27/ gamans. Forsjál. „kella“. Kerling nokkur í Missouri var hrædd um að svo gæti farið, að hxin yi'ði kviksett. Og meður því að lienni þótti það að von- um lxeldur óskenxtileg tilhugs- un, þá lét hún selja þau ákvæði í arfleiðsluskrá sína, að loftdæla yrði sett í kistuna hjá sér og upp í gegnum leiðið, svo að hún gæli dælt til sín lofti, ef á þyrfti að lialda. Ennfremur lét hún setja þau álcvæði í „skrána“, að setja skykli kistu sína i sima- samband við kunningja sinn einhvern eða skyldmenni, svo að liún gæti látið vita af því, að hún Iiefði verið kviksett. Gamla skarið! Áttræð kerling kom til lækn- is og mælti á þessa leið: — Eg lieyri sagt, að jxér yngið af- gamla kai'la, rétt eins og ekkert sé! Eldgamlir ski'öggar verði í einu vetfangi eins og tvitugir strákar! — Nú langar mig til að biðja yður að gei’a mig að tvítugri blómarós. Eg sé nefni- lega enga ástæðu til þess, að karlmenn hafi nein forréttindi í þessum efnum! Sorgarefni. — Hversvegna grætur þú svo mjög, dx-engur minn? — Mamrna stráksins þarna er miklu stærri og digrari en hún mamnxa min! Nýi hatturinn. — Þú ert eitthvað svo alvar- leg og þögul, elskan mín! ertu lasin? — Nei, vinur mirrn. Það er hatturinn. Ef eg tala, hlæ eða lireyfi mig hið allra minsta — þá dettur hann af mér! HÚSRÁÐ CG HEILLARÁÐ Heitt bað með 2 kg. af mat- arsalti er gott við þreytu og þegar kvef er að byrja. • Kál er fljótara að soðna, þeg- ar natron er sett í vatnið. • . Sítrónusaft fegrar húðixxa á böndunum og læknar hana, ef Iiún er nxeð spruixgum. • Það er ágætt að setja ögn af sykri í vatnið, þegar þér sjóðið saltkjöt. Medisterpylsur springa ekki, ef þér látið þær liggja í bleyti i nxjólk, áður en þér steikið þær. • Mjólk súnxar ekki, ef þér látið xxokkura dropa af pipar- rótarsaft i liana. • Mjólk brennur ekki við, ef þér skolið pottinn, sem hún er soðixx í, með vatni, áður en mjólkin er sett upp. • Ef þér rekið prjón ofan i ný- mjólk og dropi hangir við liann, þegar þér takið hann upp úr, er mjólkin góð, en ef dropinn dettur af, er hún blönduð vatni — svikin. lireinsar hárið fljótt og vel og gefur því fallegan blæ. Amanti Shampoo er algerlega óskaðlegt hárinu og bársverðinum. Selt í pökkunx fyrir Ijóst og dökt liár. — Fæst viða. — j tSÍÍOOíiOOÖOOOOCOCÍíSöíXKSOÍXitl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.