Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 6

Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 6
6 V I S I R Föstudaginn 10. mars 1939. skrautritað. Skjalið mun vera glatað, en minnispeningurinn er enn til. Liðu svo næstu 8—10 ár, að félagið varð að „berjast inn- byrðis“, ef félagana langaði til að keppa, en árið 1908 var „Fram“ stofnað. Um þær mundir fór þó að dofna yfir Fótboltafélaginu og varð að lokum að lialda endur- vakningarfund 29. júní 1910. Þá fyrst kemur fast skipulag á lelagið- En þrátt fyrir það átti félag- ið heldur erfitt uppdráttar. — Frammenn voru sterkir knatt- spyrnumenn og þeim tókst oft- ast nær að bera sigur úr býtum á mótunum. En K-R.-ingar (nafnbreytingin fór fram 1915) sýndu, að þeir þektu boðorð íþróttam., að láta ekki ósigur- inn á sig fá, — þeir sættu sig við liann, af þvi að hinir voru raunverulega betri, en hétu sjálfum sér því, að þeir skyldi gera betur næst. Þeir æfðu af kappi og söfn- uðu jafnframt eins mörgum æskumönnum undir merki sín, og þeir gátu. Þeir skildu, að „ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi. — Enda fór það svo að árið 1919 vann K. R. öll mót i I. og II. flokki, en 1926 varð þó mesta sigurár í knattspyrnusögu þess, því að þá sigruðu þeir i sex mótum — af sex. * K. R. hefir þó ekki einungis haldið sér að knattspyrnúnni. I mars 1919 hreyfði Kristján Gestsson því á fundi í félaginu, hvort félagar gæti ekki byrjað að æfa lilaup, þar til völlurinn væri tilbúinn til æfinga. Varð l>etta til þess að K. R- tók þátt í Víðavangslilaupinu þá um vorið og varð Þorgeir Halldórs- son annar að marki, en hafði lengstum farið fyrir í hlaupinu. „Mjór er mikils visir“, segir máltækið og á vel við þarna. K.R.-ingar voru ekki mjög sig- ursælir framan af, enda þótt gott mannaval væri i félaginu, en smám saman fóru þeir að fikra sig upp eftir metorðastig- anum og hin síðari ár hefir K.R. verið ósigrandi í mörgum greinum frjálsra íþrótta. T. d- hefir K. R. unnið Alls- herjarmótið þessi ár: 1924, 1928, 1932, 1934, 1935, 1936 og 1938, svo að aðeins sé nefndir örfáir sigrar félagsins. Sundmenn hefir K. R. og átt allgóða, enda þótt Sundfél. Æg- ir beri þar ægishjálm yfir öll félög. Bestu sundmenn K. R.- inga hafa þau verið systkinin frá Kirkjubóli, Regína Magnús- Útvarpid___ vikuna sem leid Það eru hinir öldruðu fræði- menn, sem halda uppi dagskrá útvarpsins þessar síðustu vik- ur, Ágúst H. Bjarnason próf. með erindaflokki sínum um siðfræðileg vandamál, Árni Pálsson próf. með erindum um Sturlungaöldina og loks Dr. Jón biskup Helgason með er- indunum um suðurför Tómas- ar Sæmundssonar. Eru allir jiessir erindaflokkar hver á sinn hátt vandað og vel valið útvarpsefni, enda flutt af mönnum, sem hver á sínu sviði hafa lilotið viðurkenningu al- þjóðar. En óneitanlega verður að telja það einkennilega niður- röðun útvarpsefnis, að liafa alla þessa fyrirlestraflokka á ferðinni samtímis og meira að segja er Skúli Þórðarson ma- gister með fjórða fyrirlestra- flokkinn einnig sömu vikurn- ar. Hversvegna dreifir Útvarps- ráðið ekki fyrirlestraflokkun- um yfir lengri tíma? Það er engum efa undirorpið, að betur myndi fara á þvi, að skjóta þarna inn á milli stuttum er- indum um létt efni miðað við þarfir þeirra, sem livorki hafa tíma né endingu til að fylgjast með erindaflokkunum, og sjálfsagt eru þeir margir sem dóttir, Björgvin og Magnús Magnússynir. * Hér liefir aðeins fárra nafna verið getið i sambandi við fé- lagið, en ekki verður lcomist hjá því, að minnast þeirra þriggja manna, sem mest hafa komið við sögu undanfarin 20 ár. Það eru þeir Erlendur Pét- ursson, Guðmundur Ólafsson og Kristján L. Gestsson. Þeir hafa unnið mikið og óeigin- gjarnt starf i þágu félagsins, en starf Kristjáns víðtækast. Er enginn vafi á þvi, að ef K. R. liefði ekki notið starfskrafta þeirra, þá væri félagið ekki sá forvörður íþróttalífsins, sem það er. ★ ^ Eg liefi nú reynt að rekja sögu K. R. að nokkuru, en orð- ið að stikla á stóru, þar sem svo langri starfssögu verður ekki komið fyrir i stuttri grein, svo að nokkur mynd sé á né fé- laginu gerð þau skil, sem það verðskuldar. En eg vil Ijúka þessum orð- um mínum með þeirri ósk, að íþróttamenn vorir hafi ávalt þetta hugfast: Betra er að falla með sæmd, en að sigra með skömm- H. P. | liinsvegar vildu helst fylgjast með öllum þessum flokkum, því þeir eru vissulega þess | verðir, og verður þá niðurröð- un dagskrár beinlínis því til fyrirstöðu, að þetta sé liægt, því þá yrðu menn að láta Út- varpið binda sig flest kvöld vikunnar. Þetta gelur ekki staf- að af öðru en óvandvirkni þeirra, sem raða dagskrárefn- inu niður. Það er ekki svo að skilja. að ekki liafi ýmislegt fleira verið vel boðlegt af útvarpsefni síð- ustu viku. Upplestur Tómasar Guðmundssonar skálds var skemtilegur, eins og vænta mátti. Og leikirnir tveir á laug- ardagskvöldið voru livor um sig áheyrilegir í besta lagi. „Hringurinn“ eftir Guttorm J- Guttormsson er fágað lista- verk. Það mætti kalla það æf- intýrið um þröngsýnina, sem lætur menn og þjóðir villast og lenda að lokum á sína eiigin slóð til þess að jaga aftur sama gamla hringinn. „Sliginn“ eftir Lárus Sigurbjörnsson er rnein- fyndinn gamanleikur. Myrkfæl- inn piltur býr einn í húsi; lik húsráðanda stendur uppi iá neðri hæðinni. Hann finnur upp það snjallræði að fara á dansleik, og fær unga stúlku með sér heim af dansleiknum. Þannig losnar hann við að vera einn í húsinu um nóttina. — En þessu er sniðuglega komið fyrir í þættinum. Hárfín blæ- brigði í tilsvörum, sem hvor- ugum leikendanna (Rögnu Bjarnadóttur og Árna Jóns- syni) tókst þó að vinna nægi- löga úr, gefa þarna smellnar sálarlífslýsingar. Ivvæðin, sem Vilhj. Þ. Gísla- son las upp á sunnudagskvöld- ið, voru mjög eftirtektarverð. Einkum báru þó af kvæði frú Sigríðar Gísladóttur i Stafafelli, og kvæði Péturs Beinteinssonar frá Grafardal. En svo kom mánudagskvöld- ið með dagskrá í leiðinlegra Iagi. Loks virðist Jón Eyþórs- son þó vera búinn að bíta úr nálinni með „vetrarkvíðann“. Átökin um Balkanþjódirnar. Hvers vegna dr. Milan Stoyadinovlcfi, forsætis- og ntanrlkismálaráðlierra Jngoslavín, varð að fara frá, að boði Páls prins og rlkisstjörnanda. Niðurlag. Ilinsvegar er skakt að álykta, að Stoyadinovitsch hafi ætlað sér að koma því til leiðar, að Jugoslavar yrðu aðilar að hinu þýsk-ítalska bandalagi. Tilraun- ir Ciano greifa til þess að koma því til leiðar í ferð sinni til Bel- grad fyrir nokkuru mishepnuð- ust algerlega. Vafalaust var Stoyadinovitsch einlægur, er liann gerði grein fyrir utanríkismálastefnu sinni á þingi í mikilli ræðu og sagði: 1. Jugoslavia vill stuðla að því, að friðurinn haldist i álfunni. Greinargerð Ingóifs Davíðsson- ar um þetta fyrirbrigði var nógu ljós og ákveðin til þess eð afgreiða þetta mál, og hvers vegna í ósköpunum kom ekki Jón með hana strax, í stað þess að þvæla og þæfa þetta efni mánuðum saman? — Og eklci bætti svo húsmæðratíminn úr slcálc með erindi frú Guðnýar Jónsdóttur: „Nokkurar at- hugasemdir hjúkrunarkvenna“. Meginhugsanir þess virtust teknar til láns frá kynbóta- kenningum þýskra nasista, og svo er flutningur frúarinnar vægast sagt óþægilegur. Erindi Eiriks Sigurbergsson- ar verslunarfræðings um þekk- ingu (eða öllu heldur vanþekk- ingu) erlendra þjóða á Islandi, var kjarnorð og sönn hugvekja, en því miður leiðinlega flutt. Þörfin fyrir að breiða, út þekk- ingu á íslandi erlendis er nú orðin svo brýn ekki að eins af metnaðar- heldur lireint og beint af viðskiftalegum ástæð- um, að fjárveitingsvaldið í landinu verður að taka fult til- lit til hennar, og mætti erindi Eiríks verða áhrifarik í því efni. i 2. Jugoslaviu vill varðveita vin- | áttu sína við gamla vini. 3. Jugoslavia vill afla sér nýrra vina, þar sem lienni er hagur að því. Stoyadinovitsch er maður mikill vexti og karlmannlegur — einhver karlmannlegasti stjórnmálamaður álfunnar. I- þróttamaður er hann góður og iðkar aðallega hnefaleilc — en það er oft erfiðleikum bundið fyrir hann, að fá hæfa menn til að æfa sig við. Stoyadinovitsch er nefnilega enn þyngri en linefaleikskappinn Carnera, sem er ekkert smásmíði, og það er enda sagt, að atvinnuhnefa- leikarar hirði ekkert um að keppa við Stoyadinovitsch, því að hann liefir þegar slegið marga þeirra niður. 1 kapp- göngum gengur hann hvern mann af sér. Leiðsögumenn hans í fjallgönguferð á Þýska- landi gátu vart fylgt honum eft- ir og voru þeir svo dasaðir sum- ir, eftir ferðina, að það leið yfir þá. Mussolini er maður hraust- ur og er sagt, að hann gorti af þvi, að hann gæti staðið einn uppi, er allir aðrir væri lagstir niður vegna þreytu, en í Italíu- för Stoyadinovitsch liafði Mussolini orðið að láta í minni pokann, er þeir fóru í slíkan leiðangur, og var Mussolini svo dasaður við komuna í Feneyja- höllina, að þjónar hans þektu hann vart fyrir sama mann. Þar til Stoyadinovitsch var 45 ára gætti hann lítt að fara vel með sig — hlífði sér aldrei og drakk og reykti eftir hjartans lyst, en nú er hann farinn að gæta heilsunnar, er hættur að reykja og bragðar vart áfengi. Dansmaður er hann góður og er enn mesta dansfífl- Það er á- gætt fyft'ir líkama og sál, að iðka dans, segir hann. Stoyadinovitsch er kvæntur grískri konu — glæsilegri rnjög, en skapmikilli —- og sá orðróm- ur komst á kreik, er þau hjón- in voru í Þýskalandi, að hún vefði honum um fingur sinn, og fyndinn blaðamaður kallaði hana „sterkustu konu álfunn- ar“. Stoyadinovitsch er maðui' liugrakkur. Eitt sinn, er hann var að halda ræðu í þinginu, var skotið á lianu tveimur skammbyssuskotum, en hann hélt áfram ræðu sinni eins og ekkert hefði í skorist. Það er erfitt að segja um það með vissu, hvort Stoyadino- vitsch er maður vinsæll eða ekki í heimalandi sínu. í lönd- um, þar sem einræði, eða hálf- gert einræði ríkir, þora menn vart að láta meiningu sína í Ijós og blaðamaðurinn, sem ferðast um Jugoslaviu sem önnur einræðislönd, heyrir vart annað en lofsyrði um þann, sem með vöklin fer. í bók sinni „Guns or butter“ (Fallbyssur eða smjör) segir Bruce Lockart, sem þekkir Stoyadinovitsch, eftirfarandi sögu um Stoyadinovitsch og Hitler. Þeir sátu og ræddust við und- ir fjögur augu. „Segið mér, IIitler“, sagði Stoyadinovitsch, liversu marga mótstöðumenn eigið þér annars í Þýskalandi?“ „Hreinskilnislega sagt“, sagði Hitler, er hann liafði liugsað sig um stundarkorn, „þá held eg, að þeir séu ekki yfir 15 miljón- ir.“ „Nákvæmlega jafnmargir og eg tel mótstöðumenn mína heima“, sagði Stoyadinovitsch, en eins og kunnugt er, er íbúa- tala Jugoslaviu um 15 miljónir. Persónulega hygg eg, að á- hangendur Stoyadinovitsch séu miklu fleiri en menn alment telja. I Jugoslaviu liefi eg aldrei heyrt nokkurn mann kalla hann annað en „Stoya“. En maður, sem heil þjóð kallar gælunafni, HRÓI HÖTTUR og menn hans.— Sögur í myndum fyrir börn 309. LITLI-JÓN HJÁLPAR TIL. — Kallar þú þetta hundakofa? — Já, fáðu mér þá öxina og svo — Sjáðu, plankinn dettur, bann- En meðan Litli-Jón er að „hjálpa“ Þetta er gálgi og hann góður. Gerðu skaltu bara horfa á mig. Þú getur settur asninn þinn. — Hvað get smiðnum, treður Hrói þurrum hetur sjálfur. lært af því. eg gert að þvi, þótt hann detti? heyknippum undir gálgann. GESTURINN GÆFUSAMI. 109 livert harn hefði getað varast, en einhvern veg- inn flýgur maimi ekki í hug, að slíkt gerist — nema í skáldsögum. Þegar eg raknaði við var eg hér í húsinu.“ „Hér?‘‘ spurði Blanche og trúði ekki sinum eigin eyi'um. „Já. Hérna á loftinu hinum megin. Þar sem brúnu dyrnar eru.“ „En Creón, franski málarinn, leigir þar.“ „Það er enginn Creón til,“ sagði Martin nap- urlega. „Creón og Victor Porle eru einn og sami maður, en eg mundi ekki hafa þekt hann á götu í gerfi Creóns. Hann kemur liingað að eins í viðlögum — helst á kvöldin. En þegar hann kemur er enginn Victor Porle í Milan gisti- húsi. Hann hefir þennan stað til þess að tala við fólk, sem ekki mundi fá inngöngu i Milan gisli- hús. Seinustu þrjá til fjóra dagana hefir kona nokkur komið og dvalist um klukkustund dag hvern. Og hann hefir haft mig í haldi hér.“ „En hvers vegna?“ „Þeir ætla að nema Lauritu á brott — og þeir ætla sér áreiðanlega eklci að hætta við þau áform sín. Porle er staðráðinn í að fara með hana til Santos hvort sem lienni likar betur eða ver.“ „Eg botna ekkert í þessu,“ sagði Blanche. „Ekki tala þeir um þetta í yðar áheyrn.“ „Þeir ætla mig miklu þjáðari en eg er. Fyrstu tvo dagana gat eg ekki hrært legg né lið. Síðan hefi eg ekki þóst geta lireyft mig.“ „En hvernig komust þér inn hingað?“ spurði hún. Hann brosti veiklega. „Munið þér ekki eftir því, að þér fenguð mér lykil til varðveislu, er þér voruð í tennisleik.“ „Já, eg man eftir því nú. Eg var í vandræð- um og varð að fá annan hjá manninum, sem sér um húsið.“ „Eg ligg í rúminu mestan hluta dags — við gluggann. Og eg sá yður koma. Þess vegna hætti eg á að koma.“ „Eigum við ekki að hringja til Scotland Yard þegar í stað?“ „í hamingju bænum — nei. Eg er ekki kom- inn til þess að halda kyrru fyrir. Eg fer aftur.“ • „Þér — farið aftur!“ „Það er besta ráðið til þess að sannreyna hvað þeir ætla sér fyrir. Eg held vart, að þeir geri mér neitt mein. Þeir liafa kannske dálítinn beyg af mér eftir það, sem gerðist í garðinum i Ardringlon, og ælla mig meiri bardagamann en eg í rauninni hr. Það, sem fyrir þeim vakir er, að hafa mig hér magnþrota þangað til þeir framkvæma áform sitt. Og eg ætla að reyna að leika hlutverk mitt þangað til eg kemst að hvað það er, sem fyrir þeim vakir. Það vill ekki svo til, að þér liafið salt — fínt borðsalt, lafði Blanche ?“ „Hann tók upp úr vasa sínum lyf jabúðarglas hálffult af hvítu dufti, opnaði það og hristi úr þvi nokkur korn á pappírsblað. „Þetta er eitrið þeirra,“ sagði hann. „Þeir setja dálítið af þessu í þessa matarögn, sem eg daglega fæ. Nú, ef þér gætuð hjálpað mér um salt til þess að setja í stað þessa livita dufts, verður mér ekki meint af. —“ Hún náði í salt og horfði á hann setja það í glasið. „Eg held, að þér ættuð ekki að fara þangað aftur, Martin, sagði lafði Blanche, „ef þeir nú kæmist að því, að þér eruð að leika á þá.“ „Það er öllu óhætt,“ sagði hann. „Þeir hirða ekki um að liætta á neitt, að því er mig snertir. Þeir liafa liugann á öðru. Segjum svo, að eg færi lil lögreglunnar nú. Eg gæti ekki sannað neitt á þá — eklfi einu sinni að þeir liefði gefið mér inn deyfilyf. Þeir gæti komið með vitni, er bæru það, að eg liefði verið drukkinn. Victor Porle mundi vafalaust halda því fram, að hann hefði hjálpað mér dauðadrukknum, eg hefði ekki jafnað mig og þangað til liefði hánn skot- ið yfir mig skjólsliúsi. Eg gæti að minsta kosti ekki gert sannleikann nógu trúlegan í augum lögreglunnar — og þeir hafa ekki rænt niig, misþyrmt mér eða neitt í þá átt — og eg held, að ef eg þrauka einn eða tvo daga til komist eg að öllu.“ „Það er djarflega gert,“ sagði lafði Blanche. Hann drakk út. „Þér vitið ekki hvað þetta hefir lirest mig upp,“ sagði hann, „er þetta kaka þarna á hliðar- borðinu ?“ Hún skar gríðar stóra sneið lianda lionum, sem liann át af græðgi og drakk með annað glas af whisky og sódavatni. „Þér trúðuð því ekki, að eg hefði verið druklc- ÍMn?“ spurði hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.