Ísafold - 19.09.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.09.1888, Blaðsíða 2
170 19. júní í sumar, og þorði á endanum ekki fyrir sitt líf að sleppa þeim öðru vísi en að skrifa rækilega með þeim, svo rækilega, að hún getur haft beztu vonir um, að þau geri aldrei neitt af sjer, heldur en þau væri alls ekki til. Lög þessi veita nrjett til að útilykja að- komandi fiskimenn frá bátfiski, nema síld- veiðar sje, á fjörðum eða tilteknum fjarð- arsvæðum, sökum fiskiveiða fjarðarbúa«,— með fiskiveiðasamþykkt samkvæmt lögum 14. des. 1877. Slíkar samþykktir eru nú, eins og kunn- ugt er, ekki gildar nema þær öðlist stað- festing amtmanns, og skal hann samkv. lögum 1877 synja um slíka staðfestingu, ef honum meðal annars »virðist samþykkt- in ganga of nærri rjetti manna eða þröngva um of atvinnufrelsú. Nú fara ekki sögur af því, að amtmenn hafi hingað til verið tiltakanlega tómlátir í þessari grein eða hugsunarlausir um »at- vinnufrelsið« o. s. frv., þegar þeir hafa átt að staðfesta slíkar samþykktir. Bn þó skipar stjórnin landshöfðingja, að gefa þeim fyrir fram sjerstaka áminningu viðvíkjandi þessum lögum, og banna þeim beinlínis að staðfesta nokkra samþykkt, sem inniheld- ur útilokun aðkomandi fiskimanna, »nema amtmanni sje með áreiðanlegum skýrslum sannað, að eigi sje á annan hátt hægt að vernda fiskiveiðar þarsveitarmanna#. Nú er ófróðum spurn: hvenær mun nú þykja full-sanwað, að enginn vegur annar sje til að vernda fiskiveiðar þarsveitar- manna en með útilokun annara ? Eða hverjir eiga að gefa þessar áreiðanlegu skýrslur, hvort heldur þeir, sem vilja hafa fiskisamþykktina, eða þá aðkomumennirnir, sem eiga að útlokast, t. d. blessaður Fær- eyingurinn? Annara vitni er naumast til að dreifa, — með því að þorskinn sjálfan því miður vantar mál, en það er gömul sannfæring sumra heimabakaðra fiskifræð- inga vorra, að enginn geti vitað neitt um hagi þorsksins í sjónum nema þorskurinn sjálfur. Annað einkennilegt í þessu brjefi er það, að ráðgjafinn virðist gjöra ráð fyrir því eins og hjer um bil sjálfsögðu, að sveita- stjórnir muni beita ranglátlega valdi því, er hin nýju lög veita þeim til að jafna á aðkomumenn við fiskiveiðar hæfilegu út- svari í samanburði við innsveitarmenn. Hann skorar því þjónustusamlega á lands- höfðingja, að brýna fyrir öllum sýslumönn- um og amtmönnum, að gefa nákvæmlega gætur að væntanlegum kærum frá aðkom- andi fiskimönnum yfir sveitarútsvari þeirra, og nema þau úr gildi, ef þau koma í bága við lögin o. s. frv. Björn Gunnlaugsson 25. sept. 1788 — 25. sept. 1888. Yæri það siður hjer, sem meðal annara og meiri þjóða, að halda aldar-afmæli hínna helztu merkismanna þjóðarinnar, þá mundi hinn 25. þ. m. ekki verða látinn hjá líða án þess að minnast rækilega og alúðlega Bjarnar Gunnlaugssonar,—»spek- ingsins með barns hjartað#, hins eina heimspekings og hins mesta tölfræðings, er Island hefir alið. Annarstaðar alinn, við vildari kjör, hefði hann að öllum líkindum orðið harla frægur vísindamaður. Nafnkenndur varð hann eigi að síður alstaðar þar sem Islands er getið nú á tímum, fyrir hið mikla þrek- virki sitt, mæling landsins og hinn ágæta uppdrátt af því, er hann vann að einn saman á embættistómstundum sínum hin beztu þroska-ár æfi sinnar, launalaust eða því sem næst; — hann sem sagði við kon- ung í fyrsta skipti sem hann fekk þóknun úr opinberum sjóði, að það væri of mikið, — enda sagði líka Friðrik VI., að það væri hinn fyrsti maður, sem sagt hefði við sig, að hann fengi of mikil laun. Æfisögu hans má lesa í Andvara 1883. —f>að er gott að minnast góðra og mik- illa manna. Manni dettur í hug, þegar Bjarnar Gunnlaugssonar er minnzt, það sem Jón biskup Ogmundsson svaraði, er honum var láð það, að hann þurfti ætíð að koma Isleifi biskupi fóstra sínum að, þegar tilrætt var um einhvern ágætismann : »Hann kemur mjer jafnan í hug, er jeg heyri góðs manns getið«. Ýsulóð og aflabrögð. Eptir Guöm. Guömundsson í Landakoti. I. Síra Jens Pálsson, prestur á Utskálum, hefir í Isafold 24., 25. og 28. tölubl. þ. á. farið nokkrum orðum um grein þá, er jeg í vetur ritaði um ýsulóðina, og leitazt við að hrekja þær ástæður, sem jeg færði gegn ýsulóðabrúkun í Garðsjó seinni hluta vetr- arins; en af því mjer finnst presturinn rangfæra eða misskilja sum orð mín, þá vil jeg leitast við að benda honum á hina rjettu meiningu þeirra. Jeg skal fyrirfram geta þess, að jeg rit- aði ekki grein mína í þeim tilgangi, að fara í neina blaðadeilu út af þessu ýsu- lóðamáli, hvorki við síra Jens nje aðra, sem halda fram ótakmarkaðri lóðanotkun, heldur til þess, að skýra fyrir almenningi þær helztu ástæður, sem hafa knúið all- flesta reynda og greinda útvegsbændur og fiskimenn hjer og í nærliggjandi hreppum til að biðja sýslunefndina um að semja samþykkt, er banni ýsulóðanotkun um þann tíma ársins, sem þeir álíta hana skaðlega fyrir fiskigöngurnar, og þessi meining sjó- manna er byggð á reynslu og eptirtekt þeirra, ekki einn eða tvo vetur, heldur í mörg undanfarin ár. I fyrsta kafla greinar sinnar finnst mjer mega ráða af orðurn prestsins, sem hann vilji drótta því að mjer og öðrum mótmæl- endum lóðarinnar, að það sje af öfund yfir aflabrögðum Garðmanna, að við óskum eptir takmörkun á lóðaveiðinni, þar sem hann segir, að »einhverjir, sem eigi vildu nota lóðirnar fyrri hluta vertíðars, muni kenna hinum um, að þeir hafi aflað minna, »og vilji fá ný lög til að tryggja sjer það framvegis, að aðrir eigi afli betur». Slík tilgáta, sem þessi, er ekki að eins tilhæfu- laus, heldur liggur mjer við að segja, að hún sje illgirnisleg og ósamboðin eins væn- um og merkum manni og síra Jens er, enda fellur hún af sjálfu sjer, þegar þess er gætt, hversu heimskulegt það væri af okkur Strandarmönnum og öðrum, sem stunda fiskiveiðar í sunnanverðum Faxa- flóa, að óska eptir nokkurri þeirri laga- ákvörðun, sem miðaði til að rýra eða eyði- leggja aflabrögð í Garðsjó, einmitt um þann tíma ársins, sem vjer ekkert getum aflað hjer heima hjá oss ; því það hefir enn ekki komið fyrir, svo jeg muni, að hjer hafi fengizt nokkur verulegur afli á grunnmiðum á tímabilinu frá 1. janúar til 14. marz. Oss ætti því að vera jafn-um- hugað um að vernda og tryggja fiskigöng- ur á þessu tímabili í Garðsjó, eins og á okkar grynnstu fiskimiðum, því ef afli bregzt þar, mun sjaldnast þurfa að von- ast eptir honum um þann tíma á öðrum fiskimiðum flóans. Til þess að varast tjón á veiðarfærum ræður síra Jens okkur til að haga oss að dæmi Garðmanna við fiskiveiðarnar: hafa lóðirnar styttri en hjer tíðkast á haustin, grýta þær betur og hafa tillit til sjávar- falla. Að hafa lóðir styttri hefir enga þýð- ingu, þegar sú varúð er viðhöfð, sem flest- ir fiskimenn tíðka hjer í straumana : að leggja þær 1 tvennu og þrennu lagi; að grýta þær betur ætti að vera hægt fyrir hvern mann, enda . eru sumir farnir að temja sjer það, en það þarf að vera al- mennt, svo það komi að tilætlunum not- um, því ef nokkrir grýta sínar lóðir illa, reka þær undan straumunum á hinar og lendir svo allt í lóðaflækjum; en að sæta sjávarföllum með að leggja þær, er með öllu ómögulegt fyrir okkur og aðra fiski-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.