Ísafold - 19.09.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.09.1888, Blaðsíða 3
' 171 menn, sem koma langt að til fiskiveiða og keppast við að komast heim aptur sam- dægurs, en það er atriðið, sem mest hefir að þýða til þess að veiðarfærið missist ekki.—Enn fremur bendir síra Jens oss á að taka það ráð upp, eptir prestinum á Stað, »að hafa litla korktölu á hverjum öngli«. það er sjálfsagt óbrigðult ráð móti því, að önglarnir festist í hrauni, einkan- lega ef korktölunni er krækt á odd öng- ulsins. Svo ætlast líklega presturinn til, að fiskurinn plokki korktöluna af, áður en hann tekur agnið, því ella gæti hann ekki fest sig á önglinum, nema ef korktal- an á að vera í staðinn fyrir agn ? — Jeg vil ekki móðga prestinn með því að setja hjer háðsmerki, þó það kynni að geta átt við.—En þá vantar óbrigðult ráð við því, sem optast á sjer stað, þegar lóðir miss- ast: að lóðar-asmw festist. f>ó öngull festist 1 hrauni, er optast hægt að brjóta hann eða slíta tauminn, en að slíta ásinn varast flestir sjómenn svo lengi sem þeir geta, því af þeirri orsök missast flestar lóðir. Til þess að halda önglum frá botni álít jeg betra ráð það, sem Jón Sigurðs- son kennir í fiskibók sinni, sem er að hafa korktappa á öngdl-taummim Um vænleika fiskjarins á lóð og færi i ber Garðmönnum ekki saman, því menn, sem þar stunduðu fiskiveiðar síðastliðna vertíð, hafa sagt mjer, að fiskur hafi þar í vetur, eins og að undanförnu, optast reynzt miklu rýrari á lóð en færi, og þann sannleika hefir þessi nýafstaðna voryertíð staðfest, að minnsta kosti hjer á Ströndinni. (Niðurl.). mundi hæpin. Við næstu barnafræðslu kemur prestur enn með hina sömu spurningu. Barnið svarar sem því hafði kennt verið áður. „Ónei“, segir prestur þá; „þaö er nú komiö annaö upp úr dúrnum“! —eptir nýjustu vísinda- legum rannsóknum—, hefir prestur líklega und- ir skilið. —þetta var síðan opt haft að viðkvæði þar í sðkn : „það er nú komið annað upp úr dúrn- um“ (eða „túrnum“, sem sumir segja að prest- ur hafi orðað það; honum mun hafa verið það orðið einhvern veginn tamara en hitt). Hvar gerðist þessi saga, og hvenær ?—1 bisk- úpsdæminu íslandi ár 1887, ekki margar þing- mannaleiðir frá höfuðstaðnum. AUGLÝSINGAR f samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útíhönd. Hjer með votta jeg öllum þeim hin- um mörgu, æðri og lægri, er fylgdu manni mínum sál., bókaverði Jóni Árnasyni, til grafar, mitt hjartanlegt þakklæti, sem og fyrir alla aðra mjer auðsýnda hlutdeild í söknuði mínum. Eeykjavík 18. sept. 1888. Katrín þorvaldsdóttir. The lcelandic Trading Company (Lim.). Með pvi að mjer er af rjettum hlut- aðeigendum falið d hendur urnboð það, er jeir herrar Franz Siemsen sýslumaður og Gunnl. E. Briem verzlunarstjóri hafa dður haft til að ganga eptir skuldum hjer d landi fyrir nefnt verzlunarfjelag, er rak verzlun hjer í bænum (í Glasgow) fyrir nokkrum árum undir forstöðu Eggerts Gunnarssonar, pá er hjer með skorað d alla pd, er slíkar skuldir eiga að lúka, að greiða pœr hið bráðasta annaðhvort til mín sjdlfs eða herra cand. juris Hannesar Hafsteins, sem jeg hefi beðið fyrir að lögsækja tafar- laust hvern pann, er ekki sinnir pessari áskorun. Reykjavík 8. september 1888. John Coghill. Uppboðsauglýsing. Samkvœmt kröfu yfirrjettarprocurators Guðlaugs Guðmundssonar og að undangengnu fjárnámi 25. f. m. verður 1,3 hndr. í jörð- inni Háteig á Skipaskaga, eign Alfífu Ei- ríksdóttur, ásamt baðstofuhúsi, selt við 3 opinber uppboð, sem haldin verða laugar- dagana 29. sept. og 13. og 27. okt. ncestk., tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið siðasta á eigninni, sem selja á, til lukning- ar skuld eptir sátt, að upphœð 22 kr. 75 a., ásamt málskostnaði. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi og verða söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð og siðan birtir á uppboðunum. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888. Sigurður pórðarson. Uppboðsauglýsing. Við 3 opinber uppboð, sem fara fram 19. sept. og 3. og 19. okt. nœstk., tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið þriðja á eign- inni, sem selja á, verða 8 hndr. í jörðinni Hamraendum í Stafholtstungum, sem tekin hafa verið fjárnámi fyrir 400 kr. veðskuld til landsbankans, boðin upp til sölu til lúkningar nefndum höfuðstól ásamt vöxtum og málskostnaði. Uppboðin byrja kl. 11 f. m. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni í 3 daga á undan hinu fyrsta upp- boði og verða birtir á uppboðnnum. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888. Sigurður piórðarson. Uppboðsauglýsing. Við 3 opinber uppboð, sem fara fram miðvikudagana 19. sept. og 3. og 17. okt. næstkomandi, tvö hin fyrstu hjer á skrif- stofunni, en hið þriðja og síðasta á eign- inni, sem selja á, verður jórðin Háhóll í Alptaneshreppi, 9 hndr. að dýrleika, sem tekin hefur verið fjárnámi fyrir 400 kr. veðskuld til landsbankans, boðin upp til sölu til lúknmgar nefndum höfuðstól ásamt vöxtum og málskostnaði. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni í 3 daga fyrir hið fyrsta uppboð og verða birtir á uppboðunum, sem byrja kl. 1 e. hádegi. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888. Sigurður pórðarson. Proclama. Með þvi að bú Sigurðar Sigurðssonar, húsmanns á Sýruparti á Skipaskaga, er tekið til skiptameðferðar sem þrotabú, þá er hjer með samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skulda í búi þessu, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu á sex mánaða fresti frá siðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888. Sigurður pórðarson. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu sparisjóðsins á Akureyrt og að undangengnu fjárnámi 17. f. m. verða 8 hndr. úr jörðinni Pálmholti í Arnarneshrepp hjer i sýslu, sem eru eign Guðmundar bónda Jónssonar, sam- kvæmt lögum 16. desbr. 1885 og opnu brjefi 22. apr. 1817, seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða hin 2 fyrstu Hitt og þetta. Afinn: „Hvað ertþúbúinað gjöra við brúð- una þína, Jóa mín?“ „Jeg er búin að læsa hana niður, og ætla að geyma hana handa börnunum mínum“. „En ef þú eignast nú al- drei börn ?“.—„þá getur hún gengið í arf til barna-barna minna". Sjúklingurinn var orðinn hjer um bil albata. Læknirinn, sem hafði stundað hann, kemur með reikning sinn. Sjúklingurinn lítur á og bregð- ur litum. „Guð hjálpi mjer!“ sagði hann, „hef jeg verið svona mikið veikur?“ „Annað komið upp úr dúrnum“. Prestur er að spyrja börn, og fræðir þau meðal ann- ars um það, að Skírdagur dragi nafn sitt af þvi, að þá hafi Kristur verið skirður. Söfnuð- inum hafði nú verið annað kennt áður, af fyrirrennara hins unga prests og öðrum góðum mönnum, og hugsaði fyrst, að þetta væri mis- mæli eða meinloka i presti. En hann hjelt áfram þessari kenningu við barnaspurningar, hvenær sem svo bar undir. þá tók sig til einn nefndarmaður í sókninni og fekk færðan presti heim sanninn i einrúmi, að kenning þessi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.