Ísafold - 19.09.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.09.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I. okt. Afgreiðslu- stofa i Austurstrœti 8. XV 43. Reykjavik, miðvikudaginn 19. sept. 1888. 169. Innl. frjettir. Stjórnarbrjef með lögunum um bátflski á fjörðum. 170. Björn Gunnlaugsson 25. sept. 1788—25. sept. 1888. Ýsulóð og aflabrögð. 171. Hitt og þetta. Auglýs. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðuratliuganiri Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen sept. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. em. fm. em. M.12. + 5 + 11 29,6 29,7 Sv hv d S h d F. 13- + 6 + 12 29,6 29.5 Sv hv d S hv d F. 14. + 8 + 10 29,5 29.5 S h d V h b L. i.S- + 3 + 9 29,5 29.4 S h d S h d S. 16. + « + 11 29, 29,1 S hv d S h d M.17. + 4 + 7 29,7 29,6 Sv h b S h d í>. 18. + 6 + 10 29,5 29,5 Sv hv d Sv hv d Alla umliðna viku hefir hjer verið sunnanátt ýmist útsynningur (Sv), ýmist landsynningur (Sa) og rignt mikið dag og nótt, opt bálhvass með köfl- um og mjög dimmur ; rigningin hefir stundum ver- ið óhemju-mikil t. a. m. aðfaranótt h. 16. og allan þann daginn. I dag 18. sunnan-útsynningur með skúrum, stundum bjartur i milli. I fyrra mjög svipuð veðrátt um sama leyti Beykjavík 19. sept. 1388. Gufuskip strandað. Gufuskipinu »Lady Bertha«, er fór hjeðan 1. þ. m. norð- ur á Borðeyri og Sauðárkrók með vörur fyrir C. Knudsen frá Newcastle, hlekktist á á útsiglingu af Borðeyri miðvikudag 5. þ. m.: braut stýrið á skeri út á móts við Vatnsnes og komst við illan leik inn á Borðeyri aptur,—stýrði með seglum. Veð- ur var bjart, en hvass nokkuð á norðan. Hafnsögumaður var með skipinu, Ólafur á Kolbeinsá, er rjeð ferðinni að öllu leyti, en er orðinn æfagamall, á níræðisaldri, og sjóndapur, og er því kennt slys þetta, enda varð ekkert að sök á innsiglingunni, hafði skipið þá þó enga hafnsögu. í ráði er að annað gufuskip frá sömu verzlun, er von er á hingað til lands um þessar mundir, taki vörurnar úr »Lady Bertha«, sem ligg- ur á Borðeyrarhöfn, og flytji áfram til Sauðárkróks. |>ó ekki sje annað að »Lady Bertha« en stýrisleysið, er búizt við að það megi til að senda gufuskip eptir henni gagngjört frá Englandi, þar sem ekki eru tök á að koma stýri fyrir hana hjer, þó að fengið væri og flutt hingað. Rannsóknarferð í»orvaldar Thor- oddsens. Herra þorvaldur kennari Thoroddsen er nýkominn heim úr jarð- fræðisrannsóknarferð sinni í sumar. Hann fór af stað hjeðan úr Bvík 8. f. m., austur um Flóa, Skeið og Hreppa, og síðan upp í þjórsárdal, til að skoða breyting- ar þær og byltingar, er þar hafa orðið á 14. öld, og eignaðar hafa verið eldgosi í Rauðu- kömbum í Forsárdal 1343. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að Rauðukambagos þetta sje eintóm ímyndun eða tilbúningur; Rauðukambar hafi alls eigi gosið nokkurn tíma síðan land byggðist að minnsta kosti; muni byggðin í þjórsárdal ofanverðum, er áður var blómleg, hafa eyðzt í Heklugos- um, einkanlega um miðja 14. öld. Síðan ferðaðist hann um Hreppana, að skoða þar hveri o. fl., og þaðan, frá Tungu- felli, upp á Hreppamanna-afrjett, upp undir Kerlingarfjöll hjá Hofsjökli. Kerlingarfjöll hafa aldrei verið rann- sökuð áður. það er allmikill fjallgarður og mjög merkilegur, allur úr Baulu-steini (liparit). þaueruum 4000 fet hæst, og er þaðan víðsýni mikið og fagurt: sá bæði norður og suður af hólmanum alla leið, suður á Eyrarbakka og norður yfir Skaga- fjörð. Norðan í Kerlingarfjöllum er eitthvert hið merkilegasta hverapláss á landinu, í Hveradölum, sem svo eru kallaðir. Að vísu vissu menn áður, að þessir Hveradalir voru til, en engin nánari deili á þeim.—þar eru mörg þúsund brenni- steins- og leirhverir (maccaluba), líks kyns og gerist við Mývatn og í Krísuvík, en bera þar langt af að ýmsu leyti, svo að óvíst er, að neinstaðar sjeu til merkilegri nje mikilfenglegri hverir af því tagi. þar eru vellandi leirtjarnir og pollar, blá- ir, gulir, rauðir og grænir. Rýkur hvera- gufa upp úr sprungum á óteljandi stöðum, með miklum þyt, eins og þegar hleypt er út gufu um öryggispípu á gufuvjel. Upp úr einu opi stóð 2—3 mannhæða hár gufu- strókur, og fylgdi svo mikið öskur, að ekki heyrðist manns mál, hvað hátt sem var kallað var, þó ekki væri nema svo sem hálfur faðmur á milli. þar er og fullt af hellrum, er brennandi gufu lagði upp úr víða, og sjóðandi leirtjarnir inni í hellrun- um. Við einn hellirinn, geysi-stóran, hrist- ist jörðin allt í kring, og heyrðist þar langt niðri í jörðinni eins og strokkhljóð ákaf- lega mikið. í kringum Hveradalina eru jökulfannir miklar, fullar af sprungum, og heyrist hveragaul víða upp um sprungurnar, en sumstaðar rýkur upp úr holum í sköflun- um. Vuk>»er svo, að varla verður stigið eitt fet óhræddur um að ekki reki mður úr leirskáninni ofan í hitann niðri undir. Frá Kerlingarfjöllum hjelt herra þorvald- ur vestur að Hvítárvatni og skoðaði Fróð- árdal og Hrefnubúðir, og skriðjöklana, sem ganga niður að Hvítárvatni; á vatninu er fullt af »hafísjökum«, er brotnað hafa fram- an úr skriðjöklunum. — þaðan fór hann norður fyrir Hrútafell og í |>jófadali. Um allt þetta svæði reyndist íslands- uppdrátturinn mjög ónákvæmur. |>á fór hann norður á Hveravelli, norðan undir Kjalhrauni. þar hefir enginn ferða- maður komið síðan Henderson enski (1815). Oskurhóls-hverinn, sem þar er nefndur í flestum íslands-lýsingum, er ekki til leng- ur: hættur að gjósa. En fullt er þar af hverum samt, af líku tagi og Blesi hjá Geysi; yfir höfuð eru hverirnir þar meiri og merkilegri en hverirnir í Haukadal, þegar líður Geysi og Strokk. f>á skoðaði hann Kjalhraun og fann gýginn, er það hefir runnið úr, hjá Strýt- um. Síðan fór hann norður í Blöndudal og þaðan vestur sveitir; skoðaði á suðurleið fjöllin fyrir vestan Baulu og við Hreða- vatn, og fann á tveim stöðum nýjum jurtasteingjörvinga. Mannalát. Að Elliðavatni andaðist 13. þ. m. Sœmundur bóndi Sœmundssou, er þar bjó mörg ár, en áður á Reykjum í Olvesi, merkisbóndi og fjáður vel, eigandi Elliðavatns og ýmsra jarða í Arnessýslu, kominn yfir sextugt. Hinn 3. þ. m. andaðist þórólfur bóndi þorláksson í Arnarholti á Kjalarnesi, um sjötugt, efnabóndi og velmetinn maður. Stjórnarbrjef með lögunuui um bátfiski á fjörðum. Eptir meira en 9 mánaða meðgöngu- eða umhugsunartíma hleypti stjórnin loks af stokkunum lögunum frá síðasta alþingi um bátfiski á fjörðum, nefnilega ekki fyr en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.