Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Deng og arftakarnir. Jiang Zemin í miðju og Li Peng til vinstri. Leikarinn og rithöfundurinn Peter Ustinov skrifar pistil í vikublaðið The European. Ustinov er listapenni og skarpur þjóðfélagsrýnir og fyrir stuttu fjallaði hann um spillingarmál sem tröllríða þjóðmálaumræðunni hér sem erlendis og leiddi til sögunnar nýtt sjónarhorn: Spillingin er aðferð náttúrunnar til að endurvekja trú okkar á lýðræðið Arftakar Dengs Helsti fréttaþáttur í kínversku sjónvarpi eyddi nýskeð löngum tíma í að íjalla um ferð Jiang Zemin. að- alritara kommúnistaflokksins, til Sichuan-héraðs og svæða meðfram Yangtze-fljóti. Fréttir af þessu ferða- lagi voru á forsíðum helstu dagblaða. Þeir sem eru vanir að rýna í for- ystumál kínverska kommúnista- flokksins telja að þetta hafi átt að styrkja þá trú að Jiang Zemin, útval- inn eftinnaður Deng Xiaoping, hafi kínversku stjórnartaumana í örugg- um höndum. Ýmsir hafa þó efast um að hann sé maður til að halda völd- um eftir fráfall læriföður síns og meistara. Jiang, sem var flokksforingi í Shanghai þangað til hann tók við æðstu embættum fyrir fimm árum, er þekktur fyrir áhuga sinn á spakmæl- um. Hann getur vitnað jöfnum hönd- um í Goethe og Gettysburg-ávarpið. Gallinn er hins vegar sá að hann seg- ir sjaldnast neitt eftirminnilegt og aldrei hefur orðið vart við að hann hafi mótað neina stefnu sem hægt er að kalla hans eigin. Helsti styrkur hans er máski sá að hann virðist ógna engum. Kannski ber Deng að vissu leyti ábyrgð á veikleikum eftirmanns síns. Hann hefur aldrei haft fyrir því að skýra út opinberlega hvers vegna Ji- ang verðskuldi sínar háu vegtyllur. Fyrir tveimur árum veikti Deng stöðu hans mjög með því að taka hann ekki með í yfirreið um helstu uppgangssvæðin í Suður-Kína. Jiang hefur hins vegar notið sam- bands síns við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta. Þeir leiðtogamir hittust á fundi í Seattle í fyrra og er sagt að milli þeirra hafi myndast gott sam- band sem muni verða til að efla enn frekar samskipti Kína og Bandaríkj- anna. Jiang hefur ekki mikinn stuðning meðal herforingja sem eru geysi- valdamiklir, utan hvað Chi Haotian vamarmálaráðherra telst í hópi stuðningsmanna hans. Annar banda- maður hans er hinn sjötugi Qiao Shi forseti þingsins. Qiao er raunar líka talinn geta orðið keppinautur Jiangs um leiðtogaembættið; þótt hann sé talinn frjálslyndur nýtur hann tals- verðs stuðnings í hernum. 1 Beijing er hait á orði þessa dagana: „Þegar vatnið rennur burt birtist steinninn.“ Þarná er vísað til þess að nafnið Ji- ang þýðir á, en Shi, eiginnafn Qiao, þýðir steinn. Líklegt er talið að Li Peng forsæl- isráðherra verði úr sögunni að Deng Xiaoping gengnum. Hann er reyndar kjörinn til að gegnaembætti til 1998, en framganga hans eftir atburðina á Tienanmen-torgi gerir hann ekki vel til forystu fallinn. Hann fékk hjartas- lag í fyn'a og virðist ekki sitt fyrra sjálf. Þegar til langs tíma er lilið beinasl augu manna hins vegar að Hu Jintao sem er 52 ára, óvenju ungur af kínverskum stjórnmálaforingja að vera. Hann er yngsti meðlimurinn í miðnefnd kommúnistaflokksins og gegnir nokkrum mikilvægum ernb- ættum. Eitt sinn gerði ég heiðarlega til- raun til að skilgreina spillingu. Það reyndist vitaskuld ómögulegt. Ef maður kemur inn á veitingastað troð- fullan af fólki og laumar fimm- pundaseðli í lófa yfirþjónsins þá er það augljóslega spilling þar sem maður sækist eftir sérmeðferð í skiptum fyrir peninga; sennilega á kostnað annarra gesta. Ef maður hinsvegar gefur sama yfirþjóni fimmpundaseðil við lok ánægjulegr- ar máltíðar þá er það bónus fyrir vel unnin störf og sýnir viðurkenningu frekar en væntingar. Þetta er ágætt svo langt sem það nær. En ef maður hyggst síðan snúa aftur til sama veit- ingastaðar í framtíðinni, vill treysta á að yfirþjótininn muni andlit manns og ákveður að tiyggja minni hans með pappírshandtaki, þá tekur sak- leysislegt yfirbragð fyrri heimsóknar enn á ný á sig blæ spillingar. Ómannleg svid fullkomnunar Það getur vel verið, að núverandi plága ásakana og ávirðinga - sann- aðra eða ósannaðra - sem beinist að meðlimum breska þingsins líti út sem tímabær hreinsun andrúmslofts- ins. Hinsvegar er hættan sú, að þessi umræða færist inná svið fáránleikans ef það gerist, að staðlar ábyrgrar hegðunar fyrir kjörna fulltrúa fólks- ins eru hækkaðir uppf ómannleg svið fullkomnunar. Allt finnur þetta sér hljómgrunn í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson, bandaríska leikaran- um og ruðningshetjunni, sem sakað- ur er um að hafa myrt fyrrum eigin- kona sína og elskhuga hennar í Bandaríkjunum. Um langa hríð hef- ur nú staðið yftr val á fólki í kvið- dóm. Dómari málsins, Ito, hefur horft uppá fréttahungraða fjölmiðla gera innrás í réttarsal sinn og draga vafasamar ályktanir af atburðum. Þarmeð hafa fjölmiðlarnir dregið úr möguleikanum á sanngjömu og óhlutdrægu réttarhaldi að mati dóm- arans. Að þenja staðla til marka fáránleika í óbilgjamri viðleitni sinni til að vemda óhlutdrægni réttarhaldanna Peter Ustinov: Nú hefur semsagt blessuð náttúran gripið inní líf okk- ar, kryddað það með bragðbaet- andi spillingu og endurvakið trú okkar á lýðræðið - ef ekki stjórn- sýslukerfið einsog það leggur sig. hefur dómarinn þanið umrædda staðla útað ystu mörkum. Ito til að mynda útilokaði tvo kandídata frá kviðdómi sem orðið höfðu uppvísir að þeim óskunda, að horfa á gamla kvikmynd í sjónvarpi og algjörlega óskylt efni á spænsku. Hér höfum við farið yfir landamærin og erum komin í torfært land fáránleikans. Með óhlutdrægnina að leiðarljósi hefur Ito dómari gert það að skilyrði, að þeir sem sitji í umræddum kvið- dómi fylgist alls ekki með fjölmiðl- um á meðan þeir gegni skyldustörf- um sfnum í dómshúsinu. Ito vonast þannig til, að geta þröngvað skoð- analeysi og óhlutdrægni uppá fólk sem hann hefur aldrei áður hitt eða talað við. Óþolandi hömlur á sjálfstæði fólks En lítum á það, að mánuðir hafa nú liðið frá því morðin voru framin. Fjölmiðlar hafa velt sér uppúr get- gátum og óþreytandi ummæli hafa komið frá hægri, vinstri og miðju. Hvemig í ósköpunum getur kvið- dómurinn verið óhlutdrægur eftir þetta langa tímabil ítarlegrar umfjöll- unar? Munu hinar róttæku aðgerðir dómarans ekki verða til þess eins, að forherða viðhorf kviðdómenda í stað þess að umbreyta þeim? Á hvaða hátt getur þetta fjölmiðlabann á kvið- dómendur gert það að verkum að réttarhöldin verði sanngjöm? Vita- skuld setur bann þetta óþolandi hömlur á sjálfstæði venjulegs fólks og er þar af leiðandi óframfylgjan- legt. Bretar ganga loksins af göflunum Á meðan þessu öllusaman gengur í Bandaríkjunum em Bretar loksins að ganga af göflununt yfir uppljóstr- unum um athæfi sem á sínum tíma þótti sennilega ekki svo tiltakanlega ósiðlegt eða spillt, heldur miklu fremur bara eitthvað sem var alvana- legt. Það er náttúrlega bráðnauðsyn- legt og algjört gmndvallaratriði, að uppfæta orsakir trúnaðarbrests og svika gagnvart almenningi hvar sem slíkt er að fínna. En hinsvegar ber að hafa í huga, í flýtinum við að koma slíkum umbótum á, að menn tapi ekki orsakasamhengi hluta og fari að ímynda sér að hið smá- vægilega sé merki um að eitthvað miklu verra liggi dýpra. Ókeypis vika sem einhveijum er veitt á Ritz-hóteli hefur enga þýðingu nema tak- ist að sanna, að í staðinn sé eitthvað látið af hendi; að þjónusta af einhverju tagi launi Ritz-ferðina. Að sjálf- sögðu myndi þessi gest- risni herra Á1 Fayed, stjómanda Harrods, á einu af heimilum hans, ekki hafa vakið neina athygli ef ekki hefði fylgt þrálátur orðrómur í kjöl- farið um aðra gesti. Staðreyndin er nefnilega sú, að þrátt fyrir atburði undanfarinna mánuða er Bretlandi enn frekar lágt skipað á sóðalegum lista síendurtekins misferlis. Ítalía hlýtur spillingar-Óskarinn Augljóslega er það Italía sem vinnur Óskarsverðlaunin í þessum efnum; enda land með flesta af stór- kostlegustu áhrifamönnum sínum í fangelsi. Eg þekki frábæra og nátt- úrulega hæfileika Itala til að spinna af fingmm fram og þykist vita að þessir einstaklingar hafa komið sér þægilega fyrir f geymslustöðum sín- um. Eg get mér þess einnig til, að þeir ntuni láta segja sér það tvisvar að yftrgefa staðina þegar sá tími rennur upp og koma útí samfélag breyttra reglna og sjónanrtiða. Frakkland - sem um langa hríð hefur virst svo pólitískt leiðinlegt að það hálfa væri nóg - hefur skyndilega vaknað upp af stjómmálalegum Þyrnirósarsvefni og tekur nú af ntikl- um ákafa þátt í nomaveiðunum. Frakkland ógnar jafnvel Italíu og hótar að taka sess þess sem fremst þjóða í sjálfsásökunum og æsingi í að menn geri yfirbót. Þýskir audkýfingar og spænsk bankahneyksli Breski forsætisráðherrann John Major og strákar hans og stelpur geta nú andað léttar og kyngt kekkin- um í hálsinum. Einn franskur ráð- herra er nú þegar kominn á betmnar- stofnun þrátt fyrir að réttarhöld hafi enn ekki verið haldin yfir honum. Enginn veit afhverju M. Carignon hefur verið settur í fangelsi en ýmsir hafa leitt líkur að því, að fýsileiki hans til að undirgangast slíka með- ferð sé nokkurskonar tálbeita sem auka muni enn á viðkomandi hneyksli er hann verður látinn laus. Þýskaland hefur upplifað afar fá hneykslismál í stjómsýslukerfi sínu eftir að kringumstæður hafa gert austur- þýskar „moldvörpur" at- vinnulausar. Þýskaland hefur sér- hæft sig í að búa til gífurlega auðuga einstaklinga - svokallaða auðkýf- inga - sem skyndilega láta sig hverfa einsog hendi væri veifað og skilja eftir sig skuldaljöll. Spánn hefur að- allega dundað sér við að skapa bankahneyksli og ótrúleg mistök hafa litið dagsins ljós í þeim geira. Náttúran skerst í leikinn En afhverju kemur þessi flóð- bylgja siðferðislegra gjaldþrota til nú? Náttúran hefur þann nterkilega hátt á sínum málum, að eftir að hroðalega blóðug stríð hafa kippt fótunum undan samfélögum hvað varðar jafnvægi kynjanna, þá hefur hún séð um að frantleiða mikið fleiri karlmenn í langan tíma á eftir. Getur það verið að þessi plága spillingar í þjóðlífinu sé enn eitt inngrip náttúr- unnar í málefni okkar þar sem al- menningur hefur fengið megnustu andúð á stjómmálum og þeim sem þau stunda? Stjómmálamenn um all- an heim em óvinsælir; hataðir og fyrirlitnir af almenningi. Þeir eru álitnir undirföruhr vegna þess urmuls af leyndarmál- um sem greyin verða að dragnast með um allt. Þeir eru yfirhöfuð taldir leiðinleg- ir afþví þeir hafa ekkert að segja og ef eitthvað hratar af vörum þeirra þá mistekst að koma því til skila á réttan hátt. Eina frelsið sem stjóm- málamenn hafa, er frelsið til að gagnrýna hvom annan þangað til almenningur er að því kominn að gefa upp önd- ina af einskærum leiðindum. Nú hefur semsagt blessuð náttúran gripið inní líf okkar, kryddað það með bragðbætandi spillingu og end- urvakið trú okkar á lýðræðið - ef ekki stjómsýslukerfið einsog það leggur sig. Það lítur út fyrir að náttúr- unni sé að takast þetta ætlunarverk sitt; allavega ef litið er á skemmtana- gildið eitt saman. Þannig hefur nátt- úran að sjálfsögðu unnið hálfan sig- urinn. Snarað og snyrt: shh ísrael: w Ahrif rússnesku mafíunnar rannsökuð Bankainnlegg borgara lýðvelda fyrrum Sovétríkjanna námu allt að 70 milljörðum - mestmegnis í reiðufé - á síðasta ári í ísrael. Fyrir nokkrum mánuðum var staddur á íslandi einn af æðstu yfir- mönnum FBI í Bandaríkjunum og lét sá hafa eftir sér í miðopnuviðtali Morgunblaðsins, að Island væri kjörinn áfangastaður fyrir glæpa- menn sem stunda smygl og peninga- þvott. Það er því við hæfi, að athuga hvaða vandamál önnur „bernsk rfki“ eiga við að etja í þessum málunt: ísraelar leita nú allra leiða til að þétta gloppótt bankakerfi sitt og vernda gegn ósæskilegum utanað- komandi áhrifum. Þessar aðgerðir fóru í gang fyrir stuttu þegar fregnir tóku að berast um að ísrael væri að breytast í miðstöð peningaþvottar glæpaklfka frá lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna. Samkvæmt rannsókn dagblaðsins Yedioth Aharonov námu bankainn- legg borgara lýðvelda fyrrum Sovét- ríkjanna allt að 70 milljörðum - mestmegnis í reiðufé - á síðasta ári. Peningarnir eru geymdir á sérstök- um dollarareikningum í ísraelskum viðskiptabönkum. Stórhluti þessarar gífurlegu fjárhæðar er talinn vera uppskera eiturlyfjasmygls, vopna- sölu og annarrar skipulagðrar glæpa- starfsemi í Rússlandi og öðrum fyrr- um lýðveldum Sovétríkjanna. Olíkt reikningum innfæddra ísra- ela eru þessir sérstöku innflytjenda- reikningar ekki bundnir við inneign í viðskiptabönkum ísraels heldur eru þeir fulIkomlega/7/ofa)7í//; sem þýðir á mannamáli að hægt er að flytja sjóðina samstundis í hvaða vestræn- an banka sem er í gegnum síma. Og það án þess að vekja nokkrar grun- semdir. Embættismenn í Israel segja, að aðdráttaraíl bankanna þar í landi lýr- ir peningaþvottamenn liggi í þeirri staðreynd að bankakerfið í Israel kreíjist þess ekki að menn útskýri risastór bankainnlegg. Þetta er þver- öfugt við það sem gerist í hinum vestræna heimi. Ef við tökum Bandaríkin sem dæmi þá þurfa ísrael leggur allt í sölurnar til að fá auðuga innflytjendur til landsins. menn, að skila sérstöku útskýringa- eyðublaði til Ríkisskattstjörans í hvert skipti sem þeir leggja inn í banka upphæð sem er hærri en 700 þúsund krónur. Israelskir banka-, stjórnmála- og embættismenn hafa hinsvegar fram að þessu snúið blinda auganu gegn því sem allir væru að gerast. Til- gangurinn helgaði meðalið: Að laða til Israel auðuga innflytjendur frá ríkjum einsog Suður-Afríku, Argent- ínu og Rússlandi; löndum sem fylgj- ast grannt með peningaeign þegna sinna. Ekki þótti gáfulegt að hrekja burt „gyðinga í leit að griðarstað“. Eric Bar-Chen, talsmaður Lög- regluráðuneytisins, sagði nýverið: „Það fyrirfinnast engin lög í Israel til að koma í veg fyrir peningaþvott. Við erum ekki farin að rannsaka málið að neinu gagni og getum því ekki vitað umfang þess. Þetta er sú tegund glæpa sem enginn vill skipta sér af.“ En nú hefur það gerst að bankayf- irvöld í Evrópu og Bandaríkjunum eru farin að þrýsta á urn að Israel að- hafist eitthvað svo koma rnegi í veg fyrir þessa ósvinnu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Eric Bar-Chen er Dómsmálaráðuneytið nú að undir- búa löggjöf sem felur í sér málsókn og harða refsingu komist upp urn áætlanir um ástundun peningaþvott- ar. Einnig er talið næsta víst að innan örfárra vikna muni Seðlabanki Isra- els kynna til sögunnar strangari reglugerðir fyrir viðskiptabankana varðandi mál sem þessi. Avigdor Levi, yfirhagfræðingur alþjóðadeildar Seðlabanka ísraels, lét fyrir skömmu hafa eftir sér að samkvæmt nýjum reglugerðunum verði viðskiptabankamir skyldaðir til að fylgjast mun nánar með við- skiptavinum sínum. Levi bætti því hinsvegar við, að Israel muni ekki að svo stöddu leggja niður þá hel'ð að leyfa ótakmörkuð bankainnlegg án athugasemda. Yfirhagfræðingurinn sagði: „Jafh- vel eftir umræddar breytingar sem við stefnum að, þá þurfa útlendingar eða nýir innflytjendur ekki að út- skýra tilurð eða uppmna fjárhæða sem þeir leggja inní ísraelska banka. Við munum heldur ekki leggja til í bili að banka hér í landi verði skyld- aðir til að láta vita beri þeir ugg í brjósti eða grunsemdir um viðskipta- vini sína.“ Heimild: European

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.