Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 8
STAÐIR OG EERÐALÖG 1 Dalt Vila, gamla borgarhlutanum, eru hús og götur eins og hér sést. Þetta er myndrænt umhverfi, en íbúðirnar kannski ekki uppá það bezta. Það þykir sjálfsagður hlutur nú orðið og heyrir eiginlega til lifskjaramarki númer eitt að geta árlega velt sér svo sem tvær til þrjár vikur í makindum á þeim fjörrum stöðum, sem almenn- ingur nefnir einu nafni Sólarlönd. Margir þekkja vist Mallorca heldur skár en Vestfjarðakjálkann, Fljótsdals- héraðið, að ekki sé nú talað um ódáðahraun. Nýlega hafði ég spurnir af hjónum, sem voru að fara i fjórt- ánda sinn til Mallorca í sumarleyfinu sinu. Ekki hafa þau kvalizt af forvitni eða nýjungagirni. Þeir eru til — og ófáir raunar, sem búnir eru að kemba þessar sólarstrendur einu sinni eða oftar: Costa del Sol suður i Andalúsíu, Kanaríeyjar, Lignano á Adríahafs- strönd Ítalíu, og í minni mæli: Al- garve i suðurhluta Portúgal og Glyf- ada-ströndina i námunda við Aþenu. Allt er þetta dálitið hvað öðru likt, þegar til kastanna kemur. Gildi ferða af þessu tagi er þar fyrir ótvírætt og helgast ekki hvað sist af þeirri til- breytingu, sem nauðsynleg er hverj- um manni. Þarna kynnast margir önnum kafnir íslendingar þeirri hvíld, sem þeir þekkja varla af afspurn heima fyrir; hitinn á sinn þátt i þvi — enginn simi, engir. fundir og kapp- hlaup víð klukkuna. Menn kynnast þvi að geta borðað góðan mat fyrir brot af þvi sem kostar að snæða á veitingahúsi heima og margir eiga full erfitt með að láta þetta ódýra vín ódrukkið. í sumar var hamrað á þvi slagorði í auglýsingum, að nú ætti maður að koma með til Ibiza og ég lét vítaskuld ekki segja mér það tvisvar og hefði þó kannski verið nær að slást í för með Þjóðverjum og Spánverjum, sem hingað voru komnir til að sjá Öskju og Herðubreiðarlindir með eigin augum. í þeirri von að Askja og Herðubreiðar- lindír verði ögn um kyrrt á sínum stað, var gengið um borð í Flugfé- lagsþotu á úthallanda degi uppúr réttum og lent í myrkri eftir fjögurra tíma flug á þeirri eyju, sem menn nefna nú Ibiza og er í Baleariska eyjaklasanum í Miðjarðarhafinu; spöl- korn vestur af Mallorca. Þarna var þá ein paradísin enn, græn og gróðursæl yfir að líta og hafið að sjálfsögðu blátt. Meira að segja ku vera alveg sérstakur blámi á Miðjarðarhafinu, sagði Jón heitinn Engilberts mér og lygndi aftur augun- um. „Nú er ég að synda í Miðjarðar- hafinu", sagði Jón og tók sundtökin þar sem hann sat í stólnum heima hjá sér. Aftur á móti hefur ævinlega vafizt fyrir mér að sjá þennan sér- staka bláma öðrum bláma fegurri, sem rómantikerar á síðustu öld gerðu frægan, þegar Capri var tizkustaður kóngafólks. Sé himinninn heiður og blár, verður hafið venjulega blátt lika, það er allt og sumt. Flest kemur spánskt fyrir sjónir Ibiza er á stærð við Reykjanesskag- ann, gróðursæl með afbrigðum, aJ- sett hæðum og fjöllum og undirlendi sáralítið. Ekki er mannfjöldanum til að dreifa; ibúarnir aðeins 40 þúsund og þar af búa 1 7 þúsund i Ibizaborg, sem er stærsti bærinn og höfuðstaður eyjarinnar, að hluta ævagamall og skemmtilegur. Verður nánar vikið að þvi síðar. Hinum megin á eyjunni stendur bærinn San Antonío við fall- egan fjörð; þar búa 8 þúsund manns, en aðrir bæir eru mun minni og dreifðir viðsvegar um eyjuna. Inn- fæddir tala að sjálfsögðu spænsku, en þó öllu fremur sin á milli mállísku, sem nefnd er ibiceno. Þjónusta við erlenda ferðamenn er vaxandi at- vinnugrein og talsverður fjöldi hótela upp risinn í Ibizabæ, San Antonio, St. Aulalia, Cala Portinatx og víðar. Allt er það þó smátt i sniðum á móti þeim stóriðnaði í túrisma, sem fjöldi Islend- inga þekkir af eigin raun frá Mallorca. Á Ibiza er enginn yfirþyrmandi mann- fjöldi, engin stórborgaíumferð. Flest er þar þægilegt, Ijúft og létt og stað- urinn kjörinn fyrir þá, sem vilja af- slöppun, næði og hvíld. Ekki svo að Eyjan hvíta hefur hún verið nefnd — eftir byggingun- um, en Ibiza er græn yfir að líta, gróðursæl og frið- sæl. Þar er eitthvað fyrir alla, tízkudvalarstaður hippa, Paradís venjulegra túrista og i seinni tíð eru íslendingar þar á meðal. I Ánæj anna um n ingai Á mj á Ibi: NÝR ÁFANG. VIÐ MIÐJARÐARHAF San Antonio er næst stærstur bær á Ibiza og þar eru hðtelin fyrirferðarmest. Túrisminn er sú atvin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.