Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 11
Gamli borgarhlutinn stendur innan þess rammgera múrs, sem hér sést á myndinni og reistur var til varnar. Ibizafólk hlaut þungar kárinur f fortfðinni af völdum sjóræn- ingja og allrahanda hundtyrkja, sem leið áttu um hafið. Efst á hæðinni gnæfir dómkirkjan. ann?" spurðu þeir. Jú þeir höfðu þekkt hann. En það hafði farið mjög lítið fyrir honum og hann hafði ekki verið fastagestur á kránni. Og heims- frægð hans sem falsara var greinilega ekki lýðum Ijós þar í plássinu. Hvað gerir maður á Ibiza? Sumir spyrja þeirrar frómu spurn- ingar, hvað hægt sé að gera á svona stað. Sú hugmynd er við liði í sumum herbúðum, að dvöl á suðlægum ferðamannastöðum hljóti að vera drepleiðinleg, nema þá helzt fyrir kvenfólk, sem hefur þann beina ásetning, að safna sem mestri brúnku á kroppinn. Dugnaðarmennirnir aftur á móti, — þeir eiga að veiða lax; rembast við þann stóra, ríða Sprengi- sand og suður Kjöl, fara á rjúpu á haustin og aka hringveginn, ef ekki er annað að gera. Til þess að njóta fullkomlega dyalar á stað eins og Ibiza og hvar sem er annarsstaðar á suðlægum slóðum, er líklegt að dugnaðarmenn verði að ástunda hugarfarsbreytingu. Þeir hafa gott af að skilja stressið eftir heima og lo.'a taugakerfinu að jafna sig. Flestir eru aðeins takmarkaðan tíma í sólinni á degi hverjum; kannski ögn fyrir hádegi. Þar fyrir er nóg að gera og varla hætta á að neinum leiðist í svo sem tvær vikur. Yfirleitt gengur fólk miklu meira í svona ferðum en það er vant að gera heima hjá sér og ég varð var við, að sumir hinna íslenzku dvalargesta á Ibiza, fóru í langar göngur seinni part dags- ins. Við bjuggum á ágætu hóteli út með firðinum, sem Rómverjar nefndu Portus Magnus; við botn hans stend- ur bærinn San Antonio og er þar bæði morgun- og kvöldfagurt svo af ber og hlýtur að verða eftirminnilegt. Lág eyja óbyggð girðir fyrir hafáttina og hefur hún orðið fræg fyrir þá sök, að einn mesti herstjórnari sögunnar, púnverjinn Hannibal, á að hafa fæðst þar. Norðan við fjörðinn er glæsilegasti staður, sem túristar á Ibiza eiga um að velja: Penta Club, — þyrping hvitkalkaðra húsa í spænskum stíl með hótelíbúðum ásamt veitinga- húsum, skemmtistöðum, sundlaug- um, tennisvöllum, reiðskjótum til leigu og að sjálfsögðu börum. Þessu er öllu svo fagurlega fyrir komið í skógi vaxinni hlíð, að augnayndi verður að teljast. Til þess að kynnast Ibiza sem bezt, tók ég bilaleigubíl í eina viku. Við ókum nokkrum sinnum til Ibizaborg- ar, eða „austur yfir fjall" eins og við kölluðum það. Þá er hægt að velja um tvær leiðir, 15 eða 20 km. Á eyjunni miðri er farið gegnum þorpin San Jose annarsvegar og San Rafael hinsvegar. Þar eins og annarsstaðar í þorpum, ber kirkjan ægishjálm yfir aðrar byggingar. Golfvöllurinn í Roca Llisa hefur fengið til umráða fegursta blett eyjar- innar; dalverpi, sem verður handan hæðanna ofan og norðan við Ibiza- borg. Þar hefur miklu fé verið farið í völl, sem er alger skrúðgarður, vel lagður og skemmtilegur. Allar bygg- ingar þar eru hlaðnar úr gulbrúnu grjóti og aðeins einnar hæðar. Völlur- inn er að vísu aðeins 9 holur ennþá, en senn verður ráðizt i að stækka hann um helming og sérstakt hótel á að risa þar einnig. Raunar er ekki langt i næsta túristapláss; við hömrum girta vík í næsta nágrenni, en heil þyrping nýrra hótela að rísa. Gífurlegt fjármagn hefur verið lagt i uppbyggingu á nýjum hótelum, sem verið er að reisa í annarri hverri krummavík. Spánverjar hafa verið ósmeykir að hvetja útlendinga til að fjárfesta í túrismanum á Spáni og ekki hefur heyrst að neinn hafi rekið upp ramakvein og kallað það land- sölu og annað þvíumlíkt. Mér skilst að Þjóðverjar hafi verið manna ötulastir við að notfæra sér þessa aðstöðu; til dæmis hafa þýzkir bankar fjárfest á þennan hátt í stórum stíl. Örlög eyjarinnar Formentera, sem þarna er snertuspöl frá landi, virðast ætla að verða þau, að bændum þar er sagt að koma sér burtu með sitt hafurtask, því Þjóðverjar eru að kaupa alla eyjuna undir hótel. Áður en fiatpútunni var skilað, var haldið allar götur „norður í land" til Portinatx, og Úlfar Jakobsen, ferða- frömuður á islenzka hálendinu, tek- inn með til að hafa ballest i bilnum. Það leið ekki langur timi unz maður var farinn að kunna vel við þessa eyju, þar sem rósemin svifur yfir vötnunum. Við fórum i þrjá daga til Mallorca, þar sem túrisminn er rekinn eins og stóriðnaður og þótti okkur gott og notalegt að koma aftur til Ibiza; taka strætó inn með firðinum til San Antonio, ganga um bryggjurnar þar sem háværir smalar reyna að ná ferðamönnum um borð í báta og sigla eitthvað út með firðinum. Sumir lögðu áherzlu á, að gler væri í botnin- um og hægt að sjá fiskana. Þegar rökkva tekur verður fjörðurinn venju- lega eins og spegill. Þá er margt um manninn á stóra útiveitingahúsinu undir trjánum upp af bryggjunum. Þjóðverjar og Svíar virðast í stórum meirihluta likt og á Kanarieyjum og víðar á sólarströndum. Stjernerejser og Spies voru þar líka með sitt fólk og slangur er þar af Englendingum. Svo sezt sólin við Hannibalseyju og það dimmir snöggt. Strætisvagninn er fullur eins og Hafnarfjarðarstrætó og á hótelinu biða þjónarnir með kvöld- matinn; fjórréttað eins og vant er, hvitvin og rauðvín með matnum og kaffi á barnum á eftir. Það er dálítið undarlegt að vera i tvær vikur með einhverju fólki, sem kemur og fer. Maður þekkir það i sjón, situr við hliðina á því við sundlaugina á morgnana og aftur við hliðina á þvi í matsalnum En maður veit nákvæm- lega ekkert um það og það kemur manni ekki við fremur en væri það verur frá öðrum hnöttum. En þannig er gott að búa og gott að hvilast og skemmta sér um leið. Að iðka þolinmæði á flugstöðvum Alkunnugt er, að tíminn er langur þeim er biður. Jafnframt þvi sem flugvélar verða hraðskreiðari hefur það ástand skapazt að flugsam- göngur einkennast öðru fremur af óendanlegri bið og sífellt endur- teknum seinkunum. Sé sá kostur tek- inn að fara milli staða með áætlunar- flugi, fer kúfurinn af tímanum i slim- setur á flugstöðvum. Á milli Mallorca og Ibiza er kortérs flug, en við urðum að biða í fimm klukkutima eftir að auglýstur brottfar- artími var runninn upp. Ástæðan var súv að vélin var að koma frá London og þar logar allt i skæruverkföllum. Á flugvöllunum i Ibiza og Mallorca fer ekki fram nein vopnaleit og Spánverj- ar eru meðal örfárra, sem ekki fram- kvæma þessa sjálfsögðu öryggisráð- stöfun. Þjóðverjarnir, sem voru á leið heim frá Mallorca með Lufthansaþot- unni, urðu sannarlega að gjalda fyrir þau glöp Hitt er svo annað mál, að ónákvæm vopnaleit er litið betri en engin. Leitin á Heathrowflugfelli, þegar haldið var til Glasgow var svo hroðvirknisleg, að við hefðum þess- vegna getað tekið með okkur sprengj- ur og skammbyssur neðst í handfar- angrinum. Þess verður vart viða og með ýmsu móti, að heimurinn hefur orðið viðsjárverðari i seinni tíð en áður var og sumir gæta öryggis far- þeganna af stakri kostgæfni í þessu efni er margt að athuga. Á flugvellinum i Barcelona var búið að kalla farþegana um borð i þotu frá British Airways til London, þegar mik- il töf varð af einhverjum ástæðum og vélin fór ekki af stað. Að lokum heyrðist rödd flugstjórans i hátalaran- um og bað hann herra Montgomery að gefa sig fram. En ekki var að sjá að herra Montgomery væri með; enginn gaf sig fram. Flugstjórinn kom aftur í hátalarann og sagði, að herra Mont- gomery hefði ætlað með og hann ætti tösku í farangrinum. Fyrst hann gæfi sig ekki fram, yrði allur farangur tekinn út úr vélinni og farangur hans skilinn eftir, — sú áhætta að taka farangur manns, sem ekki skilaði sér um borð, yrði ekki tekin. Farþegar voru kallaðir út og hver látinn taka sitt dót. Að enduðu var dálitil tuðra eftir; taska herra Montgomerys. Þeir tóku hana, þukluðu dálítið og óku henni siðan aftur inn í flugstöðina. I þetta fór rúmur klukkutími, — en allur er varinn góður. t annarri hvcr krummavfk t verið að bygg þyrpingu hðte | og sagt að Þj« verjar ei drjúgan þátt þvf. Allt stefn að fjöldami töku, svipað og Mallorca, eni náttúruskilyrð in eins og bc verður á kos til þeirra hluta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.