Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 13
Meðal Latuko-þjóðflokksins f Afrfku tfðkast fangbrögð og er upphafs- staðan eins og hér sést. glíma og sögnin að glíma meir notað í lýsingum um viðureignir en í hinum eldri sögum, t.d. í Grettis sögu. Mætti álíta að þetta stafaði af þvi hve seint sagan er skráð. Ald- ur ritanna mun eigi einn hér um ráða. Kjalnesinga saga er talin skráð á 15. öld. Höfundur gefur þar eina hina nákvæmustu lýs- ingu á fangstakk, fanghellu og fangi með lausum tökum, sem unnt er að leita uppi í Islendinga- sögum. Hann notar í lýsingunni hvergi nafnorðið glima eða sögn- ina að glima. Lýsing þessi varðar viðureign Búa við blámann Nor- egskonungs. Konungur mælti við Búa: „Þetta er lítils vert, að taka eitt fang.“ Höfundur Finnboga sögu myndi hér hafa notað orðin: „eina glímu“ í stað „eitt fang“, samanber tiivitnanir sögunnar hér að framan. Áhrif kristninnar. Auk þeirra orða, sem koma fram í tilvitnunum úr sögu Finn- boga og hér hafa verið nefnd varðandi viðureignir vopnlausra manna i leik eða alvöru, er aðeins kunnugt um orðið að rjá. Er Grettir hinn sterki Asmundarson situr sem ókunnur maður hjá á Hegranesþingi og hann er þess beiddur „að glima við einhvern", þá kveðst Grettir „... niðr hafa lagt að rjá“. I tveimur sögum er þannig tek- ið ttl orða: „Tókust þeir þá á fangbrögðum ok glímdu“, t.d. Grettissaga (15. kafli), er Grettir og andstæðingur hans, Auðunn, taka saman i illsku í knattleik. Eins og fram kemur í hugleið- ingum um Finnboga sögu ramma, gægist fram úr lýsingum fang- bragða háttur viðureignar tveggja vopnlausra manna, sem er hafður til skemmtunar á mannamótum og mörgum þykir gaman að ræða um á góðum stundum. Hann er háttur gleðinnar. Þess eru dænti annars staðar frá, t.d. frá Sviss (1), að áhrif kristni- halds voru nokkur á iþróttir og leiki, mildaði þá og leitaðist við að fjarlægja úr þeim hamfarir forn- eskju og heiðni. Án efa mun það sama hafa gerzt hér. Ekki mun Jóni Hólabiskupi Ögmundssyni (d. 1121) hafa nægt að breyta heitum vikudaga og banna ákveðna tegund alþýðudansa. Vafalaust mun hann og aðrir i klerkdómnum hafa talið fang- brögðin lítt kristileg eins og starfsfélögum þeirra á 18. öld. Likur eru því til þess, að hinn mildasti háttur fangbragða, sá er var til skemmtunar hafður ein- vörðungu, skiljist frá ,,fanginu“ og verði þvi meir og meir áber- andi meðal alþýðunnar. Heiti hans verður alþýðu kunnara, og þvi, verða orðin „glíma", „glim- ur“ og „að glíma“ algengari hjá sagnariturum um allskonar fang, eftir þvi, sem fjær dregur kristni- tökunni, og er svo komið um 1584, þegar Guðbrandur Þorláksson biskup þýðir kaflann um viður- eign Jakobs og Guðs eða engilsins og stílar þýðingu sina af skilningi á fangbrögðum, þá er hann nærri kominn að því að nota orðið: „glimde“ í stað: „fékkst við“, en hættir við og setur það útundan á spásíðuna. Glíman eldri en kristnitakan Kenningu Guðmundar Björns- sonar fyrrv. landlæknis í kaflan- um „Uppruni glímunnar" á bls. 43—46 í Glímubók ÍSÍ 1916, að „Kristni komi fyrir heiðni og glima fyrir fang“ er eigi unnt að fallast á i þeim skilningi, að íþróttaskipti hafi átt sér stað eins og siðaskipti — ný íþrótt oróið til — heldur hitt að mildari háttur fær náð fyrir augum siðbótar manna, en þeir, sem tilheyrðu meir hernaðinum og illskunni og nefndust frekar undir heildar- heitinu fang, viku. Þetta styður notkun orðsins ,,glímast“ í Færeyjum um viður- eign manna í góðu, og það jafnt á jólum sem úti í haganum til þess að gera út um landaþrætu. Með því að raða saman fyrir sér lýsingum úr Islendingasögum og Eddunum um viðureignir í fang- brögðum og heimildum um forn fangbrögð, sem enn eru við lýði meðal þeirra þjóða sem land- námsmennirnir komu frá, þá tel ég að megi draga fram rök fyrir því, að á landnámsöld (874—930) og á söguöld (930—1100) hafi hér á landi verið iðkuð þrennskonar fanghrögð og kunnugleiki um þau lifað með þjóðinni fram á 15. öld, en þá sé einn háttur þeirra, sem hefur verið til skemmtunar orð- inn rikjandi gliman. A. Til sjálfsvarnar, hernaðar (er ntenn misstu vopn) og hólmgöngu (koma andstæð- Fangbrögð virðast hafa verið þjóðleg skemmtun f Sviss eins og á tslandi og hinu svissneska „schwingen" og glfmunni okkar svipar saman. Hér er teikning, sem sýnir hin svissnesku fangbrögð. Konur og börn horfa á. ingi í óhagræðisaðstöðu á jörðu til þess að limlesta hann eða deyða): 1) Hryggspenna (þ.e. föst tök): a) án fótbragða; b) með fótbrögðum. 2) Laustök: a) með tökum í stakk og beitt fótbrögðum; fanghella; b) tök í alla hluta líkamans og beitt fótbrögðum. B. Til skemmtunar og leiks: 1) Hryggspenna án bragða eða með brögðum. 2) Tak handa föst í: a) buxur b) axlir. d) handleggi Það var skoðun dr. Björns Bjarnasonar og margra fleiri, að glíman væri iþrótt, sem hefði orð- ið til hér á tslandi og þá helzt eftir kristnitökuna árið 1000. Um árið 1200 hafi hún verið orðin gamal- kunn. Þetta álit hefur eigi við rök að styðjast, enda gagnrýnt af fræði- mönnum, t.d. Johan Götlind (Svíi) og dr. Maximilian Stejskal (Finni). Gegn þessu mælir norska tré- skurðarmyndin frá 100 í Guð- brandsdal, sem talin er frá 12. öld og sýnir glímutök og glímustöðu. Þá hrekkur þessi skoðun einnig undan því, að enn skuli vera til í Svíþjóð, ogFinnlandi og var til í Noregi fram uni siðustu aldamót fang, þar sent komið er við glímu- tökum, á mittisól eða buxur. Fangbragðamáti íbúa Hálanda Skotlands og Vatnahéraða Eng- lands leggur álitið einnig að velli með tilveru allra sömu bragða í þjóðlegum fornum fangbrögðum þeirra sem í glímu, þó tök séu önnur, en að vísu föst. Líkur eru til þess aó iþróttin hafi verið alkunn hérlendis um 1200 (dæmi: bændaglima á Þing- völlum, sbr. Vi'ga-Glúmssögu og brúðkaupsskemmtanir að Reyk- hólum 1119), en að hún hafi haft nákvæmlega sömu tök, stöðu, stig- andi, brögð og fallákvæði og um 1900, eins og dr. Björn Bjarnason telur á bls. 106 í doktorsritgerð sinni, finnst engin samfelld lýs- ing á í heimildum íslendinga- sagna, en öruggt tel ég að með hugleiðingum þessum út frá fang- bragðalýsingum í Finnbogasögu hins ramma hafi tekist að leiða fram þann hátt fangbragða, sem alþýða manna iðkaði og keppti i til forna sér til skemmtunar (gleði) og gæist fram i þessari íslendingasögu sem og öðrum, hafi verið buxna — tök, Glíman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.