Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 5
Aðalinngangur Solovétski klaustursins á samnefndri eyju norður f Hvftahafi. Klaustrið var stofnað um 1450, en mörg hús og kirkjur innan klausturmúranna eru frá 16. 17. og 18. öld. Solovétski klaustrið skipar sérstakan scss f sögu fornrar rússneskra byggingar- listar og sögu Rússlands yfirleitt. alþýðu, hin blessaða og gjöfula Móðir Rússland, umvafin djúpri tilbeiðslukenndri ást, og drjúgum skammti af dulhyggju að auki. Ekkert annað land kemst í hálfkvist við hina heilögu „rodinu" (föður- landið), sem er einstakt og engu öðru landi líkt í augum rússa. Sá sem ekki hefur kynnzt hinum víðlendu skógum Norður-Rússlands með óteljandi smá- vötnum, hinu búkolíska landslagi héraðanna Tam- bov og Kúrsk í Mið-Rússlandi, og hinum suðrænu héruðum Rostov og Krasnodar í Suður-Rússlandi, sá hinn sami þekkir ekki hið eiginlega Rússland. Hinn gullni hringur Þær borgir Mið-Rússlands, sem hlotið hafa þann heiðurssess að teljast til „gullna hringsins'' standa allar á landflæmi því, sem afmarkast af ánni Moskvu I suðri og stórfljótinu Volgu I norðri. Syðst í gullna hringnum er sjálf höfuðborgin Moskva, en norð-austur af milljónaborginni eru smáborgirnar Vladimir, þá Suzdal og Ivanovo. Þar norður af er svo Jaroslavl á bökkum Volgu, en suð-vesturaf þeirri borg eru Rostov, Péreslavl og Zagorsk. Allir þessir staðir eru eins og gullnir hlekkir I hinni 1 100 ára menningarhefð Rússlands og saga þessara borga, útvarða Evrópu er merki- legur kapituli I langri, litríkri sögu Norðurálfu. Borgin Vladimir, um 200 km norð-austur af Moskvu, hefur að geyma sumar af hinum merki- legustu minjum um forna rússneska byggingarlist allt frá 12. öld. Meginhluti borgarinnar stendur á allhárri klettahæð milli ánna Kljazama og Lybed. Vladimir varð strax snemma á miðöldum helzta miðstöð samnefnds héraðs, þótt Suzdal væri annars höfuðborg héraðsins í þá tið; sú borg stendur skammt norð-austur frá Vladimir. 1 5 varðturnar krýndu hið forna borgarvirki Vladimirs, en þetta borgarvirki er eitt hið elzta, sem sögur fara af I gjörvöllu Rússlandi, mun eldra en borgarvirki Moskvu, Kreml, þarsem stjórnar- apparat Ráðstjórnarríkjanna er nú til húsa. Aðalgatan inn í miðbæ Vladimirs liggur enn í dag gegnum Gullna borgarhliðið (Zolotyé vorota), sem byggt var 1 1 64. Fyrsta kirkjan, sem reist var í Vladimir, var Uppstigningarkirkja Mariu byggð úr hvítum tilhöggnum steini á árunum 1 1 58— 1 1 60. Frelsarakirkjan var reist 1 1 64. Hvltleitt grjót var það byggingarefni, sem lang- mest var notað I öll veglegri hús eins og kirkjur, hallir kirkjufurstanna og siðar I hallir háaðalsins viðast i Rússlandi fram eftiröldum. Hús landaðals- ins og einnig allrar alþýðu manna voru hins vegar gerð úr bjálkum, og timbur er að miklu leyti enn í dag aðalbyggingarefnið i dreifbýli Rússlands, likt og á Norðurlöndum og víða í Bandaríkjunum og Kanada. Fjölda margar aðrar kirkjur voru reistar i Vladi- mirá næstu öldum, m.a. Dómkirkja heilags Dmitris frá Þessaloniki, en frægust varð þó Uppstigningarkirkja Maríu, sem er stærsta og lang veglegasta guðshús í Vladimir. Uppstigningarkirkjan hefur að geyma fresco- myndir eftir einn nafntogaðasta ikonamálara Rússlands, Andrei Rublév, en 1 408 vann hann ásamt vini sínum Daniil Tsjorny og nokkrum aðstoðarmönnum að þvi að myndskreyta kirkjuna eftir bruna, sem nokkru áður hafði stórskemmt hana að innan. I dag eru það aðeins brot af myndskreytingu Rublévs, dómsdagur, sem lifað hafa af tímans tönn, en frescurnar þykja hinir mestu dýrgripiri rússneskri málaralist. I kringum 1 200 er i fyrsta sinn getið i vladimirskum heimild- um um lítið útkjálkaþorp syðst i Vladimirhéraðinu, og er þorpið þá þegar nefnt Moskva; þetta vesæla litla þorp átti 300 árum seinna eftir að verða ofjarl hinnar glæstu Vladimirborgar. Um aldamótin 1400 varð Vladimir aðsetur metropolita (erki- biskups) rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Mongólarnir koma Á árunum 1 220— 1 240 hafði hin aðsteðjandi mongólaþjóð tatarar lagt meginhluta Rússlands undir sig og gert borgina Sarai á Volgubökkum í Suður-Rússlandi, skammt frá núverandi Volgo- grad, að höfuðborg heimsveldis sins. Allt Rússland varð skattskylt töturum í nær 250 ár, en riki tatara náði þá yfir Kina, Mongolíu, Sibiríu, allt Iran alveg suður að Persaflóa, meginhluta Rúss- lands og alla Úkrainu, og yfir mikinn hluta Balkan- skaga suður að Adríahafi; mun ríki þetta hafa verið hið viðlendasta í allri sögunni. í Rússlandi stóð veldi tataranna frá 1 240 til 1 480. Tatarar Hinir voldugu viggirtu veggir Spaso-Evfimiev klaust- urs f Suzdal, séðir frá norðvestri. voru óhemju grimmir og blóðþyrstir hermenn og á veldistíma þeirra áttu rússar mjög um sárt að binda. Heilu héruðin voru eydd og mikil rússnesk menningarverðmæti fóru forgörðum, þegar hinir mongólsku barbarar fóru með báli og brandi um lönd rússa. En tveggja og hálfrar aldar harðstjórn tatara setti djúp spor í alla siðari rússneska stjórnsýslu, sem enn sér greinilega merki. Af kinverjum höfðu tatararnir lært sina stjórnvizku og skipulag víðlends ríkis, og þeir beittu óspart þessari kínversku miðstjórnaraðferð í Rússlandi, og kunnu einnig vel að láta rússneska leppa vinna í þágu tatarskrar harðstjórnar. Framhald á bls 14. Gulina borgarhliðið f Vladimir var fullgert árið 1164 og er eitt af örfáum hernaðarmannvirkjum frá 12. öld, sem enn er uppi standandi f Rússlandi. 1 turninum var á miðöldum höfð stöðug varðstaða til að skyggnast um eftir aðvífandi óvinum og vara borgarbúa við hættunni. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.