Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 4
aö bókin „Letters from Iceland" var skrifuð I samvinnu við Louis MacNeice. Hann var alls þrjá mánuði á tslandi. Fyrstu sex vikurnar var hann á eigin vegum, en eftir það var Louis MacNeice með honum og þar af í 10 daga ásamt nem- endunum. Síðustu tvær vikurnar vorum við þrír saman. ísland og Islendingasögur höfðu lifað I hugarheimi hans, allt frá því er faðir hans var vanur að lesa fyrir hann íslenzk ævintýri. Það mátti meira að segja rekja ættir hans til íslands, og þess vegna átti hann að hafa verið skírður Wystan. Aðdáun hans á tslendingasögum hélzt til æviloka eins og glögglega kom fram bæði í ræðu og riti. Ferð hans til Islands uppfyllti því óskir hans á tvennan hátt: Hann hafði yndi af þvl að ferðast, þar sem hann gat fylgzt með stjórnmálalegum, sögulegum og menningarlegum straumum og fyrirbærum, og hann hafði ríka þörf á að njóta þess, sem hrifur augað — landslags, byggingarlist- ar og jarðfræði. Hann var stoltur yfir þekkingu sinni á bók- menntum og sögu tslands, en fékk ekki greint neitt endurskin eða bergmál þeirra í nútíma lifi Islendinga. Landslag eyjarinnar — burtséð frá byggingunum örv- aði hugmyndaflug hans, hreif hann eða skelfdi. Það virtist enn vera umgjörð „bófa“-þjóðfélags fyrri alda. Tilgangur þessarar greinar er að rifja upp mína eigin ferð þangað og minningar mínar um hann á þeim tíma — minningar skólapilts. Þó að allt standi mér jafn skýrt fyrir hugskotssjónum nú og árið 1936, hef ég orðið að leita til „Letters from Iceland" (Bréfa frá Islandi) viðvíkjandi ýmsum smáatriðum og nöfnum, en þó án þess að um ritstuld sé að ræða, vona ég. Og ennfremur varð mér ljóst, að ég hefði fært dagbók mina um seinni hluta ferðar- innar, eftir að nemendahópurinn var kominn aftur til Englands. Nevill Coghill sagði um það á sinn elskulega hátt: „alveg eins og við var að búast af góðum enskum skólapilti". Innilokað fjölskyldu- lif og einangraðir menntaskólar sköpuðu ekki ákjósanleg skilyrði til að þroska með sér sérlega skarpa athyglisgáfu á ferðalög- um. Ég held, að Wystan hefði viðurkennt það. Nemendahópurinn sigldi með Goðafossi frá Hull snemma i ágúst. Fararstjóri var W.F. Hoy- land. Fargjaldið var fjögur sterl- ingspund og tiu shillingar að við- bséttum fimm krónum fyrir fæði. Ferðin tók fjóra daga, en höfð var stutt viðdvöl í Vestmannaeyjum, sem voru nær því að gjöreyðast í eldgosum 1973. Þetta var slæm sjóferð. Tilgangur leiðangursins var að fara umhverfis einn af stærstu jökium landsins, Langjökul, á hestum. Hópnum var skýrt frá því, að tvö skáld myndu slást í hópinn, W. H. Auden og Louis MacNeice. Þeir voru á hafnarbakkanum i Reykjavík tii að taka á móti okkur. Eftir að hafa skilið megin- hluta farangurs okkar eftir á Stúdentagarðinum og keypt okkur olíuföt héldum við sam- dægurs til Gullfoss, þaðan sem ferð okkar skyldi hafin. I bókinni lýsir Louis ítarlega næstu tiu dögum í formi bréfs frá Hetty til Nancy. Hann kaus að breyta okkur i hóp ungra skóla- stúlkna undir umsjá kennslukonu sinnar, en sér og Wystan í tvær ungar piparmeyjar. Sumum kann að finnast þetta litið sniðugt. Og það fannst sumum heldur ekki, þegar bókin kom út. En engu að síður hefur þessi frásögn að geyma margar glöggar athuganir þrátt fyrir grínið, ekki beint varð- andi ferð okkar heldur miklu fremur hvað snertir einstaklings- einkenni okkar og viðbrögð við erfiðum aðstæðum. Gullfoss er tilkomumikill foss, litill Niagara. Skoðun Wystans hafði verið sú, að allir fossar væru nokkurn veginn eins, hvað sem liði stærð þeirra eða lögun. En þetta kvöld iðraðist hann þess- arar kenningar. Þarna hittum við leiðsögumenn okkar, Steingrim og Ara, sem höfðu safnað saman sautján hestum handa okkur ásamt vistum til tiu daga. Wystan hafði annazt verulegan hluta undirbún- ingsins i einstökum atriðum. Hann var meira að segja svo fram- takssamur, að hann var eini maðurinn, sem var með eldunar- tæki. Annað afrek, þótt ekki væri það eins lofsvert og það var hag- stætt fyrir okkur, var það, að reyndar voru allir okkar hestar ætlaðir öðrum hópi ferðamanna, en hann beinlínis tók þá herfangi og skildi hinn hópinn eftir hest- lausan og ráðþrota. Fyrsta nóttin var ógleymanleg. Leiðin umhverfis Langjökul var auðrötuð, en erfið. Þar sem ekki voru frumstæðir torfkofar sem skýli (og reyndar voru þeir aðeins þrir slikir), sváfum við I tjöldum. Þessa nótt vorum við í tjöldum, og eini staðurinn, þar sem við gátum tjaldað, var vindáttarmegin við fossinn. Eins og að Hkum lætur, vorum við skólapiltarnir vel út búnir. Og svo var einnig um Wystan, þó að hann væri aðeins með litið keilutjald og einn hlutann vantaði I tjaldsúluna. En Louis var aftur á móti allslaus, hvað ferðabúnað snerti, nema hvað hann hafði keypt olíuföt I Reykjavík, og var Wystan hálffúll yfir því. Við afklæddumst og fórum I náttföt og sváfum vel um nóttina. Jafnvel Wystan var I náttfötum, og það finnst mér stór- kostlegt, þegar ég lít til baka. Við fórum á fætur klukkan sex, enda leyfðist mönnum ekki nein leti. Þegar við lituðumst um, sáum við ekkert til þeirra félaga, en tjaldið lá flatt á jörðunni. Kannski þeir hefðu skotizt inn I bárujárnskofa, sem var þarna ná- lægt, til að fá sér kaffisopa. En þá Michael Yates var skólapiltur, þegar hann kynntist Auden fyrst, og þeir urðu vinir ævilangt. Sumarið 1936 var ég I Bryan- ston skóla I Dorset. Sá orðrómur hafði gengið árið áður, að f ráði væri, að W. H. Auden yrði meðal kennara. Um svipað leyti barst bréf frá Auden stflað til eins af fyrrverandi nemendum hans f Downs-skóla. Þar sagði hann meðal annars: „Ég var að frétta, að G. H. (Geoffrey Hoyland) myndi prédika á sunnudaginn kemur. Settu lauk 1 kaleikinn frá mér.“ Móttakandi bréfsins var svo ógætinn að leyfa skólastjór- anurn að sjá bréfið. Auden varð ekki meðal kennara f Bryanston. En eigi að síður kom hann i heimsókn til Blandford annað veifið. Eina helgina það sumar kom hann til að hitta Wilfred heitinn Cowley. Ég mætti honum á sunnudagsmorgni, og hann stakk upp á því, að við ækjum til ISLAND 1936 Shaftesbury i hádegisverð. Ég kom reiðhjólinu minu fyrir aftan I bílbeygluna hans, og við þeystum af stað. Þó að hann væri yfirleitt mjög öruggur bílstjóri, átti hann til að vera glannalegur og einnig óþolinmóður stundum. Það kom til dæmis fyrir einu sinni, að hann missti þolinmæð- ina og keyrði letilega belju ofan I skurð af ásettu ráði. En I þetta sinn komumst við slysalaust til Shaftesbury. Við matarborðið spurði hann mig, hvort fjölskylda mín myndi ekki fara til eyjarinnar Manar eins og venjulega I sumarleyfinu. Ég játti því, nema hvað ég myndi ásamt þremur öðrum strákum og kennara okkar fara til íslands. Hann varð eldur og funi, og skömmu siðar fékk ég bréf frá honum þess efnis, að útgefendur hans, Faber and Faber, hefðu fallizt á að kosta ferð hans til Islands. Og þó að hann yrði kominn þangað nokkrum vikum á undan okkur, bað hann mig að spyrja kennarann, hvort hann mætti verða með okkur i leiðangri okkar, þar sem hann langaði til að segja frá honum I bókinni. Þannig var aðdragandinn að ferð hans og skýringin á því, af hverju ég var með honum og hvernig á þvi stóð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.