Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 15
ráðinn til ársloka 1978) lítur hann á vinsældir sínar með meira en lítilli vantrú. „Mér þykir vænt um að njóta þeirra, meðan þær vara, en ég veit að í rauninni skipta þær engu máli — hið eina, sem gildir, þegar allt kemur til alls, er tónlistin. Og ef ég held, að ég sé að fara með mig í gönur vegna sjálfsálits, þá skal ég minnast þess, sem stúlka frá vax- myndasafni Madame Tussaud sagði, þegar hún kom til að ræða við mig. Ég spurði hvað gerðist, ef fólk sem þau hefðu gert myndir af, hætti að þykja merkilegt, og hún svaraði eftir augnabliks hik: ,,Já við bræddum Stewart Granger í síðustu viku.“ Og hvað mig snertir, þá er þetta einmitt mergurinn málsins." Sveinn Ásgeirsson þýddi úr ,,The Daily Telegraph Magazine". Einn á ferð Framhald af bls. 11 herinn hjálpaði Búlgörum að losna undan Tyrkjum á 19. öld. Pétur hélt áfram ferðinni til JúgósJavíu, en rfki Titos stendur á ýmsan hátt talsvert nær Vestur- löndum; þar hafa menn talið að væri rekinn sjálfstæður og óháð- ur sósfalismi. Hingað til hafði allt gengið snurðulaust hjá Pétri; hann hafði ekki lent f neinskonar óþægindum á landamærum og varla við þvf að búast úr þessu, — til Rúmenfu, Búlgarfu og Júgóslavíu þurfa Islendingar ekki sérstaka vegabréfsáritun. Á landamærum Júgóslavfu dró Pét- ur fram sitt fslenzka vegabréf, en embættismaður hefur annaðhvort verið nýr og óreyndur f starfi, eða ókunnugur. Hann varð strangur f andlitinu og vildi ekki viður- kenna, 'að vegabréf Péturs væri gilt; það væri bara nafnskfrteíni eða þessháttar plagg. Hann spurði Pétur um starf og Pétur svaraði sem var, að hann væri löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Þá vildi hinn samvizkusami embættismaður Titos fá að sjá svokallað „service-passport", eða þjónustubréf, sem tfðkast að menn hafi víða f löndum, séu þeir f sérstökum erindagjörðum. Pétur kvaðst aðeins vera á ferð- inni sem túristi og einstaklingur og slfk bréf væru ekki út gefin á lslandi. Hann kvaðst heldur ekki vita til þess að öðruvfsi vegabréf væru til á tslandi, en reyndi þó umfram allt að vera kurteis, þvf honum var ekki farið að lftast á blikuna. Þeir tölu saman á frönsku. Embættismaðurinn var ennþá mjög strangur f andlitinu og sagði, að nú yrði Pétur að snúa við; taka lest til Sofia og fá ein- hverjar staðfestingar þar hjá embættismannavaldinu. Málið var að taka ískyggilega stefnu, — hvað mundu þeir segja f Búlgarfu, sem á þó að vera miklu strangara land f öllu sem að svona málum lýtur. Pétri datt í hug að óska eftir samtali við yfirmann. Embættismaðurinn fór og og var drykklanga stund. En hann þurfti ekki að tala við yfirmanninn; Pétri til mikils léttis var honum tilkynnt, að heimilt væri honum að halda áfram. Embættismaðurinn afsakaði sig GALLVASKI! í útlendingahersveitinni KEMURÐU B/EÐt flEÐ ' VÖNBAF RÓMANTIS KUM BLÖMUM 06 VÖNRAF . ^RÓMÖNSlcUM HJ’ALMM^é JA 06 VÆR! ÞAJ FKK/Vf ''fÍHH HROÓALEÓA RÓMVERSk): J — ANTISKTfi-PSETJA JT BLOMIN/HJALMAltef *N6A VITLEYSU! SB----——rvrvkmff F/ERÐUNU SMA- - JJCJ \FRHN BARABLÖM- œ \ l/V, 'ADUREN ÞAU m VJSNA! ^ FÆRA MER T JA, HANN ER EmHVAP? 1 MEÐ GJjÓF ^ LÆ>7/L ÞJN’< SS/jfcS^T SVOHA lAttu BLOM/N TALA! SÆLL, 7 SMAFRIPUR/, ASTRIKUR! jhann ste/nrjk- . yUR.ÆUARAVFÆRl ÞER EíTTHVAUJ SrtAFRIMR SSSU! . HÚN 6ÆT>. ríEVÞTTU Þ/N. með þvf, að hann hefði ekki áður séð fslenzkt vegabréf. Islendingar eru að vísu ekki oft á ferðinni þarna, en það kemur fyrir. I þann mund er Pétur stóð upp úr sæti sfnu á járnbrautarstöðinni f Belgrad, fékk hann einmitt sönn- un fyrir því. Sætin eru yfirdekkt með Ijósu plasti og f sömu andrá og hann stóð upp, varð honum lftið á sætið og sá þá sér til tals- verðrar undrunar, að á plastiö hafði verið skrifað á íslenzku svo- hljóðandi: „Ef einhver getur lesið þetta, þá bið ég að heilsa“. Hjördfs. Pétur tók upp penna og skrifaði f framhaldi af þessu: „Pétur hefur skilið þetta og mun skila kveðju heim“. 1 þessari löngu ferð voru þetta einu óþægindin, sem hann hafði af þessu tagi. Pétur: Ég var í tvo daga um kyrrt í Belgrad í fögru veðri og fólkið var vel klætt, frjálslegt í fasi og brosmilt. Það var eins og maður væri allt í einu kominn til Vestur-Evrópu. — En málið, — er það lfkt rússnesku? — Þeir tala bæði serbnesku og króatísku í Júgóslavíu og serbneskan er talsvert lik rússnesku. Á þvi máli er meira að segja notað rússneska stafrófið. Ég skildi talsvert í serbneskunni en margir tala ensku og einkum þö þýzku. — Sfðan lá leiðin heim? — Já, fyrst með lest allar götur til Munchen. Þaðan lá leiðin áfram með lest um §!:5Soourg 0g O^ÍIT.*' með flugvél frá Luxembourg. Þegar ég lit til baka, þá finnst mér þetta í senn fróðlegasta og ánægjulegasta ferð, sem ég hef farið. Og það sem maður man lengst og bezt, er hvað fólkið var greint og skemmtilegt víðast hvar. Það var laust við hleypidóma; vildi ræða við mig á eðlilegan hátt. Ég held að það sé alveg ólíkt, hvað það er fúsara að hlusta á okkar sjónarmið en við á þeirra. Og einhvernveginn fannst mér sjálfsvirðing þessa fólks ríkan og framkoiTiá pess eðliíegri 'v'io eigum að venjast. Þar á ég við alþýðu manna, en ekki sér- stakar stéttir, hagsmunahópa eða menntamenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.