Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1976, Blaðsíða 6
Previn 6 œvingu með Sinfóniuhijómsveit Lundúna. „Lifandis ó: öp er þetta leiðin- legt verk! \ ð skulum koma okkur snarlega héðan út og byrja svo aftur í eftirmiðdag. “ Og meistarinn stekkur niður af bráðabirgða pall: í æfingasalnum með strákslegum ólundarsvip. „Heldurðu, að tónskáldið hafi samið þetta áður eða eftir að hann dó?“ spyr einn af fiðluleikur- unum íbygginn, og Previn og öll Sinfóniuhljómsveit Lundúna reka upp skellihlátur. Það er vissulega eins sat og hin opinbera framkoma Previns gefur til kynna, að hann er ekki sprottinn úr sama jarðvegi og Boulez, Davis eða von Karajan. Hann-hreinlega er það, sem hann virðist vera: Blát áfram, skemmti- 's legur, aðlaðandi, hressilegur. Og geti enginn alvarlegur hljóm- sveitarstjóri verið þekktur fyrir að gera það opinberlega, sem hann gerir og honum liðst, þá er það eins víst, að enginn annar hljómsveitarstjóri hagar sér eins og hann utan við sviðsljósið. Hann umgengst hljómsveitina eins og einn af strákunum, spyr alltaf, skipar aldrei fyrir, klæðist sjaldan öðru en vinnubuxum og skyrtu, opinni í hálsinn, og kýs jafnvel heldur að vera í hinum þægindalitla langferðabíl hljóm- sveitarmannanna á ferðalögum en að fylgja hefðbundinni venju að fara á undan í fararbroddi í limousine, sem bílstjóri ekur. „Ég gæti aldrei látið einn af þessum náungum með einkennishúfu aka mér um,“ segir hann og virðist hrylla við tilhugsuninni. „Ég myndi ekki geta verið alvarlegur á svipinn. “ Þetta er maðurinn, sem örugglega getur fyllt hvaða hljómleikasal, sem er, beggja vegna Atlanzhafs, maðurinn, sem hefur breytt hinum ráðsetta, virðulega og að því er mörgum hefur fundizt fjarræna svip sígildrar hljömlistar með þvi að bæta í hann frjálslegum dráttum síns eigin aðlaðandi persónuleika. Þetta er sem sagt André Previn, hljómlistarmaður, tónskáld, planóleikari, rithöfundur, stjórn- andi, en fyrst og fremst aðal- hljómsveitarstjóri Symfóníu- hljómsveitar Lundúna. Það er kannski ekki furða, þótt fólk vanmeti hann oft — hin Iátlausa framkoma hans „g hispurslausa hátterni býður því heim. En það er á misskilningi byggt. André Previn er skarpskyggn og kænn maður, einstakt sambland af fjöl- gáfuðum og einlægum hljóm- listarmanni, frábærum túlkanda og glæsilegum sviðsmanni. Hið nákvæma skynbragð hans og lagni, hvað það snertir að not- færa sér þá athygli, sem hann vekur hjá fjölmiðlum, á vafalaust að verulegu leyti íætur að rekja til þess Hollywoodumhverfis, sem hann er alinn upp i. Hann fæddist í Berlín, en foreldrar hans voru þýzkur gyðingur og frönsk móðir. Faðir hans var vel metinn lög- fræðingur og mikill áhugamaður um tónlist, en flýði Þýzkaland nasista 1939 ásamt fjölskyldu sinni og fluttist til Kaliforniu. André Ludwig Prewin var þá níu ára gamall og yngstur þriggja systkina, en hafði þegar sýnt, að hann bjó yfir óvenjulegum hljóm- listargáfum. („Það var eins gott, að við breyttum nafninu úr Prewin í Previn. ífið getið imyndað ykkur, ef ég hefði verið kynntur þannig: Nú mun herra Prune (sveskja) stjórna....? Það hefði verið vonlaust fyrir mig.“) Því námi, sem hann hafði byrjað að stunda sex ára gamall við Tón- listarháskólann í Berlín, hélt hann áfram i Kaliforníu, þar sem hann varð brátt framúrskarandi píanóleikari. „Það hljómar ekki vel, en á þeim aldri, þegar flestir strákar eiga sér eðlilega drauma um að verða brunaliðsmenn eða bílstjórar, Iangaði mig í rauninni aldrei til að verða neitt annað en hljómlistarmaður." 13 ára gamall vann André Previn sér inn hálfan annan dollara fyrir að leika á rafmagns- orgel í stórverzlun í Los Angeles í tvo tíma, eftir að kennslustundum var lokið, og þaðan komst hann í þá stöðu að leika á píanó í kvik- myndahúsi, sem endursýndi þöglar myndir. „Ég var rekinn fyrir að leika Tiger Rag undir krossfestingunni," segir hann glottandi, en bætir strax við: „Þetta var hreint slys — það var skipt svo ört um myndir, að það var mjög hætt við því, að maður yrði á eftir." En svo þegar hann var 16 ára, lék hann jazz inn á plötu, og honum og útgáfufyrir- tækinu til mikillar undrunar seld- ust um 200 þúsund eintök nær því samstundis. „Ég myndi hlaupa mílu fremur en að hlusta á þetta núna,“ segir hann. „Ég get ekki sagt í hreinskilni, að ég hafi nokk- urn tíma verið mikill Jazzpianó- leikari, en staðreyndin var engu að síður sú, að ég var skyndilega kominn í þá aðstöðu, að fingur- gómarnir gátu fært mér fé. Enginn 16 ára unglingur getur staðizt slíkt.“ Sama ár, nýútskrifaður frá skólanum, byrjaði Previn að vinna fyrir Metro Cyldwyn Meyer-kvikmyndafélagið við að semja tónlist og búa til flutnings af hljómsveitum, en stundaði um leið tónlistarnám og hljómleika, eftir þvf sem hinar miklu annir hjá kvikmyndafélaginu leyfðu. „Þegar ég lít til baka, geri ég mér Ijóst, að þetta voru herfileg mis- tök,“ segir hann. „En þá var Hollywood mjög lokkandi staður fyrir ungan mann — töfraljóm- inn, glæsibragurinn, samkvæmin, stúlkurnar f kórunum. Ég hafði miklar tekjur, og þó að ég vissi það mæta vel, að frá sjónarmiði 'tónlistarinnar væri þetta ekki það, sem mig langaði til að að gera, þá fannst mér mjög erfitt að fara þaðan. En misskildu mig ekki — það krafðist mjög mikils að semja fyrir kvikmyndir, og ég lærði mikið af þvf — en það er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirra staðreynd, að ég var of lengi íHollywood." Of lengi var þangað til hann varð þrftugur, en þá hafði hann unnið fjögur Oscars-verðlaun, m.a. fyrir myndirnar Gigi og Porgy and Bess, („Það var stungið upp á mér 14 sinnum, svo að þú sérð, að ég hef tapað tíu sinnum....“) verið tvö ár í hern- um og lokið af vanhugsuðu hjóna- bandi, sem hann var í ásamt jazz- söngkonunni Betty Bennett. „Hún var og er enn góður vinur minn,“ segir Previn, „en ef ég hafði efnt til alþjóðlegrar sam- keppni til að finna þá stúlku, sem ég sízt ætti að giftast, þá hefði hún unnið.“ Þau eiga tvær dætur, Alicia, sem nú er 17 ára, og Claudia, 19 ára, sem hlotið hefur verðlaunastyrk til náms við háskólann í Suður-Kaliforníu. Hann hefur náið samband við þær. Það sem endanlega kom André Previn til að kveðja Hollywood og helga sig hljómsveitarstjórn — sem hann hafði numið um skeið Andre Previn var aðeins 16 óra þegar hann gaf út jassplötu, sem seldist í 200 þúsund eintökum. Þritugur hafði hann unnið fern Oscarsverðlaun fyrir tönlist við kvikmyndir. En eftir að hann höf að stjörna Lunduna sinföniunni, hefur hann fundið, að fortíð hans i tönlistinni var ekki heppileg. MEÐ H0LLYW00D OG JASSINN A BAKINU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.