Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 18
JÓL Á FYRRI EFTIR ELÍNBORGU LÁRUSDÖTTUR nóttina etía jólaðaginn svo var 'heigin rík í hugum manna i þá daga. N< Allt frá þvl, er kristni var lög- tekin hér á landi, munu jólin hafa verið mesta trúarhátíð kirkju- ársins. Hefir þar eflaust valdið nokkru um, að fyrir voru áður, í heiðni, hátíðir ög siðir, að ncxkkru trúarlegs eðlis, til þess að fagna hækkandi sól. Miðsvetrar- blót voru gerð í því skyni að blíðka guðina, svo að þeir yrðu mönnum vel- viljaðir og gæfu góðæri. En menn glödd- ust um leið yfir því að myrkasti tími ársins var liðinn, dagur smálengdist Og sól hækkaði á lofti. Við tilkomu hins nýja siðar, kristin- dómsins, var mjög auðvelt að láta þetta falla saman við hátíðina til minningar um fæðingu frelsarans og fagna á þann hátt komu ljóssins bæði í andlegum og veraldlegum skilningi. ö. á ferð á hinum dimmu skammdegis- dögum og strákarnir hennar Grýlu voru af sumum álitnir vexa jólasveinarnir. Þeir byrja að koma þrettán dögum fyr- ir jól, þar til þrettán eru komnir á sjálfa jólanóttina. Svo smátínast þeir burtu einn á dag og sá síðasti hverfur á þrettándanum. Ekki voru þeir sýni- legir mönnum, en samt voru þeir svo Orðanlands var siður, allt fram undir síðustu aldamót að slátra kind rétt fyrir jólin, til þess að hafa nýtt kjöt á jólunum. bessi kind var merkt á haustin og stríðalin til jóla. Kindin var ætíð kölluð „jólaærin“, hvort sem um á eða sauð var að ræða. Nokkrum dögum fyrir jól hófst hinn eiginlegi jóla undirbúningur. Þá var prjónleisinu lokið, en þó sátu sumar konurnar enn við sauma. Allt heimilis- fólkið varð að fá nýja flík, sama hve lítilfjörleg hún var, aðeins að hún væri ný, svo að enginn færi í jólaköttinn. En jólakötturinn var skaðræðisskepna, sem át alla, sem enga flíkina eign- uðust. Sumir sögðu reyndar, að hann æti aðeins jólaskammtinn þeirra. Það var líka nógu slæmt, að verða af jóia- matnum. Fólkið vildi ekki hætta á neitt og því streittist það við, þar til allir ' >__________________ Fldum saman hafa jólin, hér á landi, verið dýrlegasta hátíð ársins. Á skammdegis dögum eygjum við þau framundan eins og vin í eyðimörku. Við enga hátíð ársins er bundinn jafn mikill fögnuður, því að yfir jólunum er alltaf sérstök helgi. Það er ekki ósennilegt að tilhlökkunin um jólin hafi komið fólki til að gera jólaföstuinn- ganginn að merkisdegi, og minnast hans með því að gefa fólkinu betri og meiri mat þann dag en aðra daga. Mun það jafnvel siður enn í dag. — Jólafastan var merkilegur tími, því að þá bar margt við bæði sýnilegt og ósýnilegt mannlegu auga. Á átjándu öld og lengi fram eftir nítjándu öld var sá siður norðanlands að gefa fólkinu auka- mat eitthvert kvöldið í fyrstu viku jólaföstu. En hann átti helzt að koma öllum á óvart. Húsfreyja læddist fram meðan fólkið sat við vinnu sína í bað- stofu og skammtaði fólkinu. Þegar disk- arnir voru bornir inn, fleygði fólkið frá sér vinnunni og settist að snæðingi. Maturinn var ekki amalegur, hangikjöt, magáll, sperðill , pottbrauð og flatbrauð og vel við af floti og smjöri. Það þ.ótti ekki ríflega skammtað, ef menn torg- uðu, enda entist maturinn sumum í marga daga og voru menn að smánarta í þetta sem aukabita. Kom það sér vel því að sjaldan mun hafa verið skammt- að svo ríflega hversdagslega, að fólkið væri vel satt. Þessi máltíð var kallaður „kvöldskattur“. Þetta er að manni virðist einskonar forspil að því, sem koma skal og til að minna á jólin, sem nú færast óðum nær. En það var líka margt að varast því að allt illþýði var í fylgd með myrkrinu, til dæmis Grýla gamla og karl hennar Leppalúði. Grýlu hræddust öll börn. Hún var vís til þess að taka þau í pokann sinn og eta þau á jólun- um. Börn voru óspart hrædd með Grýlu. En Grýla hafði þann kynlega eigin- leika, að hún vildi ekki börnin, ef þau voru góð eins og segir í þulunni um hana: „Hún er svo vandfædd hún vill ei börnin góð heldur þau, sem hafa miklar hrynur og hljóð, heldur þau, sem löt eru á lestur o.g söng. Þau eru henni þægilegust, þegar hún er svöng.“ Grýla var þægilegur vöndur á börnin. Hún og hyski hennar voru alltaf nálægir veruleikanum að þeir voru nefndir með nafni. Þeir heita: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakræk- ir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kértasníkir. Nöfn þeirra gefa í skyn, hvaða hlut- verki þeir gegndu. An lltaf var unnið mikið á sveita- heimilunum í gamla daga, en aldrei þó eins og á Jólaföstunni. Það þurfti mörgu að kcxma í verk fyrir jólin og lögðu sumir saman næstum nótt og dag og urðu að nota vökustaura til þess að sofna ekki út frá vinnunni. Vökustaur- arnir voru einskonar klemmur, sem settar voru á augnalokin til að halda þeim opnum. Þeir voru notaðir á sum- um heimilum fram yfir miðja nítjándu öld. Vikan fyrir jólin var kölluð „staur- vikan“. Þá var siður að gefa góðan aukabita eitthvert kvöldið og var þessi biti kallaður „staurbitinn.“ Mun þetta hafa verið gert í þakkarskyni fyrir vök- ur og erfiði fólksins og af öllum hafa verið vel þegið. Skömmu fyrir jólin var farið í kaup- stað með prjónlesið og var mönnum í mun að koma, sem mestu á markaðinn. Bændur komu heim með kaffi, sykur og fleira, sem heimilin þörfnuðust. Sum- ir fengu sér brennivín á kút til hress- ingar sér og kunningjum sínum. Þó munu ekki margir hafa drukkið á jóla- höfðu eignast flík á sig. Svo var að gera jólaskóna. Ekki var þetta fljót- unnið því að allt var saumað I hönd- um. ” á var að matbúa. Lummur voru gerðar og víða kleinur og mun þetta hafa verið aðal kaffibrauðið í þá daga. Laufabrauð var alltaf gert norðanlands fyrir jólin. Hangikjötið var aðalréttur- inn og mun hafa verið venja að sjóða það á þorláksmessu og er sá siður enn í dag við líði. Fyrir jólin var þvegið úr rúmum og af heimilisfólki. Állir urðu að vera hreinir um jólin. Sumir áttu ekki til skiptanna og þar, sem mörg börn voru og fátæk heimili, voru börnin látin liggja í rúminu meðan þvegið var af þeim .Það var trú manna þá, og er það líklega enn, hjá þeim sem ein- hverju trúa, að guð gefi þurrk fyrir jólin, og er þessi þurrkur kallaður „fá- tækraþerrir“. Þá var bærinn vandiega sópaður, rúmstokkar og rúmfjalir þvegn ar, því að fátt annað innanstokks var að þvo. Moldargólf voru þá í baðstof- um. En hvergi mátti sjást rusl og falleg brekán voru breidd yfir rúmin og ljós kveikt eins víða og hægt var. Lýsis- lampinn var þá eini ljósgjafi heimil- anna. En fyrir jólin voru steypt kerti úr tólg í þar til gerðum mótum. Var hverjum heimilismanni gefið eitt kerti í jólagjöf. Venjulega var eitt konga- kerti steypt ef mótið var til, sem ekki var á öllum bæjum. Sumstaðar vom engin mót til og voru þá gerð strokk kerti, sem kölluð voru, eru þau enn eldri en förmkertin. F ram til ársins 1770 var þríheil- agt á öllum stórhátíðum. En þá var það numið úr lögum. Ef aðfangadag eða fjórða í jólum bar upp á sunnudag, hétu jólin „brandajól“. Síðan heita „brandajól" ef þríheilagt verður, en „brandajól“ hin stóru nefna menn hina fornu fjórhelgi. Á fyrri hluta átjándu aldar eða allt til ársins 1744 fóru fram messur á jólanóttina í kirkjum landsins. Það voru mikil hátíðabrigði og fóru allir, sem gátu til kirkju, ef veður og færi leyfði. Þó mátti ekki skilja bæina eftir auða. Var því jafnan einn maður heima ýmist karl eða kona. En fólkið gerði sér grein fyrir að sá var í hættu, sem heima sat, vegna huldufólksins, sem sóttist eftir því að koma á bæina þegar fólkið var fjarverandi. Þá hóf það dans og leiki. Léti sá ginnast, sem gæta átti bæjarins og tæki þátt í dansi og gleði- látum huldufólksins var hann stundum brjálaður, er fólkið kom frá messu, og náði sér aldrei aftur. Það eru til marg- ar sagnir um það hve grátt huldufólkið lék mennska menn þessa nótt. En það eru líka til sagnir um þá, sem sáu og heyrðu hvað fram fór, en sakaði ekki og gengu heilir af hólmi. Jólahelgin hófst kl. 6 á aðfanga- dag. Þá var húslestur lesinn. Fólkið sett- ist á rúmin í baðstofu, klætt beztu föt- unum sínum og hélt að sér höndum. Sá sem las sat næst lýsislampanum, sem hékk í maranum fyrir framan hjóna herbergið. Lesturinn var langur og mátti enginn hræra legg né lið meðan lesið var. Þegar lestri var lokið gengu allir til lesarans og þökkuðu lesturinn með handabandi. Þá gengu konur fram, og að vörmu spori var matur borinn inn. Mun oftazt hafa verið heit kjöt- súpa til matar norðanlands. Þar, sem ekki var um nýtt kjöt að ræða, mun kaldur matur hafa verið skammtaður Og þá allskonar góðgæti eins og magáll og sperðill, saltað kjöt, pottbrauð og laufabrauð, reyktur lundabaggi og fleira. Seinna u<m kvöldið var borin flóuð mjólk eða kaffi með kleinum, lummum og sýrópi. Undi nú fólkið vel hag sín- um. Enginn gat torgað og var þó aðal jólaskammturinn eftir. En hann kom á jóladaginn og var aðalrétturinn hangi- kjöt, flatbrauð, pottbrauð og einar þrjár laufabrauðskökur á mann, ásamt stórri sneið af smjörsköku. Á eftir var grjóna- grautur með rjóma eða sírópi út á. Allt var þetta herramanns matur. Skammt- að var svo mikið að enginn torgaði. En fól’kdð geymdi leyfarnar og treind- ust þær sumum allt fram í þorralok eða lengur. Enginn mátti spila á spil, dansa eða hafa í frammi nein læti, ekki rífast né nota Ijótan munnsöfnuð þá var kölski vís til þess að sökkva bænum með öllu, sem í honum var. Ef menn spiluðu kom kölski í spilið, eldra fólk vissi dæmi þess. Fólkið hafði enga löngun til þess að gera neitt af sér, því að mikið var í húfi. Margir kveiktu á kertunum sín- um svo að bjart var í baðstofu. Víða mun það hafa verið siður að láta loga ljós í baðstofu á jólanóttina og mun það enn gert á mörgum heimilum bæði í sveit og við sjávarströnd, því að jóla- nóttin er helgust ailra nótta. Eftir að messur voru afnumdar á jólanóttina, tóku prestar upp þann sið að hefja messur eldsnemma á jóla- og nýársdag. Þá fór fólkið á fætur nokkru eftir miðnætti. Karlmenn að sinna skepn um og konur að mjalta og til búverka og skammta. En áður en fólkið fór, var lesinn húslestur úr Jónsbók. Ef langt var til kirkju má gera ráð fyrir því, að fólkið hafi ekki sofið lengi á sjálfa 42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.