Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 10
rússnesku herirnir áfram undanhal.di sínu, og um tíma var keisarinn aS hugsa um að hafa vetursetu í Lithauen, en þegar ein af hliðarfylkingum hersins vann sigur á Rússum í smáorustu, á- kvað hann að halda áfram, þó að von hans um stórkostlegan úrslitasigur yfir rússneska hernum, færi þverrandi. Erf iðleikarnir fóru hraðvaxandi. í héruð- unum, sem her Napóleons fór um eftir orustuna við Smolensk, voru ailir íbú- arnir flúnir. Höfðu þeir tekið með sér ail-t kvikfé og ógerlegt var að afla feeðu handa hinum hungruðu hermönnum. Rússar skildu ekki, hve Napóleon átti við mikla erfiðleika að etja, og eftir orustuna við Smolensk voru uppi há- værar raddir í Rússlandi, sem kröfðust þess, að herinn verði landið. Zarinn svipti því de Tolley emhætti, en skip- aði í hans stað hinn aldna hershöfðingj a Kutuzof. Hann tók við yfirstjórn rúss- neska hersins 29. ágúst. Þá var Napó- leon kominn langleiðina til Moskvu, en Kutuzof ætlaði að freista þess að stöðva hann á hæðunum við þorpið Borodino um 100 km. fyrir vestan borgina. Kutu- zof hafði til umráða 120 þús. menn með 643 fallbyssur. Af her Napóleons voru ekki nema 130 þús. menn búnir 587 fal'lbyissum, sem tekið gátu þátt í orust- unni. Svo stórt skarð var þegar högigviö í hinn mikla her, og át-ti næringarskort- ur mesta sökina. 7. sept. lagði Napóleon ti'l atlögu. Báð- ir herirnir sýndu frækilega framgöngu, og tveir marskálkar Napóleons, Ney og Murat, gátu sér mikillar frægðar í or- ustunni, en keisarinn sjálfur tók ekki eins virkan þátt í henni og hann var vanur, því að hann þjáðist af þvag- teppu. Orustan var mjög blóðug og í henni féllu og særðust 90 þús. menn. 60 þús. úr liði Rússa og 30 þús. úr liði Napóleons, þar á meðal margir hátt settir hershöfðingjar. Um úrslit orrust- unnar við Borodino sagði Napóleon, þegar hann var fangi á St. Helenu: „í fimmtíu orrustum, sem ég hef háð, hef ég hvergi mætt eins harðri mótspyrnu og í orustunni við Moskvu (Borodino) og aldrei náð eins litlum árangri." Eftir orustuna hél-du Rússar áfram undanhaldinu, og her Napóleons dróst lengra og lengra inn á auðnir Rússlands án þess að honum tækist að vinna end- anlegan sigur á fjandmönnunum. Rúss- arnir eyddu öll héruð, sem þeir fóru um og hungrið varð henmönnum Frakka keisara æ þyngra í skauti. Eftir að hinum særðu hafði verið komið fyrir og hinir dauðu grafnir, héit Napóleon áfram i áttina til Moskvu, hinnar fornu höfuðborgar Rússlands. Her Kutuzofs hörfaði gegnum borgina til Tarutino, en þaðan gat hann ógnað Napóleoni. Eini gleðidagurinn í ailri herför Nap- óleons ti'l Rússlands var 14. september, en þá leiddi hann her sinn upp á „Spörvafjall" og sá alla hina austur- lenzku fegurð Moskvu blasa við sér. Þegar keisarinn virti hið stórkostlega útsýni fyrir sér, varð honum að orði: „Það mátti ekki seinna vera.“ Hann trúði því enn, að hér fengi herinn þær vistir og þá hvíld, sem hann þarfnaðist svo mjög. 15. september liélt herinn innreið sína í borgina, og þá kom í ljós, að orð Napóleons. „Það mátti ekki iseinna vera,“ höfðu verið sögð of snemma. Það var orðið of seint. Borgin var mannlaus, íbúarnir voru flúnir og höfðu brennt allt matarkyns. Um kvöld- ið kom Napóleon til Kreml, nægilega fljótt til þess að geta horft þaðan á Moskvu brenna. Enn í dag vita menn ekki með vissu, hvers vegna kviknaði í borginni, en Napóleon varð þess strax Æ'Ullviss, að íbúarnir hefðu kveilkt í ihenni eftir skipun frá borgarstjóra sín- um, Rostopschin, til þess að ó-vinirnir gætu ekki hafzt þar við. í fimm daga horfði Napóleon á eldana. Fyrst logaði á nokkrum stöðum, en veðurguðirnir voru Frakkakeisara óhliðhollir eins og jafraan á þessari herferð hans. Eftir að eldurinn kom upp hvessti mjög, og stormurinn bar hann hús úr húsi, og hverfi úr hverfi, þar til öll borgin varð eitt eldhaf. Þrír fjórðuhlutar allra húsa borgarinnar urðu eldinum að bráð, en 20. sept. tókst að ráða niðurlögum hans. í blaðagrein, sem Ernst Moritzt Arndt ritaði um Napóleon og bruna Moskvu, sagði hann: „í miðju eldlhafinu situr þú í hásæti eins og Satan í Helvíti, um- kringdur dauða, eyðileggingu og glóð- um. Þú situr í hirau forna hásæti zarsins og virðir fyrir þér með ánægju rústirnar og öskuna.“ En Napóleon var allt annað en hlát- ur í hug, þessa haustdaga í Moskvu. Hann var kominn í ógöngur. Hann hafði ekki sigrað f jandmennina, hann gat ekki elt Kutuzof lengra, og hann gat ekki haft vetursetu í Moskvu. Napóleon hélt dauðahaldi í það hálmstrá, að zar- inn myndi fást til að semja frið nú, þegar Moskva væri á vasldi Frakka. Með friðarsamningunum hefði Napó- leoni tekizt að bjarga því, sem eftir var af her hans. En engin svör fengust við orðsendingum þeim, sem hann sendi zarnum eftir krókaleiðum. Rúman mán- uð var her Napóleons í Moskvu og á þeim tíma jókst neyðin og agaleysið um allan helming. Talið er að minnst 10 þús. menn hafi látið lífið úr hungri og sjúkdómum þennan mánuð. Napóleon gerði allt, sem í hans valdi stóð til þess að telja kjark í hermennina. Hann lét jafnvel setja á svið gamanleiki og halda tónleika. Tíminn, sem Napóleon eyddi til einskis í Moskvu, var dýrmætur. Rúss- neski veturinn nálgaðist, en keisarinn tók ekki ákvörðun um að yfirgefa borg- ina fyrr en slegið hafði í bardaga milli framvarðasveita franska hersins undir stjórn Murats marskálks og hers Kutu- zofs og Frakkar beðið lægri hlut. Þá sá keisarinn, að honum var ekki leng- ur vært í Moskvu. ★ ★ ★ Með brottförinni frá Moskvu hófust fyrir alvöru þær hörmungar, sem að lokum tortímdu hinum glæsilega her Napóleons. Veturinn gekk óvenju snemma í garð í Rússlandi 1812. Napó- leon ákvað að halda frá Moskvu eftir sömu leið og hann hafði komið, til þess að forðast bardaga, en á leiðinni var ekkert matarkyns að fá, því að það hafði allt verið uppurið á austur- leiðinni. Þó að keisaranum hefði á þenn- an hátt tekizt að forðast mennska óvini, biðu hans aðrir hættulegri óvinir, hungr ið og kuldinn. Það eina, sem hestarnir fengu að éta var hálmur af húsþökum og dagleg fæða hermannanna var mjölsúpa af mjög skornum skammti. Eina kjötið, sem þeir fengu, var af hestum, sem drápust úr hor. Veturinn hélt innreið- sína fyrir alvöru 3. nóvemfoer og dag- inn eftir var 15 stiga frost. Frostið harðn- aði dag frá degi, og hinir þunnu ein- kenninsbúningar hermannanna reynd- ust haldilitlir í kuldunum. Kutuzof kom í humátt á eftir hinum flýjandi her, og oft sló í bardaga milli framvarðasveita Rússa og bakvarðasveita Napóleons. Napóleon hugleiddi hvort hann ætti að nema staðar og leggja til orustu við Kutuzof, en hann varpaði huigmynd- inni frá sér. Hann gat ekki lagt það á hina hrjáðu hermenn sína. , Um miðjan nóvember kom franski herinn til Smolensk. Menn vonuðu að þar væri mat að fá handa hinum lang- soltna her, en sú von brást. Franski herinn hélt því píslargöngu sinni áfram. Dagana 26.—29. nóv. náðu hönmungarn- ar hámarki. 26. nóv. lét Napóleon byggja tvær brýr yfir ána Beresina við Studi- anka og hermenn hans ruddust yfir fljót ið. Hermenn Kutuzofs lögðu til atlögu við Frakkana á austurbakka árinnar. Á vesturbakka hennar tóku rúsisneskir her- menn einnig á móti hinum hrjáða Frakkaher, og nú átti að gereyða hon- um. Það tókst þó ekki, og að morgni 29. nóvemfoer skipaði Napóleon mönn- um sínum að brenna brýrnar. Þó voru enn margir á austurbakkanum, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, sem flú- ið höfðu á náðir hersins. Þeir voru því seldir í hendur óvinunum. Margir ör- vílnuðust og köstuðu sér út 1 ána milli ísjakanna, sem ólmuðust í straumkast- inu. Aðrir ruddust inn í logana til þess að reyna að bjarga sér, en flestir þessara örvæntingarfullu manna urðu annað hvort hinu kolmórauða fljóti eða eld- inum að bráð. Talið er að 30 þús. menn hafi látið lífið við Beresina, en Rússar tóku 12—15 þús. til fanga, því að flestir þeirra, sem eftir urðu á a.ust- urbakka árinnar, voru vopnlausir. Daginn, sem Napóleon lét brenna brýrnar yfir Beresina, skrifaði hann ut- anríkisráðherra sínum, sem orðið hafði eftir í Vilna, þegar herförin hófst. „Her inn er fjölmennur", skrifar keisarinn, „en upplausnin innan hans er hræðileg. Ég þarf hálfan mánuð til þess að safna hernum saman undir fánana, en hvar fæ ég þennan hálfa mánuð? Kuldinn og neyðin hafa leyst upp herinn. Við þrömmum til Vilna, en getum við numið staðar þar? .... Ég veit ek'ki, hvaða hryðjuverk þessi aigalausi múgur frem ur í borginni, ef hann fær þar ekki fæðj og klæði.“ Orð Napóleons, að herinn væri fjöl- mennur voru ýkjur einar, því að aðein3 voru 30 þús. menn eftir af aðalhernum. Þessar leifar hins mikla hers héldu á- fram píslargöngunni. Læknir einn, Réne de Bourgeois að nafni, sem með var í förinni, hefur gefið eftirfarandi lýsingu: „Það var hræðileg sjón að sjá herinn, þegar hann var kominn vestur yfir Beresina. Veturinn harðnaði æ meir, og menn höfðu ekkert tii þes3 að verjast kuldanum. Sérstaklega vant- aði skó. Hermennirnir vöfðu dulum um fætur sér, vefjum úr ullarteppum og húðum, sem þeir bundu fastar með snærum. Þetta kom að litlu gagni og gerði gönguna erfiðari. Annar klæðnað- ur var í samræmi við fótabúnaðinn. Um höfuðið bundu menn allt, sem þeir náðu í. Þeir voru síðskeggjaðir, hárið flókið og augun sokkin. Allir voru kinn- fiskasognir og andlitin mörkuð af lík- amlegum og andlegum þjáningum. Her- inn líktist hópi afturgangna. Góðir vin- ir gengu oft hlið við hlið diöigum saman án þess að bera kennsl hvor á annan. Páum tókst að verjast árásum frosts- ins og þeir máttu teljast heppnir, sem aðeins kólu á eyrum, nefi eða fingrum. Það gerði illt verra, að mennirnir söfn- uðust kringum eldana til þess að þíða frosna limi. Voru þeir oft svo tilfinn- ingarlausir, að þeir fundu ekki þegar eldurinn læsti sig um tötrana og oft hljóp drep í brunasárin. Allur agi var horfinn og herinn var aðeins hópur ráðvilltra manna, gersneyddur allri siðatilfinn- ingu. Hver, sem hugsaði, hugsað aðeins um sjálfan sig og eigingirnin gerir mennina grimma. Þegar einhver lét yfir bugast af hörmungunum og lagðist nið- ur, var strax talið víst, að hann risi ekki upp aftur, og áður en hann hafði gefið upp öndina, köstuðu félagar hans sér yfir hann og rændu hann lörfunum, sem hann hafði notað til þess að hylja nek't sína og skildu hann nakinn eftir til þess að deyja. Þessi sjón nægði til þess að brjóta niður mótstöðuafl margra og smám sam.an voru flestir alteknir þeirri vissu, að þeir myndu ekki eiga afturkvæmt úr þessari ferð. Þessi sí- fellda hugsun um dauðann hafði þau áihrif á mennina, að þeir urðu ósjálf- bjarga og ekkert var hægt að gera fyrir þá. Margir lögðust á frosinn svörð inn til þess að láta dauðann binda sem skjótast endi á þjáningarnar. Aðrir, sem höfðu meira mótstöðuafl börðust hetju lega fyrir lífinu, en líkamsþrótti þeirra voru einnig takmörk sett. Margir urðu sinnisveikir og hreyfðu sig eins og vél- menni, þögulir og sljóif. Ef yrt var á þá, svöruðu þeir samhengislaust eins og þeir hefðu misst minnið. Iiótanir höfðu engin áhrif á þá. 5.—8. desember var 30 stiga frost. í þeim kulda máttu menn ekki standa kyrrir, því að þá áttu þeir á hættu að frjósa í hel. Dagarnir kröfð- ust mi'killa fórna, en næturnar voru enn heimtufrekari. Ef lagzt var til svefns, fraus blóðið, og þegar haldið var úr næturstað, var hjarnið þéttskip- að líkum.“ 5. desember bárust Napóleoni fregnir af samsæri Mallets í París og aðfaranótt 6. des. ákvað hann að hraða sér sem mest hann mátti til borgarinnar. Hann yfirgaf hinn þrekaða her sinn, sem þarfnaðist fremur en nokkru sinni fyrr hins siðferðislega styrks, sem nærvera hans var. Mörgum þótti keisarinn svíkja hina hrjáðu menn, sem höfðu fylgt hon- um í gegnum súrt og sætt. Áður en Napóleon lagði af stað hafði hann samið tilkynningu, sem fræg er orðin. í henni segir frá niðurlægingunni, sem herinn hafði orðið að þola. En tilkynningin endaði á þessum orðum: „Heilsa hans hátignar hefur aldrei verið betri.“ Var eins og þessi orð ættu að örfa frönsku þjóðina á tímum niðurlægingarinnar. Þegar Napóleon hafði yfirgefið her sinn, jókst agaleysið mjög. 9. desember Píslargangan frá Moskvu. 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.