Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Blaðsíða 1
J. ^tlðirpnlilðisiiu ■ ■ SA VAR GÖFUGASTUR r ■■ BÆR A OLLU ISLAND Skálholt rís svo hátt í með- vitund íslenzku þjóðar- innar sakir sögu sinnar á liðnum öldum, að menn telja einsætt, að staðnum sé einnig ætlað verulegt hlutverk í framtíðarsögu hennar“. í>annig fórust biskupi íslands orð í stuttu samtali um þær hugmyndir helzt- ar, er fram hafa komið um framtíð Skólholtsstaðar. Herra Sigurbjörn Ein- arsson hefur um árabil verið mieðal helztu áhugamanna um framtíð Skál- holbsstaðar og virðist ljóst, að örlög stað arins verði ráðin í biskupstíð hans. Hann og alJir aðrir kirkjunnar menn- og s-enni lega þjóðin öl'l — eru sammála um, að Skálholt, með sínum menjum og minn- inguim, sé þjóðinni það dýrmæt eign, að hana beri að ávaxta á eðlilegan hátt. Menn vilja veg Skálholts aukinn og sem mestan og er vel sæmandi, að kirkjan hafi forgöngu þar um. Plestir eru sammála um, að í Skál- hol'ti eigi að rísa einhvers konar menn- ingarmiðstöð á kristilegum grundvelli Og æskiiogt hefur þótt að tengja eitt- hvert meiri háttar embætti kinkjunnar við þennan stað. Á hinn bóginn greinir meiin á um þann hátt, er á skuli hafður Hér skal lítiflega drepið á þær tillögur, sem biskup landsins sagði helztar hafa verið ræddar á þingum íslenzku þjóð- kirkjunnar. Æði oft hefur komið fram sú hug- mynd, að biskup landsins flytji aftur að Skálholti. En mörgum þykir veru- leg vandkvæði á því, segir biskup, sak- ir þess, að embættið er í skipulagslegu og starfslegu tilliti svo bundið öðrum embættum stjórnar landsins. Þá hefur verið lagt tii, að vígslubiskup Skáliholts- stóls fengi aðsetur í Skálholti. Jafn- framt fengi hann annað hlutverk en nú. Bmbætti vígslubiskups var stofnað árið 1909, m.a. til virðingar við Skálholts- og Hólastóla, en skrefið var aldrei stig- ið lengra. Enn hefur komið fram uppástunga um, að landinu verði skipt í tvö biskups- dæmi. — Biskupar sitji í Reykjavík og á Akureyri, en hafi jafnframt aðstöðu til dvala og starfa á Hólum og i Skál- holti. Til’laga þessa efnis var samþyk'kt á Kirkjuþingi árið 1958 og þá gert ráð fyrir, að embætti vigslubiskupa yrði lagt niður. Enn hefur komið til greina að skipta iandinu í þrjú biskupsdæmi og sitji hver bis-kup á sínum stað, í Skál- holti, á Hólum, og i Reyikjavíik. Utan þessara tillagna kirkjunnar eru m.a. sú, að í Skálholti verði komið á fót búnaðarskóla og síðast en ekki sízt, að þar verði reistur menntaskóli og menntaskólinn á Laugarvatni, sem þar gengur undir nafninu Skál'holbsdeild, verði fluttur í Skálholt. Báðar síðast- töldu tillögurnar hafa verið ræddar af Alþingi. Undanfarin ár hefur staðið yfir bygg ing veglegs embættisbústaðar og kirkju í Skálholti og er ekki ólíklegt, að kirkjan verði fullbúin og vígð að sumri. En hvað tekur þá við? Á eftir að rísa þar sú mið- stöð menningar og trúar, sem borið geti hátt á lofti merki liðins tíma — eða hvers vegna skyldu íslendingar vilja end urvekja, virkja og ávaxta arf hins liðna Skálihodtetólis? E inn dumbungsdag í byrjun þessa skammdegismiánaðar leyfði Hörður Bjarnarson, húsameistari rikisins mér að slést í för með sér austur í Skálholt, en Hörður hefur teiknað nýju kirkjuna. yeður var eins og leiðinlegast gerist á íslandi, rigning og rok og okkar fagra land hreint ekkert augnayndi. Skál- holbskirkja sást langt að, þótt landið væri grátt og þegar nær kom var stað- arlegt þar heim að líta. Rétt í þann mund, er við renndum í blaðið, létti heldur skap veðurguðanna — ofurlítið greiddist úr skýjafllókanum og sólar geisli smaug í gegn. Það birti yfir Vörðu felli, í fjarska grillti í Hestfjall og skammt virtist í Mosflellið. Allt um kring breiddist víðáttumikið land Skálholbs- staðar, átján hundruð hektara auðrækt- anlegt land. Þar mætti hafa fjörutíu bú, er hvert um sig hefði fjörutíu kýr á fóðrum. Hver skyldi trúa því, að slík mektarjörð skuld látin hálfnýtt, ef þá það. Undanfarin ár hefur þó ríkið reynt að bæta úr þessu og nær nýræktað tún yfir meira en þrjátíu hektara, — en gamla túnið var tíu hektarar og þótti v“ stórt. Við göngum inn í kirkjuna, sem er hefðbundin krosskirkja, há til lofbs og björt. Kirkjuhúsið er m.jög látlaust og stílhreint og hlutföll góð. Lengd kirkj- unnar er 32 metrar en 7 metra breidd á kirkjuskipi að útbrotum. Hæð undir loft eru 12 metrar en turnhæð 24 metr- ar. Turninn rís upp úr miðju kross- skipi, og gefiur kirkjunni þannig sér- stæðan svip og traustan. Inni eru nokkr- •- ir menn að leggja steinskífur á gólf — þær eru gjöf frá Norðmönnum, svo og sams konar skífur, sem eru á þaki kirkj- unnar en lagðar með öðrum hætti. Gluggar Gerðar Helgadóttur — gjöf danskra manna — og viður í lofti gefa kirkjunni þegar hlýlegan blæ. Að- eins er byrjað að mála, en mikið ógert. > I annarri álmu þverskipsdns er fyrirhug- að að hafa altari úr dómkirkju Brynj- ólís biskups Sveinssonar, koparstjakana miklu, sem íslands Verzlunarfólag gaf til kirkju Brynjólifs og ljósahjáJm úr kopar, sem hann lét gera til kirkjunnar. PrédikunarstóUinn úr kirkju Brynjó'lfs hefur verið gerður upp í Noregi og verð- ur í kirkjunni og e.t.v. einnig skírnar- fonturinn, sem geymdur er í Þjóðminja- safni. Ennfremur steinkista Pális bisk- V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.