Tíminn - 27.04.1918, Side 3

Tíminn - 27.04.1918, Side 3
Tí MINN 91 Um kjötframleiðslu og kjötverzlun. Landið okkar er vel fallið til kjötframleiðslu. Hinir víðáttumiklu afréttir með sínum fjölbreyttu og kjarngóða jurtagróðri, gera okkur það kostnaðarlítið að fita fénaðinn. Erlendis verða bændur víða hvar að fita fénað sinn á ökrum og ræktuðu landi og verður það oft mjög kostnaðarsamt. Annað, sem styður að því að eðlilegt virðist að leggja hér stund kjötframleiðslu er vetrarútbeitin og liið lélla og einbæfa fóð- ur sem sauðfénaður hér hefir, með því að fénaður sem hafður er einkum til kjöts fleytist frekara fram að vetri með léttara fóður heldur en málnytupeningur. Holda- fénaður þolir og betur útiveru til beitar. Beitarfénaður er og hrausl- ari, sé lionum háldið í sæmilegu standi og fær ekki í sig kvilla sölcum megurðar. Til forna liöfðu bændur margt nautfénaðar til kjöts, beittu honuin á vetrin og ráku til afrétta á sumrin, en nú er það aðallega sauðfé sem haft er til kjöts, enda er það hentugra bæði til vetrarbeitar og til að bera sig um i brattlendi. Alt fram að síðustu aldamótum var við líði sú gamla landsvenja að liafa fuliorðið fé til förgunar að mestu. Síðan hefir sú breyting orðið, að nú er fjöldinn af slátur- fénu lömb og þá flest dilkar. Or- sakirnar -til þess eru þær að frá- færur hafa lagst mjög niður á síð- ari árum og lambakjötið þykir ljufiengara en kjöl af fullorðnu fé. Ber þó meira á því þar sem kinda- kjöt er iitið og ekkert nolað saltað eins og t. d. i Bretlandi. Þar vill fólkið helst hafa kjöt af lömbum eða kinduin sem fargað er á fyrsta aldursári þeirra. Áður þótti það mikill kostur á kjöti af fullorðnu fé, að af því kom svo mikið flot sem var efnaliflu fólki hentugt til viðbits, en svo kom ódýrt smjör- líki á markaðinn og þá kusu menn það heldur og hættu þá að sækjast eftir kjöti af fullorðnu fé vegna feitinnar. Orsakir þess að bændur hafa hætt fráfærum eru margar en þó einkum þær, að erfitt og dýrt var að hirða um kvíaærnar á sumrin og verðið á kjötinu hækkaði og dilkakjötið var eftirspurt á mark- aðinn. Auk þessa einnig það að lömb þurfa ineira hey að vetri en ær víðá hvar og þá meiri arður af heyjunum með því að hafa fleiri ær en færri lömb og fleira mætti lelja. Margt hefir verið ritað og rælt um þessa breyting. En málið er ekki einhliða og erfitt að komast að almennri niðurslöðu í því. Svo hagar ólíkt lil með fráfærur út um landið að á sumum bæjum er það fjárhagslegt tjón fyrir búið að færa frá, en á sumum bæjum hagur. Það sem mjög hefir dregjð úr og dregur enn úr arðinum af hinum notasæla búpeningi sauðfénu okk- ar er það, hversu verðið á afurðum fjársins hefir verið lágt og er enn, einkum á kjötinu. t*egar skoskir bændur fengu bezt nálægt krónu fyrir pundið af sínu sauðakjöli, fengu íslenzkir bændur bezt um 24 aura fyrir pundið. Og þegar norskir bændur fengu (1908) 50 aura fyrir pundið af sínu kinda- kjöti fengu islenzkir bændur 16 aura og er þó norskt kindakjöt verra en íslenzkt. Sumarið 1916 fengu bændur í þessum löndum alt að lalsvert á aðra krónu fyrir kjötpundið, en liér var verðið þá rúmir 50 aurar. Hér er að vísu ekki að búast við eins liáu verði á kjöti eins og í löndum þeim sem eg hefi tilnefnt, því að þau lönd nola innanlands alt kjöt sem þau framleiða og meira til, eftirspnrnin er því mikil, einkum þó í Skotlandi eða Bretlandi, og hlýtur hún . að hækka verðið. En munurinn er líka mjög mik- ill á verðinu og hann stafar aðal- lega af því, hversu kjötverzlunin er liér erfið og slæm, erfitt með samgöngur. Salt og tunnur verður að flytja inn og vinnan er mikil við að útbúa kjötið til útflutnings. Rétt fyrir ófriðinn nam sá kostnað- ur við Sláturhúsið í Reykjavík ná- lægt 8 aurum á hverl kg. kjöts. En hið lakasta er að með öllum þessurn tilkostnaði er kjötið gert óúlgengilegra á heimsmarkaðinum, því að sallað kindakjöt er þar að ganga úr gildi. Undanfarandi höfuð við selt kjöt okkar að mestu til Danmerkur, en þaðan úr landi er útflutningur á kjöti og verður þar því minni eftirspurn eftir þeirri vöru og lægra verð hennar. Eg tel það því vera sýnilegt að eins og nú horfir sé það stærsta velferðarmál bænda, að gerðar verði umbælur á kjötverzluninni. Er þar verkefni fyrir Samvinnufélögin. Þau hafa að vísu bætt verðið á kjötinu að miklum mun, en það er álit mitl og margra fleiri, aö verðið komist ekki háll — á með- an kjötið er sent út saltað og að verðið komist lieldur ekki eins hátt sé kjötið sell lil þess lands eða þeirra landa þar sem eftirspurn eftir þeirri vöru er á lágu stigi. Næst í þessu máli liggur það að Samvinnufélögin sendi mann til Bretlands — þar er mikil eftir- spurn á kjöli — lil að kynna sér horfur með það, að flytja héðan og þangað kælt kjöt eða frosið. Bretland flytur inn hundruð skipsfarma árlega af kjöti og mjög mikill hluti þess er frosið kinda- kjöt frá Ástralíu og Suður-Ameriku (Argentínu). En þessi skip, sem flytja kjötið eru mjög stór. Ekki er þó óliugsandi að koma mælti kjötinu kældu eða frosnu héðan 1 smærri eða smáum stíl. Eg álít að erfitt muni að koma öllu útfiuttu kjöti kældu á mark- aðinn vegna strjálbygðar hér og ófullkominna samgangna. En frj'st kjöt ætti að vera hægt að senda frá öllum stöðum. Annars vantar rannsókn á þessum atriðum. En hvernig sem sú niðurstaða yrði, er nauðsynlegt að bændur sameinuðu slátur á fénaði sínum sem mest, þar sem beztir eru hér hafnarstaðir. Og svo er það lýðum ljóst að nauðsynlegt er að Sam- vinnufélögin nái sem mestum tök- um á kjötverzlun landsins. Til mála gæti það og komið, að fljdja fé út á fæti, en við það er sá galli, að þá tapasl innmatur úr fénu, sem þykir hér góð fæða en er miður hirt um erlendis, þegar alt er með feldu. Lömb mundu og ver þola sjóferðina heldur en full- orðið fé. Enn gæti ef til vildi komið til mála að flytja kjötið út niðursoðið. Eg er þeirrar skoðunar að kinda- kjöt og þá einkum lambakjöt sé ein sú matvara er hljóti að verða mjög eftirspurð í framtíðinni. Bendir einkum tvent til þess. Borgir og bæjir stækka og aukast að fólks- tölu út um öll lönd og þurfa meira og meira kjöt, og meira og meira af sauðfjárhögum verða teknar til ræktunar en við það fækkar fénu. Hér vík eg að litlu yfirliti yfir markaðshorfur fyrir kjöt, sem að mestu er tekið úr tímariti félags nokkurs í Lundúnum (Messrs Weddel & Co.). Félagið hefir skip í förum sem flytja frosið kjöt milli landa. Rit þetta er frá árinu 1913 og nefnist: Review of the frozen Meat Trade«. Þar er talið að til Bretlands flytjist einna mest af frosnu kjöti og þar næst af kældu kjöti. Innílutningur þangað af lif- andi sláturfénaði fari þverrandi og salta kjötið sé að liverfa úr sög- unni. Norðurálfan auki árlega inn- ílutning af kjöti, en að eins Svíþjóð og Danmörk geli miðlað öðrum nokkru af þeirri vöru. Kjötið sem berst á markaðinn er einkum frá ineginlandi Ástraliu, Nýja-Sjálandi og Argenlínu. í riti þessu er það fullyrt að eftirspurn eftir kjöti fari mjög í vöxt. Bandaríkin hafi t. d. afnumið aðflutningsgjald á kjöti árið 1913, vegna vaxandi þarfar þess í landinu. Búast Bretar við því að Bandaríkin muni draga kjöt frá enska markaðinum og hækka verðið. Telja þeir og að Panamaskurðurinn geti haft áhrif á þella, þar eð hans vegna sé hægara að fiytja kjöt til austur- hluta Bandaríkjanna, heldur en áður var. í ritinu er þess og getið að sláturfénaði fækki í fleslum löndum, samanborið við fólksfjölg- un, og í mörgum löndum fari gripatölu fækkandi, nautum og sauðum og enn er þess getið að frá engu landi aukisl útllulningur að inun, nema frá meginlandi Ástralíu. í Pýzkalandi og Frakk- landi var þá innflutningsgjald á kjöti, nema frá nýleudum þeirra landa. En raddir höfðu þá heyrst um það þar í löndum, að afnema bæri þau gjöld vegna vaxandi þarfar fyrir kjötið. Frá 1900 lil 1912 hækkaði kjötverðið í stór- borgum Norðurálfunnar frá 11 til 6ö°/o‘ og þó mest síðustu ár þessa tímabils. í Kanada bafði kjötverðið stigið siðari ár þessa sama tíma- bils um 50%. þó er þar útflutn- ingur af þeirri vöru. Verðlisti var í riti þessu yfir frosið kjöt flutt frá Nýja-Sjálandi til Bretlands um nokkurt ára bil. Sést á honum að kjötið hefir ögn farið hækkandi í verði ár frá ári. Kjöt af fullorðnu fé hefir verið í lægra verði en af dilkum eða sem nemur alt að 24 aurum á kg. Ár- ið 1913 var verðið á bezta larnba- kjöti af þessari tegund á kr. 1,00. Fleira markvert birtist i þessu riti um þetta mál. Síðar komst eg að því að verðið á sama flokks kjöti var i janúar- mánuði 1915 kr. 1,80 kg. og siðan befir verðið hækkað að mun. En þessi verðhækkun mun að mestu leyti stafa af ófriðnum. Árið 1880 var að byrjað að flytja frosið kjöt til Bretlands og árið 1913 voru þangað fluttir 229 skips- farmar af frosnu kjöti og hver farmur nam því að vera 160 þús- und dilkaskrokkar, er vógu 121/* kg. til jafnaðar. En kjötið var líka af fullorðnu fé og nautum. í brezkum landbúnaðar hag- skýrslum útgefnum 1917 (Agricul- tural Statistics) hefi eg séð að alt innflutt kjöt til Bretlands árið 1915 hefir numið 630 skipsförmum svona stórum og árið 1916 584 förmum; árið 1914 er innflutniogur svipað- ur og 1916. í þessu felsl all kjöt bæði af sauðfé, nautum, svínum og kanínum. Talsvert af svínakjöti er flutt inn sallað og nokkuð af nautakjöti, en ekkert af kindakjöt- inu er saltað, heldur. frosið og kælt. Árið 1914 voru innflutt á 3. þúsund nautgripir til slátrunar og um 2 þúsund sauðfjár. Síðan hefir lifandi peningur ekki flust þangað inn og stafar það af ófriðnum. (Frh). Að lorga íyrir að fyrna. Núna, þegar þingið er að koma saman til að ræða þau mál, er varða hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð og gera tryggingar ráð- stafanir, ef i harðbakka skyldi slá að einu eða öðru leyti fyrir henni, — þá detlur inér í hug, að vekja máls á einu máli, sem vitaskuld hefir verið marg rætt og rilað um undanfarin ár, en þó án verulegs árangurs. Mál þetta snerlir heij- ásetning^ bænda. Alt þetta undanfarna um hej’- forðabúr, fóðurbætisforðabúr, forða- gæzlu, ásetning, niðurskurð o. s. frv., o. s, frv. er ágætt — væri því hlýtt og það kæmist nokkurn- tíma alment í framkvæmd. Ein- staka maður fer eftir einhverri þessari góðu reglu um varlega ásetning, eða fær sér fóðurbætir, eða þá hlýðir forðagæzluinönn- unum og sker, en alment er það ekki. Allur almenningur er jafnt í voðanum, hvenær sem

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.