Tíminn - 27.04.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1918, Blaðsíða 2
90 TIMIN N Ef landsverzlunin fengi ein að ráða yfir fáeinum brýnustu nauð- synjavörum landsmanna — og þingið getur veitt þetta leyfi, ef það vill — þá getur hún selt á sama hátt og kaupmenn nú, oft á ári; þá fær hún alt ódýrara í svo stórum kaupum, og getur selt aftur til muna ódýrara en kaup- menn. Þá gæti landið líka smátt og smátt greitt öll lán sín, og siðar haft góðan ágóða, einungis með því að taka í sínar vörzlur brot eitt af ágóða kaupmanna. Þeir hefðu fyrir því frjálsar allar aðrar vörur, þær vörurnar sem þeir græða nú langlum meira á. Hvenær er brýnni þörf en nú, að hafa hemil á verðlagi nauð- synjavaranna helztu? Hvenær er meiri þörf en nú, að auka tekjur landssjóðs, þegar gjöld hans tvö- faldast, en tekjur minka að sama skapi? Hvar er hægra að ná tekj- um en af verzluninni? Eða hvar eru þær betur fengnar en þar, sem þannig löguð útgjöld manna til landssjóðs geta beinlínis orðið til ágóða fyrir gjaldendur sjálfa, um leið og slík gjöld eru greidd? Hvort á þá að kyrkja lands- verzlunina í fæðingunni, eða endurlífga hana? Bóndi. Ðöiisku kosningarnar og fánamálið, Kosningar til neðri málstofunnar dönsku (fólkþingsins) fóru fram 21. þ. m. Fóru þær á þá leið að kosnir voru 45 af flokki hinna hægfara vinstri manna, 39 jafnað- armenn, 32 róttækari vinstri menn (stjórnarflokkurinn), 22 hægri menn og 1 maður úr nýjum flokki, iðn- aðarflokki. þá er frétt um kosninguna á Færeyjum. Hefir svo farið að Samuelsen þingmannsefni sam- bandsflokksins náði kosningu með litlum meiri hluta. Fyllir hann andstæðingaflokk dönsku stjórnar- innar. Við lögþingskosningarnar í Færeyjum varð frjálslyndi flokkur- inn aftur á móti yfirsterkari, náði 11 sætum af 20. Róttækari vinstrimenn og jafn- aðarmenn hafa stutt stjórn þá sem nú fer með völd í Danmörku. Hafa þeir sameinaðir meiri hluta þings- ins, 71 atkvæði, gegn 69 atkvæðum. Virðist því mega gera ráð fyrir því að stjórnin fari áfram með völdin. Okkur íslendingum má það vera mikið gleðiefni fari svo að danska stjórnin sitji. Það er álit flestra, að núverandi stjórn í Danmörku vilji ganga injög langt til þess að fullnægja sjálfsögðum kröfum okk- ar, enda hafi hún nú óbundnari hendur, er kosningar eru um garð genguar. Gert er nú ráð fyrir því að sendimaður eða sendinefnd komi hingað frá Danmörku er semji við alþingi um fánann og fleira sem væntanlega komi til greina. Væri það hin gleðilegasta tilhugs- un að til einkis ófriðar þyrfti nú að draga útávið um að binda þann enda á málið sem æskileg- astur er. Þá eru og hinar beztu vonir um það að allir þingflokkarnir geti tekið höndum saman og komi þvi íslendingar enn fram sem einn maður gagnvart útlendu valdi. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. Áður en eg held lengra fram sögunni verð eg að hlaupa rúm 20 ár aftur i tímann. Þá var eg á Hálsi í Fnjóskadal hjá stjúpa mín- um og móður. Hafði eg á hendi verkstjórn við heyskap á sumrum, en var annars oftast við smíðar. Þá var það einn dag að Forlák- ur Jónsson á Stóru-Tjörnum kom til mín og sagði mér frá því, að Jón í Fjósatungu hefði þá nýlega bygt fyrir sig stofu, en svo hefði óhöndulega til tekist, að loftið bæri ekki nema mjög lítinn þunga, svo hann hefði orðið að setja stoðir undir bitana. Bað hann mig að ráða sér hvað gera skyldi til þess að styrkja stofuna. Eg lofaði að eg skyldi líta á stofuna fyrir hann. Og þegar eg kom þar fáum dögum síðar, sá eg að bitarnir voru alt of grannir. Kálfasperrur voru á húsinu og þegar eg hefi velt fyrir mér mál- inu, dettur mér í hug að eins megi styrkja bitana með því að láta kraftinn koma að ofan, engu síður en að neðan, með því að tengja bitana við sperrukálfana, í stað þess að setja stoðir uiidir, sem gerðu stofuna óvistlega. Eg segi Þorláki að hann skuli fara og kaupa sívala járnteina, eins og eg tók til. Ilann gerir það og eg kem viku síðar og tengi saman sperrur og bita með járn- unum sem hann hafði keypt. Þá gaf loftið sig ekkert, þótt á það væri látin meiri þungavara, en Þorlákur hafði áður ætlað að láta á það. Forlákur var mér nú mjög þakk- látur og hafði orð á. En eg sagði honum að eg haldi, að hér hafi mér dottið annað meira og betra i hug en að treysta burðarafl lofta í húsum, hér muni einmitt fundin hagfeld aðferð til þess að búa til brýr. Fað dugi eigi að setja ská- stifur undir brýr, því að ís og ruðningur rífi þær burt, en með þessari aðferð megi styrkja brúar- trén eins og hér, með því að setja kálfasperrur yfir brúartrén og binda þau svo upp í sperrurnar. Þarna séum við búnir að fá brú yfir Skjálfandalljót, sem lengi hafi verið hugsað um. — Minnið er skrílileg ruslakista, sem margt geymist í, án þess menn viti að það sé lil, innan um annað rusl. — Atburður þessi, sem eg hafði ekki gefið gaum í rúm 20 ár, rifjaðist upp fyrir mér þessa nótt í Kaupmannahöfn, þeg- ar eg las bréf sira Sigurðar. Eg tók blað og rissaði á það fríhendis mynd af brú, líka sperr- unum og bitunum á Stóru-Tjörn- um, eða líkt því sem eg hugsaði brú. Morguninn eftir var liringt dyra- bjöllu hjá mér og var þar kominn til að finna mig Klenz timbur- meistari, sá er stóð fyrir bygging hegningarhússins i Reykjavík. Þeg- ar hann hafði lokið erindi sinu fór hann að tala við mig um annað. Rak hann þá augun í brúarteikninguna á borðinu lijá mér og spyr hvað þetla sé. Eg segi honum að eg hafi rissað þelta að gamni mínu í nólt og dottið i hug að það gæti ef lil vill verið teikning af brú. Hann biður mig að lána sér hana heim, því að sig langi til að sýna hana verkfræð- ing sem hann þekki. Sagði eg að honum væri það velkomið. Nokkrum dögum seinna kom Klenz aftur ineð teikninguna og segir að verkfræðingnum lítist vel á þetta brúarlag. Brýr með þessu lagi munu geta orðið ódýrar en þó traustar. Eg spurði hann þá, hvað 35 álna löng brú með þessu lagi rnyndi kosta. Kom hann aftur eftir nokkra daga og sagði, að hægt myndi vera að smíða hana fyrir 1650 kr. Eg bað liann þá að byggja svona brú fyrir mig og það gerði hann. Klenz þessi átti miklar lóðir utan Kaupmannahafnar og stund- aði þar smíðar sínar. En þegar bærinu fór að byggjast út, seldi hann lönd þessi fyrir ærið fé og varð stóratíðugur. — Þegar brúin var smíðuð fór eg að skoða hana hjá honum. Klenz spyr mig hvernig mér lítist á. Sagði eg að efni og smiði væri ágætt, en eg sæi að brúin væri mér ónýt. »Hvað er nú að?« spyr hann. Eg svara að öll trén séu 11 þumlungar á kant og sum 12—15 álnir á lengd og svo mik- inn þunga geti bændur ekki flutt á hestum, yfir há fjöll, eins og þurfi að flytja þessi tré. »Hvaða ráð eru við því?« segir bann. »í íljótu bragði dettur mér ekki ann- að í hug«, 'sagði eg, »en við verð- um að taka öll slærri trén, fletta þeim og lása þau svo saman með boltum í gegn, eins og brúnása á timburhúsum. Hvað myndi það kosta?« Hann segist skulu gera það fyrir 250 kr. Eg sainþykti það og þá kostaði brúin 1900 kr. þegar smíðinni var lokið sendi eg brúarefnið til Seyðisfjarðar með Gránufélagsskipi og var flutning- urinn geíinn. Þólti mér það vel sæma að féiagið sem var eign bænda, styddi að sínu leyti fram- faiafyrirtæki þella. Alt gekk slysa- laust með llutninginn. Mánuði síðar fór eg svo lieiin til íslands með póstskipi. Hitti eg þá sýslumennina í Suður- og Norð- ur-MúIasýslu, þá Jón Ásmunds- son og Einar Thorlacíus. Sagði eg við þá, að eg myndi gefa brúna eins og hún lægi nú á Vestdalseyri, ef sýslubúar vildu taka það að sér að flytja efnið að brúarstæðinu og koma brúnni á ána. Þeir tóku báðir hið bezla í þetta. Sagði eg þeim að nú yrðu þeir að láta fljótt verða úr framkvæmd verksins og bjóst við, að nú myndi afskiftum mín- um af þessari brúargerð lokið, því að bændum myndi farast vel um framkvæmdina á sínum hluta verksins. Bré íUalli frá inerknm presti nyrðra. Úr því eg er með pennann og úr þvi þér eruð orðinn ritstjóri að blaði sem gefur sig að þeim mál- um þjóðarinnar sem varða mest hennar tímanlegu heill, þá finst mér eg verði að nota tækifærið til þess að þakka fyrir andann sem mér virðist svífa yfir blaðinu. Eg segi þetta ekki fyrir minn munn einan, heldur alla þá sem á blað- ið hafa minst í min eyru, að undanteknum fáum kaupmanns- ættar einstaklingum. Eg er sann- ur um að »Tíminn« og stefna hans, ef hún kvikar ekki á áttinni, er heillastefna sú, sem leiðir islenzku þjóðina í rétta höfn. Samvinnu- stefnan slær á þá strengi íslenzkr- ar skinsemi, sem samrímast bezt heilbrigðu óvilhöllu viti. Þótt margt hafi til þessa mátt að henni finna, þá eru agnúarnir sífelt að eyðast og verður hún, að von manna óskabarn íslenzku þjóðarinnar, ef ráðvendni og drenglyndi þeirra sem við stýrið sitja má ráða. Ráð- vendni og drenglyndi ætti að vera fyrsta og sjálfsagðasta námsgreinin á samvinnuskólanum og oflítið er kent af þvi i hinum skólunum, sem útskrifa íslenzka lífsborgara. Andi Tryggva sál. ælti að svífa þar meir yfir vötnunum en verið hefir. Þá er »pólitíkin« núna. Sem reiðarslag barst oss hér fregnin um aukaþing. Hvað, hvað, auka- þing núna? spurðu menn. Er það nauðsynlegt? Hvað veldur? Svarið það á vörum margra að það sé reykvískt klíkuvald sem valdið hefir, með það eitt fyrir augum að hrinda af stóli núverandi stjórn. Landinu öllu á nú að blæða, á hungurs og neyðartímum, til þess að einstakir menn, á einum bletti landsins, fái þann vilja sinn fram, að þrinda af slóli þeirri stjórn sem, þrátt fyrir ýms mistök, hefir verið þjóðinni notadrjúg mjög, sérstaklega í hennar stærsta máli, verzlunarmálinu. Við sveitamenn kvíðum þvi að klíkuáhrifin séu þegar orðin of- mikil á hugi þingmanna þeirra sem í nánd við hana búa, eina vonin sú að meiri hlutinn hali enn eigi látið ánetjast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.