Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Side 32

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Side 32
Bláhvíti fáninn blakti á Þingvöllum konungssumarið 1907. Bréfi til ritstjóra Rökkurs, skrifað á Akranesi, 20. sept. 1969. Bréf það, sem hér fer á eftir, barst mér frá Helga heitnum Valtýsssyni, skömmu eftir að ég var hættur í dag- legu blaðamennskustarfi hjá dagblað- inu Vísi. Þessi þjóðkunni, gagnmerki sæmdarmaður var fæddur 1877 og lézt hálftíræður að aldri á síðastliðnu vori, þegar bók mín, ,,Óx viður af vísi“, var í prentun. I henni segir á bls. 131: ,.Helgi Valtýsson skrifaði fjölda greina í Vísi, m. a. um Norðmenn og Færeyinga, og munu þessar frænd- þjóðir okkar ekki hafa átt sannari vin í flokki íslenzkra blaðamanna fyrr og síðar. Voru greinar hans fjöl- helgi valtýsson breyttar að efni og fræðandi. Meðal annars skrifaði hann grein, sem birt var í Vísi, um þátt ungmenna- félaganna í baráttunni fyrir bláhvíta fánanum, en allt fram á síð- ustu ár hefur hann sent Vísi greinar til birtingar, og óbreytt tryggð hins hálftíræða sæmdarmanns.“ í bréfinu bregður hann upp myndum, sem ekki mega gleymast, en bréfið, sem því miður gat ekki komið í Rökkri fyrir andlát hans, er ekki aðeins birt sem merk heimild, heldur og til minn- ingar um höfund þess og þátt hans í baráttu fyrir fánanum, sem átti að verða „framtíðarfáni þjóðarinnar“.

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.