Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Qupperneq 19

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Qupperneq 19
17 saga og ný. Hvað sem öðru líður, verður því aldrei með rökum neitað, að hann var gæddur frábærri skapandi skáldgáfu, þeirri frásagnarsnilld, er hreif hugi lesenda og hélt þeim föstum til sögu- loka. Um vald á enskri tungu hefur hann verið borinn saman við Shakespeare, þótt málfar þeirra væri ólíkt, en stíltöfrar Dickens voru slíkir, að hann talaði bæði til huga og hjartna lesenda sinna. Kímnigáfa hans — skopskyggni — var einstæð, og lýsir það sér eftirminnilega í hinum fjölmörgu og ljóslifandi mannlýsingum hans af því tagi. Allt hið framantalda hefur átt sinn mikla þátt í víðtækum og varanlegum vinsældum hans. En hér kemur einnig fleira til greina. Upp úr jarðvegi hugsjónaástar hans og réttlætiskenndar spruttu harðskeyttar árásir hans á þjóðfélagsmein samtíðar hans á mörg- um sviðum. Hvað eftir annað gerðist hann djarfmæltur formæl- andi umbóta, er horfðu almenningi til heilla. Þjóðfélagsleg ádeila, beint og óbeint, er hin þunga, ólgandi undiralda í flestum bók- um hans. Og þessi eldheiti umbótahugur, samhliða frábærri og lif- andi frásagnargáfu hans, hefur hrifið hugi lesenda kynslóð eftir kynslóð, eigi aðeins í hinum enskumælandi heimi, heldur einnig miklu víðar um lönd, og gerir það enn. (Við ritun þessarar greinar hefur höf. stuðzt við ýmsar bækur um enskar bókmenntir, sem komið hafa út á síðari árum, og við alfræðirit. Allmargar af helztu skáldsögum Dickens hafa verið þýddar á íslenzku, smbr. Bókaskrá Gunnars Hall, Akureyri 1956). Til Stjarna. Þótt væri ég á lífi leiður, lundin stirð, og heimur þver, — fannst mér allt af himinn heiður í haganum hjá þér. 2

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.