Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 27
Þegar Fram vann fyrsta sigur sinn. Ég var 16 ára þá og er því vafalaust — að minnasta kosti í aug- um hinna yngri ,,Frammara“ — kominn í flokk „gömlu karlanna“. En það er nú einu sinni svona með okkur, sem farnir erum að reskjast, að við tökum ekki eftir því sjálfir, og þegar við lítum um öxl og minnumst liðinna daga, finnst okkur margt, eins og það, hefði gerzt í gær“. Ég er að minnsta kosti með þessu marki brenndur. Mér finnst ekki nærri eins langt síðan er þetta var og það í reyndinni er, og það þótt ég minnist, hversu allt hefur breyzt á þessum tíma, bærinn þanizt út í allar áttir, íbúunum fjölgað stórlega, og þar fram eftir götunum. Kannske er það ekki úr vegi, að minnast nokkrum orðum á Reykjavík á þeim tíma, er Fram kom til sögunnar, umhverfið sem við ólumst upp í, strákarnir, sem öllum á óvænt sigruðum garp- ana í K. R. á því mikla sumri 1911, er minnzt var aldarafmælis Jóns forseta Sigurðssonar. Það er ekki unnt að drepa á nema fátt eitt, í stuttri grein, sem ástæða væri til að minnast á, frá upphafi tímabils hinna stórstígu framfara, sem hér urðu, er togaraútgerðin hófst hér. Við, strák- arnir í Fram á þessum árum, vorum fæddir á skútuöldinni. Við uiunum frönsku húsin svokölluðu hafnarmegin Austurvallar, þar sem franskir sjómenn höfðu aðsetur, kátir karlar, sem skemmtu sér með harmónikuspili, léku sér við okkur krakkana og gáfu okkur kex. Þá voru ekki nein steinlögð stræti, engar hafnarbryggj- ur, hvorki gas eða rafmagn, göturnar upplýstar með steinolíu- Ijósum (luktirnar), vatnið sótt í brunna o. s. frv. En Reykjavík átti sína fegurð þá sem alltaf og þá voru stór og fögur tún, þar sem nú eru nýtízku húsahverfi. Bærinn sjálfur var þá sumarfeg- urri en nú, og það var hátíðabragur á bænum, á tyllidögum á sumrin, þegar veður var gott og fánar á hverri stöng, þótt það væri Dannebrog, sem skartaði á stöngunum.

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.