Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 14

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 14
12 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Þarna kemur enn fram að engin sérstök nauðsyn sé til að setja um þetta sérstakt bann í íslensk lög. Almenn hegningarlög taka á aðgerðum sem valda börnum líkams- meiðingum og til eru alþjóðlegar yfirlýsingar sem ná til lækna og snerta þetta mál. Auk Silju Daggar eru átta meðflutningsmenn að frumvarpinu úr Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins, þar eru engir úr Miðflokki, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki eða Viðreisn. Í framsöguræðu Silju Daggar kom fram að öldum saman, eða í um 5.000 ár, hefði sá siður tíðkast víða að umskera barnunga drengi, framan af með almennu samfélags- legu samþykki og skilningi á helgisiðum tiltekinna trúfélaga, gyðinga og múslima aðallega. Á 19. öld hefði tíðni umskurða aukist verulega þegar almennt var hvatt til þess að drengir yrðu umskornir til að koma í veg fyrir ýmsa kvilla og hegðun. Umskurðir á sveinbörnum tíðkuðust þó ekki eingöngu innan gyðingdóms og hjá trúfélögum múslima. Þeir væru t.d. nokkuð algengir í kristnum ríkjum í Afríku og í Bandaríkjunum. Fylgni á milli trúarbragða og umskurðar væri þannig alls ekki algild heldur væri einnig um samfélagslega venju eða hefð að ræða. Gegn þessum ævaforna svið er snúist með frumvarpinu. Þóttu Silju Dögg það „gróf afskipti“ að Samtök gyðinga á Norður- löndunum sökuðu hana um atlögu gegn gyðingdómi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna, sem send var öllum alþingis- mönnum, sagði að með frumvarpi Silju Daggar væri ráðist gegn gyðingdómi þannig að það snerti gyðinga um heim allan. Taldi hún það „á kveðna yfirgangssemi“ að gyðinga samtökin mótmæltu opinberlega en ekki í umsögn til þingnefndar. Vegna kveinstafa þingmannsins sá Stein grímur J. Sigfússon, forseti alþingis, ástæðu til að telja í Silju Dögg kjark í útvarps- viðtali miðvikudaginn 14. febrúar þegar hann sagðist „stoltur“ af því að alþingi tæki málið til umræðu. Þingforseti sagði orðrétt: „Ég er frekar stoltur af því að Alþingi Íslendinga tekur frumkvæði í máli af þessu tagi sem vekur alþjóðlega athygli af því að ég tel að þetta mál eigi fullt erindi inn í umræðuna en það þarf auðvitað að skoða það og vinna það vel.“ Þingmenn „ættu ekki að bogna“ þótt slík mál kveiktu viðbrögð. Frétt um flutning frumvarpsins birtist á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC mánu- daginn 19. febrúar. Hún hófst á því að trúar hópar hefðu fordæmt framlagningu frumvarpsins. Forystumenn gyðinga og múslima kölluðu það árás á trúfrelsi. Silja Dögg svarar og segir að málið snúist um rétt barna en ekki rétt til trúar. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.