Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 96
94 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Bókarýni Magnús Þór Hafsteinsson Gagnleg bók en morandi í prentvillum Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir Höfundur: Óli Samró Þýðandi: Hjörtur Gíslason Útgefandi: Óli Samró Reykjavík, 2017 187 bls. Það hefur lengi verið þörf fyrir að teknar væru saman í eina bók á íslensku lýsingar á þeim útfærslum sem þjóðir heims hafa kosið sér í fiskveiðistjórnunarmálum. Í fyrrasumar kom út hér á landi bók sem einmitt er ætlað að varpa ljósi á það hvernig ólík lönd hafa kosið að haga skipulagi sínu og stjórnun innan sjávarútvegsins. Bókin heitir Fiskveiðar og fjölbreyttar áskoranir og er eftir færeyska viðskiptafræðinginn Óla Samró, sem hefur um margra ára skeið sinnt fjölbreyttri ráðgjöf í sjávarútvegi bæði í Færeyjum og víða um heim. Óli hefur unnið bæði fyrir einkaaðila og stjórnvöld. Sem formaður nefndar sem leggur til fjölda sóknardaga færeyskra fiskiskipa í lögsögu Færeyja var hann um margra ára skeið einn af lykilmönnum í færeyskri fiskveiði stjórnun. Með störfum sínum hefur Óli aflað sér víðtækrar þekkingar á sjávarútvegsmálum og fiskveiðistjórnun á alþjóðavettvangi. Árið 2015 hófst Óli handa við að taka saman í eina bók lýsingu á því hvernig 18 valin lönd eða ríkjasambönd stýra sjávarútvegsmálum sínum. Þetta eru Færeyjar, Ísland, Noregur, Evrópusambandið, Danmörk, Marokkó, Máritanía, Namibía, Falklandseyjar, Kanada, Bandaríkin, Perú, Síle, Japan, Suður-Kórea, Nýja-Sjáland, Ástralía og Óman. Óli skrifar í inngangi að ákveðið hafi verið að fjalla einungis um lönd þar sem skipan fiskveiða sé hluti af opinberri lagasetningu og sem eru skrásett hjá Landbúnaðar- og matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Auk kafla um einstök lönd er svo í bókarbyrjun stutt yfirlit um þróun fiskveiðistjórnunar og þá grundvallarhugmyndafræði sem liggur að baki því að menn telja nauðsynlegt að stýra sókninni í fiskistofnana. Bókin var gefin út í Færeyjum sumarið 2016 og svo ári síðar hér á Íslandi í þýðingu Hjartar Gíslasonar, sjávar- útvegsblaðamanns til margra ára á Morgun- blaðinu en nú á vefmiðlinum kvotinn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.