Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 66
64 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Þegar við leitum leiða til að bregðast við umhverfisvá af þessari stærðargráðu er skyn- samlegt að leita fordæma. Eina hliðstæðan sem hægt er að finna er loftslagsbreytingar- nar (e. climate change). Þær eru þegar betur er að gáð hin hliðin á sama peningi. Annað er mengun í lofti, hitt er mengun á láði og legi. Í báðum tilfellum er um að ræða mengun af mannavöldum. Vísindamenn hafa talað enda um loftslagsbreytingarnar og plastmengun í hafi sem hliðstæð vandamál. Breski félagsfræðingurinn Anthony Giddens gaf árið 2009 út bókina The Politics of Climate Change þar sem hann rekur ýmis tækifæri og áskoranir sem tengjast baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum og auðvelt er að heimfæra upp á plastmengun í hafi. Giddens segir um loftslagsbreytingarnar, og það sama gildir um plastmengun í hafi, að þær séu ólíkar öðrum vandamálum vegna stærðargráð unnar og líka vegna þess að vandamálið snúist mikið um það sem gerist í framtíðinni. Margir hafa nefnt að til að takast á við vandann þyrfti að virkja mannfjöldann eins og hann væri að búa sig undir stríðsrekstur en í þessu tilfelli er enginn augljós óvinur sem hægt er að takast á við. Við stöndum andspænis hættum sem eru óhlutbundnar (e. abstract) og erfitt að henda reiður á (e. elusive). Sama hversu oft okkur er sagt frá hættunum, til dæmis í fjölmiðlum, er erfitt að meðtaka þær því að hætturnar virðast okkur óraunverulegar og í millitíðinni þurfum við að lifa okkar daglega lífi með öllum þeim freistingum og áskorun um sem fylgja. Þetta kallar hann þversögn Giddens (e. Giddens paradox), sem þýðir í rauninni að þar sem hættur loftslags- breytinga eru ekki áþreifanlegar, aðkallandi eða sýnilegar í daglegu lífi fólks, þrátt fyrir hversu svakalegar loftslagsbreytingar eru að öðru leyti, munu fjölmargir sitja með hendur í skauti og aðhafast ekkert í málinu. Þessi bið þýðir hins vegar að þegar vandamálið verður bæði sýnilegt og aðkallandi verður um leið of seint að grípa til aðgerða. Þversögn Giddens skýtur nær alls staðar upp í kollinum þegar skoðuð eru almenn viðbrögð við meiriháttar umhverfisvanda- málum á borð við loftslagsbreytingar og plastmengun í hafi. Hún er ástæða þess að margir borgarar hafa þessi málefni á bak við eyrað fremur en í forgrunni. Viðhorfskannanir sýna að þótt fólk sé vel meðvitað um að af loftslagsbreytingum stafi meiriháttar hætta eru fæstir tilbúnir að gera miklar breytingar á daglegum venjum sínum í framhaldinu. Í valda- og forréttindastéttum er hætt við að svona stór mál verði fórnarlömb sýndar- stjórnmála (e. gestural politics) þar sem blásið er í lúðra og rætt af stórhug um áætlanir eða aðgerðir sem hafa þegar betur er að gáð ekkert sérstakt inntak (Giddens, 2009). Giddens bendir líka á að það sem félags- sálfræðingar kalla framtíðarafslátt (e. future discounting) ýti undir þversögn Giddens og geti verið undirliggjandi þáttur í henni. Fólk á erfitt með að mæta af alvöru því sem gerist í framtíðinni, svo sem þeim veruleika sem við blasir hér og nú. Þess vegna tekur fólk til dæmis oftar minni ávinning sem er innan seilingar fram yfir meiri ávinning sem gefst síðar meir. Sama meginregla á við um áhættu. Hvers vegna byrjar til dæmis ungt fólk að reykja þrátt fyrir að á sígarettupakk- anum standi með skýrum stöfum viðvörunin „Reykingar drepa“? Hluti af skýringunni er einmitt þessi, unglingur á mjög erfitt með ímynda sér sig fjörutíu ára gamlan þegar áhættan sem fylgir reykingum verður mjög raunveruleg og ógnar bæði lífi og heilsu. Þar sem hættur loftslags breytinga eru ekki áþreifanlegar, aðkallandi eða sýnilegar í daglegu lífi fólks, þrátt fyrir hversu svakalegar loftslagsbreytingar eru að öðru leyti, munu fjölmargir sitja með hendur í skauti og aðhafast ekkert í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.