Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 46

Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 46
AuÖun stóð um stund liugsandi á gólf- inu, en sagöi síÖan: „Vildirðu ekki reyna mig?‘ Ég hugsaði mig um litla stund, því að ég hafði ekki trú á, að það færi betur en fyrr. Hann var lítill og per- visalegur. Þegar stóru drengjunum varð ekkert ágengt, var þá nokkur von um, að honum gengi betur? En hann lagði svo mikið kapp á þetba, að ég ákvað að gera enn eina tilraun. Hann fékk tíu blöð til reynslu. Glaður eins og lævirki hljóp hann út um dyrnar, og hann var sannarlega ekki mikill fyrir mann að sjá, þessi litli patti. Þú verður víst ekki svona upplits- djarfur, þegar þú ert búinn að berja að dyrum í nokkrum húsum, hugsaði ég. En þar reiknaði ég þó skakkt. Tveim- ur tímum síðar stóð'hann aftur hjá mér á stofugólfinu mínu. „Get ég fengið fleiri blöð?“ spurði hann. ; „Hvað hefur þú gert við blöðin, sem þú fékkst áðan?“ spurði ég. „Hefur þú týnt þeim?“ „Nei, ég vildi gjarnan fá fleiri blöð.“ Hann fékk öll blöðin, sem ég hafði og um kvöldið hafði hann selt þau öll. Peningana hafði hann í vasa sínum. Hann fék'k talsvert mikla peninga fyr- ir, og hann vildi fá það allt í fimmeyr- inguro. „Þeir eru svo stórir,“ sagði hann hlæjandi. Hann kom eftir þetta í hverri viku og seldi öll blöðin, sem hann fékk hverju sinni. Hann bað mig að panta fleiri blöð og eftir skamman tíma hafði hann selt blað í hverju einasta húsi í fiski- þorpinu. Auðun hafði sína sérstöku að- ferð til að bala við fólk og fá það til að kaupa blaðið. „Ég kem hérna með það bezta og fín- asta blað, sem til er,“ sagði hann, þegar dyrnar voru opnaðar fyrir honum. Marg- ir voru fýldir á svip og reiðilegir. Þeir sögðust hafa meir en nóg af slíku fyr- ir. Það væri bezt fyrir bann að hypja sig burt. „Þið hafið nú aldrei séð svona gott blað,“ sagði hann. „Sjáðu bara! Er þetta ekki fínt? Það er búið að kaupa blaðið í öllum hinum húsunum.” „Við viljum ekki sjá þetta blað. Það er bezt fyrir þig að koma þér í burtu. Svo höfum við enga peninga og okkur langar heldur ekkert til að lesa þetta blað. Sjáðu, þarna eru dyrnar!“ Þegar Auðun vildi samt sem áður ekki fara, var honum hrundið út á götuna. Hann lagði af stað áfrarn götuna en gekk þó alltaf hægara og hægara. Loks nam hann alveg staðar og stóð kyrr að minnsta kosti í fimm mínútur. Þá rétti hann úr bakinu og sneri við, til sama hússins aftur: „Þið hljótið að kaupa af mér eitt blað. Ég er alveg að verða búinn að selja þau öll.“ Þá hló fólkið og keypti blaðið. „Ja, þú ert nú skrídnn fugl, Auðun litli,“ sagði það. Blaðið hafði hingað til verið sent á mitt nafn og ég sá um að senda pening- ana. En svo tók ég mér sumarleyfi. Þá skrifaði ég til blaðsins og bað það að senda blaðið hér eftir lil Auðuns og gaf því upp heimilisfang hans. Hann var 188 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.