Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 9

Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 9
GJOFIN, SEM ALDREI VAR GEFIN Vorprófin voru byrj uó. Flestir tóku því létt og kviðu engu, en þó voru þeir til í skólanum, sem kviðu fyrir öllum prófum og máttu ekki til þeirra hugsa, ekki sízt þeir, sem voru undir sífelldum kröfum að heiman. Þeim var útaf fyr- ir sig sama, hvort þau fengu stiginu hærra eða lægra í einkunn, en þeim var ekki sama um álit foreldranna á þeim hlutum. ÞaS var því eins og ský drægi fyrir sól, hverju sinni er prófin fóru að nálg- ast. Þeim fylgdu alltaf einhverjir ósigr- ar. Þessi í dag, annar á morgun. Orri litli Gunnarsson sat uppi í her- bergi sínu og las af kappi. Hann var ellefu ára gamall og einn af þeim drengjum, sem alltaf var aS bíSa ósig- ur á prófunum. ÞaS var sama hve mik- iS hann las. ÞaS virtist ekkert staSnæm- ast í kollinum á honum. Var hann svona heimskur? Pabbi lians hafSi stundum vikiS aS þessu, líklega meir til aS brýna hann til dugnaSar og dáSa, en aS hann vildi særa hann. Pabbi hans hafSi fyrir löngu ákveS- iS, aS hann tæki aS minnsta kosli stúdentspróf og gengi menntaveginn eins og þaS var kallaS. En viS livert próf, sem Orri lilli tók, minnkuSu lík- urnar fyrir því aS þaS gæti tekizt. Jú, stúdent skyldi hann þó alltaf verSa. ÞaS hafSi Gunnar faSir hans ákveSiS í eitt skipti fyrir öll. Vegna þess aS Orra þótti vænt um föður sinn féll honum illa aS valda hon- um stöSugum vonbrigSum. Þess vegna kveiS hann fyrir prófunum. En þó aS pabbi væri góSur, þótti Orra sem hann væri ekki alltaf sanngjarn og skilnings- ríkur. Mamma hans skildi þetta betur og tók oftast málstaS hans, en pabbi hafSi þá bara sagt: „Þú elur upp í honum „letina“. Hann getur vel lært, ef hann les nógu mikiS og nennir aS taka á.“ En þaS var ekki satt. Orri litli var ekki latur. Hann var einhver samvizku- samasti og iSnasti drengurinn í bekkn- um. Þetta vissi mamma hans. Hún skildi Orra litla. En þetta vildi pabbi hans aldrei viSurkenna. „Þetta er bara leti,“ sagSi hann alltaf. „Hann skal aS minnsta kosti verSa stú- dent. Hann ætti vel aS geta þaS.“ Svona gal pabbi veriS óraunsær. Til aS örva Orra til dáSa hafSi pabbi hans oft lofaS honum aS gefa honum nýtt og vandaS reiShjól, ef hann næSi til dæmis 1. einkunn. En liann hafSi aldrei náS henni og litlar vonir til aS hann myndi nokkurn tíma ná henni. Þess vegna hafði hann heldur aldrei fengiS reiShjóliS, þótt nálega allir strákar í bekknum hefSu eignazt þaS fyrir löngu. Þetta jók einnig vanmáttarkennd hans. Pabbi hans var þrár og vildi ekki láta undan meS þetta, þó aS Orra hefSi lengi langaS til aS eignast reiShjól. Hann ætlaSi aS herSa dálítiS betur á honum. Nú sat Orri litli viS borSiS sitt og las af kappi. Hann sá fyrir sér skínandi VORIÐ 151

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.