Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 4
Gerið hverja vinnustöð að vígi fyrir K.F.I, Verkalýðnr Reyk|avíkur! Þá befir áður fylkt liði undir ferustu kommúnistaflokksins til baráttu fyrir hagsbótum og fyrir frelsi þínu! Þú hefir sýnt kraft þinn samtakamátt og pólitískaxi þroska í atvinnuleysisbaráttunni 7. júlí 1932, — í bardaganum Htiida gegn launakúguninni 9. nóv. 1932, — í baráttunni við nazistaskrílinn um réttinn til úti- funda verkalýðsins, 23. apríl og 7. maí 1933, — í liðsafnaðinum 1. ■tai, — í samúðarbaráttunni með þýzka verkalýðnum og gegn fas- temanum hér og erlendis, — í Diönuslagnum 23. sept. og nú síð- ast í atvinnubótakröfugöngunni, sem beitt var grimmdaræði lög- reglunnar 9. nóv- 1933! Þú veizt að Kommúnistafl. hefir haft for- ■stuna í allri þessari baráttu! Sýndu við kosningarnar 20. janúar traust þitt á Kommún- istaflokknum til forustu í stétta- baráttunni með verklýðsbylting- nna og sósialismann að takmarki. X B-listann. Pramh. af 3. síðu auðvaldinu þætti undir vissum kringumstæðum heppilegt að láta kratabroddana gangast fjrír bæj- arútgerð. Eins og hver annar auð- valdsatvinnurekstur myndi slík útgerð vera rekin í gróðaskyni fyrír auðvaldið og bankamir og fiskhringurinn myndu drottna yf- ir henni. Vafalaust myndi verða reynt að fá bæinn til að kaupa gamla tog- ara, til þess að eigendumir gætu með hagræði losað sig við mann- drápskollur sínar, án þess að !áta sigla þeim í strand. Bæjarútgerð myndi ekki írek- ar en hver önnur auðvaldsíram- leiðsla, vera rekin, nema því að eins að auðmagnið fengi sinn gi-óða. Bankamir, fiskhringurinn, þeir sem selja útgerðarvörurnar, framkvæmdarstjórarair og öll möguleg sníkjudýr, yrðu aö hafa sinn arðránshlut af vinnu verka- fólksins á sjó og landi. En á reikningum bæjarútgerð- arinnai1 myndi vafalaust sjást tap, og þetta „tap“ myndi verða j.otað sem röksemd fyrir lágu kaupi og kauplækkun eins og í Hafnarfirði og ekki ólíklegt að reynt yrði að þvinga kaupið nið- öi' með hlutaskiptum. Kommúnistar í bæjarstjórn M.mdu því greiða atkvæði með Wæjaiútgerð með eftirtöldum skil- y rðum: A8 greitt yrði kaup en ekki klutur. — Að kaupgjald yrði lát- i£ sitja fyrir öllum öðrum greiðsl- um. — Að greitt yrði fullt taxta- kaup og vinnutíminn styttur, sam- kvaemt þvi sem sjómennirnir krefðust. — Að gerð yrði aðeins át ný skip, þar sem góður að- kúnaður sjómannanna og fuUkom- r* órj'ggi væri tryggt. Verkamannabréf: Frá járnismiðjunam i AHskonar svinari á sér stað í > # . í iárnsmiðjununi. Eftir- og nætur- vinnukaup nemanna hefir verið iækkað stórkostlega og hafa þeir nú i lengri tíina slaðið i verkfalli hvað þessa vinnu snertir og eru þeir ákveðnir að berjast ti! sig- urs. I Landssmiðjunni hefir verið megnasta ólag á útborgun verka- launa. Menn hafa átt meira og minna inni. Og það er mjög farið að tíðkast, að menn séu sendir | heim á miðjum degi og fái þai af leiðandi aðeins liálf daglaun þrátt fyrir skýlaus ákvæði samn- inganna um 8 stunda vinnudag. Að allar þessar árásir á lifs- kjör smiðanna geta átt sér stað, er fyrst og fremst vegna starf- semi krataforingjanna, sem leynt og Ijóst — á verkstæðum og fundum prédika, að mönnum beri að sætta sig við þetta, og skipuleggja þar með ósigur járn- smiðanna. Þetta kom greinileg- ast fram á síðasta félagsfundi járnsmiða, þegar þeir liömuðust af öllum lífs og sálar kröftum móti því, að sveinarnir stvrktu nemana i verkfallinu. Barátta hinna byltingasinnuðu járnsmiða mót þessari ósigurs- pólitik hefir verið langt frá nægi- lega styrk. Gekk jafnvel svo langt, að á síðasta fundi hörf- uðu sumir þeirra undan fyrir tillögum kratanna um að svæfa mál iðnnemanna. En það er vit- anlega fyrsta skilyrðið til sigur- sællar baráttu að verkamennirn- ir, og þá ekki síst kommúnistarn- ir skilji hlutvek krataforingj- anna sem umboðsmanna at- vinnurekanda. Jámsmiður. Héðinnn Valdimarsson ber sannleikanum vitri Þegar Héðinn Valdimarsson var að lýsa það lýgi sem Brynj- ólfur Bjarnason sagði um grjót- vinnuna á ísafirði í útvarpinu i gær, þá var ég fvrst i miklum vafa um livoru ég ætti að trúa. En þegar Héðinn sagði í sömu andránni að taxti „Dagsbrúnar“ væri ekki brotinn liér i Rvik i byggingarvinnu, þá var ég ekki lengur i vafa. Það er sannanlega staðreynd, sem cg get borið um af reynslu, ég veit hvernig taxt- Í inn er allsstaðar brotinn, og ég þekki dæmi til þess, livernig akkorðin hafa þrýst kaupinu allt niður í 80 aura Mér féll bókstaflega allur ket- ill i eld yfir þeirri ósvífni Héð- ins að ljúga svona upp í opið geð- ið á okkur, og ég var ekki leng- ur i vafa um að það, sem Brvnj- ; ólfur sagði um grjótvinnuna á ; ísafirði, væri jaí'nrétl og það . sem hann sagði um bygginga- j vinnuna hér. En upp frá þessu > trúði ég ekki einu orði af þvx sem Héðinn sagði. Kosnmgaleiðbeining Kosningin hefst kl. 10 og fer fram í gamla bamaskólanum, sem er skift í 25 kjördeildir. Þegar kjósandi kemur inn á kjörstað, fær hann afhentan sam- anbrotinn kjörseðil af fulltrúum kjörstjómar. Lítur seðillinn þá þannig út, en með fullum nöfnr- um: A-listi B-Iisti C-listl D-Iistí E-listi St. J. Stefánss. o. s. frv. Bj. Bjarnason o. s. frv. G. Ásbjörnsson o. s. frv. Herm. Jónass. o. s. frv. H. S. Jónsson o, 8. frv. Kjósandi, sem kýs B-listann setur inni í kjörklefanum kross (X) fyrir framan B-listann, með blýanti, en gerir hvergi neitt ann- að merki á kjörseðilinn, því þá er hann ógildur. Gætið þess vel að krossa aðeins fyrir framan B-ið. Síðan brýtur kjósandi kjör- . seðilinn saman aftur, eins og harrn var, og stingur honum nið- ur í kassann hjá kjörstjóminni. Þegar kjósandi, sem kýs B-list- ann, hefir merkt rétt við, á eeð- illinn því að líta þannig út: A-listi X B-listi C-Ilsti D-listi E-Iisti St. J. Stefánss. Bj. Bjarnason G. Ásbjörnsson H. Jónasson H. S. Jónsson o. s. frv. o. s. frv. o. s. frv. o. 8. frv. o. s. frv. Ef kjósandi er sjóndapur, skjálfhentur eða á að öðru leyti erfitt með að merkja kjörseðil- inn rétt, getur hann fengið að- stoð hjá kjörstjóm. Kj ósendaf undur Komtnúnistaílokksins verður haldinn í Bröttugötusalnum, föstudagskvöld kl. 81,. Ræðumenn: Björn Bjarnason, Brynjólfur Bjarnason, Jens Figved og Einar Olgeirsson. Verkamenn og verklýðssinnar! Fjölmennið! Ég sannfærðist líka um það, að af Dagsbrúnarstjórninni er einskis góðs að vænta fyrir okk- ur byggingaverkamenn. Við þurfum að byggja upp okkar samfylkingarsamtök á vinnustöðvuinim. Það er eina leiðin. Eyggingaverkamaður. Aðgöngumerki «ð kosn- ingiifundi Alþýðiiíi. SíSastliðinn sunnudag gckk ég niður að K. R. liúsinu, en inni var kosn i nga f u n d u r Alþýðuf lokks- ins. Mér var hrint út vegna þess að ég bar á mér „samfylkingar- merkið gegn fasisma". Fyrir utan liitli ég félaga minn sem einníg er róttækur stéttvís verkamaður og meðlinuir i Dags- brún, Alþýðusambandinu — Alþýðuflokknum. Ég sagði hön- um hvernig farið hefði en hann bara liló að mér, þreif upp úr vasa sínuin merki Hjálpræð- ishersins og hvarf inn i húsið með það í barmi sínum. Ég beið drykklanga stund fyrir utan en Til baráttn gegn auðvaldi og fasisma! Framh. af 1. síðu. um sínum strax í vetur til að knýja fram 9 stunda vinnudag almennt, með 13 kr. og 60 aura dagkaupi, og 8 stunda vinnudag í þungavinnu við höfnina með 16 kr. dagkaupi. Ef vinnutíminn fyrir 4000 manns er styttur úr 10 tímum niður í 8 tíma, þá skapar það, með sama vinnuhraða, atvinnu handa 800 atvinnuleysingjum. Fylkið ykkur um þessar kröf- ur: Með því að kjósa B-Iistann 20. janúar. Með því að gerast starfandi liðsmenn í baráttunni fyrir þeim. hann kom ekki, Hjálpræðishers- merkið hefir þótt næg trygging fyrir óstéttvísi hans — þessvegna fékk hann að vera á fundinum. V. Th. AbyrgOann.: Brymféllu B|i Prentsmiðjan Acta. Gerifi Verklýlsblaðil al dagblali!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.