Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 18.01.1934, Blaðsíða 3
Kjósandi! Ef þú vilt - - að atvinnuleysið haldi áfram að aukast, að „atvinnubótavinnu“ sé út- hlutað sem hungurskammti, og notuð til að lækka launin, að atvinnuleysingjar fái enga styrki og engar tryggingar, að vinnulaunin haldi áfram að lækka, jafnframt því sem vinnu- hraðinn eykst, að með hlutaskiptum, sam- vinnuútgerð, akkorðsvinnu og öðrum auðvaldsráðum, sé kaupið kúgað svo langt niður, að verka- menn vinni ekki fyrir mat sínum, að f átækrastyrkurinn verði lækkaður enn meir og fátækra- flutningar og þrælavinna verði framkvæmd með enn meiri grimmd en hingað til hefir tízk- ast, að útsvörin og aðrir skattar á lágtekj umönnum hælcki, en auð- mönnunum sé hlíft. að verkamennirnir haldi áfram að búa í pestarhreysum, en fjár- magni bæjarins varið til að byggja hallir yfir auðmennina, að aðbúnaður á vinnustöðvun- um og öryggisleysið, verði enn meir en orðið er og slysum fjölgi, að ríkislögreglan verði aukin og margföldið, búin nýjum morð- vopnum og sigað gegn verkalýðn- um af enn meiri grimmd en áð- ur, að mörg hundruð þúsund króna sé varið til lögreglu gegn verka- lýðnum, 18 þús. krónum handa borgarstjóranum, 70 þús. handa rafveitu- og hafnarstjóra, 10 þús. í eftirlaun handa Knúti Zimsen, og fé bæjarins varið á svipaðan tiátt að öðru leyti, að hörmungar auðvaldsskipu- lagsins haldi áfram og færist stöðugt í aukana, og fasisminn nái yfirtökunuin. Ef þú vilt allt þetta, þá kjóstu fiokka burgeisastéttarinnar, — 1- haldsflokkinn, Alþýðuflokkinn, Framsókn eða nazistana. Kosningaúrsiiíin á Akureyri Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri fóru svo (Tala bæjar- fulltrúa í svigum) : Verklýðsfélögin og Kommúnistafl....... 406 atkv. (2) Alþýðufl......... 210 — (1) Framsókn........... 877 — (2) íhaldið............410 — (3) Bæjarstjóralistinn . 855 — (2) Iðnaðarmenn .. . . 154 — (1) Lista verklýðsfélaganna og Kommúnistafl. vantaði aðeins 5 atkv. til þess að koma 3 fulltrú- um að og verða sterkasti flokk- urinn í hæjarstjórninni. Eins og í Vestmannaeyjum fór fram hin skarpasta barátta gegn tækifærisstefnunr.i, samfara kosn- ingabaráttunni. Við óskum verka- lýð Akureyrar til hamingju með árangurinn, sem ætti að vera hin bezta hvöt til nýrra sigra í stettabaráttunni. Nánar í næsta blaði. í bæjarstjórnina! Björn Bjarnason. Iíinar Olgeirsson. Etstu mena á B-listanum - lista K F. I. Verkalýður Beykjavikur! Inn i bæjarstjórniua meö þessa tvo iulltrúa 20. jauúar! Bæjarút^erdin og blekkingar kratanna. Það er ekkert smáræði, sem Al- þýðuflokksforingjarnir hafa lof- að núna fyrir bæjarstjórnarkosn- ingamar. Stefán Jóh. Stefánsson skrifar í Alþýðublaðið, að ef þeir hen-ar komizt í meirihluta í bæj- arstjórn, þá ætli þeir hvorki meira né minna, en útrýma at- vinnuleysinu gersamlega, og skapa vinnu handa öllum, með öðrum orðum yfirvinna kreppuna fyrir fullt og allt (!!!) Þetta hafa sömu' mennirnir, sem stjórnað hafa Harnarfirði í 8 ár og ísafirði í 11 ár, brjóst- heilindi til að skrifa! I Hafnarfirði er verkamönnun- um úthlutað vinnu yfir atvinnu- leysistímabilið, sem þeir fá greitt fyrir, þetta 40—60 krónur alls, og stundum er þetta kaup greitt í heldur fátæklegum gjaldmiðli, sem sé í kvittunum fyrir útsvör. Fátæklingum með 8 manna fjöl- skyldu er ætlað að lifa af 90 kr. á mánuði. Svipaða sögu er að segja frá ísafirði. Þar hefir kaupið í bæj- arvinnunni komist allt niður í 80 og jafnvel 40 aura um tímann í akkorði. En hér í Eeykjavík ætla Al- þýðuflokkshöfðingjarnir að skapa paradís á jörðu strax í vetur, bara ef þeir komast í meirihluta í bæjarstjórn! Og ráðið er ofur einfalt. Þeir ætla sér að láta bæ- inn gera út togara. Með öðrum orðum: Með þessu skrafi sínu hafa kratabroddarnir j alveg skilyrðislaust afneitað sósí- ' alismanum og tekið upp fræði- kenningar auðvaldsins. Þeir ætla sér að „lækna“ krepp- una í einu vetfangi á grundvelli auðvaldsskipulagsins. Kreppan er alls ekki auðvaldsskipulaginu að kenna, segja kratarnir. „Fáið okkur stjórnina, þá er kreppan yfirunnin, og auðvaldsskipulagið er aftur fast í sessi“. Þetta er innihaldið í „kenningum“ þeirra. Alveg sama segir íhaldið: „Látið okltur haía völdin og við skulum yfjrvinna kreppuna“. Við kommúnistar vitum að kreppan, atvinnuleysið og neyðin á rætur sínar í auðvaldsskipulag- inu og munu fylgja því eins og skugginn, svo lengi, sem það stendur. Við vitum að atvinnuleysið og neyðin stafar af því, að í auð- valdsþjóðfélaginu eru framleiddar vörur til þess að skapa gróða fyrir auðmag-nið, er ekki til þess að fullnægja þörfum hinna vinn- andi manna. Við vitum að út úr þessaii kreppu er engin friðsam- leg leið til á auðvaldsgrundvelli. Við vitum ao fiskmarkaðurinn verður hvorki meiri né minni við það að kratarnir komist í meiri- hluta í bæjarstjórn. Við vitum, að það liggur alls ekki fyrir ís- lenzkri burgeisastétt að auka framléiðslu sína, heldur þvert á móti. Kreppan mun halda áfram að harðna og atvinnuleysið auk- ast (hvað sem minniháttar sveiíl- um kann að líða), svo lengi sem auðvaldsskipulagið stendur. Þess- vegna vitum við líka, að bæjar- útgerðarglamur kratanna er ekk- ert annað en argasta blekking, ætluð til að veiða atkvæði við kosningarnar og til þess að sundra honum í baráttunni fyrir atvinnubótum og atvinnuleysis- tryggingum. Blekkingarnar sem vopn gegn verkalýðnum. 1932 notuðu kratarnir sam- vinnuútgerðina á sama hátt til þess að sundra verkalýðnum í atvinnuleysisbaráttunni. Það mis- tókst. Seinna viðurkenndu þeir, að þetta hefði einungis verið her- bragð. Samvinnuútgerðin hefir nú sýnt sig að vera hið lævísasta ráð til þess að láta verkalýðinn þræla fyrir hungurlaunum, svo að sjómennirnir hafa oft ekki verið matvinnungar. Þessa illræmdu arð ránsaðferð hafa Framsóknarmenn Kjósandi! ES þú vilt - - berjast með Kommúnistaflokki íslands fyrir atvinnubótum í stórum stíl, fyrir því að fullt dagkaup verði greitt í atvinnubótavinn- unni, og fyrir því, að þau verk verði unnin, sem koma allri aír þýðu að gagni, fyrir atvinnuleysisstyrkjumi handa öllum, svo lengi, sem þeir ekki hafa vinnu, , , fyrir fullkomnum atvinnuleysis- tryggingum, fyrir styttingu vinnutímans niður í 8 stundir með óslcertu dagkaupi, fyrir hækkun fátækrastyrksins upp í minnst 5 kr. á dag fyrir hjón og 1 kr. fyrir hvert barn, fyrir afnámi fátækraflutninganna og fyrir fullu persónulegu frelsi allra styrkþega. fyrir byggingu nýtízku verkar mannabústaða, þar sem leigan sé miðuð við gjaldþol leigjendanna, fyrir ókeypis lyfjum, læknis- hjálp, og sjúkrahússvist fyrir verkalýðinn og hina vinnandi al- j. þýðu, í fyrir vægðarlausum sköttum | og útsvörum á þá ríku, og fyrir : því, að lágt launaðir verkamenn i séu útsvarsfríir, I íyrir góðum aðbúnaði og full- komnu öryggi við alla vinnu, fyrir styrk til menningarstarf- semi verkalýðsins, svo sem al- þýðufræðslu, sjómannaklúbbs, bókasafna o. s. frv. j gegn ríkislögreglunni og víg- búnaði auðvaldsins móti verka- í lýðnum, gegn fjáraustrinum til borgar- I stjóra, rafmagns- og hafnar- j stjóra, Knúts Zimsen og annara ' sníkjudýra, ef þú vilt berjast með Komm- únistaflokki íslands gegn auð- valdsskipulaginu, fasismanum og öllum fylgjum þess, fyrir sigri j verkalýðsbyltingarinnar og sósí- alismans, þá lcjóstu B-llstann j 1—MM—niM««■ ; nú gert að aðal áhugamáli sínu í kosningabaráttunni. Verði þeim að góðu! Nú hafa kratabroddarnir tek- ! ið upp bæjarútgerðarblekkinguna í sama tilgangi. En viðbúið, að samkomulag sé þegar fengið um það, að láta bæjarútgerðina stranda á atkv. Framsóknar og taka svo upp samvinnuútgerðina, sem það „skárra af tvennu illu“, ; til þess að þrýsta launakjörunum j niður á takmark hungursins. i Afstaða Kommúnista. j Það er auðvitað hin ósvífnasta ! lýgi að við kommúnistar séum j á móti því, að bærinn eða einhver annar atvinnurekandi kaupi nýja togara og geri þá út. Það eru blekkingar kratabroddanna, sem við berjumst á móti. Gerum nú ráð fyrir því, að Framh. á 4. síðu.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.