Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 67

Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 67
Fjöldi mynda Myndskreytingar úr 29 barnabókum eru á sýningunni í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Morgunblaðið/Ómar Fastur liður Sýningin hefur verið haldin á hverju ári síðan 2002. Morgunblaðið/Ómar ÁRLEG sýning á myndskreytingum sem komið hafa út í barnabókum á árinu verður opnuð í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 15. Við opnunina verða Íslensku mynd- skreytiverðlaunin, sem kennd eru við Dimmalimm, veitt fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2006. Sýningin hefur verið haldin á hverju ári síðan 2002. Guðrún Dís Jónatansdóttir verkefnisstjóri hjá Gerðubergi segir að sýndar verði myndskreytingar úr 29 bókum en myndskreytar sem taka þátt í sýn- ingunni í ár eru 25. „Okkur fannst al- veg tilefni til þess að vekja athygli á þessum þætti bókaútgáfunnar. Verðlaunin og sýningin hefur fallið í góðan jarðveg hjá myndskreytum og athyglin sem þetta vekur kemur bókaútgáfunum einnig vel,“ segir Guðrún Dís. Þeir myndskreytar sem sýna verk sín á sýningunni eru Anna Cynthia Leplar, Anna Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarnason, Áslaug Jónsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brian Pilkington, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Erla Sigurðardóttir, Freydís Krist- jánsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Hall- dór Ásgrímur Elvarsson, Halldór Baldursson, Karl Jóhann Jónsson, Katrín J. Óskarsdóttir, Kristinn G. Jóhannsson, Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Margrét Laxness, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Sigríður Ásdís Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Stephen Fairbairn, Þorgerður Jörundsdóttir og Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Heiðardóttir. Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn standa að verðlaununum ásamt Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Í dómnefnd eru þau Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur, Kalman le Sage de Fon- tenay, auglýsingateiknari og Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona. Myndskreytingar í barnabókum Íslensku myndskreytiverðlaunin afhent í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 67 menning GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðrún Hólmgeirsdóttir framhaldsskólakennari og Jón Kal- dal aðstoðarritstjóri. Þau ásamt lið- stjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan um ótrúleg vand- ræði höfuðborgarbúa vegna snjó- komu í Reykjavík: Alltaf er jafn undravert þá ofan fellur snjórinn. Fyrripartur síðustu viku var ortur í tilefni af afmælisdegi Jónasar Hall- grímssonar: Betur hefði lifað lengur listaskáldið góða. Davíð Þór botnaði svo: Því feikna stefgjöld fengi drengur og feitan af þeim gróða. Edda Sóley Óskarsdóttir botnaði m.a.: Ótrúlega illa gengur öllum nú að ljóða. Íslensk tunga illa gengur, aldrei laus við sóða. Auður Lilja Erlingsdóttir: Í valinn fallinn vænn er drengur veröld setur hljóða. Hlustendur létu ekki sitt eftir liggja, m.a. Magnús Geir Guðmundsson: Ægifagri Íslandsdrengur, eftirlæti fljóða! Valur Óskarsson: Er ungra slitnar ævistrengur, alla setur hljóða. Jón Rúnar Sveinsson: Fjölnismaður, frábær drengur, vor fremsti smiður ljóða. Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Að því hefði orðið fengur: úrval mætra ljóða. Lífið kvaddi ljúfur drengur, - lítt sem hafði að bjóða. Þórhallur Hróðmarsson: Þá eflaust hefði ort sá drengur aukin kynstur ljóða. Georg Ólafur Tryggvason: Færst þá hefði okkur fengur í formi nýrra ljóða. Sverrir Friðþjófsson: Því svona merkur dáðadrengur er draumur allra þjóða. Eysteinn Pétursson: 0g svo væri einnig fengur í Sæmundi fróða. Undravert að ofan fellur snjórinn Orð skulu standa Þáttastjórnandi ásamt liðstjórum. Hlustendur geta sent sína botna á netfangið ord@ruv.is eða bréfleiðis til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Útvarp | Orð skulu standa LeikarinnMichael Richards, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cosmo Kramer í Seinfeld- þáttunum, hefur ráðið sér al- mannatengil sem hefur tengsl við samfélag þeldökkra í Bandaríkjunum. Þetta gerir hinn 57 ára gamli Richards í kjölfar niðr- andi ummæla sem hann lét nýlega falla um blökkumenn á sviði í grín- klúbbi í Los Angeles. Richards baðst afsökunar á fram- ferði sínu í sjónvarpi og hann hefur núna ráðið almannatengilinn How- ard Rubenstein til þess að koma iðr- un sinni á framfæri. Að sögn Rubenstein vill Richards „græða það stóra sár sem hann hef- ur valdið bandarískum almenningi“. Fólk folk@mbl.is Alltsem flú vilt vita um EMINEM Ævisaga rappara. Eiríkur Örn Nor›dahl fl‡ddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.