Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Bíldudalskirkja 100 ára Í TILEFNI af aldarafmæli Bíldu- dalskirkju verður messa í Bíldu- dalskirkju kl. 13 sunnudaginn 26. nóvember. Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson heimsækir söfnuð- inn af því tilefni og prédikar í mess- unni. Sr. Sveinn Valgeirsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari ásamt gestkomandi prestum. Organistinn Marion Worthmann leiðir söng samkórs kirknanna í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli og Pat- reksprestakalli. Að messunni lokinni verður há- tíðarsamkoma í félagsheimilinu Baldurshaga í boði sóknarnefndar sem nýtur tilstyrks kvenfélagsins Framsóknar og Kvennadeildar SVFÍ. Formaður sóknarnefndar er Páll Ágústsson. Minnt er á söfnunarreikning vegna afmælisins: Bíldudalskirkja – Samtaka nú 1118-05-402339, kt. 460169-1439. Taize-messa Hvalsnes- og Útskálasafnaða SUNNUDAGINN 26. nóvember kl. 20:30 verður sameiginleg Taize- messa Hvalsnes- og Útskálasafnaða í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Sungnir verða Taize-söngvar og flutt hugljúf tónlist á fiðlu og píanó, einnig verður gengið til altaris. Fram koma kórar Hvalsneskirkju og Útskálakirkju. Kjartan Már Kjartansson leikur á fiðlu og org- anisti er Steinar Guðmundsson. Meðhjálparar Sylvía Hallsdóttir og Helga Magnea Birkisdóttir. Allir velkomnir og er fólk hvatt til að mæta og eiga notalega kvöldstund í skammdeginu við kertaljós og fal- lega tónlist. Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur. Vivaldi tónleikar í Fella- og Hólakirkju NÚ á sunnudaginn, 26. nóvember kl. 17 heldur kór Fella- og Hóla- kirkju tónleika í kirkjunni. Með kórnum leikur kammersveit og ein- söngvararnir Viera Manasek, Sól- veig Samúelsdóttir, Guðrún Finn- bjarnardóttir og Stefán Ólafsson koma fram. Stjórnandi er kantór kirkjunnar, Lenka Mátéová. Á þessum tónleikum mun lista- fólkið flytja tvö verk eftir ítalska tónskáldið Antonio Vivaldi. Annars vegar Magnificat og hins vegar Gloríu í D-dúr. Bæði þessi verk eru sérlega falleg og endurspegla vel fegurð og tign tónverka þessa tón- listarmanns. Feneyjarbúinn Vivaldi skildi eftir sig mörg kirkjuleg og trúarleg tónverk. Sagt hefur verið um þessi tvö verk sem flutt verða á sunnudaginn að þau séu í senn kraftmikil og glæsileg. Þau endur- spegla gleði og tignarlegan hátíð- leika og hafa notið vinsælda víða um heim. Bæði þessi verk eiga vel við á þessum árstíma þegar við horfum fram til aðventunnar. Aðventan á að búa hug okkar og hjarta undir komu frelsarans, íhugunartími undir gleðiboðskap heilagra jóla. Kór Fella- og Hólakirkju ásamt hljóðfæraleikurum, einsöngvurum og stjórnandanum vilja leggja sitt af mörkum til að bjóða okkur upp á að hlýða á svo yndisleg tónverk sem þessi tvö eftir Vivaldi. Með því má segja að við hefjum gönguna saman inn í aðventu og rökkur þessa árs- tíma, tendruð af fegurð og glæsi- leik tónlistar sem nú og ætíð mun lyfta hug í hæðir. Verið innilega velkomin á tón- leikana í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn kl. 17. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og verða miðar seldir við innganginn. Eftir tónleikana býður kórinn tónleikagestum upp á kaffi og konfekt í safnaðarhúsinu. Helgihald í Kolaportinu HELGIHALD verður sunnudaginn 26. nóvember í Kolaportinu í „Kaffi Port“. Frá kl. 13.30 syngur og spil- ar Þorvaldur Halldórsson ýmis þekkt lög bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og sr. Bjarni Karlsson leiðir samveruna. Að venju er boðið upp á að koma með fyrirbænarefni og munu Margrét Scheving og sr. Bjarni Karlsson biðja með og fyrir fólki. Í gegnum tíðina hefur skapast andrúmsloft tilbeiðslu í þessu helgi- haldi. Þó margt sé um að vera í Kolaportinu eru ávallt margir þátt- takendur sem gjarnan fá sér kaffi- sopa, syngja, biðja og hlusta. Í lok stundarinnar er gengið um með ol- íu og krossmark gert í lófa þeirra sem vilja. Um leið eru flutt bless- unarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig.“ Allir eru velkomnir, Miðborgarstarfið. Minningartónleikar sr. Árna í Áskirkju MINNINGARTÓNLEIKAR Sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar í Ás- kirkju á sunnudaginn, 26. nóvem- ber kl. 17.00. Kór Áskirkju syngur undir stjórn organista Kára Þor- mars. Einsöngvari er: Jóhann Frið- geirsson. Allur ágóði rennur í gluggasjóð Áskirkju. Lífsreynsluerindi í Áskirkju Í ÁSKIRKJU, síðasta þriðjudaginn í þessum mánuði 28. nóvember, segja Brynja Arthúrsdóttir og Ragnar R. Magnússon frá reynslu sinni af því að missa sjónina og hvernig á að að- stoða og umgangast blinda og sjón- skerta. Erindið hefst kl. 13.00 í neðri safnaðarsal, eftir hádegisbæn og súpu sem hefst kl. 12.00. Allir velkomnir. Jólahlaðborð Safnaðar- félags Áskirkju JÓLAHLAÐBORÐ Safnaðarfélags Áskirkju verður í efri safnaðarsal 30. nóvember kl. 19.00. Vinsamleg- ast tilkynnið þátttöku í jólahlað- borðið í síma Áskirkju: 588 8870 fyrir 28. nóvember. Gospelmessa og gospeltónleikar í Vídalínskirkju GOSPELMESSA verður í Vídalíns- kirkju sunnudaginn 26. nóvember kl. 11. Nýstofnaður gospelkór ungs fólks sem ber heitið „Gospelkór Jóns Vídalíns“ kemur fram í fyrsta skipti. En kórinn er samstarfsverk- efni FG og Garðaprestakalls. Kór- stjóri er Þóra Gísladóttir. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir alt- ari og predikar. Það er einnig sunnudagaskóli í Vídalínskirkju á sama tíma undir stjórn Ármanns H. Gunnarssonar æskulýðsfulltrúa. Tónleikar gospelkórsins verða svo í hátíðarsal FG þennan sama dag kl. 17. Þar mun kórinn koma fram með hljómsveit. Aðgangur er ókeypis á tónleikana en áheyrend- um sem það vilja gefst kostur á að styrkja kórinn í lok tónleikanna. Hjóna- og sambúðarmessa verð- ur þennan sama dag kl. 20 í Bessa- staðakirkju. Þar munu dr. Berglind Guðmundsdóttir og dr. Erla Grét- arsdóttir fjalla um samskipti. Gunn- ar Gunnarsson leikur á píanó, Tóm- as R. Einarsson á bassa en Þorvald- ur Þorvaldsson leiðir sönginn. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar þjóna fyrir altari. Menningarvaka í Seljakirkju HIN mánaðarlega menningarvaka eldri borgara í Seljakirkju verður þriðjudagskvöldið 28. nóvember kl. 18. Helgistund og léttur málsverð- ur. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar tónlistar- stjóra. Dóra Ingvarsdóttir flytur erindi. Skráning í síma kirkjunnar 567 0110. Sjá heimasíðu kirkjunn- ar: seljakirkja.is. Allir velkomnir. Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÆÐRULEYSISMESSA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld, sunnudagskvöldið 26. nóv- ember, kl.20 en æðruleysimessur eru haldnar í kirkjunni einu sinni í mánuði og alltaf vel sóttar. Þeir sem standa að æðruleysismessum eru fulltrúar AA-samtakanna, Al Anon-samtakanna og einnig fólk sem tekur þátt í verkefninu And- legt ferðalag – Sporin 12. Og annað kvöld bætast við ný samtök OA- samtökin og sjá um messuna að þessu sinni. Um OA-samtökin segir á heima- síðu samtakanna: „OA-félagar eru karlar og konur á öllum aldri um allan heim sem eiga sér þá ósk að halda sér frá matarfíkn og vilja bera boðskap samtakanna um bata áfram til þeirra sem enn þjást. OA er ekki megrunarklúbbur og setur engin skilyrði um þyngdartap. Með því að viðurkenna vanmátt okkar gagnvart mat, og að kasta frá sér þeirri hugsun að maður þurfi á „viljastyrk“ að halda til að stjórna áti sínu, verður maður fær um að halda sig frá ofáti – einn dag í einu.“ Að lokinni góðri stund í kirkjunni verður boðið upp á kaffi í safn- aðarheimilinu. Jafnrétti menntunar á Fræðslumorgni í Hallgrímskirkju Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms- kirkju nk. sunnudag, 26. nóvember, verður flutt erindi undir yfirskrift- inni: 95 ár frá jafnrétti til náms, námsstyrkja og embætta. Þar mun Valborg Sigurðardóttir lýsa að- draganda þess að íslenskar konur fengu jafnan rétt á við karla til náms, styrkja og embætta árið 1911. Valborg er uppeldis- og menntunarfræðingur, fyrrum skólastjóri Fósturskóla Íslands og höfundur bókarinnar „Íslenska menntakonan verður til“ sem kom út á fyrra ári. Allt áhugafólk um fræðslumál og jafnrétti er velkomið á Fræðslumorgun í suðursal Hall- grímskirkju, en þetta er sá síðasti á þessu misseri. Erindið hefst kl. 10 og því lýkur með molasopa fyrir barnastarf og messu kl. 11. Þar predikar sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson og þjónar ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og hópi messuþjóna. Sönginn leiða félagar úr Mótettu- kórnum. Ensk messa er í kirkjunni kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og organisti í báðum messum er Björn Steinar Sólbergsson. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÞRIÐJA Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 26. nóvember kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu níu árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbæna- þjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Sr. Garðars Svavars- sonar minnst í Laugarneskirkju FIMMTUDAGINN 30. nóvember kl. 14:00 verður samvera eldri borgara í Laugarneskirkju helguð minningu sr. Garðars Svavarssonar fyrrum sóknarprests, en hann hefði orðið 100 ára 8. september sl. Af þessu tilefni mun Þorsteinn Ólafsson, fyrrum yfirkennari og sóknarnefndarmaður, flytja ræðu auk þess sem varpað verður upp gömlum ljósmyndum frá lífi og starfi Laugarnessafnaðar á sínum fyrstu árum. Minning sr. Garðars er mjög vakandi í huga allra sem nutu þjónustu hans, jafnt börn sem fullorðnir, og er þessi samvera opin fólki á öllum aldri þar sem einnig gefst gott tækifæri til að rifja upp hina merku sögu frumherjanna sem stofnuðu söfnuðinn og reistu kirkjuna. Sr. Bjarni Karlsson sóknarprest- ur mun stýra samkomunni, Gunnar Gunnarsson mun leika á píanó, en kaffiveitingar og allur viðbúnaður er í höndum þjónustuhóps og Gunn- hildar Einarsdóttur kirkjuvarðar. Mannréttindi og náungakærleikur í Frí- kirkjunni í Reykjavík Í GUÐSÞJÓNUSTUNNI kl 14:00 skipa fermingarbörn næsta vors sérstakan sess, þegar þau flytja eig- in bænir og lesa upp úr Mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt ritningarlestrum dagsins. Einnig taka þau á móti kirkjugest- um í anddyri. Prestar safnaðarins, Hjörtur Magni og Ása Björk, þjóna fyrir altari, en Ása Björk prédikar. Að venju leiða þau Anna Sigga og Carl Möller almennan safnaðarsöng, en sértakir gestir eru systkinin Ágústa Ebba og Magnús Jóhann sem leika munu á flygilinn. Andabrauðið er á sínum stað í lokin. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudag, verður ensk messa í Hallgrímskirkju kl. 14. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarna- son. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Guðrún Finnbjarnar- dóttir leiðir almennan safnaðar- söng.Fimm ára afmæli þessa helgihalds í kirkjunni, 2001–2006. Kaffiveitingar að messu lokinni í suðursal kirkjunnar. Service in English SERVICE in English in Hallgríms- kirkja at 2 pm. Holy Communion. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergsson. Lead- ing Singer: Guðrún Finnbjarnar- dóttir. Refreshments after the Service. Gullna reglan krufin í Hafnarfjarðarkirkju GULLNA reglan svokallaða er ein megin undirstaða kristinnar sið- fræði og þar með Vestrænnar sið- fæði. Jesús Kristur setti hana fram í fjallræðunni er hann sá eini sem sett hefur hana fram í því formi sem þar birtist. Með þessari ein- földu reglu gerði Jesús umhyggj- una fyrir náunganum að kjarn- anum í lífi hvers kristins manns. Í guðsþjónustu næsta sunnudags í Hafnarfjarðarkirkju verður sér- staklega fjallað um þessa reglu Jesú og áhrif hennar á vestræna menningu. Einnig verður talað um aðrar útgáfur Gullnu reglunnar og það sem gerir útgáfu Jesú einstaka í veraldarsögunni. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Við guðsþjón- ustuna leikur Jóhannes Þorleifsson á trompet en Antonia Hevesi leikur á orgel og stjórnar kór kirkjunnar. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Morgunblaðið/ÓmarBíldudalskirkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.