Ísafold - 08.09.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.09.1917, Blaðsíða 2
2 • ISAFOLD Árni Eiríksson 1 Heiidsaia. l Tals. 265 og 554. Pósth. 277. I Smýsala I — Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. — Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávðrur er snerta saumavÍDnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. T ækif ærisgjaf ir. Ir *fr \[ H.Í. Eimskipafélag Islands Til viöskiftavina vorra! Vér höfum fengið símsktyti frá umboðsmanni vorum í New York þess efnis, að útflutningsleyfi á vörum frá Ameríku fáist ekki fyr en eftir að Stjórnarráð íslands hafi samþykt það (gefið útflutningsleyfi). Um leið og vér vekjum athygli heiðraðra viðskifta- manna vorra á þessu, biðjum vér þá að sækja nú þegar um útflutningsleyfi til Stjómarráðs íslands fyrir þær vörur, sem þeir hafa pantað rúm fyrir í skipum vorum og sömuleiðis fyrir þær vörur, sem þeir kynnu að ætla að fá fluttar með skipum vorum framvegis. Reykjavík 7. september 1917. H.f. Eimskipafélag fslands. sé fyrir því að kol og koks verði naqile% í landinu. Fyrir þessu er enn engin vissa. Að eins von. Og þó mikið af kolum kunni að koma til landsins, þá ber vel þess að gæta, að þau eru enn nauðsynlegri til margs annars, en til þess, að halda uppi skólunum. Er þar fyrst til að nefna landsspitalana og sjúkrahúsin á land- inu, sem ekki má loka, og trauðla mun gerlegt að spara hita við. Þá verður einnig að vera vissa fyrir því að oss skorti eigi kol handa skipum vorum, þeim sem nú halda i oss lífinu og munu gera það. Einnig verður að vera vissa fyrir þvi, að eitthvað af botnvörpuskipum geti náð i fisk til matar handa lands- mönnum, eftir því sem nauðsyn ber til. — Ekki má það heldur vera í óyissu, hvort heimili einstaklinganna geti náð í nægilegt eldsneyti. Það verð- ur að sjá fyrir því að fólk ekki þnrfi að sitja i kulda, því það getur orðið stórhættulegt fyrir þjóðina, þar sem af þvi hlyti að leiða heilsu- tjón einstaklinganna og aukinn mann- dauða. Alt þetta álitum vér enn pýð- ittgarmeira fyrir þjóðfélagið heldur en það þó skólum yrði lokað í vet- ur. Verður þetta því að vera full trygt áður en lagt er út í fullkomið skólahald. Eru þá taldar þær ástæð- ur, sem lúta að eldsneytinu. Nefndunum virtist rétt að geta einnig þeirrar ástæðu, að ef einhver vafi kynni að leika á því að nægur útlendur matur væri til í landinu og þá sérstaklega iiér i Reykjavik, þá sé ekki réct að hrúga hingað fólki ofan úr sveitum. Menn munu nú sjálfsagt segja að það megi á sama standa, því alstaðar þurfi menn að eta, hvort sem þeir eru í sveit eða kaupstað. Ekki er hægt að mót- mæla þessu, en hitt er vist, að ef matarskortur verður í landinu vegna ónógra aðflutninga, þá kemur skort- urinn fyr í kaupstaðina en i sveit- irnar. I sveitunum verður fólki fleira til bjargar og það er léttara á út- lenda matnum, en kaupstaðabúar. Menn munu sjálfsagt segja að þetta sé bara grýla, því varla muni oss mat skorta, en ekki virðist þó viss- an fyric- því fullkomin og útlitið sizt betra en verið hefir. Enn er eftir að nefna eina af þeim höfuðástæðum, sem vöktu fyrir nefndunum, og er hún sú, að þeim fanst viðurhluta mikið að ætlast til þess, eða óbeinlinis hvetja til þess — en það væri gert, ef skólum væri leyft að starfa á venju- legan hátt — að menn ofan úr sveitum gætu yfirleitt lagt fram eins mikið fé eins og mun þurfa til þess að námsfólk lifi hér í Reykjavik sæmilega i vetur. Það virðist næsta undarlegt og jafnvel ótrúlegt að fjöldi þeirra tnanna sem eiga að kosta sjálfa sig eða aðra hér i R.vík í vetur, geti k’ofið bann kostnað án stórtjóns á efnum sinum og ástæð- um nú á þessum erfiðu tímum. Ef menn geta þetta, þá er efnahag námsmanna og aðstandenda þeirra yfirleitt betur komið en áður hefir verið. Þessu er svarað þannig að fólkið sjálft óski eftir þessu og vilji ganga að þessum kjörum eða réttara sagt ókjörum, — ókjör mega það kallast að greiða minst 10—12 hdr. kr. fyrir vetrarvist i Reykjavik eins og útlit er fyrir. — Menn benda á til sönnunar því að fólkið sjálft treysti sér til að standast þenDa kostnað, hversu óðfúst það er að sækja um skólavistirnar. Eg held þetta sé ekki næg sönnun, þvi eg tel það áreiðanlegt að fólk upp til sveita hafi alls enga hugmynd um hversu dýrt verði að lifa hér i R.vík næsta vetur. Væri því full ástæða til að stemma stigu fyrir því að fólk af gáleysi hleypi sér út i ókleifan kostnað. Ef námsfólkið drifi hingað í haust á venjulegan hátt án þess að gera sér fulla grein fyrir kostnaðinum, þá mætti búast við því að sumt yrði ef til vill að hætta á miðjurn vetri vegna fjárskorts eða þó svo færi að það kæmist á einhvern hátt fram úr þessum vetri með lántökum eða öðru þvi um líku, þá gæti það lamast svo efnalega að það ef til vill yrði að hætta við nám fyrir fult og alt. Og þá væri sannariega betra fyrir náms- menn að bíða einn vetur heldur en að svo' færi. Benda má eionig á það að líkindi eru til að heilsu fólks verði meiri hætta búin hér í Rvík í vetur heldur en ella. Þegar alt er svo óhæfilega dýrt, munu allir kosta kapps um að spara svo sem þeir frekast geta. Munu þeir þá fyrst og fremst reyna að spara það sem dýr- ast er en það eru kolin. Er því mjög hætt við að námsfólkið geti beðið heilsutjón af kolasparnaði eða af því að sitja í kulda, en allir vita að námsfólk er talsvert næmt fyrir sjúkdómum. — Menn gera mjög mikið úr því hve rangt sé að stuðla til þess að námsfólk tefjist heilan vetur og missi þannig heilt ár af lífi sínu eins og menn komast að orði. En nefndirnar voru þeirrar skoðunar að vegna hins gífurlega kostnaðar við skólavistirnar, þá hlytu hvort sem er fleiri eða færri af nem- endunum að tefjast sakir efnaleysis. En það væri misrétti ef efnamenn- irnir tefðust ekkert en að eins þeir fátæku og til þess vildu nefndirnar ekki stuðla. Þessar ástæðui ná auð- vitað ekki til námsfólks heima í Rvik og er Reykvíkingum ekki láandi þó þeir leggi alt kapp á að skólum sé haldið uppiraþar sem þeir þurfa ekki að kosta sitt fólk meira þó það gangi á skólana. En ekki fanst nefndun- um rétt að halda uppi skólum /yrir Reykvíkinga eina eða því sem næst, enda ber vel að gæta þess að reyk- viskir nárasmsnn þurfa ails ekki að missa eins _mikils í þó skólum sé lokað. Þeir geta eftir sem áður að meira eða minna leyti notið tilsagn- ar kennaranna, sem að sjálfsögðu mundu láta hana ókeypis í té eftir þvi sem hægt væri. Og væri sjálf- sagc að bæta þeim upp ef þeir þyrftu fyrir þær sakir að kosta meiru til um hita eða annað. Allar þær ástæður sem eg þegar hefi tekið fram vöktu fyrir nefndun- um, en geta skal eg þess að ein- stakir nefndarmenn lögðu mismun- andi áherzlu á hverja ástæða fyrir sig. Af því eg tala hér fyrir munn 12 manna, þá get eg búist við að eg láti einhvers ógetið, sem þeir kynnu að óska eftir að kæmi fram og vona eg að þeir árétti þá mitt mál. Skal svo ekki fjölyrða frekar um ásteeðurnar fyrir tillögunni, en vona að hv. deildarmenn hafi þegar kom- ist að raun um að þetta mál hefir mjög alvarlegar hliðar. Aths. ritstj. Því birtir Isafold þenna ræðukafla, að þingnefndir þær sem lagt hafa til svo úrslita-mikla tilllögu, sem er frestun alls skóla- halds, eiga sanngirniskröfu á því, að ástæður þeirra nái til almennings. En áreiðanlega orka þær ástæður tvímælis á marga lund, og er það brýn skylda alþingis að bera sig ræki lega saman við ráðamenn skólamála vorra, áður en alþingi fer út á þá braut að banna með Iögum alt skóla- hald á landi hér hálfan eða allan veturinn. Ritstj. Norðlendingar mótmæla. Kaupmannaráðið i Reykjavík hefir fengið eftirfarandi símskeyti frá Ak- ureyri með beiðni um að koma því á framfæri við alþingi. Alls eru mennirnir 55, sem undir skjalið hafa ritað á Akureyri og hljóðar það svo: Vér undirritaðir útgerðarmenn og kaupmenn á Akureyri erum að ýmsu leyti óánægðir með ráðstöfun stjórn- arinnar í verzlunarmálum, og kastar nú svo tólfunum að vér teljum oss neydda til að kvarta til hins háa al- þingis yfir hinum siðustu ráðstöfun- um hennar. 1. Flutningur á steinolíu norður með Botm'u siðast kostaði 20 kr. á tunnuna, sem verður yfir 100 kr. fyrir smálestina, og tar okkur þröngvað til þess að láta Botniu flytja olíona fyrir það gjald, á þann hátt, að annars átti að neita okkur um hana. Er þetta því ósanngjarnara þar sem við áttum kost á flutningi fyrir 10 kr. tunn- una og stjórnin hafði i næstu ferð á undan reiknað flutnings- gjaldið 5 kr. fyrir tunnuna. Jafn- framt því að hækka flutningsgjald- ið á steinolíu, lækkar hún nú flutningsgjald á matvörum til Þingeyinga með sömu ferð um einn þriðja. Stjórnin hefir því iþyngt Norðlendingum með 10 kr. aukagjaldi á kverri tunnu al- veg að óþörfu, er ætti að endur- gjaldast þeim úr landssjóði. 2. Þar eð landsverzlunin ræður nú yfir miklum hluta af verzlun þjóð- arinnar, teljum vér öldungis óhjá- kvæmilegt að í stjórn hennar séu tveir menn, reyndir, æfðir og duglegir í verzlunarmálum og auk þess framkvæmdastjórinn sé aéfð- ur i stjórn verzlunar og haldist það fyrirkomulag unz striðinu er lokið. 3. Út af skipakaupum stjórnarinnar skorum vér á alþingi að rann- saka skipakaup hennar og hlutast til um að hún fari varlegar i þeim efnum hér eftir en að undanförnu. Fyrir hönd undirskrifendanna Otto Tulinius. Hallgr. Daviðsson. Jón Stefánsson Sn. Jónsson Jóhannes ÞorsteinssoD. Á fjölmennum fundi á Siglufirði var og samþykt tillaga, sem lýsir mikilli óánægju yfir aðgerðum stjórn- arinnar. t Frú Þórunn Ólafsdóttir - • í Kálfholti. Hinn 17. þ. m. andaðist að Kálf- holti í Holtum frú Þórunn Olajs- dóttir, kona súa Ólafs Finnssonar, eftir miklar og langvinnar þjáningar. Er þar á bak að sjá ágætri konu og ástsælli að allra dómi, sem hana þektu, enda var hún af góðu bergi brotin í báðar ættir. Frú Þórunn fæddist í Mýrarhús- um á Seltjarnamesi í maí 1863, en þar bjuggu þá foreldrar hennar, Ólafur útvegsbóndi Guðmundsson og fyrri kona hans Karítas Runólfs- dóttir. Var Ólafur ættaður þaðan af nesinu, sonur Guðmundar í Mýr- arhúsum Pálssouar í Pálsbæ og síð- an í Nesi. En Karítas, fyrri kona Ólafs í Mýrarhúsum, var dóttir þeirra merkishjónanna Runólfs í Saurbæ á Kjalarnesi Þórðarsonar og Halldóru Ólafsdóttur yfirsetukonu. Runólfur i Saurbæ var 5- maður í beinan karllegg frá Ormi sýslumanni í Eyj- um í Kjós Vigfússyni (f 1675), sem var kynsæll maður og fjölmennar ættir eru ruunar frá. En Halldóra kona Runólfs var dóttir Ólafs á Blikastöðum Guðmundssonar farfara í Þormóðsdal, Sæmundssonar, Þórð- arsonar prófasts á Staðastað Jónsson- ar biskups á Hólum Vigfússonar (»Bauka-Jóns«). Lifa nú af börnum þeirra Saurbæjarhjóna að eins tvö: Eyjólfur bóndi í Saurbæ og frú Guð- rún kona síra Matthíasar skálds Joch-- umssonar. Frú Þórunn misti móður sina í bernsku. Fluttist hún þá að Nýja- bæ á Seltjarnarnesi til B ynjólfs Magnússonar, er átti Halldóru föð- ursystur hennar; en Brynjólfur var albróðir Kristins í Engey, hinn mæt^ asti maður í hverri grein, enda var Nýjabæjarheimilið orðlagt myndar- heimili. Þar ólst frú Þórunn upp sem í beztu foreldrahúsum. Hinn 27. nóv. 1889 giftist hún eftirlifandi manni sinum, síra Ólafi Finnssyni, sem nokkru síðar fekk Kálfholts^ prestakall. Fluttust þau að Kálfholti vorið eftir og hafa búið þar slðanr Lifa þrjú börn þeirra, öll uppkomin, dætur tvær: frú Halldóra, kona Sig- urðar mag. Guðmundssonar í Rvikr og frú Kristin, kona Asgeirs bú- fræðings Ólafssonar, sem nú býr f Kálfholti, og einn sonur, Stefán gagnfræðastúdent frá Akureyrarskóla, Frú Þórunn sál. var hin ágætasta kona i hverri grein, prýðilega gefin og vel mentuð. Manni sínum og börnum var hún hin ágætasta eigin- >lona og móðir og hjúum sínum hin bezta húsmóðir. Heimili sínu veitti hún ágæta forstöðu, enda var hún með afbrigðum heimilisrækin kona og hin reglusamasta í hússtjóm og bústjóm. Bar prestssetrið i Kálf- holti þess beztan vott, hviiík hús- móðir hún var. Hún var kona frið sýnum, hrein á svip og hrein í lundr ljúfmannleg í viðmóti og háttprúð,, en yfirlætislaus i fasi öllu og fram- göngu. Að eðlisfari var hún frem- ur. fáskiftin kona, en lagði öllum gott til og vildi í öllu láta gott af sér leiða, enda ávann hún sér með góðvild sinni og grandvarleika til orða og verka ást og virðingu allra þeirra, sem kyntust henni. Hún var innilega tiúhneigð kona, guðhrædd og guðelskandi, eins og alt lif henn- ar og framkoma bar með sér, og þegar sjúkdómurinn ólæknanlegur sótti hana heim, þá bar hún þann kross með stakri þolinmæði og und- irgefni undir guðs vilja. Hennar er því að maklegleikum saknað, ekki að eins af þeim, er stóðu henni næst í lífinu, heldur og. af öllum, sem þektu hana og ágæta mannkosti hennar. Guð blessi minningu hennar. 11.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.