Ísafold - 27.08.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.08.1910, Blaðsíða 2
214 ISAFOLD Jiitt áríega útsaía f)já Tf). Tf)orsfeinsson, Ing- ó[fsf)voíi, verður frá 1. -/4. sepfetnber. Afarstór haustsala byrjar I. september næstkomandi, en stendur að eins stuttan tima. IO°|0 afsláttur verður gefinn. Talsvert af barnasokkum verður selt með 2O°/0 afslætti og mjög mikið af afgöngum selt með gjafverði. Notið þessi góðu boð; þau standa ekki lengi. Enginn vegur að nefna með nafni allar vörutegundirnar, sem seldar verða við afarlágu verði. Egill Jacobsen, Vefnaðarvöruverzlun, Reykjavík. ^ Verzíunin Edinborg k •n % 'o ?es 's T JTlenn og konur! Jiomið og íeifið uppíýsinga um, með fjvaða verði þér fáið nauðsgnjar ifðar. Tijörin því befri, sem meira er tekið í einu. Tftbugið! Edinborg gerir sér far um að seíja gðða vöru svo ódtjrf, sem möguíegf er. Skiffið því við þá verzíun, sem ítkindi eru fií að geri tjður fií þæfis. Gæfið bagsmuna gðar «íf »370—380,000 kr.« »Er það ekki óvenjudýrt? Oss hefir flogið fyrir eyru, að t. d. bærinn Ar- ósar í Danmörku, sem er miklu stærri bær en Rvík, hafi komið sér upp gas- stöð fyrir nokkurum árum, sem aðeins kostaði 300,000?« »Það er mér ekki kunnugt um, en ólíklegt þykir mér það, því að eg veit að í fyrra eða svo ætlaði bærinn að verja ;00,000 kr. til viðbótar við gasstöð sína — og það enda þótt rafmagns- stöð væri til fyrir.c »Sumir menn hér í bæ eru óánægðir með gassamninginn, skilja hann svo, að Carl Francke í Bremen geti sloppið frá gasstöðinni og gasrekstrinum með því að borga 10 000 kr. sekt — og bær- inn sitji þá með alt saman. Hvað er hæft í þessu ?« Sannleikurinn er þessi: Gasstöðin er eign bæjarins. Bær- inn hefir tekið lánið til byggingar hennar, en Carl Franche er skyldur til að greiða lánveitanda eða bænum vexti og afborganir af lánum, og á enginn endurgjaldsrétt á hendur bæn- um til annars en til þess sem gas- stöðin gefur af sér. Carl Franche er skylt að reka gasstöðina, svo lengi sem bærinn óskar, en bærinn hefir rátt til að segja upp rekstrinum eftir 5 ár. Ef tekjur gasstöðvarinnar ekki nægja til ldkningar vaxta og afborg- ana af lánum, borgar Carl Franche það sem ávantar, en verði tekjuaf- gangnr af rekstri gasstöðvarinnar fær bærinn á 3. ári 50% og þar eftir 7 5 °/0. Og Firma Carl Franche ábyrg- ist að sjálfsögðu með öllum eigum sínum að þessi samningur verði hald- inn, en 10000 kr. setur það sem veð sérstaklega fyrir rekstrinum, auk þess sem bærinn hefir 2 fyrstu árin aðrar 10000 kr. að veði fyrir því, að bygg- ingin sé vel af hendi leyst. — Þetta fyrirkomulag hefir þann kost, að áhætt- an fyrir bæinn er alls engin, og borg- arstjórinn telur það heppilegt að sam- ið hefir verið við félag, sem hefir meiri reynslu, en flest önnur félög í öllu sem lýtur að byggingu og rekstri gasstöðva. »Hvað verða götuljóskerin mörg og hvernig verður götulýsingunni hagað?« »Götuljóskerin eru nú 207 eða hér um bil helmingi fleiri en verið hafa. Ljósmagn þeirra samsvarar 110 kerta ljósi. Þeim er dreift yfir 14000 stikur af götulengd bæjarins, en alls eru allar göturnar 16000 stikur (c: iVidr mílu.) Að meðaltali er millibilið milli ljós- keranna 67—68 stikur, en um fjöl- förnustu götur, Laugaveg., Hverfis götu og miðbæinn, nokkru minna (45—50 stikur). — Framnesvegur út að Bráðræði og einstaka götubútar hafa enn farið varhluta af gasljósi.« »Hvenær verður farið að kveikja á götunum ?« »1. september — og verður kveikt jafnan, er skyggja fer. — En hve lengi verður látið loga á ljóskerunum er enn ekki ákveðið. Líklegt, að miðað verði við miðnætti, látið loga á peim öllum til kl. 12, og síðan á þriðja hverju ljós- keri alla nóttina«. »En verður fyrirkomulagið sama og hingað til um kveikingardaga, kveikt þegar tungl á ekki að vera á lofti — samkvæmt almanakinu, og látið vera að kveikja þegar tungl á að vera á lofti samkv. þeirri bók, hvort sem svo er eða eigi ?« »Nei, nei, svarar borgarstjóri bros- andi. Það verðnr kveikt alla daga, nema heiðrík og björt tnnglskinskvöld. Mikil blessun er það I »Verður ekki gaslýsingin á götunum fjári dýr?« »Nei, kostnaðuiinn við hvert ljósker verður hinn sami eins og hingað til, 27 kr. alt árið. Fyrir það verð hefir gasstöðin skuldbundið sig til að sjá um hvert ljósker að öllu leyti. En auðvitað eru ljóskerin helmingi fleiri en hingað til svo að allur kostnaður- inn við götulýsinguna verður nærri 5600 kr. á ári.« »Vér höfum heyrt, að gasið sé eitt- hvert versta blóma-drápskvikindi — og hafi þegar sést menjar þess í nokkr- um húsum?« »Ekki er mér kunnugt um það, svar- aði borgarstjóri. Eg hefi aðeins heyrt, að þegar gasinu var hleypt út fyrsta sinn, hafi á tveim stöðum sést þær menjar, að blómin fölnuðu snöggvast. En að því er eg bezt veit, náðu þau sér aftur þegar í stað.« »Þér hafið átt i stríðu að standa út af gasinu, mótstaðan verið mikil, skjótum vér að borgarstjóra að lok- um.« »Ó-já. Ekki er þvi að neita. En það hefi eg látið lítið á mig fá, því að eg hefi verið og er sannfærður um, að g^sið er miklu hagkvæmara fyrir bæinn að öllu leyti en rafmagnið, sem svo mjög hefir verið teflt móti gas- inu. Gasið er miklu ódýrara og auk þess hægt að hafa það bceði til lýsingar og suðu, —»og upphitunar — eins og þessi hérna ber órækan vott um« — og um leið kveikti borgarstjóri í gasofninum, svo að skiðlogaði oghita- straum lagði út um herbergið. Vér þökkuðum borgarstjóra fyrir góð svör og greið og kvöddum. Hvernig líkar yður við suðugasið ? Eg rakst á eina af frúm bæjarins. »Eg á ekki orð til í eigu minni til lofa það. Sá munur — eða .bannsett- ar eldavélarnar gömlu. — Þarna bregð- ur maður vatninu yfir gasið og það sýður á örstuttri stundu. —Komið þérog þiggið hjá mér kaffi — og eg skal sýna yður hvort þér þurfið að bíða lengi. — Og sparnaðurinn, ef rétt er að farið! Já, eg gæti sýnt yður það í húsreikningabókinni minni, hvað litlu eg hefi þurft að eyða til að elda matinn handa okkur, síðan gasið kom. — Það eru ekki fáir aurarnir, sem eg hefi sparað, að eg ekki tali um, hvað tíma- og erfiðis-sparnaðurinn er mikill.« Mér fanst lofið um gasið ætla að fara að verða alt of »gasalegt« — og hneigði mig því fljótlega fyrir frúnni og hélt leiðar minnar. Interviewer. ------>*<------ Svar til fórðar Thoroddsen. Eg varð alveg forviða þegar eg heyrði, að hr. Þ. Th. hefði sent ísafold langa grein útaf afskiftum hans af heilsubæl- isdeildinni hór, því eg hafði hugsað, að bezt væri fyrir hann að draga sig sem mest í hló á þessum tímum, en vera ekki að ota nafni sínu fram að óþörfu, en enn meira forviða varð eg þó, þegar eg las greinina. Að vísu ættu menn, sem þekkja ýmislegt framferði hr. Þ. Th. nú undanfarið og þar á meðal mig ekki að stórfurða þó þeir heyrðu eða sæju sitthvað til hans, en það verð eg þó að játa, að jafnbíræfinn eins og hann birtist í þessari grein, hólt eg þó ekki að hann væri. Greinin snýst um tvent, að reyna að verja afskifti sín af heilsu- hælisdeildinni og í skömmum og smán- aryrðum um Sighvat bankastjóra, ráð- herra og mig. Eg skal nú athuga þessi atriði hvort um sig. Áður en eg sný mór verulega að fyrra atriðinu skal eg strax taka fram eitt atriði, af því að það er ágætt dæmi upp á það, sem er einkenni greinarinnar: ó s a n n i n d i frá upphafi til enda. Hr. Þ. Th. segir, »að því er reikningsskilin snertir, þá hafa þau verið samskonar þessi ár (1908 og 1909) eins og fyrir árið 1907 og voru þá lögð fyrir aðal- fund, og ekkert að þeim fundið, hvorki af aðalfundi eða yfirstjórn«. Reikning- urinn fyrir 1907 var í góðu lagi og ekkert við hann að athuga og yfirstjórn- in viðurkendi það á fundinum, að alt væri goldið fyrir það ár, en reikningur- inn(!) fyrir 1908 er svo hljóðandi: *) »Pélag8menn Reykjaviknrdeildnr Heilsn- hælisfélagsins 1908 eru taldir 1211 að tölu með 1766 ‘/a meðlimatillögum. Gjafir til deildarinnar hafa komið þessar érið 1908: Frá kvenfélaginu...................kr. 400 — frú Kristínu Stefánsdóttur, Laugardalshólum, samskot frá henni og fl.............— 60 — — Sigriði Bergsteinsdóttur, Útey, Bamskotfráhennio.fl. — 19 — Gisla Einnssyni, járnsmið, Reykjavik.......................— 10 — Mariu Jónsdóttur, Reykjavlk, Laugaveg 60.....................— 2 i Reykjavik 7/s ’09. Þ. J. Thoroddsen p. t. formaður«. Getur nokkur kallað slíkt venjuleg reikningsskil ? Frekari reikningsskil fyr- ir það ár hafa eigi fengist enn, og skal eg sanna það með brófi hr. Þ. Th. sjálfs, dagsettu 15. apríl þ. á. en það hljóðar svo: »') Um leið og eg hér með sendi yfir- stjórn Heilsuhælisfélagsins reikning Reykja- vikurdeildar félagsins fyrir 1909, skal eg geta þess, að auk félagsgjaldanna fyrir 1909 hafa á þessu ári innkallast og nokkuð af gjöldum fyrir 1908. En þar sem fullkominn reikningur hefir enn ekki verið gjörður fyr- ir það ár tel eg þau gjöld i þeim reikningi og mun senda hann uppgjörðan til yfir- stjórnarinnar innan skamms. Reykjavik 15. apr. 1910. Þ. J. Thoroddsen«. Eg veit nú ekki hvað hr. Þ. Th. kallar »innan skamms«, en þessi »upp- gjörði« reikningur er ókominn enn, þó liðnir séu fullir 4 mánuðir síðan honum var lofað. í þessu sambandi er rótt að taka það fram, að þar sem hr. Þ. Th. getur þess, að fúndargjörðin bendi á, að yfirstjórnin viðurkenni ekki innborg- að meira en samtals 2000 kr. fyrir árið 1908—1909, þá er það algerlega rangt eins og margt annað, 2000 kr. eru þar hvergi nefndar á nafn. Hann kveðst hafa auk 2000 kr. kvitt- anir í höndum (fyrii þau tvö ár) fyrir samtals 3213 kr., sem hann gefur í l) Frumritin liggja til sýnis hjá rit- stjóra ísafoldar. skyn, að Sighvatur bankastjóri hafi söls- að undir sig, — honum finst það auð- sjáanlega eðlilegt, að þeir, sem fó hafi undir höndum, steli því úr sjálfs sín hendi. — Þetta er líka rangt. Hr. Þ. Th. hefir borgað til yfirstjórnarinnar 2000 kr. (fyrir 1908) 30. júní 1909, og kr. 2659.25 (fyrir 1909) 15. apríl 1910; að líkindum blandar hann saman við þetta kvittun fyrir eitthvað goldið 1907, til þess að villa mönnum sjónir, ef annars nokkrar kvittanir fyrir meiru en 2000 kr. + 2659 kr. 25 eru til. Meira hefir hann eigi goldið, og hve mikið hann á ógreitt enn til yfirstjóinarinnar, veit eng- inn, en það virðist skifta hundruðum króna. Hr. Þ. Th. segir að um fylgiskjöl geti varla verið að ræða önnur en útskrift úr bókinni, lista yfir borgandi fólaga. Nú, það hefði þá verið rótt að senda þessi fylgiskjöl; það hefði ekki verið langrar stundar verk að skrifa slíka lista. En það er alveg rangt, að ekki só um önnur fylgiskjöl að ræða; það eru til fylgiskjöl, sem enga fyrirhöfn þurfti að hafa af, og um leið voru fullnæg sönnun fyrir hverju fólagsgjaldi og það voru kvitt- anabækur deildarinnar. Þær hefðu átt að fylgja með; eins og þeim var háttað, var hver kvittun, sem rifin var út (helm- ingur eftir skilinn, sem sýndi gjaldsupp- hæðina) sönnun fyrir greiðslu gjaldsins; að vísu getur það komið fyrir, að kvittun só rifin frá, án þess gjaldið só greitt, en þá gat hún fylgt með, eða hefði hún glatast, þá stutt skýring um hana; marg- ar gátu slíkar kvittanir varla verið. Það er því ómótmælanlegt, að hr. Þ. Th. hefir annaðhvort engin reikningsskil gert (fyrir 1908) eða alveg ófullnægjandi (fyrir 1909), án allra fylgiskjala eða gagna. Úterjaldahlið reikningsins fvrir 1909 t. d. hljóðar svo: I. Borgaðnr reikningur frá ísafoldarprentsmiðju .... kr. 82.00 Þessi reikningur fylgdi ekki einu sinni, ekki hefði það þó kostað mikla fyr- irhöfn. II. Borgað fyrir innheimtu á félagsgjöldum o. fl.......— 234.75 Engiu kvittunfylgdiþess- um lið. III. Fyrir skriftir og skrifföng — 20.00 IV. Borgað gjaldkera (deildarinnar?) sam- kvæmt kvittun . . 10.00 Borgað Do Do Do 2659.25 — 2669.25 Þessar kvittanir fylgdu eigi, og hefði það þó ekki verið mikil fyrirhöfn. Það er ennfr. ómótmælanlegt, að þessi svokölluðu reikningsskil hafa fengist seint og illa; fyrir árið 1908 í ágúst árið eftir, og tekjur deildarinnar s. á. að einhverju leyti enn óborgaðar, og fyrir árið 1909 í miðjum apríl árið eftir, eftir margít- rekaðar bæði munnlegar og skriflegar á- skoranir, og þá fyrst þegar Þ. Th. var orðinn alvarlega hræddur um, að það mundi bráðlega fara að marra í fang- elsishurðinni, ef hann eigi gerði skil. Þrátt fyrir þetta er hann að álasa yfir- stjórninni fyrir það, að hún hafi haldið fund í deildinni, til þess að skýra frá þessu ólagi. Til hvers er þá yfirstjórn í fólagi ? Á hún ekki og má hún ekki á- telja það, sem aflaga fer ? Jú vissulega; hefði hún látið þetta ganga afskiftalaust til lengdar, þá hefði hún gerst meðsek hr. Þ. Th. Þó að ekki só gert ráð fyrir slíkum afskiftum af hendi yfirstjórnar í lögum fólagsins, þá er það af því, að engum hefir dottið í hug, að slík van- ræksla gæti átt sór stað í nokkurri deild, eða nokkur deildarformaður mundi ekki gera reikningsskil, og halda pening- um inni hjá sér vaxtalausum um laugan tíma. Það var nauðsynlegt að halda fundinn, og hann verður líka óefað til þess að koma deildinni f gott lag aftur. Að kalla slíkan fund pukursfund, sem boðað er til í tveimur víðlesnum blöðum bæjarins, sýnir einnig hve gjarnt Þ. Th. er að fara með rangt mál. Honum finst það rangt vera af yfirstjórn að boða sór ekki fundinn sórstaklega. Eg fann enga ástæðu til þess, það var búið að Bkora skriflega á hann að halda þenna fund, og hann var svo oft búinn að bregðast munnlegum og skriflegum áskor- unum um reikningsskil, að engin líkindi voru til, að hanti mundi sinna áskorun um að mæta á fundinum. En eg talaði tvívegis við einn úr stjórninni á undan fundi og lagði að honum að mæta, en hann kvaðst eigi mundu koma, af því að sór væri það mjög hvimleitt, hvernig alt þetta hefði farið. Þá kemst bíræfnin á hæsta stig, þeg- ar hr. Þ. Th. fer að bera yfirstjórninni það á brýn, að hún hafi engan fund haldið, hvorki í febrúar eða um Jóns- messu, því hverjum er um að kenna, að fundur hefir eigi verið haldinn? Engum öðrum en hr. Þ. Th. Hvernig átti að halda fund í Reykjavlk, og leggja þar fram reikning til endurskoðunar, þegar engin reikningsskil höfðu komið úr sjálfri Reykjavík? Átti að halda fundinn til að skýra frá því, að engin reikningsskil fengjust? Já, auðvitað hefði það verið hægt. En við vorum svo heimskir að vona, að úr þessu mundi rætast, og reikningsskil koma þá og þegar, og það var beint með það fyrir augum, að halda fund um Jónsmessu, að yfirstjórnin skor- aði skriflega á Þ. Th. að halda deildar- fund eigi síðar en 15. júní, en auðvitað sinti hann því engu, þó að hann kannist við að hafa fengið þessa áskorun. Hr. Þ. Th, heldur því fram, að vegna þess að aðalfundur varð eigi haldinn í róttan tlma, vegna vanrækslu hans, þá só öll yfirstjórnin ólögleg þann dag í dag. En þó deildin, sem hann er formaður fyrir hafi engan fund haldið, þá álítur hann sig löglegan formann enn, sbr. orðin »og aðalfundur, löglega boðaður af stjóru deildarinnar mun verða haldinn í haust«. Áuðvitað er stjórn deildarinnar enn við, og hann formaður, loflegrar minningar, enn í henni; en alveg eins er yfirstjórnin enn löglega skipuð; en þetta sýnir eitt með öðru, hvernig alt er á eina bókina lært hjá honum. Yfirstjórniu er lögleg, og hefir samkvæmt eðli sínu vald til að skipa formanni í undirdeild að halda fund í ákveðna tlð, og gera reiknings- skil, og yfirleitt gera þær ráðstafanir, sem þarf, ef deildin eða formaður hennar þverskallast; alt það, sem Þ. Th. fjasar í greiu sinni um þetta efni, er því fjarstæða og ranghermi, það sem ekki eru bein ósannindi, en þau eru alltíð, eins og sýnt hefir verið hór að framan. Þó miklu fleira mætti um þetta skrifa, þá verð eg þó að láta hór staðar num- ið, því það yrði of langt mál, en það verður tími til að skýra þetta betur á deildarfundi, sem vissulega verður hald- inn af yfirstjórn, ef formaður skyldi enn vanrækja skyldu sína.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.