Ísafold - 20.08.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.08.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 211 Friðrik Bergmann; þá sira Jón Bjarna- son, og svo hver aí öðrum. Hér er ekki hallað einu orði frá þvi sem satt er, að þvi er þetta snertir. Annars skora eg hérmeð á Þorstein Gislaon, að nafngreina þá »Isafoldar- menn í Wpeg«, sem hann segir, að hafi »keypt* mig, eða heita opinber ósannindamaður ella. Sömuleiðis skora eg á hann að nafngreina þá menn, er hann segir, að hafi haft »kynni« af mér heima, eða hér vestra, og hafi »talað um mig með lítilsvirðingu og skopic. Geti, eða geri, Þorsteinn Gíslason ekki þetta, þá lýsi eg hann hérmeð opinberan ósannindamann að þessum orðum. Eg get huggað Þ.G. með þvi, að mér er hægt að fá ágæt- an persónulegan vitnisburð frá fjölda mörgum mönnum, sem eg hefi kynst, unnið með og haft í vinnu, sem eru eða hafa verið til þessa — pólitiskir jábræður hans. Sjöundu ósannindin eru það, »að eg hafi hugsað mér að komast í kjótpott- inn, þegar stjórnarskiftin urðu á ís- landi, og að í þvi skyni hafi eg sótt um 7000 krónur úr landsjóði. Þessi fjárbeiðni til þingsins er til- komin eins og hér segir: Veturinn 1908 ræddu Reykjavíkur- blöðin — einkúm þó »Reykjavíkin< — um, hve æskilegt væri, að fá Vestur- íslendinga til að flytja austur til íslands og að eitthvað þyrfti að gera, af hálfu þings og stjórnar, til að koma alvar- legri hreyfingu á það mál. Hr. Hannes S. Blöndal, er var þá nýlega kominn heim, skrifaði mér um þetta, og kvaðst hafa talað um þetta mál — er væri sér mikið áhugamál — við hr. Einar Helgason ráðunaut; sagðist hafa bent honum á mig til að koma málinu á hreyfingu hér vestra, og standa fyrir því hérna megin hafs- ins. E. H. skrifar mér um líkt leyti (21. apríl 1908) og felur mér á hend- ur að gera það í þessu innflutnings- máli, sem mér þyki tiltækilegast. Eg auglýsti því eftir fólki í báðum isl. blöðunum í Winnipeg, og fékk aftur mesta fjölda af bréfum með spurning um um eitt og annað þessu viðvíkj- 'audi, en allir spurðu hvort fengist niðursett jarqjald. Öllum þessum bréf- um, sem skiftu tugum, svaraði eg jafnharðan og fór talsverður tími í það — auk póstsgjalds —, sem eg hefi ekkert fengið fyrir, og hefi aldrei œtlast til að fá neitt fyrir. Auglýsingakostnaðinn borgaði Bún- aðarfélag íslands. Þetta var alt, sem eg gat gert fyrir málið á þessu stigi. Skrifaði eg svo hr. E. H. nokkur bréf málinu viðvíkjandi og sagði honum, að mín skoðun væri, að nauðsynlegt væri að fá fargjaldið sett niður, ef nokk- uð ætti að verða ágengt. Hann kvaðst vera mér alveg samdóma um þetta, og segist skuli reyna að hafa áhrif á þingið þessu til stuðnings. Einnig skrifaði hann um málið i »Freyr<. Til þess nú að reyna að. þoka þessu eitthvað áleiðis, reyna að gera tilraun við innflutning Vestur-íslendinga til íslands, tók eg það ráð, að sækja um 7000 kr. til þingsins í þessu skyni. Minni fjárhæð var með öllu ónóg. Og þessi fjárhæð átti nálega óll að ganga til þess að fá niðursett Jargjald en ekki til inín, eins og sjá má af skjölum þeim, er eg sendi til þingsins. Eg talaði við forstöðumenn tveggja eða þriggja gufuskipafélaga í Winni- peg, um þetta mál, og vildu þeir veita mikla niðurfærslu á fargjaldi, efstjórn íslands vildi borga einhverja vissa fjár- hæð á hvert höfuð, eins og stjórnir annara ríkja gera, sem vilja fá fólk, þar á meðal t. d. Canadastjórn. Sú niðurfærsla hefði numið miklu meira en þvi, sem hver einstaklingur gat fengið;. því eftir því sem fleira fólk flyzt, því betur standa félögin sig við, að selja farið fyrir lágt verð. En mál- ið strandaði á þinginu, og hygg eg það hafi fremur stafað af hinum bága búskap landsjóðs, eftir stjórnarár Haf- steinstjórnarinnar,sem gerðihaglandsins harla bágborinn,þrátt fyrir fádæma góð- æri (sjá landsreikninginn 1908) en þvi, að þingið hafi ekki viljað sinna þessu máli. Skraf Lögrétturitstj. um það, að »skop hafi verið gert að þessari fjár- beiðni í blöðunum hér vestrac, eru bein ósannindi. Áttundu ósannindin eru þau, að »B. J. (ráðherra) hafi líklega stungið að mér einnverjum bita; og að 5—iokrónur tvisvar eða þrisvar á ári, væri líklega nóg til að hugnast mér«. Eg hefi aldrei fengið, né átt neitt tilkall til, að fá svo mikið sem einn eyri hjá B. J.; og eg get fullvissað »Lögr.«ritstj. um það, að hvorki hann né nokkur annar kaupir sannfæringu mína fyrir neina peninga. Enda hefir enginn lagt út i það að fá mig keyptan. En eg minnist þess, að eini maðurinn, sem hefir boðið að útvega mér landsjóðslaunaða stöðu, ef eg væri »fáanlegur< til að taka hana, er sterkur jylgisniaður H. Hajsteins, og staðan dtti að vera veitt aj Hajstein. Eg hefi þetta svart á hvítu; og þetta gerðist í marz 1908. En skylt er að geta þess, að póli- tik var ekki nefnd í sambandi við þetta boð; heldur var það tekið Jram, að það væri af þvi, að mér væri treyst til að leysa verkið betur af hendi en nokkrum öðrum. Hefði verið eins auð- velt að »kaupa« mig og ritstj. Lögr. segir, þá hefði verið likindi til að eg hefði heldur stutt Hafsteinsstjórnina, svo eg næði i stöðuna. En rúmum mán- uði ejtir að eg fékk þetta boð, fór eg af öllum mætti að vinna á móti stefnu og stjórn H. H., af því sannjaring mín bauð mér það. Hún sagði mér, að það væri skylda min sem Islendings, þvi nú ætti að reyra ísland dönskum fjötr- um. Og eg mun berjast á móti flokknum, austan hafs og vestan, með- an hann berst með jafn ósæmilegum vopnum og hann hefir gert nú síð- ustu árin. Og þó mér séu sendar »sendingar« líkar þessari »Lögr.-grein«, til aðreyna að myrða mannorð mitt, þá mun eg lítið um þær fást, heldur taka undir þessi orð skáldsins: Það litlu skifta læt eg mig, Þó last eg fái’ og nið, o. s. frv. Annars er það mín skoðun, að það séu einhver þau beztu meðmali, er nokkur maður getur fengið, aðfá »last og níð« ! i Heimastjórnarblöðum(ll!) og eg efa að nokkrir menn á íslandi, njóti meira trausts og álits hjá íslenzku þjóðinni austan hafs og vestan en einmitt þeir, er eltir hafa verið með rógi og ósannindum ár og dag af sum- um blöðum og foringjum hinna rang- nefndu Heimastjórnarmanna. Chicago í júli 1910. A. J. Johnson. Reykjavikur-annáll. Aðkomufólk þessa dagana: Frá Engenie Nielsen Eyrarbakka ásamt dsetrnm sinnrn, Þórhallnr Danielsson kaupm. ' Aflabrögð mega heita mikið góð yfirleitt við Eaxaflóa og veBtnr með landi. Botn- vörpungar afla vel, þetta 1—2 þús. eða meira á sólarhring, þegar þeir fara út. Þilskipin hafa og aflað drjúgum. Pylgir hér skrá yfir afla þeirra á snmar- vertíðinni: H/E P. J. Thorsteinsson & Co. Rvík: Portland 12500 Ragnheiður Guðrún 24000 15500 Björn Olafsson 14000 Langanes 21000 Skarphéðinn 19000 Sléttanes 14000 Toiler 17000 H/F Sjávarborg: Geir 19000 Sjana 26000 Gnðrún Zoega 17000 Jósefína 19000 Frfða 14000 ísabella 17500 Acorn 12000 Morning Star 27500 Robert 14000 Gunna 16000 Himalaya 10000 Jón 13500 Elin 6000 Th. Thorsteinsson: Sigríður 25000 Margrét 19500 Gnðrún Soffia 16500 Jón Laxdal: Hildur 21000 Sigurður Jónsson Görðunum: Haffari 19000 Guðmundur Ólafsson 0. fl. Bergþóra 29000 H/F iStapinn*: Éster 32000 Jón Olafsson 0. fl: Hafsteinn 20000 H. P. Duus: Ása 30000 Keflavik 36000 Svava 17000 Signrfari 18000 Milly 22500 Sæborgin 23000 Björgvin 24000 Haraldur 15000 J. P. T. Brude: Valtýr 17000 Gunnvör 12000 Niels Yagn 16500 Einar Þorgilsson: Surprise 27000 Jón Þórðarson, Ráðagerði: Seagull 20000 Dáin: G-uðrún Hannesdóttir, Anstnrstræti 3, 82 ára. Dó 17. ág. Ditlev Thomsen konsúll hefir dvalist hér rúman mánaðartima ásamt frú sinni. Þan halda til Kaupmannahafnar þ. 22. þ. mán. á Botniu. Erindi sitt um Danmörkn og ísland flyt- ur dr. Norman-Hansen i kvöld kl. 9 í Bárn- búð. — Það verður óefað fróðlegt áheyrnar. Fasteignasala. Þingl. 18. ágúst. íslandsbanki fær uppboðsafsal fyrir hús- eigninni nr. 38 við vesturgötn með tilheyr- andi fyrir 5800 kr. Dags. 12. ágúst. Sami selnr konsúl Kr. Þorgrimssyni og trésmið Einari J. Pálssyni sömu húseign með tilheyrandi. Dags. 15. ág. Jóhann kaupmaður Jóbannesson selur Kristbirni Einarssyni húseign nr. 2 við Spitalastig með tilheyrandi fyrir 3500 kr. Dags. 15. ágúst. Ferðalög: Sighvatur Bjarnason banka- stjóri fór norðnr 1 land ásamt frú sinni fyr- ir nokkrum dögnm. — G-nðmundur Magnús- son læknir oj; Friðrik Jónsson kanpm. eru nýkomnir heim úr laxvedða-útilegu uppi i Borgarfirði. — Sira Eir. Briem fór i gær i kynnisför austur að Stóranúpi. Guðsþjónusta á morgun í Dómk. kl. 12 sira Fr. Fr. Engin siðdegismessa. í Fríkirkj. kl. 12 síra Ól. Ól. J. Jónassen fyrv. landleeknir varð sjötug- ur í fyrradag og var þess minst hér i bæ með fánum a stöng. Stafsetningarorðbók B. J. önnur útgáfa endurskoðuð er alveg ómissandi hverjum manni, er rita vifl islenzku stórlýtalaust, með þvi að þar er ekki einunfis sýnd rétt stafsetn ing hér um bil allra orða i málinu, sem nokkur hinn minsti vandi er að rita rétt — þeim einum slept, er ekki villast á aðrir eu þeir, er ekki geta heitið læsir eða skrifandi — 'heldur eru þar til tind, i kafla sér aftan til i kverinu, allmörg algeng mállýti (rang mæli, bögnmæli, dönskuslettur) og sýnt, hvað koma eigi í þeirrs stað, svo að rétt mál verði eða sæmileg islenzka. Kverið er þvi alveg ómissandi við islenzkukenBlu, b æ ð i kennendum 0 g nemendnm, og sömu- leiðis miklnm meiri hluta allra þeirra manna, er eitthvað vilja láta eftir sig sjá á prenti á vora tungn. Þar er fylgt blaðamannastafsetningnnni svo nefndri, en þá stafsetningu hefir lands- stjórnin nú tekið npp fyrir nokkrnm árum og fyrirskipað i skólum og kenslubókum. með þeim einnm afbrigðum, aö rita hvergi e, og hafa þvi allir kversins full not, hvorri þeirra 2 stafsetninga, sem þeir fyigja, en aðrar eru nú mjög svo horfnar úr sög unni. — Kverið kostar innb. 1 kr. Sitt af hverju. Fjárhagsaætlun Breta 1911 nemur nærri 3600 miljónum króna. í Sviss hafa svo margir útlendingar búsett sig, að Svisslendingar eru orðnir smeikir við það, — hugsa til Transvaal ríkisins, sem misti sjálfstæði sitt fyrir innflutning útlendinga. Helmingur af íbúum Genf-borgar, Basel og Ziirich eru útlendingar. 30000 kr. verðlaunum hafa blöð i Bandaríkjunum heitið þeim, er flýgur frá New-York til St. Louis. Vegarlengd- in er 1500 rastir=200 mílur eða þreföld vegarlengdin frá Látrabjargi að Gerpi. Ferdínand Búlgarakonungur hufir jafnan verið mjög heyrnarsljófur, svo sem margir þeir frændur (Orleansættin) — en nú er hann orðinn a 1 v e g heyrnarlaus. Strindberg og Hedin. Sænska skáld- ið heimsfræga August Strindberg befir nýverið ráðist hrottalega á. landa sinn Sven Hedin, hinn fræga land- könnuð, í sænskum blöðum og borið honum á brýn, að hann hafi logið til um landafundi sína. — Hedin svaraði aftur með svo svæsinni persónulegri skammagrein um Strindberg, að einum fylgismánna Strindbergs varð aö orði, að það væri »hið viðbjóðslegasta skrif«, sem prentað hafi verið á sænsku. Hæsti maður veraldarinnar er sem stendur Ameríkumaður einu. Hann er 2,48 stikur á hæð (92 þuml.). Þegar hann fæddist var hann tæpar 12 merkur eða minna en meðalbarn og óx ekkert óvenjul. fyrstu 4 árin. En á 10. ári var hann 1.82 stikur (68 þuml.). 1 Serbíu verður fólk mjög gamalt. Þar lifa nú 400 manns eldri en 100 ára. Fólksfjöldi á jörðunni nemur, sam- kvæmtsíðustu skýrslum, 1500 miljónum. 1800 loftskeytastöðvar eru sem stendur í heiminum. Húsdýrin í veröldinni eru jafnmörg og mennirnir: 1500 miljónir. Heilinn í manninum er talinn helm- ingi þyngri en í nokkurri antiari lif- andi veru. 76 miljónir af frumhylfum (celler) eru í lungum vorum. Flugmaður Ermann varð á flugi uppi í loftinu fyrir eldingu og dó á svipstundu. Hr. A. J. Johnson hefir látið stefnuvottana flytja rit- stjóra Lögréttu grein, því sem næst samhljóða þeirri, er birtist í ísafold í dag og krafist þess, að hún verði tek- in í 1. eða 2. tbl. Lögr. — samkv. prentfrelsislögunum. En eftir að vita, hvort Lögr. reynir eigi að trássast við að birta greinina af hræðslu við að láta sjá í sínum eigin dálkum lýsingu á bardaga-aðferð sinni gegn þessum fjarlæga landa vorum. — Það eru þungar sakir, sem hr. A. J. J. ber á ritstjóra Lögr.: að hann hafi skrökvað upp jrá rótum, að A. J. J. hafi sent blaðinu bréf og greinar, sem A. J. J. a 1 d r e i hefir sent. Takist eigi ritstj. Lögr. að hreinsa sig af þessum áburði, getur hann eigi vænst trausts eða álits á sér og blaði sínu hjá ærlegum drengjum éftirleiðis. Leiðr. Frú Ndwísstöðnm i Laxúrdal var annar maðnrinn, sem druknaði i Miéú i Dölum um daginn — en efeki ÞangsstuTlnm eins og stóð i næstsiðustu Isafold. Missögn sú stafaði af misheyrn. Þúsundir húsmæðra nota að eins Sunlight sápu til pvotta og ræstingar, vegna þess að hún er hrein og ómenguð. 1682 Flugmennirnir Blaðamaður frakkneskur hræddir. talaði við þá flugmennina tvo, Morane og Lat- h a m, sem hæst flugu við Reimsflugið í vor og 8purði þá hvernig þeim hafi liðið uppi í loftinu,- Morane hafði þá fyrir skömmu flogið 1100 stikur upp i loftið — og sagðl hann, að sér hefði fundist eins og hann væri sð rekast á fast loft, þegar hann var kominn yfir skýin: »Eg varð voða- lega hræddur og flýtti mér niður alt hvað af tók. Þegar eg kom niður á jörð- ina var eg náfölur og máttlaus, svo að mór hélt við falli«. Líkt var um Latham: »Þegar eg var horfinn upp í skýin á 1380 stiku hæð, ætlaði eg að tryllast af angist. Mór þótti það svo ógurlegt tilhugsunar að vera aleinn þarna uppi í loftinu langt frá öllum lifandi verum — og svo leið mór, að eg vissi ekkert hvort eg fór upp á við eða niður á við«. Heilsuhælið. Samkvæmt ákvörðun fundar í heilsuhælisdeild Reykjavíkur 15. m. er hér með skorað á alla félagsmenn, sem vilja greiða félagsgjöld sín áður en ný stjórn verður kosin, svo og þá, er kynnu að vilja láta gjafir af hendi rakna til félagsins, að greiða það til gjaldkera yfirstjórnarinnar, hr. bankastjóra Sig- ívats Bjarnasonar, eða, meðan hann er fjarverandi, herra cand. jur. H. Thnr- steinson, en eigi til íormanns deildarmnar hér, hr. læknis Þórðar Thorodd- sens. Reykjavík 20. ágúst 1910. Kl. Jónsson. Skipaferðir. Botnfa kom frá útlöndum kringum land, í gærkveldi, með margt farþega. Þeirra á meðal voru: Norman-Hansen læknir, Ásgeir Ásgeirsson etazráð frá ísafirði, Arthur Sorensen stórkaupm. o. fl. o. fl. — B o t n í a fer til útlanda á mánudaginn. Botnvðrpungur strandar. Botnvörpungur frakkneskur, Auguste Leblond, fór upp á rif rétt fyrir sunn- an Garðsskaga í gærmorgun. Skipverjar björguðust og margt fé- mætt innanborðs. Björgunarskipið Geir fór suður í gærkveldi til þess að freista að ná skip- inu út, en hafði eigi tekist enn í morg- un, er síðast fréttist. Sumar sögur teljr. gat komið á skips- skrokkinn. Heilsuhælisfélagið. Fundarhald í Reykjavíkurdeildinni. Varnargrein þá, er hér fer á eftir liefir hr. Þ. J. Thoroddsen beðih ísafold fyrir. Að sjálfsögðu höfum yér eigi yiljað synja honum rúms i ísafold til þess að verja sig og starfsemi sina i formannsstöðu Roykjavikur- deildarinnar. En rækllegt svar frá formanni yfirstjórnar Heilsuhælisléiagsins Klemens Jónteyni landrit- ara kemur i næsta blaði. liitstj. Yfirstjórn heilsnhælisfélagsins hefir lútið birta fundargjörð frúReykjaviknrdeild heilsu- hælisfélagsins i blöðunum »ísafold< og »Lög- réttn«. Hefir fundur þessi verið haldinn 15. þ. m. og til hans boðað af yfirstjórninni. Telur yfirstjórnin ástæðuna til þessarar fnndarboðunar þá, að fundur hefir ekki verið haldinn i Reykjavikurdeildinni 2 und- aníarin ár, segir margt athugavert við stjórn deildarinnar og deildina i afturför, en sér- staklega hefir yfirstjórnin beinst að mér á fundinnm sem formanni deildarinnar á mið- ur vingjarnlegan hátt, sakar mig um van- ræksln og telnr hnignun deildarinnar mér — mér einum, en engum öðrum i stjórninni að kenna. Um leið og eg verð að lýsa þvi yfir, að eg viðnrkenni ekki rétt yfirstjórnarinnar til að taka að sér að halda slikan fnnd, sem hér er nm að ræða, og að slikur fundnr er að öllu leyti ólögmætur samkvæmt lögum fél&gsins, og þar&fleiðandi allar hans gerðir ðlögmætar, vil eg henda á, að það er eins i þessu félagi sem öðrum, þar sem stjórn er, að öll stjórnin ber ábyrgð á stjórnar- gerðunnm og þvi sem aflaga kann að f.ira, og meðan ekki öðru vísi sannast, vei ður öll stjórn félagsins að svara fyrir, ef eitt- hvað fer t félaginu öðru visi en á að f ira, eða eitthvað er vanrækt, sem gera á. Fyrir þvi virðist það nokkuð undarlegt að bein- ast að mér einnm fyrir vanræksln og óreglu, sérstaklega þegar þess er gætt, að síðast- liðið ár hafa meðstjórnendur mlnir ekkert gert og ekkert skift sér af neinu, en það sem gert hefir verið i þarfir deildarinnar hefi eg gert eða látið gera einn. En þeir tveir heiðursmenn, sem með mér eru i stjórn deildarinnar, verðskulda víst, að yfir- stjórnarinnar áliti, ekkert spark. Henni l efir fnndist nógn breitt bakið á mér nú á ]>ess- um siðustu og verstu timum, til þess tð á það væri lagt. En snúum oss nú að fundargjörðinni. Það er átalið, að enginn úr stjórn dcild- arinnar hafi mætt á fundinum. Að því er mig snertir vil eg geta þess, að eg vissi ekki um fundinn fyrr en daginn eftir að hann var haldinn. Eg heyrði sagt, að hann hefði verið auglýstur i einhverjnm blöðnm, en eg hefi ekki tekið eftir þvi, hefi enda ekki verið heima hér í bænnm, nema öðru hvorn í sumar. En úr því ætlnn fundar- boðenda var að taka stjórn deildarinnar i gegn, og sérstaklega mig, þá hefði mér þótt göfugmannlegri aðferð að boða stjórn- inni eða mér sérstaklega á fundinn, heldur en að vera að pukrast með hann. Það er kunnugt, að fundur hefir ekki verið haldinn I Reykjadkurdeildinni 2 síð- astl. ár. Ástæðunum fyrir þeim drætti mun eg skýra frá á næsta aðalfundi deildarinnar. Eg viðurkenni það, að eg hefi fengið hréf frá yfirstjórninni þar sem hún skipar mér að kalia saman fund fyrir 15. júní siðastl. En bæði af því, að eg ekki kannast við réttmæti þeirrar skipnnar, sem meðal ann- ars var framsett i svo kurteisn formi að hóta mér með bæjarfógeta, svo ög af þvi, að eg úleit óheppilegt að kalla saman deild- arfund um þann tima árs, sem flestir félag- ar eru fjarverandi úr bænum við atvinnn- rekstur eða á ferðalagi, en áleit hentngra að halda hann að haustinn, þegar allir væru komnir heim, þá lét eg sem mér kæmi þessi skipun ekkert við Og aðalfundur, löglega boðaður af stjórn deildarinnar, mun verða haldinn i haust og ný stjórn kosin þar svo sem lög mæla fyrir, hvort sem yfirstjórn- inni likar betur eða ver. Að því er reikningsskilin snertir, þá hafa þau verið sams konar fyrir þessi ár eins og fyrir árið 1907, og voru þá lögð fyrir aðalfund og ekkert að þeim fundið, húorki af aðalfundi eða yfirstjórn. Um fylgiskjöl getur varla verið að ræða önnnr en þau, að láta fylgja útskriftúr bókinni yfir með- limatöluna, lista yfir borgandi félaga. Það hefi eg ætlað mér að senda yfirstjórninni fyrir aðalfnnd, hefi þá i undirbúningi fyrir bæði árin. En vegna ýmislegs annrikis siðan í marz i vetur og þar á meðal ann- rikis við að verjast árásnm, sumum enda af verri tegnnd en þessari hér um ræddn, hefi eg ekki fengið tima til að ljúka við þá. Fundargjörðin virðist benda á, að yfir- stjórnin viðurkenni ekki innborgað meira til sin en samtals 2000 kr. fyrir þessi tvö ár, 1908 og 1909. En eg hefi ank þess í höndnm kvittanir fyrir samtals 3213 krón- nm og vona eg, að þeir peningar sén ekki týndir. Eg verð að mótmæla þvf, sem Sighvatnr Bjarnason hankastjóri bar fram á fnndinnm, að hnignnn deildarinDar væri anðsæ og að hún stafaði af afskiftaleysi minn. Hér hefir herra Sighvatnr hlaupið á hundavaði, eins og honum er gjarnt til, og talað af van- þekkingu, sem honum er enn gjarnara, eða þá tnggið það npp eftir öðrum, sem hon- um er allra gjarnast, Að fleiri félagar ern taldir i reikningun- um fyrir 1908 en fyrir 1909 kemur til af því, að árið 1908 ern allir taldir, sera skrifaðir eru i hóknnum sem félagar, án tillits til þess, hvort þeir borga eða borga ekki, en árið 1909 ern þeir einir taldir, sem liorgaö hafa og hafa viljað taka á móti skírteinum sem félagar. Eg áleit, að ekki væri rétt að telja þá i félagatölu, sem undanfarin 2—3 ár ekkert hafa greitt eða viljað greiða, eða eru þá dauðir eða burt- fluttir úr hænnm, shmir i aðra landsfjórð- nnga, sumir til Ameríku og snmir — enginn veit hvert. Félagatölunni fyrsta árið er ekkert mark takandi á. Margir af þeim, sem i fyrsta hitanum skrifuðu sig, tóku það svo, að þeir hefðu ekki lofað nema það árið, en ekki sknldbundið sig til að greiða sama gjaldið árlega.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.