Ísafold - 20.08.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.08.1910, Blaðsíða 2
210 ISAFOLD 14 daga afsl.-útsala í Sápuhúsinu i Austurstræti 17 og Sápubúðinni, Laugaveg 40. D.igana frá laugardegi 20. ágúst til laugardags 3. september fer fram stór afsláttar-útsala. Þessa 14 daga á að selja allar vörubirgð- irnar langt undir sannvirði. Bezta grænsápa á 13 og 15 a. pd. — Agæt græn krystalsápa 18 a. pd. — Marseille-sápa 23- » — Ágæt,ektaSalmiaksápa 27 - » Ágæt stangasápa 14 og 17 - » — 3 pd. sóda fyrir 12 aura. Alt á að seljast 3 st. ekta fjólusápa. . . fyri r 26 a. 7 pd. Remy stífelsi . fyrir 14 a. 3 » — Zóroformsápa . » 26 - 3 st. Vera fjólusápa . . » 14 - 3 » — Mandelsápa . . » 26 - 3 » græn. kransar (vell.) » 14 - 3 dósir Júnókr3m (á BoxCalf) » 27 - 1 tuba tannpaRta »Zana« » 25 - Ekta Lessive lútarduft . . » 18 - 1 stór hárgteiða, að eins » 25 - — kem. sápuspænir pd. » 33 - 1 sterk 50 a. greiða . . » 35 - Ágætur bleikjusódi . . » » 07 - 1 sterkur höfuðkambur. » 25 - Góður blankbursti » 17 - 1 25 a. — » 18 - Langar stígv.reim. parið 6 og 7 - 1 góður klæðabursti . . . » 30 - Góður skúriugarbursti . . » 10 - 1 — hátbursti .... » 48 - Stór hliðarkambur .... » 10 - 3 Florians búðingspúlver » 27 - 3 st.ekta 25 a. Zeroformsápa » 50 - 10 a. uyjar kryddvörur » 08 - 3 » — 25 - Carbolsápa . » 60 - 100 góðar tauklemmur . » 38 - 3 » — Champoingpúlver » 26 - 25 patentklemmur . . . » 33 - 1 fl. fjóluvellyktandi . . . » 23 - 3 naglaburstar, góðir . . » 26 - 1 » franskt — .... » 10 - 1 st. ekta skeggsápa . . » 14 - 3 st. ekta jurtasápa . . » 27 • 1 » — gallsápa . . . » 14 - 3 öskjur fægiduft .... » 15 - 1 » — silfursápa . . » 14 - 3 dósir ofnsverta » 21 1 flaska Brillantine . . . » 23 - 1 stór gólfklútur . . » 18 • 1 — »Florida Water« » 23 - 1 » karklútur » 10 1 — »Eau de Quinine« » 45 - 1 » svampur » 18 - 3 st. ekta 25 a. fjólusápa » 60 - 1 spenna (með steini) . . » 08 - 1 st. Kínosólsápa .... » 22 • 1 fl. »Guld« fægicrem . » 22 - 1 » ekta eggjasápa . . » 26 - Kokos kústhaus » 52 • 3 » Affalds-handsápa . » 27 - 3 st. Affalds sápa .... » 14 - 3 dósir blákku » 21 - Mjög mikið af ilmvötnum með gjafverði. Risa jurtasápa {í/3 pd.) 13 a. st. Risa-f]ólusápa (ekta) 23 a. st. 25 dósir Elefant-krem (á Box-Calf) 18 aura. Cakao, Vanille, Sucat, langt fyrir neðan sannverð. Hárburstar, fataburstar, hárspennur og greið- ur, alt ótrúlega ódýrt. Alt á að selja. Alt, sem til er af svömpum, gólfsópum, ryksópum, fiskburstum, skúringarburstum og fjölmargt fleira verður látið fokka langt undir verði. Kaupið í tíma í Sápuh., Austurstr.17og Sápubúðinni, Laugav.40 Talsími 155. Talsími 131. f Jón Jónsson læknir frá Herru í Rangárvallasýslu lézt h. 17. þ. mán. um morguninn sam- kvæmt símskeyti, er hingað barst bróð- ur hans þ. 18. ág. |ón var bráðungur maður, rúmlega þrítugur. f. 1. júlí 1879. — Hann kom í Reykjavikurskóla 1895, útskrif- nðist 1900. Var hann fyrsti maður- inn, er tók 5. og 6. bekk á einu ári. Læknispróf tók hann við læknaskól- ann árið 1905, sigldi samsumars til Danmerkur, en 'var veitt Hróarstungu- hérað, er hann kom heim aftur (1906). Tveim árum síðar fekk hann Þistil- fjarðarhérað og sat í Þórshöfn, var búinn að kaupa þar land og hugðist mundu ilengjast þar. — Ekki er enn kunnugt um banamein hans. Kvænt- ur var Jón Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Hjartarstöðum í N.-Múlasýslu. Hún lifir mann sinn ásamt 2 börnum. Jóni heitnum var á skólaárum við- brugðið fyrir. námshæfileika — enda var oftast efstur i sínum bekk og festist því lengi við hann nafnið: Jón dux. — Jón var og bezti drengur og sagður læknir góður. — Sviplegt —- er svo ungir menn, í broddi lífsins eru spentir heljar-tökum. Brunnur vísdóms og hagsældar. Um vín og vínbann ritar Halldór Hermannsson bókavörður i síðasta (3.) hefti Eimreiðarinnar þ. á. Ekki ófélegt samsafn spaklegra(l) um- mæla áfengisdýrkenda fyr og síðar um ómetanlega gagnsemd(!) vínyrkju og vín- nautnar. Hún hafi öðru fremur stutt að því, að gera mennina Jriðelska(l) og sé því »einn af velgerendum mann- kynsins«. Vinnautnin hafi lyjt mann- kyninn d kcerra stig{!) — hýrgi og mýki skaplyndi pjóðarinnar, örvi glaðvcerð og laði til ánœgjulegs Jélagsskapar(l) Og um það geti enginn óhlutdrægur ef- ast, að bókinentir, listir og vísindi eigi víninu mikið að pakkaQ). Brunnur vísdóms og hagsceldar! Höf. endurtekur hér ýms fjarstæð- ustu ósannindi brennivinsge'rðarmanna um bannlögin i Vesturheimi. En von- litið mun það vera úr þessu, að þaer reifarasögur falli í »góða jörð« hér; meðal annars fyrir þá sök, að það mál hefir nýlega verið rækilega skýrt fyrir oss af sannfróðum raunvotti þaðan að vestan (sbr. ísafold 23. f. m.). Að þvi víkur þó höfundurinn, að á 15. öld muni »drykkjuskapur sem pjóð- löstur« hafa verið orðinn almennur. Hefir þá áfengisnautnin upp frá því verið hvorttveggja í senn: almennur pjóðlöstur — og ajlvaki hvers konar menningarproska og hagsaldar. Dásamleg mótsagna-krossreið! Aðflutningsbann á áfengi segirhöf., að hvergi hafi átt sér stað í viðri ver- öld meðal siðaðra þjóða. Á öðr- um stað i greininni getur hann þó þess, að þegar á blómaöld Róm- verja hafi á ýmsum stöðum verið bann- aður innjlutningur ájengis og pegnunum bannað að neyta pess. Þá gerir höf. þá spaklegu ályktun, að líklega hefðu bannlögin aldrei orð- ið til í Ameríku, ef ekki hefðu verið þar áíengissölustaðir og mannræflar þeir, er illa kunni að fara með áfengi (Svertingjar). Má vel vera. Eða hyggur höf., að orsakir bannlaganna hérséu þessu með öllu óskildarr Er það ekki einmitt illræmd áfengissala og hóflaus áfengis- fýkn, sem hér hefir hrundið áfengis- banninu af stokkum ? — Hitt skiftir minstu, hvort svartir eru eða hvitir á lit þeir menn, er áfengið misbrúka. Áhrifin eru hin sömu. Nei — áfengið \yrt í landinu, — það er um að gera. Og höf. bendir á, að landstjórnin ætti að hafa umsjón með því og sjá um »að það séu ekki sviknar vörur, sem seldar eru«, og svo geti hún »smámsaman fært sig sig upp á skaftið og útrýmt hinum skaðlegustu áfengu drykkjum.* — En mundi þá ekki reka að sama marki? Hve miklu sem útrýmt væri, mundi jafnan einhver vera »skaðlegastur«, þeirra áfengisdrykkja er eftir væri. Lendingin yrði þvi hin sama að lok- um, en leiðin lengri. En svo kemur að greinarlokum. Og þá verður það ljóst, til hvers refarnir eru skornir. Pólitísku eyrun eru þá vaxin út úr húðinni. A Jóhannsson. ar svo dýrmætum eiginleikum fyrir þjóðlífið í heild sinni, að ekki má flekka þá með grómi stjórnmálalífsins«. Margir andstæðingar kvenréttinda játuðu, að í smáríkjum svo sem Nor- egi og Ástralíu væri ekkert til fyrir- stöðu kosningarrétti kvenna, en í heimsrikinu brezka næði það engri átt. Nýlendubúar myndu ekki sætta sig við konustjórn. Þessum herrum svaraði hermálaráðgjafinn Haldane: Kannist þér eigi við nafn Viktoríu drotningar og Elisabetar drotningar? Sættu nýlendubúar sig ekki við stjórn Viktoríu? — Eg held nú það. — Og ekki hefir Bretlandi annan tíma verið betur stjórnað en á þeirra dögum. — Enn benti Keir Hardie foringi verk- manna á það, að í Indlandi — einni nýlendunni — hefðu konur þegar hlotið kosningarrétt til sveitastjórna. Baljour foringi íhaldsmanna talaði skörulega máli kvenna og þótti mikils um það vert. »Ef einhver flokkur eða stétt telur sig verða fyrir ójöfnuði með því að fá eigi kosningarrétt, er sjálfsagt að veita hann, til þess að stjórnin geti Mótmæli gegn ósannindum. ” * . Isafold bið eg að flytja eftirfylgjandi grein, til að sýna alþjóð á íslandi, enn betur en orðið er. hvaða maður það er, sem hinn svokallaði Heima- stjórnarflokkur hefir fyrir aðalmerkis- bera; fyrir leiðtoga við höjuðmálgagnið sitt. »Sannleikanum verður hver sárreið- astur«, segir máltækið; og það sann- ast oft á Lögréttu í seinni tíð; en sjaldan þó betur en í 31. tbl. þ. á., er hún ræðst á mig með eintómum persónu'egum ósannindum, fyrir það eitt, að eg hafði dirfst að segja sann- leikann um framkomu hennar og flokks þess, er heldur henni úti sem aðal- málgagni sínu. Hún leggur ekki út í að reyna að hrekja neitt af því, er eg he<i sagt og sannað (og skal sanna betur, ef þörf gerist) í greinum mín- um. Vitanlega getur hún það ekki, nema með því einu móti að bæta ósannindum á ósannindi ofan. Því hvert einasta orð i greinum mínum, sem prentaðar hafa verið í Heims- kringlu og Isafold er ómótmcelanlegur sannleikur, sem ekki er hægt að hrekja. Þetta hefir Lögr. fundið, og því tók hún það ráð að ráðast á mig persónulega. Sú er og oft þrauta- lending litilmenna og ódrengja, þegar i ógöngur er komið. í raun og veru ætti hvorki eg né aðrir að fást um þannig lagaðar árás- ir; þær dauðadæma sig sjálfar hjá hverjum einasta ærlegum manni; setja aðeins blett á þann er lætur þær úti. En f1 þetta sinn ætla eg lítillega að minnast á þessa árásagrein Lögr. til að sýna hvað meistaralega henni hefir tekist í þetta sinn — sem oftar — að sneiða hjá sannleikanum. Gamla hvimleiða fylgikonan, sýnist elta Lögr.-ritstj. eins og skugginn. Fyrst er reynt að gera mig tor- tryggilegan fyrir nafnbreytingu. Þetta sama bragð reyndi aumkvun- arverðasti V.ísl., sem til er, fyrir ári síðan, er eg tók svari sagnaskáldanna E. Hjörleifssonar og Guðm. Magnús- sonar, gegn svívirðilegum árásum á þá af hans hálfu. En eg hygg, að vegur hans hafi lítið vaxið fyrir það. Eins mun verða hér. Öll sú nafnbreyting, sem eg hefi gert, er að taka upp aja-nafn mitt i stað Jöðurnajns, að dæmi allflestra Vestur-íslendinga. Þetta er alt og sumt, og spyr eg engan leyfis að því er þetta snertir. Fyrstu ósannindin, sem greinin flyt- ur eru þau, að eg hafi »flosnað« upp í Rangárvallasýslu og »flækst til Vest- manneyja*. Vill ritstj. Lögr. halda þvi fram, að allir »flosni« upp, sem Jiytja sig bújerlutn úr einum stað í annan? Hefir Þorst. Gislason »flosn- að« upp í hvert sinn, sem hann hefir flutt sig? Og »flæktist« hann frá íslnndi til Khafnar, þaðan til Reykja- vikur, þaðan til Seyðisfjarðar, þaðan aftur til Rvíkur o. s. frv. ? Það má gjalda þér þetta aftur i sömu mynt, Þorst. Gislason! En út i það dettur mér ekki í hug að fara. Hitt vita allir, að Þorst. Lögrétturitstj. hefir »flosnað« upp frá premur blöðum, eða réttara sagt, hefir drepið 3 blöð á stuttum tíma, af því enginn vildi lesa þau; vonandi fer Lögr. bráðum sömu leið og hefir farið fé betra. Önnur ósannindin eru þau, að eg hafi »ásótt öll blöðin jafnt«, meðan eg var á íslandi. Á þeim tíma skrifáði eg nálega ekkert f biöðin. Eg veit, að það er innan handar að fá yfir- lýsingu frá ritstj. blaðanna, er þá voru, hvort eg hafi »ásótt« þá með blaða- greinum. hvilt á almennum grundvelli. Konur, sem vinna fyrir sér sjálfar, telja sér misboðið með þvi, að þær fá ekki kosningarrétt. Þessvegna ber að veita þeim hann. — Þar við bætist, sagði Balfour, að konur eru farnar að taka stinnan þátt i stjórnmálunum. Eftir áskorun vor karlmannanna og beiðni gera þær það. —» En svo segjum við: Hingað og ekki lengra. Aðalsönnun- ina fyrir því, að við teljurn þig jafn- ingja vorn — hana viljum við ekki láta þér í té. Róa undir, máttul Tala fyrir okkurl Syngja fyrir okk- ur (Hlátur)! Komið manninum þin- um að þingmensku — það geturðu og máttu I En þú mátt ekki greiða honum atkvæði sjálfl Nei — krota við nafn manns þíns máttu ekki I Til þess ertu ekki verðug! Þú ert konal*. Foringi íra, Redmond, lýsti yfir, að hann greiddi frumvarpinu atkvæði, þótt ekki líkaði að öllu, í þeirri von, að það myndi einu sinni fyrir alt ryðja burt hömlum þeim, er hingað til hefðu meinað konum að taka þátt i stjórn landsins. Þriðju ósannindin eru þau, að eg hafi »ásótt Lögr. með ritgerðum og bréfum, svo að segja með hverjum pósti«. Þetta eru biræfnustu ósann- indin, af því þau hljóta að vera sögð algerlega visvitandi. Eg hefi aldrei sent Lögréttu eina einustu grein (ekki svo mikið sem auglýsingu) og ekki eitt einasta bréf; svo allur kaflinn um þetta eru vísvitandi ósannindi. Það er ekki að furða, þótt ritstj. geri mér upp orðin og prenti þau milli gæsalappa, þegar svona stendur á! Fjórðu ósannindin eru, að eg hafi »algerlega verið rekinn út úr Lög- bergi«. Eg hefi ekkert skrifað i Lög- berg utan það, sem eg hefi verið beð- inn um. Óg Lögberg hefir enn sem komið er, birt hverja einustu línu, sem eg hefi sent því. Fimtu ósatinindin eru þau, að eg hafi sent Magnúsi Blöndal »útdrætti úr ýmsu, er J. Ól. hafði skrifað í blað- ið (Rvíkina) næstu misseri á undan*. Hvað var það? Vill Lögr.ritstj. ekki nefna eitthvað? Skömmu eftir að M. Blöndal tók við blaðinu, fekk eg frá honum eftir- fylgjandi bréf: Reykjavik 27. marz 1908. Herra Ágúst Jónsson! Eg bað Hannes S. Blöndal bróðnr minn, að benda mér á einhvern Islending i Winni- peg, sem eg skyldi biðja að skrifa, við og við, til blaðsins Reykjavik, sem eg er nú ritstj. við. Hannes benti mér strax & yð- nr, og leyfi eg mér þvi, að fara þess á leit við yðnr, hvort þér ekki munduð vilja senda mer greinar eða bréfkafla smám sam- an, sem eg mætti svo birta i blaðinu. Nafn yðar þarf eg ekki að setja við i blaðinu, ef þér siður viljið það. Með mikilli virðingu, yðar M. B. Blöndal. Eftir þessari beiðni sendi eg Magn- úsi Blöndal 2 ritgerðir og 1 fréttabréf. Önnur ritg. var þýðing úr hérlendu tímariti, um nýjustu uppgötvun Edi- sons; hin um skrautgarð, »park«. Hafði J. Ól. skrifað þær áður? Ekki hefir Blöndal víst munað eftir því, því þá hefði hann ekki farið að birta lesendum sínum þær í annað sinn. Bréfið birtist aldrei, af því eg bann- aði honum að birta það, nema að hann birti það alt. En það var í 2 köflum, og var sá fyrri, fréttir héðan að vestan, en sá síðari, athugasemdir um ýmislegt á íslandi, þar á meðal um átjórn H. Hafsteins. En hlut- drægnin og hrceðslan við gagnrýni hefir altaf verið á svo háu stigi þeim megin, að aldrei hefir mátt birta ann- að en smjaðrið og lofið, enda þó hæg- ur nærri væri að gera athugasemdir. Af þessum ástæðum var bréfið ekki birt. Eg á afrit af því enn; tók það af því eg vissi, að M. B. mundi ekki þora að birta það, eða ekki fá það. Get því látið prenta það nær sem vill, til að sýna stjórnmálahetjuskap Heima- stjórnarmanna(!!!). Sjöttu ósannindin, eru, að eg hafi verið »keyptur af ísaf.mönnum í Wpg., til að ganga um með undirskriftalista, þegar verið var að safna mótmælum þar gegn sambandslagafrumvarpinu*. Upptökin að undirskriftunum, sem komu af stað fyrsta fundarhaldinu í Wpg. átti eg sjálfur, og það hafði enginn maður minstu áhrif á mig, að því er það snerti að neinu leyti. Eg sá, að það var skylda okkar V.-ísl., að hefjast handa gegn innlimuninni i »safnaða danska ríkið«, og áleit, að alment fundarhald hefði meiri áhrif en nokkuð annað. Eg samdi því fundarboð, og fekk húsrúm (þaðstærsta, sem fáanlegt var) ókeypis; síðan lagði eg af stað að safna nöfnum undir fundarboðið, og gekk það svo greið- lega, að eg safnaði á fám kl.st. )o nöfnum, því allir litu sömu augum á uppkastið. Fyrstir skrifuðu undir fundarboðið: Baldvin ritstj. Baldvins- son, Skafti B. Brynjólfsson og síra Þeir ráðgjafarnir Churchill og Loyd- George mæltu eindregið með kosn- ingarrétti kvenna yfirleitt, en töldu þetta frumvarp alt of ófrjálslegt — veita alt of fáum konum réttindi. Atkvæðagreiðsla um kosningaréttar- frumvarpið við aðra umræðu fór svo, að 299 atkv. urðu með þvf, en 189 móti. En margir spá þvi, að enn muni það verða látið daga uppi, eins og jafnan hingað til, — þau 70 ár, sem það hefir verið á döfinni, eða frá 1840, er John Stuart Mill, heimspek- ingurinn mikli, fyrstur manna bar upp kvenréttindafrumvarp í þinginu. Allmikil er og gremjan meðal frjáls- lyndra manna yfir því, að kvenrétt- indakonurnar skuli styðja petta frum- varp, sem aðeins veitir einni miljón — í stað 7 miljóna kvenna réttindi. Þykir mönnum, sem konurnar roeð því ráðlagi hafi velt um aðal-stoðinni undir réttinda-kröfum sínum: jafnrétt- iskenningunni 0: Sami almennur, kosn- ingarréttur Jyrir alla, konur ogkarla,er náð haja ákveðnum aldri og haja heil- brigða skynsemi. Kosningarréttur kvenna. Meðmæli og mótmæli. Umræður í parlamentinu. Konur á Englandi hafa, svo sem kunnugt er, barist af alefli og með mikl- um hávaða fyrir »réttindum sínum«: kosningarrétti og kjörgengi kvenna. — Þær hafa mjög látið á sér bera — vopnaglamrið borist um allar álfur. Fyrir skömmu var borið upp frum- varp í neðri deild brezka parlament- isins um að veita konum á Bretlandi svo rúman kosningarrétt, að undir ákvæðin kæmist 1 miljón brezkra kvenna, en 7 miljónir mundu fá kosningarrétt, ef jafnalmennur væri fyrir konur eins og karla. Umræður um kosningarréttinn urðu langar og heitar. Allir flokkar tvístr- uðust í þessu máli — jafnvel sjálf stjórnin. Yfirráðgjafinn, Asquith, mælti móti kosningarrétti kvenna, aðrir ráð- gjafar ýmsir, svo sem Loyd George og Churchill, með honum. Hér á landi hefir kosningarréttur kvenna og kjörgengi verið allmjög á döfinni undanfarið. Fyrir þvf teljum vér eigi ófróðlegt fyrir lesendur vora að kynnast dálítið orðræðum brezkra stjórnmálahöfðingja um þetta mikils- verða mál og tökum því upp hér í bl. aðalrök helztu leiðtoganna. Asquith yfirráðgjafi taldi óráð að veita konum kosningarrétt. Ástæðan: kvenfólkið væri svo hvikult, tæki svo fljótt áhrifum, ef til vill gagnstæðum á stuttu millibili og mundi því stjórn öll í höndum þess verða á reiki. Hann benti einnig á, að svo virtist sem þjóðin alment sýndi málinu al- gert tómlæti, og að konur mundu litið skifta sér af kosningum 0. s. frv. Austen Chamberlain (sonur gamla Jósefs Ch.) taldi hér um mestu bylt- ingu að tefla. »Það er gagnstætt eðli náttúrunnar, að konur hljóti kosningarrétt. Lögin verða að gera sama greinarmun og náttúran. . . . Eg greiði atkvæði gegn kosningarrétti kvenna, ekki af því, að eg telji konur lélegri en karlmenn, heldur af því, að konurnar eru gædd-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.