Ísafold - 20.08.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.08.1910, Blaðsíða 1
Kemui út tyisvar i viku. Yerö Arg. (80 arkir minat) 4 kr., erlendib 6 ki efca 1 */» dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendie fyrir fram). ISAFOLD UDpaðgn (atriíieg) bandm vift Aramðt. sr ógiitl nema komln si tii útgefanda. fyrir 1. ott. ng Ko iptmdi nknldlaas vift blaftift Afgreiftsla: Aartnratrieti 8. XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 20. ágúst 1910. I. O. O. F. 918199 Forngripasafn opib hvern virkan dag 12—2 tslandsbanki opinn 10—2 lft og B1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibdegis Landakotskirkja. öuösþj. 9*/a og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 V»—12 og 4—5 Landnbankinn 11-2 */•, 5^/i-ð1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö 1 */•—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Faxaflóagufabáturinn Ingólfur fertii Borgarness 22. og 30. ág. -----Keflavíkur og Garðs 25. ágúst. Ólafur Þorsteinsson háls- nef- og eyrnalæknir Vonarstræti 1 (Iðnskólinn). Heima kl. 11—1 alla virka daga. Divide et impera. — Tvistraðu — og ríktu. — Alvarlegt íhugunarefni gefa t]ú af- drif Finna öllum hinum mentaða heimi, er Rússinn innlimar þá fyrir fult og alt, sem kallað er — og ekki ættu þau að verða sízt alhugunarverð fyrir oss íslendinga, ef vér hefðum tíma til. Þvi að jafnhliða starfi voru á flokksdeiluvígvellinum, eigum vér líka að rannsaka rétt vorn út á við. En hvar er nú allur réttur, spyrja menn, og livað stoðar slík hugmynd, þegar einhver voldugasti þjóðhöfðingi heimsins er að brjóta svarinu eið við eina af þjóðum sínum — við þjóð, sem að nútíðar sýnilegri menningu stendur oss miklu framar? Er hún ekki miklu ágætari en vér og hvað verður úr hennar rétti? Það er nú ekki vert að halda æði langt í réttarrannsókn í stuttri blaða- grein, en minna má á það, sem reynd- ar liggur ofarlega í hyggjuviti hvers einstaks manns, að rétturinn er meira en hugmynd. Hann er ein sú verulegasta stærð, sem til er, þótt hann að vísu liggi dýpra en skáldin syngja á manna- mótum. Hann er ekki eitthvað, sem »ætti að verac, heldur verulegur mátt- ur, sem annað hvort er, eða er ekki og reyndar mælist ekki á sama mæli- kvarða og það sem vér köllum bol- magn, en býr á bak við það og stjórnar því. Vor öld er vantrúaröld — vantrú- uð á alt, sem ekki felst í formi þröngra hugtaka rits og ræðu, eða mælist við einfaldan og áþreifanlegan mælikvarða formvísindanna. — Hví er lítil eining sterkari en dreifður fjöldi ? Raunvisindin vita, að það er, en það leiðir ekki beint af neinni rökfræðilegri samtengd, að slíkt purfi að vera, og er enda í skæðri mót- sögn við hina rótgrónu miljónatrú vors tíma. Rétturinn er veruleg stærð. Hann er fyrst og fremst möguleiki til að lifa i samræmi við sjálfa oss, og því næst hæfileiki til að lifa svo, að vér þurfum ekki að eta hveí annan eða hver frá öðrum. Vitanlega liggur þessi hæfileiki djúpt fyrir visindalegri rannsókn, en það væri heldur ekkert gaman að lifa, ef hann lægi opinn upp á gátt. Eins og allur sjúkleiki kemur af heildarklofningu hji einstaklingnum, eins koma réttarbrestir þjóðanna af sundrung. Muna megum við Sturl- ungualdarbrestinn, þegar fullveldið hvarf. Mundi hann nú fullgróinn enn, eftir svo langa legu? Vonandi er, að tilkenningarnar séu aðeins eftir- stöðvar, sem gjöra vart við sig um leið og vér erum að byrja að stíga á fæturna. Þegar um ógæfu Finna er að tefla, liggur mjög nærri að athuga, að þeir eru tvær heildir, en ekki ein, tvær þjóðir, finsk og sænsk. Það er ekki ein eðlisheild, sem verið er að drepa. Og skoðað þann veg, verður ógæfan miklu veigaminni en ella. Tvístraðu og ríktu! Ef þér tekst að tvístra hefurðu fengið rétt til að ríkja, því að tvístruð heild er stjórnarþurfi. Þetta er mergurinn málsins, og brestir munu á rétti Finna, þótt þætt- ir séu sjálfsagt í honum óslitnir, sem koma i veg fyrir fullnaðarósigur og þjóðartortímingu. Franz v. Jessen, kunnur blaða$nað- ur danskur, segir í bréfi þaðan austan úr álfu til blaðs í Danmörku, að Finnland sé félagslega, stjórnmála- lega og þjóðlega klofið og skift. í landinu séu fimm andstæðir stjórn- málaflokkar, sem ekki hafi tekist að mynda neina stjórn í landinu, sem þjóðin beri nokkurt traust til. Þjóð- in sé tortrygg bæði út á við og inn á við. — Hvaða þátt Rússaé eiga í þessu er ekki svo gott að segja, en sjálfsagt er það ekki betra, þótt meinið væri heima-alið. Það er samt á höfundi að heyra, að honum finnist Rússar standa betur að vígi að nota sér innanlands- deilur hjá Finnum en Danir hjá ís- lendingum —. Vart er því nú treyst- andi, en gjarna mætti það satt vera. En svo lengi lærir sem lifir og Danir eru ekki ónæmari en aðrar þjóð- ir, og víst er það, að þeir hafa and- vara á sér gagnvart oss. Það virðist nú liggja nærri, þegar um rétt Finna og íslendinga er að tefla, að gæta afstöðu hans við réttarstyrk og möguleika Rússa og Dana í sjálfu sér. — Ef menn viður- kenna þá bráðabirgðaskýringu á rétt- inum, sem eg drap á, þá leiðir af henni, að veilur séu á eðlisrétti þessara þjóða, úr þvi að þær þurfa endi- lega að eta frá Finnum og oss — beinlínis eða óbeinlínis. Bolmagni vor smáþjóðanna stafar nú einmitt hætta af þessu, en það er innri spill- ing fyrir hinar stærri, þvi að þar með hætta þær að hugsa um að vera sjálf- um sér nógar og neyta eðlilegra með- ala í baráttunni fyrir tilverunni. Fregnin um innra ástandið i Finn- landi gæti nú mint Dani óþægilega á mörgu stjórnmálaflokkana hjá sér og stjórnarglundroðann og upplausn- ina, sem þar af leiðir, en allir þekkja pottbrotin á Rússlandi. Og aldrei er óuggvænt, hvar ágjörn augu hvíla, þar sem sundrung er í aðsigi. En af þvi að réttur vor er veruleg stærð, eins og áður er sagt, en ekkert hlutfallshugtak eða , afstöðugagn, þá helst hann óbreyttur sem hlið á þroska- stigi voru, hvort sem Dönum’gengur betur eða ver. — Því munum vér unna þeim góðs, en eigi ills, og hugsa vorn eigin hag. hj. Mannalát vestan hafs. Ari Egilsson frá Vogum hér syðra, andaðist í Brandon 22. júní, 57 ára. Hann var af Sveinbjarnar Egilssonar ættinni. Enn eru dáin vestra í vetur hjónin Andrés Jóhannesson og Valgerður Björns- dóttir, bæði ættuð úr Þingeyjarsýslu. Voru búin að vera vestra rúm 20 ár. Þræta um Spitzbergen. Hver á Spitzbergen? Hver á að ráða yfir því framtiðar- innar landi? Um það er mikil deila um þessar mundir. Rússar telja sér það. Þeir voru það og, er numu þar land fyrstir og helguðu sér það með þvi að reisa þar rússneska fánann. En síðan hafa þeir vanrækt landið öldum saman, ekkert gert til þess að byggja það eða nota á nokkurn hátt. Og slíkt hirðuleysi telja ýmsir, að sé brot á þjóðaréttin- um og hafi Rússar því með þessu lagi fyrirgert eignarrétti til lands- ins. Norðmenn telja einnig sér landið, og rökstyðja með því, að peir hafi verið þar að staðaldri. Þeir hafi not- að landið o. s. frv. Norðmenn og Rússar hafa valið nefnd, sem um þessar mundir er að fjalla um, hvorum Spitzbergen beri. Bókafregn. Eimreiðin. XVI. ár. 3. hefti er nýkomiö. 1 þessu hefti eru 2—3 grein- ar, sem vafalaust vekja miklar umræð- ur og nokkuiar deilur, ekki sízt- III. kafli af grein Þorvalds Thoroddsen pró- fessors um »vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans«. Þar kennir margra grasa. Prófessorinn ritar þar um efniskenninguna (material- ismus), þingræðið, siðferðisveiklun vorra daga, um Ibsen — segist hafa kynst honum í fullu fjöri í Rómaborg 1885, og seinna í Kristjaníu 1897; en þá ver ið lítið eftir af hans fyrra manni, — Nietsche, Brandes, Hörup, og stefnu þeirra í Danmörku og áhrif á íslenzka námsmenn (Verðandi-mennina og flokk þeirra). — Virðist anda fremur kalt til þessarra nýju strauma vorra tíma úr hugskoti prófessorsins — og þykir oss Hklegt, að minst verði rækilega á greiu hans síðar hér í bjaðinu. Auk þessarrar ritgerðar eru 2 aðrar eftirtektarverðar greiuar í Eimreiðinni: »Um fjárhag vorn og framtíð«, eftir Ólaf Friðriksson, (höf. greinarinnar Dýr á íslandi, sem birtist nýverið í ísafold) og »Vín og vínbann« eftir Halldór Her- mannsson. Þá eru enn í heftinu kvæði eftir Sig- urð Jónsson og Gunnar Gunnarsson, grein um loftsiglingar eftir Guðm. G. Bárðarson, Ritsjá og íslenzk hringsjá eftir ritstjórann. Andvari er nýlega út kominn. »»Frá Hallgrími Sveinssyni biskupi« — heitir fyrsta greiniu og er eftir Jens prófast Pálsson. — Þá ritar Jón dr. Þorkelsson um »Undirtektir Dana« — undir mál vor, hin helztu (sambands- málið, viðskiftaráðunautinn og botnvörpu- sektirnar), þeir J. Þ. og Einar Arn, um ísland gagnvait öðrum ríkjum, og loks Björn Þórðarson yfirdómslögmaður um »konsúla og erindreka<(. • Andvökur, III*, bindi — og síðasta, af kvæðum Stepháns G. Stephánssonar er alveg nýlega út komið. — í þetta bindi er tekin upp kvæðasyrpan: Á ferð og flugi. Nær safnið annars fram á árið 1909. Þetta bindi er tileinkað kostnaðar- mönnum kvæðasafnsins, svo sem nú greinir: Það telst að skifta gulli fyrir grjót, 'Á gróða-vonlaust eyða blessun sjóða; Að steðja út um strseti og gatnamót Og stökum snauðum húsa-skýli bjóða. Bg þakka ykkur — nefni engin nöfn, Eg næ þeim ei i svona fúum linum — Sem lögðuð ykkar efni og fyrirhöfn í upptinsluna á flækingunum mínum. Nýir læknar. Guðmundur Guðjinnsson læknaskóla- kandídat er af ráðh. settur til að þjóna Axarfjarðarhéraði frá i. sept. Ólafur Oskar Ldrusson er sett- ur frá i, sept til þess að þjóna Hró- arstunguhéraði. Panamaskurðurinn. Verður lokið í sumar. Búist er við, að Panamaskurðurinn verði opnaður til umferðar í sumár. Hann verður 75 rastir á lengd (eins og frá Reykjavík austur að Þjórsá) og 9—10 stikur á breidd. Panamaskurðurinn gengur frá Colon við Atlanzhafið yfir í Panamaflóann við Kyrrahafið. Panamaskurðurinn veldur miklum byltingum á sjóferðum. Leiðin frá Liverpool á Englandi til Auckland á Nýja Sjálandi styttist um 441 sjó- mílu, leiðin frá Liverpool til Valpar- aiso í Chile um 2445 sjávarmílur og frá Liverpool til San Francisko um 5136 sjávarmilur — eða l/r> hluta af lengd miðjarðarlínunnar. Það munu talin verða einna mest tíðindi á 20. öldinni, er Panamaskurð- urinn verður opnaður. Svo sem menn muna varð hið mesta hneykslismál á Frakklandi út af Pana- maskurðinum, laust eftir 1890. Þá var hætt við mannvirkið að sinni — um 10 ár. En þá sneru Ameríku- menn sér sjálfir að verkinu, keyptu hin frakknesku réttindi fyrir 40 mil- jómr dollara og héldu áfram verkinu. Og nú á að sjást fyrir endann á því innan tveggja mánaða. Ýms erlend tíðindi. Óíriður milli Tyrkja og Grikkjaer nú á allra vörum. Sagt er að Tyrkir sóu í óða önn að viða að sór herskip öinkum frá Þýzkalandi, en Grikkir í annan stað að afla sór allskonar herbún- aðar víðsvegar að. Þar er sögð enn hin versta óöld í landinn, samsæri og upp- hlaup, en annars er\i sögurnar svo rugl- ingslegar og mismunandi, að ilt er að vita hverju trúa skal. Af fluginu eru að fróttast ný og ný afrek — og nýjar slysfarir. Alls hafa á áriuu 1910 beðið bana 10 fiugmenn (Aviatores). Svendsen, sá er flaug yfir Eyrarsund, ætlar sór nú, hvenær sem færi gefst að fljúga frá Khöfn til Köge, þorps á Sjá- landi. Er það all-langur vegur. Kóleran á Rússlandi er magnaðri en hún hefir verið nokkru Sinni fyr og er nú komin út um alt land. Fólkið flýr í hópum undan veikinni og ber hana með sér. Crippen, konumorðinginn, játar ekk- ert ennþá og sama er að segja um frillu hans, Ethel Le Neve. Þau verða flutt til Englands á næstunni og rann- sóknunum haldið áfram þar. Flytjast Finnar í strauinuin til Kanada? Sagt er að Kanadastjórn hafi ákveðið að senda ógrynni útflutnings- meðmælenda til Finnlands til þess að fá eins marga Finna og hægt er til þess að rækta þar landið. Auk ókeypislands á að bjóða þeim allskonar kosti. Finnar eru taldir vera ágætis bændur í Kan- ada og þola vel kulda. Kanadastjórn býst við, að þessi boð verði þegin nú, þá er innlimun Finnlands er samþykt af Rússum. Áuk stjórnarinnar í Kanada ætlar Pacific-járnbrautarfólagið þar í landi að bjóða þeim líka kosti. Þeir ætla að bjóða þeim bygð í héraðinu Alberta (þar sem Stephán G. Stephánsson býr). Þar hef- ir félagið ræktað landið með vatnsveit- um o. fl. og því eiga Finnar eigi að fá það alveg ókeypis, en góða borgunar- skilmála á að bjóða þeim, og fólagið ætl- ar að flytja á sínum skipum, þá er til fararinnar verða — en það verða mörg hundruð þúsund, býst fólagið við. _______________________ Látinn er í Khöfn merkur stærðfræð- ingur: Julius Petersen, prófessor. Eftir hann eru enn kendar bækur i ai- menna mentaskólanum. -----tuKi- 54. tölublaA Innlinmnarkenningar Dana á þýzku. (Simfr. frá Khöfn). Símað var ísafold í morgun, að bók dr. Kn. Berlín vœri komin út á pýzku þ. e. rit það, er hann gaf út á dönsku með titlinum: Islands stats- retlige stilling. — Þeir ætla sér þá, Janir, að reyna að gróðursetja inn- imunarkenningar sínar í þýzkum jarð- vegi. En eigi tjáir að láta Berlín vera einan til frásagnar, um mál vor á þeim véttvangi — þar sem vér nú eigum jafn ágæt svör í fórum vorum, sem er t. d. ritgerð þeirra Jóns Þor- celssonar og Einars Arnórssonar í Andvara síðast. Ungmennafélögin og Heimastjórnin. »Þess skalgetið, sem gert erc stend- ur þar. Ungmennafélögin (U. M. F. í.) sóttu um styrk, 2000 kr., til síðasta alþingis. Eg vil taka hér upp nokk- uð úr ræðu ráðherra Björns Jónsson- ar um þessa styrkbeiðslu: »Þá kemur styrkur til Ungmenna- félags íslands og er í 11. lið 16. gr. Félagsskapur þessi ætlar styrkinn til eflingar á skógrækt og til sandgræðslu. Þessi félagsskapur, sem er einn hinn vænlegasti framfaravísir með þjóð vorri, hefir komið því til leiðar, að ung- menni íslands hafa fengið mikinn á- huga á hinni fornu, fögru og frægu íþrótt: íslenzku glimunum, og virðist vor fátæka og fámenna þjóð vera á góðri leið til að afla sér orðstirs með- al erlendra þjóða fyrir þá íþrótt. Sendi- för íslenzku íþróttamannanna til Lund- úna er flestum eflaust í fernsku minni. Og skógræktarhugmyndin er ágæt, enda ætla eg, að sjálfsagt sé að styrkja þá menn, er verja kröftum sínum til þess að græða og klæða landið, sem er bert og nakið fyrir vanrækt fyrri kynslóða. Sú stefna ætti að breytast: að hafa ímugust á likamlegri vinnu, og þykja hún ógöfug og þreytandi, en vilja eingöngu lifa á bókvitinu.— Það er þó fátt, er styrkir betur og stælir bæði vöðva og taugar en holl vinna með höndunum. Eg óska og vona, að eg lifi það, að þessi styrkur verði margfalt hærri; eg er sannfærð- ur um, að því fé er ekki á glæ kast- að.c Styrknum reiddi vel af, nema hvað efri deild mun hafa fært hann niður i 15 hundruðkr. Ogengurnþingmanni.sem hlyntur var Ungmennafélögunum datt í hug,að hann yrði færður meira nið- ur. — En viti menn. Við síðustu umræðu fjárlaganna í n. d. skriðu fram úr skotum sínum tveir heimastj.þing- menn, Pétur bóndi á Gautlöndum og Jón frá Múla, — þessi aldavinur (!) Ungmennafélaganna — og leggja það til, að styrkurinn skuli færður niður í 1000 á ári. Þeir héldu það væri nóg! Veslingarnir! Þeir hafa ekki enn ver- ið búnir að gleyma »hneykslinuc á Þingvöllum 2. ágúst 1907, þegar ung- mennafélögin neituðu að draga niður íslenzka fánann, þann eina, sem blakti þar þann dag, innan um' öll þúsundin af »Dannebrogc. O-jæja. Af litlu má marka, hvers Ungmennafélögin ættu að vænta, ef »Heimastjórninc kæmist aftur að völd- unum. Ungmennafélagi. Meiðyrðamál. A fimtudaginn var kveðinn upp dóm- ur i máii, er bankastjórar Landsbank- ans, Björn Kristjánsson og Björn Sig- urðsson höfðuðu gegn ritstjóra Lög- réttu fyrir meiðyrði í þeirra garð og aðdróttanir. Meiðyrðin voru dæmd dauð og ómerk og ritstjórinn dæmd- ur í 80 kr. sekt, auk málskostnaðar. Mál það, er Tryggvi höfðaði gegn Þórði lækni á Kleppi fyrir gagnrýni á honum og kosningu hans í bæjar- stjórn dæmdi undirréttur einnig í fyrra dag, og fekk Þórður 100 kr. sekt, auk málskostnaðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.