Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 12
Frauenburg í Prússlandi. kirkjunnar og biskupsdæmisins. f Timarnir voru heldur ófriðlegir á köflum, og Kópernikus átti þátt í ýmsum stjórnmálaaðgerðum Ermlands. En jafnframt vann hann stöðugt að ritverki sínu um hreyfingar plánetanna, sem hann mun hafa gert fyrsta uppkastið að skömmu eftir að hann kom til t Frauenburg. Hann valdi sér að- setur í turni einum, sem síðan hefur verið kenndur við hann. Úr þeim turni mun hann hafa gert flestar stjörnuathuganir sínar. Stjömuathugánir voru þýðing- armikill liður í starfi Kópernik- usar. Hann varð að geta sýnt fram á með athugunum, að kenn- ingar sinar stæðust. Hann varð að geta mælt nákvæma afstöðu ejnstakra hnatta á ákveðnum timum. Kópernikus var þó aldr- ei mikill stjörnuskoðari. Að- ferðir hans og tæki voru óná- kvæmari en tæki beztu stjarn- fræðinga Hellena meira en þús- und árum fyrr. Á hinn bóginn var honum sjálfum ljóst, að mæl- ingar hans voru ekki hámá- kvæmar, en þær voru nógu ná- kvæmar fyrir það, sem hann ætlaði þeim að sanna. í riti sínu gerir hann grein fyrir 27 eigin athugunum og langflestar þeirra eru gerðar í Frauenburg. Þótt Kópernikus væri tregur til að birta skoðanir sínar opin- berlega, barst samt ávæningur af þeim út, og hann varð kunnur fyrir þær meðal lærðra manna. En sjálfur taldi hann rit sitt ekki fullbúið til birtingar. Fleira mun þó hafa komið til. Um þetta leyti var tekið að brydda á átökum í trúmálum. Lúther hafði hafið á loft uppreisnarfánann í Þýzka- landi og kenningum hans og kirkju óx óðfluga fylgi. Fyrir bragðið var kaþólska kirkjan far- in að taka harðar á öilum frá- vikum frá hinum fornhelgu kenn- íngum en hún hafði gert áður, og húp hafði horn i siðu kenn- inga hans. Vegna þessarar and- úðar kaþólsku kirkjunnar hefði mátt ætia, að Lúthersmenn hefðu aðhyllzt kenningar Kópernikus- ár. En reyndin varð hin, að þeir forköstuðu þeim jafnvel enn á- kveðnar en kaþólskir menn. — Kópernikus hafði Jengi Jpglð J gröf sinni, þegar kaþólska kirkj- an bannfærði rit hans, en Lút* her fordæmdi kenningar hans áður en bók hans kpm út. í borð- ræðum sínum hallmælti hann „þessum nýja stjörnufræðingi, sem ætlar að sanna að jörðin snúist en ekki himnarnir, sólin og tunglið; það væri eins og ein- hver sæti í vagni á ferð eða skipi og þættist vera kyrr, en jörðin, og trén hreyfðust fram hjá hon- um. En svona eru aðferðirnar nú orðið: þeir, sem þykjast vera gáf- aðir, þurfa að koma með eitthvað frumlegt, sem hlýtur að vera feykigott, af þvi a? þeir hafa fund- ið það upp. Þessi bjáni vill snúa öllum stjarnvísindunum við. En, eins og Heilög ritning segir, skipaði Jósúa sólinni, ekki jörð- inni að standa kyrr.” Þessi ummæli Lúthers sýna, að skoðanir Kópernikusar voru orðn- ar allfrægar, enda bárust honum ýmis tilmæli úm að birta athug- anir sínar fljótlega, jafnvel frá kardínáium við kúríuna i Kóm. En Kópernikus vildi ekki hætta á neitt. Hann féllst ekki á birt- ingu fyrr en síðasta árið, sem hann lifði, og þá var það læri- sveinn hans einn, sem fékk hann til þess. Þessi lærisveinn Kóper- nikusar kom frá óliklegasta stað, háskóla Lúthersmanna i Witten- berg i ÞýzkalandL Vorið 1539 kom ungur vísinda- maður til Frauenburg og baðst viðtals við Kópernikus. Hann hét Georg .Jóakim og var prófessor í stærðfræði við háskólann í Wittenberg. Hann hafði farið austur til Ermlands fyrirvara- laust og án þess að gera boð á undan sér til þess að fá nánari íregnir um stjarnfræðikenning- ar Kópernikusar, en af þeim hafði hann frétt á skotspónum. Þessi stærðfræðiprófessor var þá 25 ára gamall og hafði tekið sér viðurnefnið Rheticus eftir heima byggð sinni. Rheticus stóð við í Póllandi f tvö ár .og komst í mikið vinfengi , við Kópernikus. Hann færði stjarnfræðingnum að gjöf allmörg vísindarit, sem Kópernikus á- nafnaði dómkirkjusafninu eftir sinn dag. Þessi rit lagði Gústaf Adólf Svíakonungur undir sig i þrjátíu ára stríðinu, ásamt fleir- um, og þvi er flest rit Kópernik- usar nú að finna i háskólabóka- safninu í Uppsölum. En aðalerindi Rheticusar til Frauenburg var ekki að gefa Kóp- ernikusi gjafir. Hann fékk að lesa ritverkið, sem nú var að verða fullgert, og hann skráði ágrip af kenningum hans á latínu og gaf út árið 1540 með leyfi stjarn- fræðingsins. Reyndar náði það verk ekki nema yfir hluta a£ 28 SUWWUDAGSBl^AD - ÁLÞÝBUBhAÐW

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.