Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 10
Líkskurður við Paduaháskóla. nikus alkorninn til Ermlands frá námi. Hann var þá maður liðlega þrítugur og hafði hlotið menntun eins og hún gerðist bezt. Hann var vel að sér í öllum prestlegum menntum, doktor í kirkjurétti og hafði lagt stund á læknisfræði eins og hún var fullkomnust þá. Og hann hafði sökkt sér af kappi niður i stærðfræði og stjarn- fræðilega útreikninga. í síðari rit- um hans má sjá, að stjörnuathug- anir hafa tekið talsvert af tíma hans, meðan hann var í Ítalíu, og eftir að heim kom, hélt hann á- fram að fylgjast( með hreyfingum himintunglanna. En við embætti sínu sem kórbróðir í Frauenburg tók hann ekki að sinni. Waczen- rode biskup var farinn að reskj- ast og taldi sig þurfa aðstoðar frænda síns við. Kópernikus fékk enn orlof, að þessu sinni til að gerast líflæknir biskupsins. Cg því starfi gegndi hann í sex ár. Waezenrode biskup var verald- legur höfðingi yfir Ermlandi ekki síður en asdlegur. Ríki hans var lítið og inniklemmt milli stór- velda, svo að talsverða lagni þurfti til að stýra því ósködd- uðu milli skers og báru. Kóp- ernikus varð brátt hægri hönd hans við stjórnarstörfin, og ef- laust hefur biskupinn dreymt um, að þessi lærði, ungi maður, ætti síðar eftir að taka við bisk- upskápunni og því væri rétt að venja hann við í tíma. Til þess kom þó aldrei, að Kópernikus yrði biskup eða veraldarhöfð- ingi eins og móðurbróðir hans, enda gaf hann sér tóm til á þess- um árum að fást við aðra iðju, sem trúlega hefur verið honum hugstæðari. Á þessum árum gerði hann fyrstu drögin að þeirri heimsmynd, sem var að mótast með honum. Megingalli þeirrar stjarn- fræði, sem þá var ríkjandi og gerði ráð fyrir jörðinni í miðju sólkerfisins, var sá, hye hreyfingar plánetnanna voru ó- reglulegar og undarlegar. Kóper- nikus þafði fyrir löngu gert sér 1 jóst, að þessar hreyfingar yrði mik|u einfaldari, ef gert væri ráð fyrir, gð sóiin væri miðdepill- inn, ekki jörðin. Qg á Ítalíu hafði hanq orðið fyrir djúpstæð- um áhrifum frá mönnum, sem kenndu, að náttúran hlyti að vera einföld og reglulega byggð upp. Samkvæmt því hlaut einfaldasta skýringin á hreyfingum himin- hnattanna að vera sú réttasta. Eitthvað á þessa leið var hugs- un Kópernikusar, og árið 1512 eða skömmu fyrr ritaði hann stutt ágrip af hugmyndum sínum á latínu og gaf fáeinum yinum sín- um. Þetta rit gaf hann hing veg- ar aldrei út í bókarformi, og það var ekki prentað fyrr en í lpk síðustu aldar eftir tveimur hand- ritum, sem höfðu yarðveitzt fyr- ir heppni. En í þessu riti birtiit aðeins fyrsta gerð hugmynda hans. Þær áttu eftir að þróast um þriggja áratuga skeið, áður en þær kæmu fullmótaðar fram. Vorið 1512 lézt Vaczenrode biskup. Hann hafði verið kænn stjórnmálamaður, einn þeirra preláta, sem voru falslausir vinir guðs, en vpraldarmenn um leið, svo að orðum frægs íslenzks skálds sé örlítið snúið. Um hann var sagt, að hann hefði aldrei sézt hlæja. Engum sögum fer af því, hvernig Kópernikusi samdi við þennan frænda sinn, en hann átti honum mikið að þakka og lét það þakklæti í ljós á ýmsan hátt. 26 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.