Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Rúnar Þór Nettengdur veraldarvefur eftir Olöfu Oddgeirsdóttur. Eggert Einarsson vinnur við uppsetningu verks síns. ÁTTA LISTAMENN SÝNA í LAXÁRVIRKJUN í SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLU LISTAVERK í MIÐRI ORKUSTÖÐ ÁTTA listamenn taka þátt í sýningu sem opnuð var síðdegis í gær, föstudag, í Laxárvirkjun, en yfirskrift þessarar sýningar sem og annarrar sem stendur yfír í Ljósafossvirkjun er: List í orkustöðvum. Félag íslenskra myndlistar- manna stendur að sýningunni í samvinnu við Landsvirkjun. Guðbjörg Lind Jónsdóttir formaður félagsins og einn listamannanna sagði að um væri að ræða framlag félagsins til dagskrár sem tengist menningarborginni Reykjavík, en þema hennar er menning og náttúra. Því hafí þótt tilvalið að færa sýninguna út iyrir borgarmörkin. Óhætt er að segja að sýningarrýmið er óvenjulegt í Laxárvirkjun, inni í miðri orkustöð sem sprengd hefur verið inn í gljúfurvegg í far- vegi Laxár. Verkin eru á nokkrum stöðum, á gangi inn að vélarsal, í vélarsalnum eru nokkur verk og þá er listaverk í hliðargöngum og svo- nefndu pallhúsi. Listin færð út til fólksins Listamennimir sem staddir voru í Laxár- virkjun við uppsetningu verka sinna seinni part vikunnar sögðu að um óvenjulegt tækifæri væri að ræða, að sýna við þessar aðstæður. Þama væri verið að færa listina út til fólksins, í annað umhveríi en menn eru vanir að skoða myndlist, hefðin væri brotin upp og vissulega mætti gera meira af því í framtíðinni. * í göngunum að vélarsalnum er verkið Virkj- un eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur, en hún sagði hugmyndina að verkinu sprottna annars vegar af ofankomu sem væri uppspretta vatnsafls og hins vegar hjóli úr gamalli virkjun sem tákn um að maðurinn hafi beislað orkuna. Guðrún hefur úðað hvítum lit á bergið, aðeins úr einni átt, eins og skafrenningur hafi farið hjá, en við það myndast andstæður í ójöfnu berginu og ný form og myndir koma fram. Þegar menn nálgast vegginn á leið inn göngin virðist vera um hvítt form að ræða, en þegar aftur er gengið meðfram veggnum koma í íjós afstrakt form þar sem hvíti liturinn og dökkt bergið mætast. Enn kemur svo í Ijós nýtt form þegar gengið er út göngin, þá sést hvíti liturinn ekld, heldur aðeins nokkur hjól sem standa út úr veggnum og varpa skugga á bergið. i Á gagnstæðan bergvegg varpar Guðrún fram textum í formi ljóss, sem kallast á við hvíta lit- inn, en textarnir eru fengnir að láni hjá ýmsum skáldum og hugsuðum; sá elsti er eftir Tómas Sæmundsson og birtist í Fjölni árið 1835, Guð- rún sagði að innihald textanna ætti að vekja til- finningu fyrir því að fara varlega með landið. Ails birtast 20 textar með hálfrar mínútu milli- bili. Núti'maleg kvöldmáltið Verk Sigurðar Örlygssonar heitir Kvöldmál- tíð og eins og nafnið gefúr til kynna leggur hann út af síðustu kvöldmáltíðinni, en hefur fært hana tU nútímalegs forms. Þannig er tölvuskjárinn og fi'klaborðið í öndvegi á „borðinu". Verk Sigurð- ar er f vélarsal, sem og einnig verk eftir Guð- rúnu Einarsdóttur, en hún hefur útbúið tákn fyrú' sólina, sem er aðalorkugjafi okkar. Verk Guðrúnar er stórt, 4x4 metrar að stærð. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir einnig sitt Uppsprettur eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. verk í vélarsalnum, en hennar verk heitir Jarð- samband og er er unnið úr tólg, timbri, polyest- er, einangrurum og plexigleri, en verkið vísar á yfirfærðan hátt til orkuvinnslu þegar vatn knýr rafhverfla. Efniviður verksins kemur úr ýmsum áttum og vill Guðbjörg með því minna fólk á hversu fjölbreyttum orkugjöfum maðurinn hef- uryfiraðráða. „Sem leið liggur" heitir verk Söru Vilbergs- dóttur sem er í hliðargöngum Laxárvirkjunar, en hún hefúr hlaðið þijár vörður inni í dimmum göngunum og hefúr hver sinn grunnlit sem berst með Ijósgeisla að ofan. Vísa vörðumar á hugsanlega útleið við enda ganganna. Olöf Oddgeirsdóttir sýnir verk sitt Nettengd- ur veraldarvefúr í pailhúsi þegar komið er niður úr hliðargöngunum, en hún sagði að myndlistar- mennimir hefðu komið til að skoða staðhætti í Laxárvirkjun síðasta haust og þá fljótlega hefði hún fengið augastað á veggnum sem verk henn- ar er á. „Þegar ég var búin að ákveða staðinn fór ég að vinna verkið inn í rýmið, en það er nokkuð óvenjulegt. Þegar maður fær verkefni af þessu tagi verður að finna nýjar leiðir. Ég hef í mínum verkum mikið unnið með gömul munstur, en það hefur aðallega verið í málverki, þama varð ég að finna aðrar leiðir til að vinna verkið," sagði Olöf. Örnefni tengd vatni Hún notar plastnet, plastþráð, bómuilarþráð og rafmagnsvír í sitt verk, sem er heklað í laxa- net. „Mér fannst það passa ágætlega hér í Lax- árvirkjun,“ sagði hún. I verkinu era tákn úr raf- magnsfræði og einnig náttúratengd tákn úr fomum mynstrum sem fléttast saman í skipu- legt mynstur. Ólöf sagði að þannig vísaði hún til þess að maðurinn hefði með hugviti sínu getað beislað náttúruna. „Það er með þetta verk eins og alla handayinnu, það tók tíma að koma því saman.“ Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir verk sem heitir Uppsprettur. Hugmyndin að baki verkinu er sambands manns og náttúra landsins Jarósamband eftir Guðbjórgu Lind Jónsdóttur. Verk Guðrúnar Einarsdóttur. Sem leið liggur heltir verk Söru Vilbergsdóttur. í tímans rás. Verkið skiptist í tvo hluta, í öðram þeirra eru skrifuð ömefni sem öli tengjast vatni en í hinum era nöfn 100 íslenskra bama sem fæddust á síðasta ári, 1999, nýjustu kynslóðinni á íslandi árið 2000, þeirri sem erfa mun landið. Boðsgestur sýningarinnar er Eggert Einars- son, en hann var önnum kafinn við að koma verki sínu fyrir þegar Morgunblaðsmenn heim- sóttu listamennina í Laxárvirkjun. Verk hans heitir Andartak, en það er hreyfiverk, gert úr stáli og grjóti og er vatn notað sem aflgjafi. „Ég hef verið að veltast með grunn að þessu verki í um tvö ár og þegar mér bauðst tækifæri til að taka þátt í þessari sýningu fór ég að vinna að því fyrir alvöru. Ég sá strax að þetta var upplagður staður til að sýna þetta verk á, plássið hentar einkar vel,“ sagði Eggert. Sýningin í Laxárvirkjun verður opin fram á haust, eða til 15. september og er opið frá kl. 13 til 17 alla virka daga, en frá 13 til 18 um helgar. f'6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 17. JÚNf 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.