Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.2000, Blaðsíða 14
ÞEKKINGAR- CX3 VISKUBRUNNUR MEÐ ÓBRIGÐULAN SMEKK Bergþór Pálsson Björn Jónsson Dalton Baldwin Lorraine Nubar Olivera Miljakovic Sigrún Hjálmtýsdóttir Sólrún Bragadóttir Þóra Einarsdóttir Ólöf Kolbrún Hardardóttlr Sönghátíð til heiðurs Halldóri Hansen barna- lækni verður haldin í Salnum í Kópavogi næstkomandi mánudags- kvöld. Það eru Salurinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík sem standa að hótíðinni þar sem fjöld i 1 istamanna kemurfram. SÚSANNA SVAVARS- DÓTTIR ræddi við nokkra af vinum Halldórs sem koma fram á tónleikunum um þau ómetanlegu áhrif sem hann hefur haft á söngvara heima og heiman, auk þess sem hún spjallaði við Halldór um hans lífsins ástríðu, sönginn. HALLDÓR er nánast yflr- náttúruleg vera,“ segir píanóleikarinn Dalton Baldwin, sem á frumkvæð- ið að því að halda mikla söngveislu í Salnum í Kópa- vogi um helgina, barna- lækninum Halldóri Hansen til heiðurs. „Hann er ákaflega næmur hlustandi og mikill vinur söngvara.“ Veislan sam- anstendur af smiðju (workshop) fyrir söngv- ara í þrjá daga og tón- leikum sem verða haldn- ir mánu- dagskvöldið 19. júní kl. 20. Fullbók- að er í smiðj- una en opið er fyrir almenning til áheymar. A tónleikunum koma fram íslenskir og er- 'lendir listamenn, þau Bergþór Pálsson, Bjöm Jónsson, Elly Ameling, Dalton Baldwin, Finn- ur Bjamason, Garðar Cortes, Gerrit Schuil, Jónas Ingimundarson, Lorraine Nubar, Margareta Haverinen, Olivera Miljakovic, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Simon Chaussé, Sólrún Bragadóttir, Viloet Chang og Þóra Einarsdóttir. „Það er sama um hvað maður spyr Halldór þegar söngvarar era annars vegar,“ segir Jón- as Ingimundarsson píanóleikari, „maður kem- ur aldrei að tómum kofanum. Hann er algert „unicum". Hann er vel að sér, víðsýnn og nær- gætinn. Hann hefur alveg sérstakt hjartalag fyrir söngvara, hefur lagt sig fram um að vekja athygli á ungum, efnilegum söngvuram, stutt þá og hjálpað á alla vegu, til dæmis með því að hringja í fræga erlenda söngvara sem era nán- ir vinir hans og fá þá til að kenna eða greiða götu ungra íslenskra söngvara." Jónas segir Halldór hafa verið viðloðandi tónlistina frá því hann var ungur maður. „Ég kynntist honum á námsárum mínum í Austur- ríki,“ segir hann. „Ég var oft búinn að sjá hann á tónleikum og hafði mig á endanum í að tala við hann. Ég sagði honum frá því að þegar ég var á aldrinum 10-12 ára hefði ég legið yfir upptökum með söngvurum sem hæst bar þá, til dæmis Mariu Callas og Jusse Björling. Það kom auðvitað í ljós að Halldór hafði farið á tón- leika með þeim og meira að segja líka hjá kynslóðinni sem var á undan þeim. Halldór er fullkominn heimsborgari. Hans borgir eru París, New York og Vín. Samt fylg- ist hann mjög nákvæmlega með ungum ís- lenskum söngvuram. Það fer ekkert framhjá honum. Það er líka mikils virði að heyra álit hans eftir tónleika. Hann segir manni gjarnan hvað honum finnst og hann segir það í tveimur til þremur setningum með svo mikilli ná- kvæmni og nærfærni að maður veit alltaf hvað hann á við og er sammála honum. Gagnrýni hans er mjög jákvæð og uppbyggjandi og hef- ur reynst mörgum tónlistarmanninum ómet- anlegt veganesti." Jónas segir Halldór hafa, með nærvera sinni einni saman, haldið undir eitt mikilvægasta horn tónlistarlífsins. „Sem skilningsríkur vinur og þolinmóður hlustandi hefur hann reynst tónlistarlífinu mikilvægur ráðgjafi og leiðbeinandi. Hann hefur, með víðsýni sinni og hjálpsemi, haldið gluggum opnum út í veröldina, kynnt fyrir þjóðinni fjölda vina sinna, sem reyndust í framvarðar- sveit tónlistarmanna í heiminum. Þeir eru orðnir æði margir listamennirnir sem hingað hafa komið fyrir hans orð og með list sinni tos- að okkur upp úr hversdeginum og ýtt okkur fram á veginn." Óþekkur krakki sem þurfti að liggja í rúminu Við sem höfum aðeins kynnst Halldóri sem einkar næmum og skilningsríkum lækni hjá ungbarnaeftirlitinu á Heilsuverndarstöðinni höfum lítið frétt af þessu ómetanlega starfi hans í þágu tónlistar á íslandi. Halldór er hóg- vær maður (fengist seint til að draga athyglina að sjálfum sér), glaðlyndur og svo gjöfull að líklega er það rétt hjá Dalton Baldwin að hann sé yfirnáttúraleg vera. Líklega eru þeir fáir sem setningin „þú átt aðeins það sem þú gef- ur“ á eins vel við. Halldór Hansen á greinilega ást og virðingu allra sem honum hafa kynnst - og hvað er meira virði í lífinu? Þegar Halldór er spurður að því hvernig áhugi hans á tónlist hafi vaknað svarar hann því til að hann hafi hreinlega fæðst með þennan áhuga á tónlist. „Ég var mjög óþægur krakki,“ segir hann, „en veiktist mjög ungur og þaðvarð einhvern veg- inn að halda mér í rúminu. I þá daga vora börn látin liggja í rúminu ef þau veiktust, en ég var lítt til þess fallinn, þannig að þá var tekið upp á því að spila fyrir mig á grammófón. Það virk- aði eins og galdur. Ég lá kyrr og hlustaði.“ Snemma uppgötvaðist að Halldór var ekki bara góður hlustandi, hann gat líka leikið á píanó eftir eyranu. „Á þeim tíma var mikið um það að fólk væri með „betri stofur“ þar sem enginn mátti fara inn nema á hátíðar- og tylli- dögum og í okkar betri stofu var píanóið. Ég var alltaf að stelast þangað inn til að spila og hélt að enginn kæmist að því. En það komst alltaf upp vegna þess að gólfið var svo gljáfægt að það sást strax ef einhver fór þangað inn. En það var alveg sama hvernig mér var refsað fyrir þessa óþekkt, það hafði engin áhrif.“ Ástfanginn og hugfanginn Halldór þjáðist af astma og þoldi illa lofts- lagið á íslandi. Engin lyf vora til við þessum sjúkdómi á þeim tíma og á endanum var brugðið á það ráð að senda hann fyrst til Dan- merkur og síðan til Austurríkis til þess að hann mætti halda lífi. I Austurríki dvaldi hann hjá vinafólki föður síns sem hafði verið við nám í Austumki og það má segja að þar hafi stefn- an verið tekin. „Óperasýningar hófust klukkan sex og var lokið klukkan tíu. Þess vegna fékk ég að fara með þegar farið var í óperuna. Og þar varð ég bæði ástfanginn og hugfanginn. Violet Chang 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.