Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 19
AF EFNI OG ANDA HÚN vinnur ekki með neitt sérstakt í huga. Lætur efnið tala. Sjálf hverfur hún inn í algjört tímaleysi, meðan á vinnunni stendur, og þá er álitamál hvert hið mót- andi afl er, hún eða efnið. „Allt efni hef- ur formið sjálft í sér, það þarf bara að hlusta og ná því fram.“ Þessi lýsing á við myndhöggvarann Eddu Björgvinsdóttur sem opnaði í gær sýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavík- ur - sína fyrstu einkasýningu. Líkir lista- konan sýningunni við frækorn sem hún vilji sá á heimaslóð en hún er búsett á Indlandi. Listin laðaði Eddu ekki til sín á unga aldri, eins og svo marga. Hún var komin á fimmtugsaldur þegar kallið kom. Um árabil hafði hún unnið skrifstofustörf en þar sem þau færðu henni ekki neitt, að því er hún segir, ákvað hún að venda sínu kvæði í kross - breyta um lífsstíl. Leiðin lá til Suður-Englands, þar sem Edda hóf myndlistarnám árið 1989. Fljótlega fann hún sinn farveg, högg- myndalist. „I grunnnáminu fékk ég stein í hendur og það kveikti endanlega í mér. Steinninn er alls ekki dauður, eins og svo margir halda, jafnvel minnsti biti er full- ur af lífi. Maður þarf bara að þagna sjálf- ur til að láta efnið tala.“ Edda vonar að þetta viðhorf komi fram á sýningunni en þar eru einnig verk unnin í tré, málm og gifs. A sýningunni er meðal annars að finna fyrsta verk Eddu, umræddan stein. Nefn- ir hún verkið Höfuðið ellegar Heilann. A námsárunum tók Edda þátt í sam- sýningum á Englandi og í Þýskalandi og segir móttökur hafa verið góðar. „Ég fékk til dæmis mjög góða umfjöllun í blöðum í Þýskalandi og fólk sýndi áhuga á að kaupa verkin mín. Ég vildi aftur á móti ekki selja, fann að eitthvað var eft- ir, eins og komið hefur á daginn. Nú mynda verk mín eina heild, það kemur glöggt fram á þessari sýningu. Þemað er hringformið, punkturinn og línan sem endar í einum punkti. Línan tengir sam- an himin og jörð, efni og anda - fær okk- ur til að einbeita okkur að lífinu í kring- um okkur, lífinu í okkur.“ Má skilja þetta sem svo að nú sé Edda reiðubúin að selja verk sín? „Já, það er ég. Ég fer ekki með þessi verk utan aftur, það er alltof löng leið.“ Já, það er löng leið frá Reykjavík til Puttaparthi á Indlandi, þai- sem Edda er nú búsett. „Þegar ég lauk framhaldsnámi frá kennaradeild, árið 1993, fór ég að leita mér að samastað. England kom eiginlega ekki til greina vegna óhagstæðrar veðr- áttu. Indland var alltaf efst á baugi enda hafði ég margoft komið þangað frá árinu 1982 og liðið ákaflega vel. Þangað ákvað ég því að halda.“ Edda fann fljótt „sinn stað“, eins og hún kemst að orði, Puttaparthi, sem er lítið þorp skammt frá Bangalor. Helsta að- dráttaraflið var helgur maður, sem búsett- ur er í þorpinu, og Edda leitar til eins oft og hún getur. Segir hún þennan mami merkilegri en orð fá lýst, afl sem ekki verði skilgreint, alvitund, alls staðar, alltaf. Þessi maður er Sathya Sai Baba. „Þúsundir manna leita til Sathya Sai Baba á degi hverjum," segir Edda, „en megin markmið hans, eins og annarra andlegra meistara, er að stýra fólki til Morgunblaðið/Kristinn EDDA Björgvinsdóttir mynd- höggvari við verk sitt Logann. ÞETTA verk, Opnun sálar, er einnig að finna í Ráðhúsinu. andlegs þroska. Hann hvetur fólk til að lifa lífinu hamingjusamt og glatt og leggja böl sitt og þrautir til hans.“ Margar sögur eru til af athöfnum Sai Baba, flestar hverjar ofar mannlegum skilningi. Fjölmargir vísindamenn hafa á undanförnum árum og áratugum komið til hans til að færa rök fyrir „kraftaverk- unuin“ sem fólk hefur horft á hann gera. „Þeim ber saman um að allt sem hann gerir sé ofar mannlegum skilningi. Sjálf hef ég margoft orðið vitni að kraftaverk- um Sai Baba, séð hann lijálpa fólki í neyð, lækna sjúka og sitthvað fleira. í raun trúi ég ekki lengur á orðið krafta- verk, fyrir mér er ekkert kraftaverk til í heiminum, þau eru aðeins eðlilegur hluti af lífi okkar.“ Sýning Eddu er opin alla daga, mánu- daga til föstudaga kl. 8 til 19, laugar- daga og sunnudaga kl. 12 til 18. Henni lýkur 25. janúar. TÚfVIJST Sígildir diskar BACH J. S. Bach: Messa í h-moll BWV 232. Maria Stader S, Hertha Töpper A, Ernst Haefliger T, Dietrich Fischer-Dieskau B, Kieth Engen B; Bach-kór og hljómsveit Miinchenar u. stj. Karls Richters. Archiv 427 155-2 [A][GA2]. Upptaka: ADD, Miinchen 2/4/1961. Útgáfuár: 1962 (yfir- færsluár óuppgefið). Lengd (2 diskar): 123:00. Verð (Skífan): 2.999 kr. J. S. Bach: Messa í h-inoll BWV 232. Nancy Ar- genta S, Catherine Denley A, Mark Tucker T, Stephen Varcoe Bar. Kór & hljóinsveit Colleg- ium Musicum 90 u. stj. Richards Hickox. Chandos Chaconne CHAN 0533/4. Upptaka: DDD, London 6/1992. Útgáfuár: 1992. Lengd (2 diskar): 108:08. Verð (Skífan): 3.499 kr. AF EINHVERJUM torskýranlegum ástæðum hefur h-moll messu Bachs ekki áður borið á góma í Sígildum diskum, þó að dálkur- inn sé nú kominn á fimmta ár. Að vísu valda ekki sömu hvatir og þegar hljómsveitarstjór- inn kunni, Carlo Maria Giulini, veigraði sér við að stjórna verkinu fyrr en á gamals aldri - af einskærri virðingu fyrh- tónverkinu - jafn- vel þótt messan hafí verið í stanzlausu uppá- haldi hjá undirrituðum allt frá því snemma á 8. áratug. Svissneski gagnrýnandinn og útgefandinn Hans-Georg Nágeli kallaði hana árið 1817 „merkasta tónverk allra tíma og þjóða“ - enda þótt verkið hefði aldrei verið flutt í heild. Mun sá gullsleggjudómur hafa ýtt undir smíði Missa Solemnis Beethovens, að því er sumir telja. Nágeli tók óneitanlega stærra upp í sig en menn gera nú á dögum með tveggja alda viðbótararfleifð að baki. Samt var tilvist verksins kunn, sveipuð dulúðaidjóma sem nægði stórhöfundi eins og Haydn til að panta afrit af því til grandskoðunar á efri árum. Það er enda margt sem bendir til þess að Bach hafi sjálfur litið á smíðina sem „opus ultim- um“ - æðsta framlags síns til kirkjutónlistar - og m.a. þess vegna haft fyrir því að ljúka verkinu síðustu æviárin, þótt engar líkur væru á heildarflutningi um hans dag, eftir að hafa samið Kyrie og Gloria þættina með um- sókn um hirðtónskáldsnafnbót hjá kaþólska TVÆR H-MOLL MESSUR kjörfurstanum í Dresden 1733 (sem hann raunar hlaut þrem ár- um síðar). Bach kann að hafa vænzt þess að verkið hlyti konsertflutning í fjarlægri fram- tíð, þó að tröllaukin lengd þess stæði í vegi fyrir lítúrgískri notk- un við helgihald. Hitt virðist þó ekki síður sennilegt, að með tón- setningu hins þúsund ára forna messutexta hygðist hann setja vestrænni tónsköpun fordæmi sem staðizt gæti tímans og tízkunnar tönn. Það hefur að sönnu gengið eft- ir. Svo mikið er víst, að enn hefur ekkert annað kirkjutónverk náð að skáka h-moll messunni að stórfengleika og áhrifamætti. Sem mesti arkítektúr greinarinnar í tónum fyrr og síðar hefur hún náð að halda sínu, jafnvel þótt hún hafi orðið til á löngum tíma og sé að hluta endurunnin úr eldri kantötu- og konsertþáttum Bachs. Hver einasti þáttanna 27 ber merki snillings, sem lagði allt í sölurn- ar af uppsafnaðri reynslu og afbragðskunn- áttu sinni til að skapa óumdeilanlegt meist- araverk. Ekki fara alltaf saman snilld og vinsældir. En ef marka má framboð á geisladiskum, virðist það þó eiga við hér, því hljóðritanir h- moll messunnar skipta mörgum tugum. Þær spanna nærri hálfa öld, eða allt aftur á 6. ára- tug, og enn er ekkert lát á nýjum útgáfum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þessu skeiði og gífulegur munur á túlkun fyrri ára með stórum hæggengum hijómsveitum og kórum, óspörðu rúbatói og tilheyrandi titri í strengjum, miðað við upphafshyggju síðustu áratuga sem svipt hefur hefðbundinni róman- tískri hulu af verkinu eins og hvítur storm- Bach sveipur. Með tilliti til einstæðrar stöðu messunnar þótti því hlýða að brjóta upp form dálksins að sinni og fjalla eingöngu um þetta eina verk, en í tveim gjörólíkum innspilunum. Miðað við smæð hérlends hljómplötumarkaðar reyndist furðumargt á boðstólum af h- moll messu Bachs. Fundust sjö útgáfur í Skífunni. Fimm voru „hefðbundnar" - auk Richters á Ai’chiv með stjórnendunum Neville Marriner og Eugen Joch- um (Philips), Carlo Maria Giulini (Sony) og Herbert von Karajan (DG) - og tvær undir formerkjum „sagnfræðilega upplýsts" flutn- ings, eða, auk Hickox á Chandos, margviðurkennd útgáfa Eliots Gardiners með Monteverdi kórnum á Archiv. Fyrir valinu urðu sem sé útgáfur þeirra Karls Richters frá 1961 og Richards Hickoxs frá 1992. Hvor um sig er að viti undirritaðs fullgikl fyrir sinn hatt. Þó að sú eldri virtist um hríð vera gengin úr sér eftir téða túlkunar- byltingu á 8. áratug, hefur hún að margra mati sótt í sig veðrið aftur í ljósi tuga yngri túlkana, undirrituðum til mikillar ánægju. Enda lifir sem kunnugt er lengi í gömlum glæðum - og Richter-upptakan vai' frumlykill þess er hér ritar að meistarasmíðinni miklu á yngri árum. Um framtíð Hickox-diskanna er örðugi'a að spá, en úrslitum réð, að þeir virðast hafa til að bera flesta kosti upphafstúlkunar, án þess að flíka of miklu af göllunum. H-moll messan er umfram allt kórverk. 18 af 27 þáttum hennar eru fyrir kór, og því lítið eftir, ef sú túlkunarhlið er ekki í lagi. Þrátt fyi'ir oft ágætan einsöng reyndust útgáfur Jochums og Karajans þar af leiðandi sjálffalln- ar á prófinu, enda frammistaða Útvai'pskórs Bæjaralands (1965) og Kórs Wiener Singver- ein (1974) nánast afleit miðað við nútímakröf- ur; óhreinn, ósamtaka og með hríðskjálfandi Wagnerísku víbratói. Bæverjamir voru orðnir snöggtum skárri hjá Giulini (1994) og margt vel gert í (lötur)hægum köflum, en vonlítið í hröðum flúrsöng. Enn betri var Kór heilags Marteins á Ökrum með Marriner, en ferskri innlifun, unglegri sönggleði og tifandi klukku- samstillingu Múnchenarkórs Richters náði hann þó ekki, enda stendur sá söngur að mínu viti enn þann dag í dag flestu framar hvað varðar pólýfónískan skýi-leika, jafnvel í sam-‘ ^ anburði við fisléttu smákóra Gardiners og Hickox - þó að vissulega megi til sanns vegar færa, að hröðu kaflar Richters séu allt að þriðjungi hægari en hjá yngri Bretunum og svigrúm því meira í nostur. Collegium 90 þótti mér hins vegar skáka Monteverdi kórnum í þýðleika og tiktúruleysi, ekki sízt í hægari kórköflum; t.a.m. bai' meðferð hans á „Et incarnatus est“ og passacaglíunni „Crucifixus" af túlkun allra framantaldra sönghópa saman lagt fyrir einstaka mýkt og hrífandi mótun. Of lángt mál yrði úr þessu að reifa frammi- stöðu einsöngvara og hljómsveita, enda kór- söngurinn sem fyrr sagði meginatriði. Þó er vart hægt að stilla sig um að nefna, að þó að Fischer-Dieskau sé (enn) engum líkur að glansandi elegans í „Et in spiritu sanctu“, þá voru sérstaklega dömurnar hjá Hickoxf*" Nancy Argenta og Catherine Denley, litlir eftirbátar Hertu Töpper og Maríu gömlu Stader hjá Richter, og tandurhreinn strengja- leikur og blástur Collegium 90 (á fornhljóð- færi) hrein unun á að hlýða, jafnvel hjá margi'ómuðum leik The English Baroque Soloists Gardiners - og með töluvert færri „stælum" í þokkabót. Upptökuhljómur gömlu Richtershljóðritun- arinnar frá 1961 er auðvitað ekki sambærileg- ur við Hickox-gæðin eftir 30 ára tæknifram- farir. En hjá sönggleði, sveiflu og nákvæmi Múnchen-kórsins í óviðjafnanlegum himna- dönsum Bachs eins og „Gloria in excelsis«c Deo“, „Cum sancto spiritu", „Et exspecto resurrectionem", „Pleni sunt coeli et terra“ og „Osanna" bliknar sá agnúi og verður að engu. Geri aðrir betur. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.