Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 13
gert í klaustri Hildigerðar í Rúpertsberg. Petta handrit týndist í umbrotunum í stríðslok árið 1945 en til allrar hamingju var til afrit af því sem nunnurnar í Eibingen höfðu gert nokkrum árum fyrir stríð. Myndirnar, þrjátíu og fimm að tölu, eni einstakar í sinni röð samanborið við aðrai- handi’italýsingai' frá 12. öld. Síðara hand- ritið er kennt við borgina Lucca á Ítalíu, enda varðveitt í þjóðarbókhlöðunni þar. Þetta handrit hefur að geyma ritið „Um verk Guðs“ og er ein- staklega fallega myndskreytt. Ritið byggist á EIN af vitrunum Hildigerðar. Ferhyrningur, augum þakinn, merkir alskyggnan Guð sem vakir yfir fjórum heimshornum. Frá honum flæðir sálin og snertir hug og hjarta barnsins í móðurkviði og lífgar það. Myndin er úr Rúpertsberghandritinu frá um 1165, en það týndist í Þýskaiandi í stríðslok 1945. sýnum, líkt og Scivias, en fjallar ítai’lega um stöðu mannsins i náttúrunni, hvernig mannslik- aminn endurspeglar alheiminn og þann siðaboð- skap og skilning á guðdómnum sem af því má ráða. 1 síðari hluta í-itsins er sköpunarkrafti, MAÐURINN sem miðja og eftirmynd sköpunar- verksins og í lifandi sam- bandi við það og skaparann fyrir milli- göngu vind- anna. Rétt skipan heimsins endurspegl- ast í réttum hlutföllum mannslíkam- ans og rétt- læti sáiarinn- ar. Mynd úr Lucca hand- ritinu. visku og kærleika Guðs jafnað saman og það fært í kvenmannsgervi. Sá búningm’ er kvenna- guðfi’æðingum voiTai’ aldar auðvitað nokkurt ánægjuefni. Hildigerður fer þar samt að ýmsu leyti troðnar slóðir, einkum hvað varðar kvení- mynd viskunnar. Þannig hefst rit Hildigerðar um Guðs verk: „Og ég sá í leyndardómi Guðs í miðju suðurloftr inu dásamlega fagra veru í manns líki. Hægai’a hefði mátt horfa í sólina en andlit hennar, svo fagurt og skírt var það. Víður gullbaugui- var um höfuð verunnar. í baugnum birtist annað andlit, eins og af eldri manni, og hvíldi haka hans og skegg á kolli fyrri verunnar. Vængir stóðu út frá hálsi verunnar til sitt hvorrar hand- ar, og náðu þeir upp fyrir bauginn og snertust þar. Við hægri vænghnúann birtist amarhaus. Var sem eldm’ brynni úr augum hans og geislaði af þeim englabirtu, svo sem í spegli. A vinstri vænghnúa var mannshöfuð, bjart sem stjömu- skin. Andlitin bæði horfðu mót austri. Vængii’ lágu einnig frá öxlum vemnnai- niður að knjám. Veran var klædd kyrtli sem skein með birtu sól- arinnar. Hún hélt á lambi sem var bjart sem dagur. Undir fótum sér tróð veran hræðilegt skrímsli, eitrað og svart, og snák sem hafði bitið í hægra eyra þess. Búkur snáksins lá þvert um höfuð þess og halinn náði að fótum þess til vinstri. Veran mælti svo: „Ég er æðsti kraftur og hef eðli elds, sem kveikt hefur sérhvern lífsneista, og frá mér berst ekkert dauðlegt. Ég ákvarða allt. Með efri vængjum mínum, þ.e. með visku, flýg ég um kringlu heimsins og hef komið reglu á hana. Ég er logandi líf guðlegs eðlis og skín of- ar fegurð vallanna, glitra í vötnunum og brenn í sólu, tungli og stjörnum. Ég lífga sérhvem hlut með vindblæ sem gæðir allt ósýnilegu lífi. Loftið lifir í grænkun og blómgun. Vötnin flóa eins og þau væru lífi gædd, og sólin lifir í Ijósi sínu. Og eftir að máninn hefur misst birtu sinnar öðlast hann nýtt líf er hann kviknar af ljósi sólarinn- ar.“„ Hildigerði er ekki láandi að hafa sest við skriftir eftii’ slíkan innblástur, og hefur mai’gur samið bók af minna tilefni. I næstu sýn bókar- innai’ birtist alheimurinn i brjósti verunnar sem risastórt hjól, og í honum miðjum mannskepnan í lifandi tengslum við máttarvöldin. Og allt þetta verður Hildigerði tilefni til ítarlegrar útlistunar á andlegum hlutum. Heilsufræði Hildigerðar hefur verið tekið opnum örmum af nútímanum, að mörgu leyti á röngum forsendum, því að sú heimsmynd sem fræðin byggjast á er gersamlega úrelt. Engu að síður eru nú gefnar út margar matreiðslubækur með uppskriftum Hildigerðar og nafn hennar er bendlað við ólíklegustu vörur. Meii’a að segja er hægt að kaupa Hildigerðarkaffi í heilsubúðum Þýskalands. Hildigerður ferðaðist víða um núverandi Þýskaland og Niðurlönd og hélt fyrirlestra eða hugvekjur, sem mai’gar hverjar eru enn til. Hún skrifaði Friðriki Barbarossa verndara sínum, Hinriki 2. Englandskonungi og Bertu Grikk- landsdrottningu og keisaraynju í Miklagarði. Fjöldi bréfa er varðveittur þai’ sem Hildigerður berst fyrá’ endurbótum í trúarsamfélaginu. Hún var baráttukona sem fór sínar eigin leiðir í mörgum málum þar sem henni þótti réttlæti fótum troðið. Raunar fór það svo að klaustur hennai’ í Rúpertsberg var sett í bann um hríð eftir að Hildigerður hafði jarðsungið þar bann- færðan aðalsmann. Hildigerður þrjóskaðist við, og var banninu aflétt hálfu ári síðar. Hún var þá komin á níræðisaldur og lést skömmu seinna (1179). Hildigerður hefur ávallt verið talin til dýrlinga í Þýskalandi, en af einhverjum ástæð- um komst hún aldrei á dýrlingaskrá Páfagarðs. Hildigerður og ísland Ekki er mér kunnugt um að Hildigerðar sé að nokkru getið í íslenskum miðaldaheimildum, eða að neitt bendi til þess að verk hennar hafi verið hér kunn. Við nánari skoðun sést þó greinilegur skyldleiki. Þrátt fyrir frumleikann stóð Hildigerður báðum fótum í viðteknum hug- myndum kristninnai’ um túlkun heilagrar ritn- ingar og sögu endurlausnarinnar, og jafnframt þekkti hún vel heimsmynd síns tíma um and- stæður himins og jarðar, sálar og líkama og hina klassísku mynd af himinhvelunum, hnatt- lögun jarðar og samsvörun manns og alheims. Þá gjörþekkti Hildigerður það táknmál sem notað var við messur og til að túlka heilagar ritningar. Loks var hún beinlínis uppi á þeim tíma þegar mikil endumýjun átti sér stað í lær- dómsiðkun eftir aldalanga stöðnun. Hildigerðui’ þekkti persónulega og skrifaðist á við marga merkismenn víða um Evrópu. Þótt hún geri sjálf lítið úr lærdómi sínum hefm’ verið bent á skyldleika rita hennar við sum helstu verk vest> rænnar ki-istni, sum eftir samtímamenn hennar, t.d. Húgó frá Viktorsklaustri í París, önnur sam- in skömmu fyrr, t.d. Elucidai’ius eftir Honorius Augustodunensis. Á þessum tíma var eiginleg ritöld að rísa á íslandi, og rit eftir Húgó og Honorius Augustodunensis voru einmitt meðal þess fyrsta sem þýtt var af kristilegum ritum. Þá er elsta heillega bókin, íslenska hómilíubókin írá um 1200, að verulegu leyti byggð á sama lík- ingamáli og Hildigerður beitir. Beinustu samsvörun við rit Hildigerðar er þó að finna í Rauðúlfs þætti. Þessi smásaga um Ólaf konung helga ft’á um 1200 er með kristi- legu yfirbragði og lýsir heimsókn Ólafs til Rauð- úlfs bónda í Noregi. Ólafur dvelur um nóttina í svefnskemmu Rauðúlfs, sem eftir lýsingunni að dæma var afar óvenjulegt hús, kringlótt og gat snúist. Eftir öllum sólannerkjum að dæma var húsið táknrænt fyrir samband líkama, sálar, sköpunarverks og guðdóms. I draumsýn sér Ólafur líkneski á krossi, og á það að sögn Rauð- úlfs að tákna sögu Noregskonunga frá og með Ólafi (fram til um 1155). Bein samsvörun var milli skreytinga líkneskisins og hússins, og er þar greinilega byggt á viðteknum hugmyndum um manninn sem eftirmynd alheimsins. Sýnin byggist á sömu hugmyndafræði og líkingamáli og sýnir Hildigerðar, einkum þeirra er hún lýsir í síðasta trúan-iti sínu „Um Guðs verk“. Ekld er líklegt að Rauðúlfs þáttur sæki hugmyndir beint til Hildigerðar, en ætla má, að hinn noi’- ræni en ókunni höfundur þáttarins hafi ausið af sama menningarbrunni og hún. Höfundurinn er líffræðingur og áhugamaður um miðaldir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.