Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Page 10
TRYGGASKÁLI er svolítið umkomulaus sem stendur og neglt fyrir alla glugga á neðri hæðinni. Hér stóð fyrsta húsið við Ölfusárbrú, lítill skáli nefndur eftir Tryggva Gunnarssyni, og var notaður til að hýsa brúarsmiði og verkfæri. FJÖLBRAUTASKÓLINN á Selfossi er ein af lykilbyggingum bæjarins, afar nútímalegt hús og skartar stærsta glugga landsins. Umhverfi BÆRINN VIÐ BRÚNA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Með 4321 íbúa getur Selfoss ekki talizt til stærri bæja landsins. En allir íslenzkir bæir, stórir og smáir, geta fundið c « Selfossi verðuga fyrirmynd. Þar hefur tekizt með góðu skipulagi, ágætum nýjum byggingum og áherzlu á trjárækt að mynda fallegt umhverfi og um leið meiri borgarbrag en venjulega sést í bæjum a Dessari stærð. ✓ Islenzkir bæir hafa orðið til og þróast út frá atvinnumöguleikum og oftast hefur það gerzt við sjávarsíðuna þar sem hag- stæð lending var og síðar hafnaraðstaða. í nánd við þungamiðju atvinnulífsins hafa síðan risið ýmsar opinberar stofn- anir og þjónusta; þar á meðal verzlun. Pram til þessa hefur verið sameiginlegt með allmörgum bæjum sem byggst hafa kringum frystihús og fiskvinnslu, að umhverf- ið er fremur ókræsilegt, skipulagið sjálf- sprottið að því er virðist, mikið ber á ýmiss- konar drasli og fátt gert beinlínis til fegrunar. í þessu sambandi þarf ekki að nefna nein nöfn; flestir kannast við þessa bæi þar sem kjarnanum með húsakosti atvinnulífsins hefur ekki verið tekið almennilegt tak og sumstaðar stendur hann í verulegu misræmi við nálæg MIÐGARÐUR, nýlegt verzlunar- og skrifstofuhús í hjarta bæjarins. Við hönnun hússins hefur verið tekið mið af eldra kaupfélagshúsinu og þessi tvö hús mynda nú samræmda heild. 4 m . Jr í 1 ! ‘r • i fl 'VÍjP^ TRYGGVATORG og eldra hús KÁ sem alltaf er staðarprýði, en hefur nú fengið nýtt hlutverk sem ráðhús bæjarins. Breytingarnar sem hér hafa orðið sjást vel þegar myndin er borin saman við aðra, sem tekin er á sama stað og birtist með samantekt um upphaf verzlunarstaðar á Selfossi. FALLEGT blómabeð inni í hringtorginu við brúarsporðinn. Aftur á móti ber vott um smekkleysi þegar nafn eins af okkar ástsælustu listamönnum er notað eins og sést á verzlunni í baksýn. íbúðarhúsahverfi með myndarlegum húsum og görðum. Selfoss myndaðist á sama hátt út frá frum- stæðri gisti- og verzlunarþjónustu, en bæjar- myndunin tók fyrst verulegan kipp með til- komu Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Arnesinga. Sú saga er rakin hér á næstu síðum og vísast til þess. Á mótunar- og uppbyggingar- árunum eftir síðari heimsstyrjöldina skipti sköpum þegar reis á Selfossi afburða glæsilegt verzlunar- og skrifstofuhús K.Á. Með því var tónninn gefinn og er enginn vafi að stórhugur og listrænn metnaður Egils Gr. Thorarensen átti mestan þátt í því, en arkitekinn sem heið- urinn á af því að hafa hannað útlit hússins var Halldór H. Jónsson og er þetta eitt af hans beztu verkum. Næsta áratug og raunar lengur var bæjar- miðjan á Selfossi berangursleg, skjóllítil og svip- uð því sem sjá mátti víða annarsstaðar. Aðalgat- an, Austurvegurinn, var einungis malborin, Tryggvaskáli orðinn þreytulegur og smiðjur og verkstæði kaupfélagsins á afar óheppilegum stað í miðju bæjarins. Burðugur trjágróður var þá einungis í Tryggvagarði austur með Austur- veginum, svo og við Sunnuhvol, íbúðarhús Helga Ágústssonar frá Birtingaholti, en víða annars- staðar var hann á byrjunarstigi. Um 1955 var naumast hægt að segja að Sel- foss væri fallegur bær, en hann hefur tekið stakkaskiptum síðan og á þessum áratugum hefur íbúatala fjórfaldast. Fyrir bæjarmiðjuna við Ölfusárbúna og framan við kaupfélagshúsið rann upp ný og betri tíð þegar Austurvegurinn var malbikaður og smiðjur og verkstæði kaup- félagsins flutt austast í bæinn. Afar vel tókst til með Kjarnann, nýja stór- byggingu Kaupfélags Árnesinga, sem Hákon Hertervig arkitekt teiknaði ásamt Gunnari Guðnasyni, og það er tímanna tákn að hún hýs- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.