Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1998, Blaðsíða 8
PETUR í langstökki á Mælifellssandi norðan Mýrdalsjökuls á 67. afmælisdegi sínum 4. ágúst 1978. PÉTUR fyrir miðju í hópi hálendisfara og útskýrir fyrir þeim kláfferju á Markarfljóti. INÓVEMBER í haust lést í hárri elli Pétr ur Símonarson rafvélavh'ki. Pétur var af mörgum þekktur fyrir flugmennsku, ferðamennsku, ljósmyndun, veiði- mennsku en þó mest fyrir skíðamennsku. Hann var afar ör og frjór í skapi, dellu- karl sem tók upp á hlutunum án mikillar umhugsunar. Síðustu árin fór ellin að vinna á kempunni. Hann fékk slag, missti mik- inn þrótt og gekk síðustu árin við hækju en skíðapörin hans sautján lágu óhreyfð inni í skúr á meðan. Hjá öldungnum var andinn hress og minnið gott. Ég hitti hann alloft og sagði hann mér þá oft frá ýmsu sem á daga hans hafði drif- ið. Nú ætla ég að gefa lesendum Lesbókar kost á því að kynnast veru Péturs á stríðsárunum í Kaupmannahöfn. Við gefum honum orðið: „Fyrir stríð var ég í rafmagnslæri hér í Reykjavík. Ég var búinn að fíkta með rafmagn frá því ég man eftir mér og var í rafmagnsnámi hjá Rönning. Ekki var nú mikil drift í iðn þess- ari í Reykjavík á þessum árum. Kreppa var bú- in að standa yfir í nokkur ár og allar fram- kvæmdir voru í lágmarki. Ég var uppfullur af áhuga og langaði til að fara út í heim og læra meira. Það var því úr að ég tók mér far með gamla Gullfossi til Hafnar á árinu 1937. Búið var að útvega mér pláss hjá raftækjaverk- smiðjunni Titan sem var staðsett í útjaðri Kaupmannahafnar. Verksmiðjan framleiddi rafmagnsvörur alls konar eins og spennu- breyta, dýnamóa, rafmagnsrofa, töflur og ann- að slíkt. Einnig voru þama framleiddar skil- vindur fyrir fiskimjölsverksmiðju tæki sem unnu lýsi úr fískafurðum. Þetta var stór verksmiðja með fjölda starfs- fólks. Ég gerðist þama lærlingur í raívéla- fræði. Þarna opnaðist svo sannarlega nýr heimur fyrh- mig sem var með raftæknina á heilanum og hafði lengi þráð að kljást við svona hluti. Þama voru stórir vinnusalir með mörg- um vélum og hávaða sem þeim fylgdi, og mörg- um rennibekkjum. Fyrstu dagana fór ég nærri úr hálsliðnum við að glápa í kringum mig. Ég kunni náttúrulega harla lítið í dönsku en það gekk býsna vel að gera sig skiljanlegan og fylgjast með. Námstíminn átti að vera fjögur ár en bölvað stríðið hélt mér miklu lengur. Námið og vinnan gekk strax nokkuð vel og ég kunni ágætlega við mig enda var ég að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Kreppan var á undanhaldi og nóg að gera. Um vorið 1940 hernámu Þjóðveijar Dan- mörku. Sagt var að það hefði tekið þýskarana 5-6 klukkutíma að yfirbuga landamæraverði Dana og hófu þeir nú marseringu inn í Dana- veldi. Þýski herinn tók Kaupmannahöfn á einni svipstundu. Hann tók strax í sínar hendur skipasmíðastöðvar og verksmiðjur, sem unnið gátu fyrir þýsku hemaðarmaskínuna. Von bráðar komu þeir til okkar hjá Títan. Þýskir verkfræðingar færðu okkur nú teikn- ingar af fjarstýritækjum sem fljótt kom í ljós að voru fyrir kafbáta, en kafbátahernaðurinn var þá á góðum vegi með að gera út af við bandamenn. Nú var okkur fyrirskipað að fara að vinna fyrir Hitler og ekkert elsku mamma með það. Ékki voru allir ánægðir með þetta, en eitthvað varð að gera. Vegna stríðsins var mestur hluti hins venjulega markaðar hruninn. Persónulega var mér fjandans sama. í svona stríði eru allir að drepa alla og maður verður bara að bjarga sér. Andspyrnuhreyfingin sem sjálfsagt var stjórnað frá London kom að máli við okkur og bað okkur að hætta að vinna við þetta en við neituðum og sögðum að rafiðn væri okkar starf. Þá sögðu andspyrnumennirnir: Við kom- um og sprengjum klukkan fimm. Andspymu- menn vildu endilega sprengja stóra spenna sem við framleiddum fyrir Þjóðverja. Þeir klipptu á símann hjá okkur, forfærðu spennana með krana út í port og sprengu svo allt draslið í loft. Það var náttúrulega passað að starfs- menn verksmiðjunnar yrðu ekki fyrir fjörtjóni í þessari aðgerð. Blásið var í loftvamarflautu og allir fóru í byrgi á meðan. Að þessu loknu hljóp lýðurinn burt en við strákamir fórum að laga til eftir bombumar. Þetta höfðu verið ein- hverjir bölvaðir vitleysingar, því að það tók okkur rafvirkjana aðeins rúman klukkutíma að koma öllu aftur í lag. Svona lagað skeði ekki aftur. Þjóðverjarnir settu vörð við verksmiðj- FYRIRSKIPAÐ AÐ VINNA FYRIR HITLER EFTiR RÍKARÐ PÁLSSON Pétur Símonarson, landskunnur maður oq venjulegq nefndur Símon í Vatnskoti, lést á síðasta ári og hafði þá margt baukað. Hann varð læ irlingur í rafvélafræði í Kaupmannahöfn en eftir herná mið 1940 tóku Þjóðverj- ar verksmiðjuna og Pétur hélt áfram í verksmiðjunni og sagði greinarhöfundinum frá [: )ví og ýmsu sem á dag- ana dreif í Danmörku 1 lernámsáranna. PÉTUR Símonarson í síðustu fjallaferð sinni sumarið 1995. una svo að við gátum framleitt áfram fyrir Ad- olf gamla Hitler í ró og næði. Þessi atburður gerðist svo seint í stríðinu að ekki var gert mikið úr þessu. Mér fannst öll þessi fram- leiðsla fyi’ir þýskarana mjög spennandi og áhugaverð. Fljótt fór ég að fá áhuga fyrir því að betrumbæta framleiðsluna og var alls ófeiminn við að koma með tillögur í þeim efn- um. Eitt sinn fékk þýskur verkfræðingur pata af þessu og spurði hver væri hér að verki. Dan- irnir bentu á mig og hann spurði mig hvaðan ég væri og ég sagðist náttúrulega vera íslend- ingur. Hann tók tillögum mínum mjög vel og þakkaði mér fyrir. Þegar öllu var á botninn hvolft má segja að Danir hafi verið hinh’ róleg- ustu undir hernámi Þjóðverja. Þeir sættu sig við orðinn hlut. En þó fór allt í bál og brand undir lok stríðsins. Þjóðverjar pössuðu sig yfir- leitt á að vera ekki að blanda sér of mikið í dag- lega líf Danans. Þeir voru nær eingöngu í uni- formi en minna í borgaralegum klæðum. Það ríkti járnagi og menn komust ekki upp með neinn moðreyk. Ef hermennirnir brutu eitt- hvað af sér voru þeir óðara sendir í bardagana til Rússlands en þaðan komust víst fæsth- óbrenglaðir til baka. Þýskararnh- fóru náttúru- lega eitthvað á kvennafar eins og Bretinn heima í Reykjavík. Auðvitað var litið niður á ástandspíurnar og í stríðslok fengu margar þeirra fría krúnurökun. Seint í stríðinu gerðu Þjóðverjar þá bölvuðu vitleysu að senda allt danska pólitíið í fangabúðir til Þýskalands. Þegar Þjóðverjar að lokum gáfust upp tók danska neðanjarðarhreyfingin og sænska „divisionen" völdin! Þessi sænska deild eins og hún nefndist voru Danir sem flúið höfðu yfir Eyrarsund til Svíþjóðar og hlotið þar einhverja herþjálfun. Þegar leið á stríðið fór að bera á í andspyrnuhreyfingunni alls konar glæpalýð, kommúnistum og skríl sem sveifst einskis. Mörgum blöskraði þetta og vildu ekkert með þetta fólk hafa. Allir þekkja morðið á Guðmundi Kamban, en hann hafði drýgt þá synd að kunna þýsku og vera hrifinn af þýskri menningu. Aldrei sann- aðist á hann neinn undirlægjuháttur eða sam- vinna við þýskarana. Þessir andspyrnudrullu- sokkar skutu á allt sem fyrir var eins og ég á rjúpunni í Ármannsfelli í gamla daga. Þetta var orðið hlægilegt. Þegar einhver sagði neð- anjarðarhreyfingunni að einhver væri í sam- bandi við Þjóðverja þá tók hún það strax trú- anlegt, sendi einhverja stráka á vettvang með vélbyssur og skaut allt í kaf. Stundum fretuðu þeir fyrst á húsin áður en þeir gengu inn til að tala við fórnardýrin. A síðustu dögum hemámsins leið ekki sá dag- ur að ekki væri sprengt eitthvert mannvirki. Annað hvort vora þá Þjóðveijar að verki eða andspyrnumenn. En þetta var tilgangslaus viL leysa, allt saman. Landamir í Höfn vora ekkert sérstaklega aktífir gegn Þjóðverjum. Sumir unnu með þeim og voru áhrifamiklir. Ég vil ekki nefna nein nöfn. Eitthvað var nú af dönskum nasistum í byrjuninni en ég held að flestir hafi gengið af trúnni, þegai- fram í sótti. Bretar gerðu loftárásir á Kaupmannahöfn nokkuð oft. Til dæmis var Shellhúsið sprengt í loft upp. Hús þetta hýsti aðalstöðvar Gestapo og þarna voru í haldi andspyrnuhreyfingannenn. Þegar árásar- flugvélar nálguðust fóru loftvamarflautur í gang og fólki var uppálagt að koma sér hið bráðasta í næsta byrgi eða niður í kjallara. Ég hafði annan hátt á. Eg var svo spenntur fyrir fluginu að ég hljóp upp á rist, opnaði þakglugg- ann og fylgdist með flugvélunum. Þá héldu baunarnir að ég væri vitlaus. Ég var þá kominn með skæða flugdellu sem mér tókst að næra seinna á lífsleiðinni heima á Fróni. Þetta þótti náttúrulega glannaskapur en ég gaf skít í hann. Ég hafði rosalega gaman að horfa á vélamar, þar sem þær strukust rétt yfir húsþökin. Eitt sinn kom íyrir hörmulegt slys. Flugsveit var að koma í áraásarferð, líklega frá London. Foringi sveitai'innai’ flaug fremst- ur eins og títt var og var töluvert á undan hin- um ílugvélunum. Skyndilega vill það slys til að hann flýgur á útvarpsmastur sem hann hefur greinilega ekki vitað um né tekið eftir. Við áreksturinn ferst flugvélin og mikill reykur gýs upp. Flugsveitin heldur að hér sé merki um árásarstað frá for- ingjanum og byrjar að bombardera allt í kaf. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. SEPTEMBER 1998 Hl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.