Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 16
NORRÆN MENNING Á ÍSLANDI, • ÍSLENSK Á NORÐURLÖNDUM Norræna húsið í Reykjavík heldur upp á 30 ára afmæli sitt um helgina. Nýr forstjóri þess, Riita Heinamaa frá Finnlandi, vill stórauka starfsemi hússins sem menning- arseturs og upplýsingamiðstöðvar. JOHANN HJALMARSSON ræddi við hana af þessu tilefni um ’* hlutverk hússins, breytingar og auknar kröfur sem þarf að gera til starfseminnar. RIITA Heinámaa, forstjóri Norræna húss- ins, hóf störf í janúar sl. og hefur því ekki veitt húsinu forstöðu lengur en í sjö og hálfan mánuð. „Tíminn líður fljótt,“ segir hún og það er ekki á henni að sjá að verkefni skorti. A Heinámaa er samt enginn asi. Heinámaa var áður skólastjóri Teaterhög- skolan í Helsingfors, en þar var áhersla á leik- list, danslist og tónlist og norræna samvinnu að hluta. Hún er spurð að því hvað hafí einkum fengið hana til að sækja um starf forstjóra Nor- ræna hússins og nefnir hún fyrst möguleika hússins, breiddina sem gefur öllum listgreinum % Norðurlöndum rúm. En hvemig hefur reynsla hennar verið? „Mjög jákvæð. Það sem ég í upphafi hélt um möguleika hússins og breiddina í starfínu hefur gengið eftir. Skipulag er gott og það er ákveð- inn kjami sem sækir dagskrámar þannig að gmnnurinn er öraggur, en mótun í höndum for- stjórans." Hvað viltu segja um þróun hússins, hefur takmarkinu verið náð? „Þróunin hefur verið góð í þessi þrjátíu ár. Húsið var alger nýjung í upphafi, en þetta hef- ur gengið vel og húsið stenst kröfur tímans.“ Hefur stefnuskránni verið fylgt? '%' „Það hefur verið tokið mið af tilganginum sem er sá sami, að í fyrsta lagi kynna norræna menningu á Islandi og í öðm lagi íslenska á Norðurlöndum. Bæst hefur við sú viðleitni að kynna Island á Islandi, til dæmis hvað varðar norræna og annarra þjóða ferðamenn og einnig má nefna sem dæmi kynninguna um íslenskar konur í listum sem hefur staðið í sex vikur í sumar. Við viljum sjá hlutina í stærra samhengi og vanda tíl þeirra, hafa breidd í sýningum, bókmenntakynningum o.fl. Þeirri línu verður fylgt að kynna Island líka á Islandi. Hvað varð- aði sýninguna um konurnar og listirnar unnum við með Kvennasögusafni Islands. Samvinna er mikilvæg við aðrar stofnanir og ekki síður ein- staklinga." Norrænu stofnanirnar og húsin vinna náið saman? „Það er mikilvægt að hafa samband við aðrar norrænar stofnanir. Vestur-Norðurlönd vinna mikið saman og munu gera í framtíðinni. I Færeyjum er nomænt hús og norræn stofnun á Grænlandi. Næsta vor verður Islandskynning á Grænlandi. Mjög margt er að gerast, m.a. í evr- ópsku og alþjóðlegu samstarfí. Norðurlönd eru færð til Evrópu og Evrópa til okkar, minna má á alþjóðlegar sýningar í Norræna húsinu hér þar sem t.d. þýskir listamenn voru þátttakend- ur.“ Þú finnur ekki fyrir neinni einangrun húss- ins? „Norræna húsið er ekki einangrað, samvinna þjóðanna hefur aldrei verið meiri. Ég get nefnt alþjóðlegu bókmenntahátíðimar hér og margt fleira." Má tala ensku í Norræna húsinu? „Ég er Norðurlandasinni. Höfuðáherslu skal leggja á norræn tungumál og það hefur verið gert. Enska og önnur mál em í algjöru lág- Morgunblaðið/Arnaldur RIITA Heinámaa vill laða fleiri að dagskrám Norræna hússins. 1 nH j| marki. Dagskrárnar em mjög mikilvægar og það getur í fáeinum tilvikum reynst nauðsyn- legt að hafa þær á ensku. Reynt er að huga að öðrum ferðamönnum en norrænum, við höfum haft tvo fyrirlestra á ensku og sýnt kvikmyndir með ensku tali fyrir ferðamenn sem ekki skilja norræn mál. Kynningarstarfið á sumrin er fyrst og fremst fyrir norræna ferðamenn en líka fólk frá öðrum þjóðum. Engir Islendingar koma á þessar dagskrár.“ Sýnist þér ekki áheyrendahópurinn, þeir sem koma á dagskrár Norræna hússins, þröngur, alltaf sömu andlit? „Það er rétt að grundvöllurinn, þeir sem láta sig dagskrárnar mest varða, er fastmótaður. En gæði dagskránna eiga að vera slík að nýir komi, ekki síst yngra fólk, þá verður léttara að stækka hópinn. Allar stofnanir þurfa að byggja á vissum hópum sem sýna þeim ræktarsemi, en við viljum líka ná til annarra. Það er til dæmis eftirsóknarvert að fá fleiri en þá sem verið hafa á Norðurlöndum og þekkja vel til norrænna málefna." Til að standa undir ýmsum dagskrám Nor- ræna hússins, sérstökum verkefnum svo og ým- islegri viðbótarstarfsemi þarf að sækja um styrki til nomænna menningarsjóða og stofn- ana. Framlag landanna stendur undir hefð- bundnum rekstri en ekkert umfram það. Heinámaa vill blanda saman því sem telst til- gangurinn: að vera menningarmiðstöð og sjá um upplýsingamiðlun um menningu og samfé- lag. Hvað þetta varðar er hlutur bókasafnsins stór að hennar mati, það áh'tur hún nauðsynlegt að efla og styrkja. Brýnt sé að norræn dagblöð liggi áfram frammi í kaffistofu og önnur blöð og tímarit í bókasafninu. Til þess að geta sinnt tilgangi sínum telur hún að húsið þurfi að verða virkara því að margt sé að gerast. Húsið sé að vissu leyti í samkeppni við aðrar stofnanir og menningar- viðburði sem séu fjölmargir allt árið um kring. í framtíðinni sér hún fyrir sér aukna starfsemi í þágu bama og unglinga, Barnahellirinn er vísir og nú er reynt að ná til leikskólabarna og hefur tekist vel. Hún vill aukna samvinnu um alþjóð- leg efni. Síðast en ekki síst vakir það fyrir Riitu Heinámaa að 30 ára afmælishátíð Norræna hússins verði þjóðarhátíð, að sem flestir komi og njóti þess sem boðið verður upp á. FAGURT FORDÆMI EÐA LIFANDI STARFSEMI * Fáum blandast hugur um að hlutur Norræna hússins er og hefur verið stór, en mestur í up iphafi þegar fábreytnin var meiri í íslensku mennin garlífi, skrifar JÓHANN HJÁLMARSSON í 1 hugleiðingu um hlutverk hússins og framtíð |: >ess. AÞRJÁTÍU ára afmæli Norræna húss- ins sem haldið verður upp á um helg- ina mun verða litið um öxl og horft fram á við. Fáum blandast hugur um að hlutur hússins er og hefur verið stór, en mestur í upphafi þegar fábreytnin var meiri en nú í íslensku mennningarlífi. Eins og núver- andi forstjóri, Riita Heinámaa, bendir á í við- tali á húsið í vissri samkeppni við aðra því að menningarstarfsemi á íslandi er óvenju blóm- leg um þessar mundir. Þetta kemur stundum niður á Norræna húsinu að hennar mati og lýs- ir sér í því að vandaðar dagskrár em ekki nægilega vel sóttar. Það verður að teljast bagalegt en fjölbreytnina ber þó ekki að lasta. Allar vísbendingar um minnkandi áhuga á því sem norrænt er verða að teljast af hinu illa, en því ber ekki að leyna að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa oftar en einu sinni fælt fólk frá með einstefnu í stjórnmálum og menningu. Það er verðugt verkefni fyrir nor- í-æn hús og stofnanir að sýna og sanna að ólík viðhorf fái að njóta sín. Gylfi Þ. Gíslason sem sat lengi í stjórn Nor- ræna hússins, segir í 25 ára afmælisriti húss- ins, 1993, að bygging hússins hafi verið eins- dæmi í Evrópu og kannski þótt víðar hefði ver- ið svipast um í heiminum: „Hér var um að ræða fagurt fordæmi um göfuga norræna sam- vinnu, sem íslendingar hafa vissulega kunnað að meta.“ Andi vináttunnar Gylfi leggur áherslu á anda vináttunnar meðal norrænna þjóða. Fordæmið var ekki að- eins fagurt heldur nauðsynlegt eins og dæmin sanna því að norræn hús og stofnanir hafa risið víða á Norðurlöndum, nú síðast á Grænlandi. Þegar best hefur gengið hefur andi vináttu ráðið ríkjum. Starfsemi Norræna hússins hefur í seinni tíð breikkað og orðið fjölbreyttari. í fyrstu voru fagurlistir, fræði og vísindi helst í brennidepli, en nú er stefnt að því að ná til sem flestra, ekki síst barna. Kannski hafa þeir forstjórar sem setið hafa að undanfórnu verið veraldlegri í skoðunum, en líklega er sú skýring haldbetri að þetta sé stefna sem hafi orðið ofan á um Norðurlönd. Þeir sem harðast sækja vinna sig- ur. Norðurlönd eru kunn fyrir „félagsleg“ sjón- armið til allra hluta og í þeim felst að allir eiga að vera jafnh-, tónsnillingar jafnt sem trúðar. BROSMILDIR stjórnendur og stefnu- mótendur Norræna hússins 1993. Fyrir miðju er Gylfi Þ. Gíslason. Fremstir standa Matti Gustafson (t.v.) stjórnarformaður frá Finnlandi og Svíinn Lars-Áke Engblom þá- verandi forstjóri hússins. Með aukinni samvinnu Evrópulanda þar sem Norðurlöndin láta æ meir að sér kveða, sumum þykir nóg um samstöðu þeirra, gæti hið „fagra fordæmi" virst hjákátlegt og jafnvel óþarft. Svo er þó ekki. Margt tengir Norðurlönd sam- an og það er ekki út í hött að hlúa að sameigin- legum rótum. í því sambandi þykir skyldleiki tungumálanna og bókmenntaleg ar-fleifð vega einna þyngst. Stjórnmálamenn áberandi í stjóm Norræna hússins hafa margir setíð og em stjórnmálamenn áberandi. Ég vil ekki fullyrða að þetta hafi verið til skaða, en það hef- ur ekki dregið úr þeim samfélagslegu áherslum sem einkennt hafa starfsemina. Forstjórar hússins, þeir Ivar Eskeland (1968-1972) Jyrki Mántylá (1972), Maj-Britt ímnander (1972- 1976), Erik Sönderholm (1976-1980), Ann Sand- elin (1980-1984), Knut 0degárd (1984- 1989), Lars-Áke Engblom (1989-1993), Torben Rasmussen (1993-1998) og Riita Heinamaa (1998-) eru ekki einn og sami maðurinn. Óneit- anlega vora þeir einna litríkastir Norðmennirn- ir Eskeland og ódegárd, kannski vegna þess að báðir eru bókmenntamenn og fylgnir sér (fleiri bókmenntamenn voru að vísu í hópi forstjóra). Eskeland var forstjóri á tímum mikillar vinstri- bylgju og hafði það einhver áhrif á starfsemina. 0degárd var forstjóri þegar alþjóðlega bók- menntahátíðin hóf göngu sína. Út til fjöldans Fjöldamenning eða aukin „breidd" í starf- semi hússins varð áberandi í stjórnartíð Lars- Áke Engblom og sérstaklega hjá Torben Rasmussen sem gerði hana að opinberri stefnu sinni. Öðrum tókst þetta ætlunarverk misjafn- lega en yfirleitt farsællega. Ég sé ekki betur en Riita Heinámaa ætli að fylgja þessari stefnu eftir enda hefur hún góða reynslu af fjölþættri menningarstarfsemi. Finninn Alvar Aalto teiknaði Norræna húsið og er það eina byggingin efth- hann á Islandi, en þær era fáar utan heimalandsins. Ætlunin er að stíll hans setji í ríkara mæli svip á húsið, m.a. húsgögn. Aalto er einn af fáum norrænum arkitektum sem era heimskunnir og mun Nor- ræna húsið minnast hans með dagskrá eða dag- skrám síðar á þessu ári að sögn Heinámaa. Norræna húsið getur virst dálítið einmana- legt og afskekkt í mýrinni þar sem það stendur, en engin tilhneiging í einangranarátt gerir vart við sig hjá stjórnendum þess. Áfram þarf að vinna að því að fólk líti ekki svo á að það sé bara fyrir einhverjar Norðurlandaklíkur eða smáma- fíur menntamanna og listamanna sem geri sér mat úr tengslum sínum við Norðurlönd. 4 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.