Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 7
ATHYGLISVERT nútímaverk eftir Þjóðverjann Oliver Bukowski. þó einstök augnablik sýningarinnar séu svo sláandi að áhrifunum verði varla komið í orð, þau hitta beint í hjartastað. „Ekkert líffæri bregst jafn nákvæmlega við og hjartað," segir Nekrosius. Trúr þess- ari hugmynd um tilfinninganæmi hjartans segist hann setja upp Hamlet af líffræðilegri innri þörf. „Eg vil líka uppgötva sjálfan mig og spyrja alls kyns spurninga um tilveru mína. Auk þess vil ég vera viss um að ég sé ekki orðinn gamall og kalkaður," segir Eimuntas Nekrosius sem er fæddur 1952 og því enn á besta aldri að séð verður. Þaulæfður spuni Frá San Fransisco kom leikhópurinn True Fiction Magazine og fyllti borgarleikhúsið þau tvö kvöld sem sýnt var. Leikhópurinn gefur sig út fyrir að spinna sýningar sínar af fíngrum fram, ekkert er undirbúið, allt getur gerst. I upphafi sýningar biðja leikendur áhorfendur um að leggja sér til eitt orð og síðan er spunnið í kringum þetta orð. Þess skal fyrst getið að sýingin var hin besta skemmtun, fyndin og vel unnin, leikendurnir afskaplega liprir og snjallir í að sýna ótal persónugerðir og tengja saman ólíkustu at- riði. Það var hinsvegar jafnljóst að flest ef ekki öll atriðin voru þaulæfð, ef ekki frá upp- hafi til enda þá a.m.k. ramminn og persónu- gerðirnar voru greinilega teknar af lager, allir leikendur vissu hvað til stóð, óvissa hins hreina spuna lá aldrei í loftinu. Sitt aff hverju KOM leikhúsið í Helsinki er eitt þekktasta leikhús/flokkur Finnlands og hef- ur komið fram með fjölmargar glæsilegar sýningar á nær 30 ára starfstíma sínum. Opnunarsýning Norrænu leiklistardagana var sýning á Glæpi og refsingu eftir Dostojevskí í leikgerð og leikstjórn Pekka Milonoff. Þetta reyndist þunglamaleg sýn- ing sem náði engum tökum á undirrituðum sem vissulega skilur ekld finnsku og var því sérlega lítið snortinn af sálarbrjáli Ra- skolnikoffs og beið til einskis eftir því að glæpurinn hefði einhverja refsingu í för með sér. Önnur sýning af sérlega ódramatískum toga kom frá Noregi; leikgerð á Ijóðrænni sögu Tarje Vesaas Fuglunum í leikstjóm eins af yngri og athyglisverðari leikstjórum Norðmanna, Ole Anders Tandberg. Sýningin hefur hlotið mikið lof í Noregi fyrir mynd- ræna fegurð og fallega tónlist sem hún á vissulega vel skilið en sagan er eins óleikræn og framast má verða og nær aldrei að lifna í höndum leikenda sem eru í þeim hlutverlcum að draga upp hverja smámyndina af annarri án þess að fá nokkurt tækifæri til að kveikja dramatískt líf á sviðinu. Þessi sýning varð til umhugsunar fyrst og fremst fyrir það að hún var efnislega í fullkominni mótsögn við efni málþings sem var hluti af dagskrá Norrænu leiklistardaganna og bar yfirskriftina Nor- ræn samtímaleikritun. Öllu athyglisverðari var sýning borgar- leikhússins í Turku á leikriti eftir ungan þýskan höfund Oliver Bukowski. Uppruna- legur titill verksins kom reyndar hvergi fram en var á finnsku Tokioon menossa. Kröftug og vel unnin sýning í leikstjórn Maarit Ruikka um lítinn hóp af ungu fólki sem lent hefur utan þjóðfélagsins. Tilraunir þess til að beita hefðbundnum réttlætisreglum innan hópsins verða í senn bæði hlægilegar og sorglegar. Tvær sýningar sem eru íslenskum leikhús- unnendum vel kunnar voru hiklaust meðal þess besta sem í boði var. Sýning sænska Riksteatem á Irenas nyja liv naut verð- skuldaðra vinsælda. Þessi sýning þarf tæp- lega kynningar við því hún var eitt af best sóttu atriðunum á Listahátíð í Reykjavík í vor. Ormstunga - Astarsaga kom, sá og sigr- aði, og virðist orðin pottþéttur réttur á al- þjóðlegar hátíðir þar sem leikendurnir tveir, Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðs- dóttir, hafa bætt í sýninguna ýmsum enskum athugasemdum svo enn auðveldara en ella er fyrir áhorfendur að fylgjast með. Var greini- legt að ýmsir hinna erlendu gesta höfðu hug á að fá Ormstunguna á hátíðir nær sér í framtíðinni. Danskúnst Finnar hafa lengi staðið í fremstu röð danslistarinnar á Norðurlöndum og buðu upp á nokkrar danssýningar frá liðnu leikári. Sú þeirra sem mesta umfjöllun hefur fengið var 108 Db, sýning Dansflokks Borgarleik- hússins í Helsinki og danshöfundurinn Kenneth Kvamström er sagður sá athyglis- verðasti í Finnlandi nú um stundir. Sýningin var gríðarlega vel unnin og tækni dansar- anna mikil. Teknótónlistin sem dansað var við var örugglega ekki öllum jafn geðfelld, enda óhemju hátt stillt og líklegt a.ð titill sýn- ingarinnar sé þannig til kominn. Ást, þrá og ástríða vom sögð tilfinningalegt hreyfiafl sýningarinnar en mesta aðdáun vakti þó greinilega tæknileg geta og líkamlegur kraftur dansaranria. Úlileikhús Finnar em þekktir fyrir útileikhús á sumrin og láta ekki á sig fá þótt veðrið geti bragðið til beggja vona. Þeir mæta til leiks vel búnir með peysur, púða og regnslár og sitja svo hinir ánægðustu undir bemm himni og horfa á leikrit í allt að 4 klukkutíma. Ein slík sýning var í boði meðan á hátíð- inni stóð og var reyndar ekki hluti af form- legri dagskrá en reyndist vinsælli en margt annað sem í boði var. í garði í útjaðri borgar- innar hefur verið byggt heilmikið leiksvið sem er þannig útbúið að 800 áhorfendur sitja á hringsviði sem snýst hljóðlega fyrir vélar- afli og allt umhverfis er leikið. Leikritið var finnskur alþýðuleikur byggður á sögum frá Karelíu í upphafi aldarinnar, rómantísk þroskasaga ungra manna og kvenna í karel- ísku sveitaþorpi. Mjög fjölmenn sýning sem vakti til umhugsunar um skemmtigildi leik- hússins, að natúralísk umgjörðin og róman- tísk sagan yrði heldur þunnur þrettándi, en í þessu samhengi gekk sýningin ágætlega upp og reyndist hin besta skemmtun. Á undar- legan hátt virtust þessi sýning og Hamlet snúa bökum saman og benda hvor á sinn gjörólíka hátt á þann kjama leikhússins að allt á sér sinn stað og sinn tíma, áhorfendur og leikendur verða sammála um leikreglurn- ar og leggja upp með sömu hugmyndir um framhaldið. ÓVENJULEGT lokaatriði f Hamlet. Faðir hans draugurinn syrgir son sinn látinn. Jennifer Jason LEIGH Albert FINNEY Ben Maggie CHAPLIN SMITH 11 Oíl WD'IITlft 1= Washington Torg + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚSTI998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.