Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 10
.£LgfB UMFERÐARAUNGÞVEITI í miðborg Chicago árið 1908. Mikil þrengsli og mengun einkenndi margar stórborgir um síðustu aldamót. TIME Thc Wcckly Ncwsmagazine FRANK Lloyd Wright, einn frægasti arkitekt Bandaríkjanna, á forsíðu Time 17. janúar, 1938. Moody lést árið 1920 dró úr áhrifamætti skipu- lagsins, en Wacker sem var formaður skipu- lagsnefndar Chicago í 17 ár hélt uppi merki þessar glæsilegu áætlunar. A annari heimsýn- ingu í Chicago 1933 var tekið seman yfirlit um 85 atriði sem hrint hefði verið í frmakvæmd samkvæmt skipulagsáætlun Bumham frá 1909. Því miður snéru Bandaríkjamenn sér á næstu áratugum aðallega að minni skipulagsáætunum svo sem að endurnýjun eldri hverfa.en mikið var af lélegu húsnæði sem fátækir innflytjend- ur höfðu byggt á seinni hluta 19.aldar. Þrir braulriðjendur i byrjun aldar Á fyrri hluta 20. aldar voru nokkrir hugsjón- armenn á sviði borgarskipulags mjög áberandi og höfðu mikil áhrif á þróim hugmynda um æskilegt borgarskipulag. Sagnfræðingurinn Lewis Mumford var Bandaríkjamaður fæddur 1895. Hann var af- kastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka, m.a. „The Culture of Cities“ árið 1938 og „The City in History" árið 1961. Hann hafði yfirgrips- mikla þekkingu á þróun borga frá upphafi vega og vildi að skipulagsaðilar lærðu af reynslu sög- unnar. Hann lagði megin áhefslu á menningar- þáttinn og dáðist af handverki og menningu miðaldaborga. Mumford gerðist helsti talsmað- ur garðborga í Bandaríkjunum í byrjun aldar- innar. Hann varaði við oftrú á tækninýjungum og óheftum vexti stórborganna. Frank Lloyd Wright (1869-1959) er einn frægasti arkitekt sem Bandaríkjamenn hafa eignast. Hann bjó og starfaði lengi í Chicago og þar er að finna margar af hans frægustu bygg- ingum m.a. í úthverfinu Oak Park og einnig í miðborginni. Við hann er kenndur gresjustíll- inn „the Prairie School" sem hafði gífurleg áhrif í Bandaríkjunum og viðar. Húsin hans eru mjög stílhrein þar sem þungar láréttar línu og þakskegg sem teygir sig langt út fyrir húsvegg- ina setja jarðbundinn svip á húsin. Upp úr 1930 kynnti hann skipulagshugmynd- ina Breiðvang „Broadacre City“. Með skipu- lagshugmyndinni var Wright að reyna að end- urskapa mannlíf og umhverfi í þettbýli eins og hann hafði kynnst því í uppvexti sínum í sveit- um Wisconsin í lok síðustu aldar. Með tilkomu einkabílsins þyrftu borgir ekki lengur að vera jafn þéttbyggðar. Hvert heimili skyldi byggt á 1 ha af landi. Þar sem íbúamir gætu ræktað kartöflur og grænmeti til heimilisins. Þjónustu- og atvinnusvæði voru tengd megin umferðaræðum. í raun gaf Wright upp forskrift af úthverfum bandarískra borga 3 áratugum áð- ur en þau fóru að byggjast að ráði, nema að lítið hefur farið fyrir grænmetisræktun úthverfabúa. Le Courbusier (1887-1965) var ásamt Lloyd Wright, Walter Grobius og Mies van der Rohe einn af áhrifamestu arkitektum heimsins á fyrri hluta aldarinnar. Hann var höfundur stórbrot- inna hugmynda í borgarskipulagi. Hugmyndir sínar setti hann fram í tveimur bókum „The City of Towmorrow" 1922 og „The Radiant city“ 1933. Öfugt við Wright fannst honum vestrænar borgir of dreifbyggðar og að þær tækju upp allt of mikið dýrmætt landbúnaðarland. Hann mælti með því að byggðir yrðu háir turnar (skýjakljúfar) með nægu landrými umhverfis, raunar væri aðeins byggt á 5%-10% af grunn- fleti hverrar lóðar. í turnunum væri mismun- andi notkun eftir hæðum, íbúðir, þjónusta, skrifstofur, heilt samfélag í hverri byggingu. Hraðlestir og hraðbrautir tengdu bygging- arnar saman. Le Corbusier gekk fremur illa að fá skipulagshugmyndir sínar framkvæmd- ar í Evrópu, nema í smáum stíl. Einstök út- hverfi t.d. í Bretlandi voru byggð á hugmynd- um hans og einnig úthverfi Stokkhólmsborg- ar, þar sem byggð voru háhýsi umhverfis lest- arstöðvar. Turnhúsin á Laugarásnum og í Heimunum sína að áhrif Le Corbusiers náðu til íslands. Þekktustu skipulagsverkefni hans eru Unite d’Habitat í Marseille í Frakklandi og borgin Chandigarh í Indlandi. Bandarískir arkitektar hrifust mjög af hugmyndum Le Corbuscer sem urðu þeim hvatning við bygg- ingu skýjakljúfa í miðborgum bandarískum borga. Að sjálfsögðu mætti tilnefna fleiri áhrifamenn í skipulagi borga á þessum tíma eins og t.d. Skotann Geddes upphafsmann svæðisskipulags- áætlana sem byggðar voru á nákvæmri gagna- söfnun og Spánverjann Soria Y Mata talsmann línuborga þ.e. að byggja tug km. langa byggð umhverfis hraðbraut eða lestarspor. Sammerkt með hugmyndum flestra þessara hugsuða og frumkvöðla var að þeir töldu sig vera með „end- anlega" lausn á skipulagi borga og með því að skapa það umhverfi sem þeir lögðu til mætti uppræta félags og efnahagsleg vandamál borg- anna. Skipuleggjendur borga ættu að sjá um að kom tilllögum í ffamkvæmd, jafnvel gjörbylta öllu umhverfi án þess að nokkuð væri minnst á samráð við íbúa borganna. Borgarskipulag á seinni hluta sfðustu aldar einkenndist af tæknilegum umbótum í sam- göngumálum og veitukerfum Síðan tóku við um aldamótin tímabil hugsjónamanna sem vildu umbreyta borgum og skapa þar með betra um- hverfi og samfélag í ýmis með stórum svæðis- skipulagsáætlunum eða nýborgum. Þegar kom fram á þriðja áratugin færðist áherslan frá því að fjalla nær eingöngu um mannvirki f það að taka fyrir einstaka þætti svo sem íbúðahverfin sjálf og var algeng lausn að rífa lélegt húsnæði í innri hverfum borganna (renewal). Fjallað verður nánar um þau atriði í næstu grein og víkur þá sögunni til Islands. Skipulagsfræði. I byrjun aldarinnar varð fræðigreinin um skipulag borga til. Árið 1909 bauð Harvard há- skólinn upp á fyrsta námskeiðið í skipulagsfræð- um og sama ár var fyrsta ráðstefnan um skipu- lag borga haldin í Bandaríkjunum. Árið 1917 voru samtök skipulagsfræðinga stofnuð i Banda- nkjunum. Félag skipulagsfræðinga í Bretlandi „Royal Town Planning Institue" var stoftiað 1914. Félag skipulagsfræðinga var stofnað á ís- landi fyrir um áratug. í Bretlandi og Bandaríkj- unum og Kanada hefúr skipulagsfræði verið sér- stök fræðigrein í háskólum í áratugi, en í flestum Evrópulöndum hafa þessi fræði verið hluti af námi í húsagerð og verkfræði, og skýrir það að hluta til hvers vegna féjag skipulagsfræðinga var stofnað svona seint á Islandi. Höfundurinn er doktor í skipulagsfræðum og starfar hjó Borgorskipulagi.. Hann var í rannsóknarleyfi við lllinois háskólann í Bandaríkjunum síöastliðinn vetur og er víða vitnað til skipulagsmála þar í landi f greinunum. GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG NÆTUR- GANGA A vegi mínum dafna ekki blóm því niðdimm nótt með kaldri hendi lýkur um sérhvert blóm á næturgöngu minni. A vegi mínum deyja lítíí blóm í FJÖTRUM I haustgulu kvöldskini leiðast elskendurnir að fossinum Komdu, segir hann og stekkur út á stein í miðri ólgandi ánni Komdu segir hann aftur biðjandi ogréttir út höndina Hann stendur enn einn á hálum steini Svellbólstruð áin Fossinn ífjötrum - ísköldum fjötrum Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavfk. KRISTJÁN M. FALSSON í LYNGMÓ I lyngmó spóinn vellir sitt lag og lóan kveður dírr-in-dí. Hrossagaukur með þyt hátt í lofti yfír höfði krían ver sitt bú. Rjúpan hleypur, stöðvast, hleypur aftur hnipra sig ungar. Þúfutittlingur, jafnvel músarríndill þenur vængi, það er sjaldgæft að sjá. Stokkendur á móatjöminni eiga hreiður ekki langt frá. Ádftin hvílist með höfuð undir væng og heiðagæs flýgur hjá hænsnin gagga á bóndabæ í fjarska. Sveitin klæðist gylltum Ijóma að kveldi krían þagnar. Stakur fuglasöngur fjarri mannabýlum fjarlægist en á morgun hefst hann aftur. Sólin kemur upp og allt hreyfíst í mónum. Raddirnar vakna rétt si svona rjúfa þögninu. Hefurðu skynjaðþetta? Höfundur vinnur á Amtsbókasafninu á Akureyri. LEIÐRETTINGAR Með Ijósmynd úr Ijósmyndasafni Jó- hanns Rafnssonar í Lesbók 1. ágúst sl. var mynd af hópi sjómanna og voru þeir sagðir vera skipshöfn á bátnum Skúla Skúlasyni. Þetta er rangt, en það rétta er að skipstjórinn, sem situr fyrir miðju á myndinni, hét Skúli Skúlason. Bátur- inn hét aftur á móti Lovísa og var í eigu Ásgeirsverzlunar á Isafirði. I umfjöllun um nýja bók um Kjalnes- inga var mynd úr bókinni af bænum í Ár- túni á Kjalarnesi og hann nefndur „síð- asti bærinn í dalnum" eftir samnefndri kvikmynd Óskars Gíslasonar, sem hafi verið tekin þar. Nú hefur komið í Ijós, að þessi kvikmynd var alls ekki tekin í eða við Ártún. Utitökur fóru ffarn við Tanna- staði í Ölfusi, en innitökur í Árbæ í Reykjavík. Valdimar Lárusson, leikari, sem lék í kvikmyndinni hefur komið þessu á framfæri. Leiðréttist hvorttveggja hér með. 10 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22.ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.