Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 19
* Lést H.C. Andersen hreinn sveinn? Kvöldlokkur Blásara- kvintettsins BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og fé- lagar halda sína árvissu tónleika „Kvöld- lokkur á jólaföstu" næstkomandi þriðjudags- kvöld, 2. desember, kl. 20.30. Verða tónleik- arnir að þessu sinni í Digraneskirkju. Leiknar verða serenöður og dívertimento eftir Mozart, Beethoven, Krommer og Goun- od en hljóðfæraleikarar verða Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó, Einar Jóhannesson og Sig- urður I. Snorrason, klarínettur, Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vil- bergsson, fagott og Jósef Ognibene, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson, horn. Kiiupmaimahöfn. Reuters. HANS Christian Andersen, höfundur ævin- týranna um litlu stúlkuna með eldspýturnar og ljóta andarungann, sótti andagift sína ekki síst í samband sitt við konur en lést engu að síður hreinn sveinn, að mati Bente Kjplby, sem skrifað hefur ævisögu ævin- týraskáldsins. Nefnist hún „H.C. Andersen og vinkonur hans“. „Ég tel að hann hafi aldrei átt í kynferðis- sambandi við konu,“ segir Kjolby. „Ef svo hefði verið, hefði þess séð stað í ævintýrum hans, en þau endurspegla öll persónu hans. Andersen var umkringdur kvenkyns að- dáendum sem vörðu hann fyrir háði og spotti samferðamanna. Ast hans til fimm kvenna var ekki endurgoldin en þekktust þeirra var án efa sænska leikkonan Jenny Lind, sem varð síðar ástkona bresks krón- prins. Þá voni sjö konur til viðbótar nánir vinir hans og komu sumar hverjar honum í móð- urstað. „Hann sótti andagift til kvennanna sem hann elskaði. Hinar komu í stað fjöl- skyldu," segir Kjplby. En þrátt fyrir að hann ysi yfir konurnar bréfum og yfirlýsingum um ást sína, segir Kjolby að hann hafi aldrei komist lengra en að kyssa á hönd Lind, svo og Riborg Voigt, æskuástarinnar. „Hann vildi ekki glata per- sónuleika sínum með því að drýgja synd. Hann kann að hafa farið að óttast hina lík- amlegu hlið ástarinnar er móðir hans giftist að nýju,“ segir ævisöguhöfundurinn. Vinkonur Andersens kunnu að hlusta, hvöttu hann til dáða þegar hann mætti áhugaleysi og háði karla í upphafi ferilsins. Hann naut aðdáunar þeirra og brást hinn versti við gagnrýni, átti t.d. afar erfitt með að þola það að Henrietta Wulff skyldi segja hann „barnalegan" er hann var 29 ára. Kom hann reiði sinni á framfæri í ævintýrinu um ljóta andarungann er hænan gerir lítið úr andarunganum og segir: „Getur þú verpt eggjum? Ekki? Þá skaltu halda þér saman!“ UTGAFUTONLEIKAR GUNNARS OG JÓNASAR ÞESSIR menn og fleiri munu koma fram á tónleikum í Digraneskirkju á þriðjudag. GUNNAR Guðbjömsson tenórsöngvari og Jónas Ingi- mundarsson píanóleikari verða með útgáfutónleika í tilefni af útkomu geisladisks þeirra, Söngvum, sem hefur að geyma skandinavísk ein- söngslög og ljóðaflokkinn Dichterliebe, Ástir skáldsins, eftir Robert Schumann. Tón- leikarnir verða í Digranes- kirkju í Kópavogi í dag, laug- ardaginn 29. nóvember, kl. 17. Gunnar var fastráðinn við óperuna í Lyon þar til í haust en syngur nú á eigin vegum. I vetur mun hann syngja við óperuhús í Berlín, París, Lille og Frankfurt þar sem hann kemur fram í óp- eru með Rannveigu Fríðu Bragadóttur í byrjun næsta árs. Þá mun Gunnar syngja á tónleikum í Danmörku, Þýskalandi, Israel, Singapore og París. Samstarf Gunnars og Jónasar hefur staðið í mörg ár og lagaflokkur Schumanns hefur fylgt þeim lengi. Lagaflokkurinn er við ljóð eftir Henrich Heine, en 13. desember nk. eru 200 ár liðin frá fæðingu ljóðskáldsins. Skand- inavísku sönglögin koma úr ýmsum áttum, allt frá sænskum þjóðlögum til laga eftir Si- belius og Grieg. Gunnar segir að öll hafi lög- in ást og rómantík að þema. „Það er ekki til- viljun hvað lagaflokkur Schumanns hefur fylgt mér lengi, því verkið hæfir vel lýrískri tenórrödd. Það hefur notið mikilla vinsælda áheyi-enda og því þótti okkur við hæfi að gefa lagaflokkinn út á geisladisk. Skandinav- ísku lögin sem við völdum með Schumann hafa sjaldan verið leikin inn á geisladisk á ís- landi en eru hins vegar oft sungin á tónleik- um og eftirlæti margra.“ Undanfarin tvö ár hefur Gunnar verið búsettur í Lyon í Frakklandi. Asamt þvi að koma fram í stærstu óperu- húsum Frakklands var hann fastráðinn við óperuna í Lyon þar til í haust en gegnir nú lausamennsku. Starfið út- heimtir mikil ferðalög en Gunnar segist engu að síðm' staðráðinn í því að búa áfram með fjölskyldu sinni í Lyon. „Lausamennskan hefur gengið næstum of vel því ég sé lítið af ijölskyldunni vegna tíðra ferðalaga. Ég hefði einnig gjarnan viljað koma meira til Islands, en annir er- lendis gera mér erfitt um vik,“ segir Gunnar. Eftir stutta viðdvöl hér á landi fer hann til Þýskalands, þaðan til Singapore og þá aftur til Þýskalands. Eftir áramót syngur Gunnar með Rannveigu Fríðu Bragadóttur i uppfærslu óperunnar í Frank- furt á Rakaranum í Sevilla. „Þeir ei-u reyndar orðnir svo margir íslensku söngvaramir sem starfa í Evrópu að það er ekkert einsdæmi að leiðir þeirra liggi saman,“ segir Gunnar. Stærsta markaðinn i'yrir söngvai-a í lausa- mennsku segir hann vera í Þýskalandi og sjálfur hefur hann að undanförnu starfað með óperunni í Berlín, m.a. á tónleikaferð í Japan. „Þeir í Berlín hafa orðað við mig fast- ráðningu við óperuna en ég hef ekki hug á að fastbinda mig við ákveðinn stað á meðan lausamennskan gengur vel. Þetta fyrirkomu- lag hentar mér auk þess vel, þar sem við vilj- um helst búa áfram um sinn í Frakklandi og lausamennskan gefur mér visst listrænt frelsi.“ Gunnar Guðbjörnsson Morgunblaðið/Golli VANMETINN HAYDN? UIM.ISI Sfgildir iliskar TERFEL/HANDEL Bryn Terfel sings Handel Ar/as. 20 óperu- og óratdríuaríur eftir G.F. Handel (þ.á m. 5 úr Messíasi). Bryn Terfel bassa-barýton og Skozka kammersveitin u. stj. Charles Mackerras. Deutsche Grammophon 453 480-2. Upptaka: DDD, Edinborg 7/1997. Útgáfuár: 1997. Lengd: 73:24. Verð (Skifan): 1.999 kr. VELSKI barýtoninn Bryn Terfel kom fyrst við sögu í þessum dálkum þegar hann túlkaði ljóðasöngva eftir Schubert (SD 8.7. 1995.) Síðan hefur mikið vatn til sjávar runn- ið; röddin stækkað, svo og metorðin, og virð- ist sem Terfel fari senn að verða flaggskip síns raddsviðs hjá DG. Fyrir mánuði var um hann fjallað hér í titilhlutverki í Don Giovanni undir stjóm Soltis, og nú er hann sumsé farinn að ráðast á barokkaríur Hándels. Hándel er í samanlögðum óperum sínum, óratóríum og kantötum talinn hafa samið yfir 2.000 aríur, og virðist því af nógu að taka. Naumast er hægt að segja að aríurnar fleyti sjálfri atburðarrásinni áfram; slíkt gerðist ekki fyrr en hjá Wagner og síð-Verdi. I ítölsku óperum barokktímans standa aríurn- ar þvert á móti sem óhaggandi sker upp úr ólgusjó resitatífanna. Þar er framvindunni gefið frí, og athyglin beinist að tónlistinni (og í þá daga kannski ekki síður að barkabrellum einsöngvaranna). Því þykja óperur Hándels nú á dögum njóta sín betur úr heimilishljóm- tækjum en af leiksviði. Terfel er að vanda bæði ábúðarfullur og lipur í flutningi, þó að ég verði að viðurkenna, að ljóðasöngur hans í Schubert og Vaughan Williams hafi höfðað meira til mín. Hann virðist enn vanta smá þunga í botnnótum bassaaríanna, og túlkunin virkar svolítið kót- ilettuleg á stöku stað, svo sem í Ombra mai fu (öðru nafni „Largóinu“ (í rauninni merkt „larghetto") úr Xerxes), en kóloratúrinn sleppur merkilega vel í Messíasar-aríunum, enda viðmiðunarkröfur þar miskunnariausar. Auðsjáanlega hefur verið lagt kapp á að kreista sem mesta fjölbreytni úr aríuvalinu. Þó að Hándel hætti til að einblína á sigur- vímu- eða reiðilesturshlutverkið fyi’ir bassa- söngshlutverk sín, og heildarsvipur disksins því óhjákvæmilega svolítið herskár, hefur til mótvægis einnig verið sótt til annarra radds- viða og transpónerað eftir þörfum, líkt og Hándel gerði raunar oft sjálfur. Eiguleg plata fyrir Terfelistana fjölmörgu; snyrtilega spiluð af Skotunum í góðri hljóð- ritun undir pottþéttri stjórn Hándelsérfræð- ingsins Mackerras. HAYDN Josepli Haydn: Píanókonsertar í G-, F- & D-dúr (Ilob. XVIII 4, 7 & 3.) Mikhail Pletnev, pianó & stjórnandi; Deutsche Kammerphilharmonie. Virgin Classics 7243 5 45196 2 8. Upptaka: DDD, Hannover 4/1995. Útgáfuár: 1996. Lengd 61:35. Verð (Skífan): 1.999 kr. HAYDN var einstæður fyrir eitt: hann var ekki hljómborðssnillingur eins og flestir aðrir samtímahöfundar. Píanókonsertsgreinin er því hlutfallslega fyrirferðarlítil í tónbúri meistarans að magni og að margra mati líka að gæðum. ^ Samt er hætt við að maður taki - við nán- ari kynni - seinna matinu með örlitlu salti. Hinir kringum 9 hljómborðskonsertar Haydns sem vitað er um, samdir 1756-1784 og ýmist fyrir sembal(/píanó) eða orgel, gætu vel hafa verið vanmetnir einmitt fyiir áður- nefnda sök: höfundur þeirra var ekki aðsóps- mikill einleikari á stöðugum hljómleikaferða- lögum um alla álfuna sem gat gefið verkum sínum fljúgandi frægðarstart, heldur á þess- um árum vistbundinn tónþjónn Esterhazy ættarinnar og framan af m.a.s. öldungis óþekktur utan austurísk-ungverska keisara- dæmisins. Öðru máli gegndi um píanó- konserta Mozarts, er urðu meginfyrirmynd mestu tónjöfra píanókonsertsins allt frá dög- um Beethovens, og vísast hefur glæstur ljómi þeirra gert sitt til að varpa konsertum ^ Haydns enn dýpra í gleymsku og dá. Én varla virðist manni sú útskúfun að öllu leyti verðskulduð. Að vísu er ekki sanngjarnt að bera elztu Haydn-konsertana saman við síðustu píanókonserta Mozarts, sem enn krýna tind tónbókmenntanna í þeirri grein. Engu að síður hafa þessir þrír konsertai' Haydns í G, F og D (um F-dúrinn leikur vafi um faðernið) til að bera sérstakan sjarma, sem, líkt og oft hjá Schubert, leynir á sér frekar en að gera út á ytri glæsibrag. Þetta er undirstrikað í spilamennskunni. Þýzka kammerfílharmóníusveitin leikur að mestu á kyrrlátari nótum, en af stakri natni, og Mikhail Pletnev, sem stjórnar frá píanó- inu, tekst að lokka fram yndislegustu hliðar á Papa Haydn með slaghörpugöldrum sem minna að nákvæmni á Gould og að ljóðrænni A fegurð á Perahia. Vera kann að hörðustu upphafshyggju- sinnar fúlsi við túlkun Pletnevs og kalli jafn- vel sögufalsandi rómantíseringu. En sé um einhverja „blekkingu" að ræða, er hún af já- kvæðu sortinni. Hún virkar. Jafnvel kadenz- ur Pletnevs í G-dúrnum (í bæklingi sagðar leiknar af fingrum fram, sem væri ekki lítið afrek ef satt væri) hljóma í mínum eyram sannfærandi, því þó þær séu svolítið Chopin- skotnar í aðra rönd, taka þær einnig mið af sembalstíl snemmklassíkur og era, eins og flest á þessum diski, þaulmúsíkalskar, tikt- úralitlar og gjörsneyddar allri áreynslu. ,, Upptakan er í sama flokki, skýr en notaleg. Bæklingstextinn er heldur þun’pumpulegur, en látlaus úrvalsflutningurinn meira en vegur hann upp. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.