Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 6
að góð hugmynd gæti verið að skipta íslend- ing sem landfógeta. Dönum þóttu tillögurn- ar stórmerkar og þess var skammt að bíða að vegsemd Skúla yrði aukin. Spjall Skúla og Harboes í Auðunarstofu hafði þá líklega ekki alveg til einskis verið. Biskupsfrú læfur fallerast Aður en Harboe gat snúið heim þurfti hann að finna eftirmann fyrir sig á Hólum, en það gekk brösulega. „Væru prestarnir úti hér jafn vel að sér í guðlegum vísindum og þeir eru í lögfræðinni, yrði mér engin skota- skuld úr því að finna biskupsefni" skýrír Harboe frá í einu bréfa sinna. Svo fór að lok- um að Halldór Brynjólfsson varð fyrir val- inu. Hann sigldi nú til Kaupmannahafnar í annað sinn og fékk biskupsembættið í þetta skiptið. Halldór var erlendis í heilan vetur, en þegar hann kom heim með biskupstign- ina í farteskinu varð hann þess áskynja að kona hafði orðið þunguð af einhvers völdum og varð hún léttari 5 mánuðum seinna: Þá var ort: Biskupsfrúin barnið átti á Hólum. Bar það til á annan dag í jólum. Síra Halldór sagður var sannur faðir að barni þar, og þarf ei par að undrast um, þó ekki með hún gengi eins og aðrir lengi. Nú komst almannarómur verulega á flug og var um það rætt að ráðsmaður Hólastað- ar og svili biskups hefði farið undir fötin við frúna. Ekki er hægt að skera úr um sann- leiksgildi orðrómsins, en af ævisögu Jóns eldklerks Steingrímssonar má ráða að Þóra biskupsfrú hafi vart verið í nema í meðallagi dyggðug. Henni hafi stundum þótt gott að bergja á áfengu víni og fá skólapilta til þess að spila fyrir sig á hljóðfæri „í vissu húsi, með öðru ónefndu“. Jón sjálfur segist aldrei hafa viljað fara og spila fyrir Þóru, en neitun hans hafi orðið orsök haturs og heiftrækni frá hennar hendi lengi síðan. Burtséð frá öll- um kjaftasögum, er ljóst að eftir útkomu sína reyndi Halldór hvað eftir annað að lög- sækja Skúla fyrir að hafa haft fé af Hóla- stað. Hvað sem málsóknunum hefur valdið, barnsmálið, hlutir sem nú eru ókunnir eða leit Halldórs að blóraböggli fyrir sínum eig- in mistökum í rekstri. En honum sjálfum gekk illa að reka staðinn og varð að senda nemendur heim um miðjan vetur vegna matarskorts. Þessar lögsóknir runnu hins vegar allar út í sandinn, því allir sem til voru kvaddir luku einum rómi um að staðurinn hefði fremur hagnast en tapað af ráðs- mennsku Skúla. Biskupshjónin slitu ekki samvistum vegna málsins, þrátt fyrir að Jón eldklerkur gefi í skyn að Halldór hafi verið þjáður eiginmaður („Hann mátti kallast einn Job“). Halldór varð ekki langlífur í embætti. Ár- ið 1751, ári eftir að Skúli landfógeti og að- eins fimm árum eftir að honum hlotnaðist biskupstignin, kenndi hann meina í hálsi og sigldi út til lækninga og dó ytra. Var hann þá jarðsettur í Frúarkirkju í Kaupmanna- höfn. Eftir dauða hans varð Hólastaður í fyrsta skipti lítt eftirsóttur af mætari klerk- um, en þeir kunnu betur við að sitja góð og tekjumikil brauð en að basla við að halda úti biskupssetri, skóla og prentsmiðju af litlum efnum. Hólastaður gleymdist þó ekki í við- reisnarhugmyndunum sem hófust á flug með Skúla, þvi þess var skammt að bíða að þar yrði byggð fyrsta steinkirkja landsins á árunum 1757-63. Stuttu eftir að Skúli lét byggja steinhús yfir sig í Viðey. Síðari hluti birtist í næsstu Lesbók. HEIMILDASKRÁ Ásgeir Jónsson: Siglt gegn vindi. Fjármálatíðindi, 2 hefti 1994. Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson: Ferðabók. Reykjavík 1981. Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isiand. Reykjavík 1987. Gunnar M. Magnússon: Jón Skálholtsrektor. Reykjavík 1959. Hrefna Róbertsdóttir: Áætlun um allsherjar viðreisn íslands 1751-1752. í Landnámi Ingólfs, fimmta bindi, Reykjavík 1996. Jón Espólín: Saga frá skagfirðingum 1685-1847. Fyrsta bindi. Reykjavík 1976. Jón Helgason: Kristnisaga íslands II. Reykjavík 1927. Jón Jónsson Aðils: Einokunarverslun Dana á íslandi 1602-1787. Reykjavík 1971. Jón Jónsson Aðils: Skúli Magnússon, landfógeti. Reykjavík 1911. Jón Steingrímsson: Ævisaga. Reykjavík. 1945. Lýður Bjömsson: Ágrip af sögu innréttinganna. í Reykjavík í 1100 ár. Reykjavík 1974. Lýður Bjömsson: Skúli fógeti. Reykjavík 1968. Stefán Jónsson: Djúpdælasaga. Reykjavík 1984. Höfundurinn er frá Hólum í Hjaltadal og stundar framhaldsnám i Bandarílrjunum. Morgunblaðið/Þorkell MYNDSKREYTINGAR Brians Pilkingtons eru íslenskum börnum og foreldrum að góðu kunnar og í dag verður opnuð sýning í Hafnarborg á mörgum teikningum sem listamaðurinn hefur unnið fyrir barnabækur sl. 15 ár. JÓLASÝNING PILKINGTONS LISTAMAÐURINN Brian Pilkington er löngu orðinn þekktur hér á landi fyrir verk sín og í dag, laugardaginn 29. nóvember, kl. 14 verður opnuð í Hafnarborg sýning á mörgum þeim myndskreytingum sem hann hefur unnið fyrir bamabækur í gegnum bíðina. Margar af myndunum tengj- ast jólunum og þó að sýningin ætti að höfða til allra aldurshópa þá er börnum gert hátt undir höfði og alla jólaföstuna koma rithöf- undar í heimsókn og lesa upp úr skáldverk- um sínum fyrir böm. Elstu verkin á sýningunni em 15 ára gaml- ar teikningar Brians við tröllasögu Guðrúnar Helgadóttur, Astarsögu úr fjöllunum. Fmm- myndirnar em reyndar svo illa famar að verkin verða sýnd á skyggnum í herbergi inn af sýningarsalnum undir upplestri á sögunni. Yngstu myndirnar em úr nýrri barnabók Guðrúnar Helgadóttur, Englajól, auk mynda af íslenskum húsdýram sem enn em í vinnslu. Myndefnin em bæði evrópsk og sér- íslensk. Bakkabræður, Gilitratt og íslensku jólasveinarnir, Örkin hans Nóa og verk úr þremur sögum Brians, Afi gamli jólasveinn- inn, sem hafa verið gefnar út á yfir 10 tungu- málum. Ástarsaga úr fjöllunum hefur líka farið víða um heim og Brian segist nýverið hafa séð japanska útgáfu sögunnar og hrifist af því hversu vel japanska leturgerðin fór með myndum af íslenskum tröllum. Glöggt er gestsaugað og Brian dregur séríslensk ein- kenni lands og þjóðar skýmm dráttum. „Ég hef dvalið hér nógu lengi til að hafa áttað mig á íslenskum einkennum og galdurinn á bak við myndirnar felst í því að ýkja þessi ein- kenni.“ Þetta er fyrsta stóra sýningin sem Brian Pilkington heldur á verkum sínum eftir 20 ára búsetu hér á landi. Frá því í sumar hefur hann talist til íslenskra ríkisborgara og þó að það hafi tekið sinn tíma að venjast skammdeginu þá segist hann vera „heima“ á íslandi. „Ég ætlaði mér að ferðast lengra en til Islands, jafnvel Bandaríkjanna, þegar ég kom hingað í frí fyrir 20 áram. Hins vegar skemmti ég mér svo vel að ég ákvað að vera áfram og varð mér út um vinnu á auglýs- ÞESSIR sællegu fuglar frá öllum heimshornum eru úr nýrri barnabók Guðrunar Helgadóttur, Englajól. ingastofu. Síðan 1980 hef ég hins vegar unn- ið sjálfstætt og sérhæft mig í myndskreyt- ingum.“ Brian er fæddur árið 1950 í Bret- landi. Sextán ára hætti hann í skóla og fór að vinna sem skiltamálari en hóf síðan nám í myndskreytingum hjá meistara á því sviði og stundaði á sama tíma nám við Listaskól- ann í Liverpool og lauk námi á fimm árum. Þá tók við þriggja ára nám við Listaskólann í Leicester og að því loknu starfaði hann um tíma að myndskreytingum fyrir dagblöð. „Þetta er það sem ég hef mest gaman af að gera,“ segir Brian og bendir á myndskreyt- ingar sínar sem hanga lágt á veggjum salar- ins fyrir litla hausa að skoða. Hann giskar á að myndirnar séu um 60 en þó er það aðeins um þriðjungur allra teikninga listamanns- ins. Það tekur hann mislangan tíma að vinna hverja mynd. „Stundum rennur teikningin fram úr penslinum og stundum þarf ég að gera margar atrennur að mynd áður en ég er ánægður, oftast er ég 2-3 daga með stærri myndirnar og minni verkin eru dags- verk,“ segir Brian. Erfiðasta hluta vinnunn- ar segir hann vera þann að lesa í gegnum söguna og ákvarða kaflaskipti. „Þegar ég hef fengið tilfinningu fyrir sögunni sest ég niður við að skissa hugmyndir áður en ég svo fullvinn myndirnar í vatnslit, stundum með gvass eða bleki og pennateikningu.“ Myndirnar eru fullar af launfyndnum smá- atriðum og Brian segist gera það til að skemmta börnunum. Litlar mýs stinga inn kollinum þegar síst skyldi og út um stærðar gat á sokki Gilitrutt rekst stóratá með ljótri kartnögl. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.